Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 15
1890-1897 sem var hugsað sem viðbót við orðabók séra Björns frá 1814. Gildi hennar er m.a. fólgið í því að hann tók upp mikið af nýjum orðum sem var ekki að finna í eldri orðabókum. Skylt er að minnast einnig orðabókar Norðmanns- ins Johans Fritzner Ordbog ouer det gamle norske sprog sem kom fyrst út í Kristjaníu 1867 í einu bindi en stórum aukin og endurbætt í þremur bindum 1883- 1896. Hefur hún verið mikið notuð af íslendingum allt fram á þennan dag. Hin mikla íslensk-danska orðabók sem Sigfús Blön- dal vann ásamt konu sinni Björgu Þorláksdóttur, Jóni Ófeigssyni og Holger Wiehe, kom út í Reykjavík á árunum 1920-1924. Hún var ein mest notaða íslenska orðabókin allt fram að fyrstu útgáfu Orðabókar Menningarsjóðs sem byggði verulega á henni. Sigfús byrjaði að vinna að orðabókinni upp úr aldamótun- um 1900 að tillögu konu sinnar en hún mun hafa lagt til að þau semdu orðabók skömmu eftir að þau giftu sig í janúar 1903. Snemma á öldinni ákvað Alþingi að samin skyldi orðabók um íslenska tungu að fornu og nýju. Það var þó ekki fyrr en vorið 1943 að háskólaráð samþykkti fjárveitingu til samningar sögulegrar orðabókar sem spanna átti tímabilið frá 1540 til okkar daga. Þetta var upphafið að safni því sem kallað hefur verið Orðabók háskólans en stofnun með sama nafni er ein af virt- ustu stofnunum Háskóla íslands. Saga Orðabókarinn- ar er rakin á heimasíðunni http://www.lexis.hi.is en þar er seðlasafnið nú aðgengilegt almenningi. Að sjálfsögðu komu út fleiri íslenskar orðabækur fyrir 1963 en hér hafa verið upp taldar. Það ár telst samt vera merkilegt fyrir þær sakir að þá er ráðist í fyrsta sinn í að gefa út íslenska orðabók með skýring- um á íslensku ætluð almenningi. Útgáfa íslenzkrar orðabókar handa skólum og almenningi var í raun stór- viðburður en undirbúningur hófst sumarið 1957 þegar Menntamálaráðuneytið ákvað að styrkja út- gáfu hennar. Árni Böðvarsson málfræðingur var ráð- inn í hálft starf sem aðalritstjóri bókarinnar en ýmsir aðrir unnu með honum að orðasöfnun og samningu skýringa. Segir Árni í formála að 1. útgáfunni að við samningu orðabókarinnar hafi verið notaðar allar til- tækar orðabækur og orðasöfn, m.a. seðlasafn Orða- bókar háskólans, en að fyrst og fremst hafi verið byggt á orðabók Blöndals. Stefnan var að einbeita sér að 20. aldar máli en einnig eru orð úr fornbókmennt- um tekin með. í formála kemur auk þess fram að við val orða hafi þeirri reglu verið beitt að taka með algeng orð, orð sem líklegt er að fólk rekist á í ræðu eða riti. Það vakti því fyrir Árna og samstarfsmönn- um hans að kortleggja málið eins og það var. Því er þó ekki að neita að þeir hafa viljað leggja áherslu á gott mál, því þótt „orð sem verða ekki talin góð íslenska" eins og segir í formálanum séu oft tekin með eru þau merkt sérstaklega með ? sem táknar að þetta orð beri að forðast. Önnur útgáfa orðabókarinnar kom út árið 1983 og sú þriðja nú síðastliðið haust. Þriðja útgáfan mun hafa verið sex ár í vinnslu en 19 ár eru síðan önnur útgáfan var gefin út. Nýja útgáfan hefur að geyma um 8.000 ný flettiorð. í formála er tekið fram að ekki hafi verið ráðist í gagngera heildarendurskoðun á annarri útgáfunni að þessu sinni heldur hafi nokkrum af- mörkuðum verkþáttum verið sinnt, og að stefnt sé að næstu útgáfu fljótlega. í millitíðinni verði treyst á umburðarlyndi lesenda. Um undirbúning þriðju út- gáfunnar er m.a. sagt að fjöldi orða úr daglegu máli hafi bæst við (t.a.m. er orðið sjitt tekið með), skýringar hafa verið auknar og dæmum fjölgað. Einnig eru tald- ir upp nokkrir efnisflokkar sem ítarlega var farið yfir. Því miður er það svo að orð um bókasöfn ogbækur virðast tilheyra þeim flokkum sem bíða yfirferðar í næstu útgáfu. Ef flett er upp á orðum sem tengjast bókasöfnum er fyrst að nefna orðið bófeauörður. Þar er skýringin þessi: „starfsmaður í bókasafni", stutt skýr- ing en hnitmiðuð. Bókasafn er skýrt á eftirfarandi hátt: „opinber stofnun til varðveislu og notkunar bóka.“ Aftur er skýringin stutt en varla getur verið átt við nútímabókasöfn sem búa flest yfir svo miklu fleiri gögnum en einungis bókum? Einnig er þar að finna orðið bókasafnsfrœðingur sem ekki var að finna í fyrri útgáfum. Skýringin er þessi: „sá sem hefur umsjón með safni gagna, s.s. bóka, tímarita, skjala o.fl.þ.h. á almenningsbókasöfnum, skólasöfnum og fleiri stöð- um.“ Þetta er óneitanlega nokkuð sérkennileg og gamaldags skýring. Af hverju skyldi almennings- bókasöfnum og skólasöfnum gert hærra undir höfði en öðrum safnategundum? Af hverju eru einungis bækur, tímarit og skjöl talin upp af þeim gögnum sem finnast á bókasöfnum? Hvar eru nýsigögnin og raf- rænu gögnin? Þetta er þeim mun undarlegra þar sem á sömu opnu er orðið bófemenntafrœðingur sem er ein- faldlega skilgreint svo: „sá sem hefur lært bók- menntafræði." Ennfremur: að sinna bófeauörsiu er að gæta bóka, vera gæslumaður í bókasafni. Orðið bófea- bfll sem var í 2. útgáfunni hefur verið tekið burt. Kennsla í bókfræði hefur farið fram um árabil í félagsvísindadeild Háskóla íslands. Þar hafa skil- greiningar orðsins bókfræði verið skoðaðar í upphafi námskeiðs. Það orð er gott dæmi um mismunandi merkingar sem hafa birst í ýmsum orðabókum allt eftir því hvaða áherslu á að leggja á orðið hverju sinni. Skýringar 3. útgáfunnar á orðinu bókfræði eru eftirfarandi: „1) bókleg fræði, þekking sem fá má af bókum, 2) sú grein bókmenntafræði sem fæst við flokkun og skráningu á höfundum og útgáfum." Fyrri skilgreiningin, sem er reyndar ekki að finna í 2. útgáf- unni, er nokkuð samhljóða skilgreiningum í eldri orðabókum, s.s. orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920- 1924 (1) bókmenntir, 2) þekking á bókum og 3) bókvit). Ef flett er upp í íslensfeu alfræðiorðabókinni frá 1990 er BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.