Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 5
5 __helgarpósturinru Föstudagur 31. ágúst 1979 • . Mikil iþróttamyndadella er komin upp í Hollywood. önnur hvor mynd sem þaöan kemur um þessar mundir er um iþróttir i einhverri mynd — tennis, hjól- reiðar, beisbolta, hlaupara og boxara. Ein þessara mynda, og kannski sú sem vænlegust er til vinsælda, er nýjasta mynd Bar- böru Streisand, „The Main Event”. Hún fjallar um boxara, sem Ryan O’Neal leikur en Bar- bara leikur umboðsmann hans. Það er annars helst að frétta að Ryan er ennþá bálskotinn i Bar- böru, og sagði nýlega að ef hann yröi að giftast einhverri kæmi bara hún til greina. Barbara er hinsvegar gift öðrum — John Peters, sem er framleiðandi nýju myndarinnar. • Er KarlBretaprins kominn af Dracula? Svo segir Anthony Holden í bók sinni „Charles, prince of Wales”, sem kemur út með haustinu. Þar rekur hann ættir Karls i gegnum hinar dular- fúllu konungaættir Evrópu alveg aftur til greifans sem kom af staði sögunni um Dracula. I bók Bram Stoker um þennan sama Dracuia kemur fram að Dracula er kom- inn i beinan karllegg af berserkj- um frá íslandi, svo kannski er Karl eftir alltsaman prins af tsl- andi. • Leikkonan Diana Dorsspurði eitt sinn eiginmann sinn Alan Lake, sem er niu árum yngri en hún: Ætlarðu að elska mig þegar ég verðgömul og feit? Hann svar- aði að bragði: Þú ert gömul og feit og ég elska þig. • Dýrafræðingar I Sviss eru nú að rannsaka atferli hreysikatta þar i landi, en uppá siðkastiöhafa þeir i auknum mæli tekið uppá þeim fjanda að naga gúmmihjól- barða i ti'ma og ótima. Að sögn sérfræöinganna stafar það liklega af þeirri staöreynd að hjólbarð- arnir ilma likt og kvenköttur sem er til i tuskið. Bob Knapp frá Chicago hefur borið á sér smápeninga i sex ár án þess að vita það. Þessir smá- peningar gætu orðið til þess að hinn 26 ára gamli bifvélavirki höndli fjársjóð, þegar hann fer i málvið skurðlækni. Nokkrir smá- peningar og einn gullhringur, sem höföu verið i vasa hans, læddust inn í sár sem hann hlaut i bilslysi og voru saumaðir inn i þegar hann kom i sjúkrahúsið. Knapp lét nýlega taka röntgen- mynd af sér og lögfræöingur hans segir um þetta allt saman: „Þetta er einhver sú mesta hand- vömm sem ég hef séö.” Stína spælir plebba... • Honum finnst lifið óréttlátt- svo margar konur og svo litill timi. • Hann telur kindur á nóttinni en kálfa á daginn. • Hann segist vilja fremur kyn- æsandi stúlkur en gáfaðar Ef hann langar að þjálfa heilann er alltaf hægt að fara á bókasafnið. • Þegar hann hellir i glas fyrir stúlku og segir: „segðu til”, býst hann viö að hún svari: „strax eftir þennan drykk”. • Hann veit ekki hvað hann á til bragðs að taka. Hann fékk bréf sem stóði: Hættu að fleka konuna mina eða ég drep þig. Bréfið var nafnlaust. • Hver man ekki eftir honum Cristopher Beeny , sem lék strák- inn i eldhúsinu i Hiísbændur og hjú? Hann hefur nú ákveðið að ganga i það heilaga með stúiku. sem hann hitti i látbragðsleik fyrir fjórum árum. Stúlkan er 23 ára gömul, ljóshærð og söngvari að atvinnu. Brullaupið verður þann 15. september á heimaslóð- um stúlkunnar. Á sama tima verður Cristopher að leika i nýrri sjónvarpsmynd, þannig að þetta verður ansi knappt. En hann seg- ir: „Þetta er atriði sem ég vil alls ekki missa af” og átti þá viö brúö- kaupið. Oft hefur hann hugsað um að taka sér eiginkonu. Spurningin er, eiginkonu hvers? • Hann hitti góða stúlku um daginn og varð nýr maður um leið. Hann gaf henni nýtt nafn og heimilsfang. • Einkaritarinn hans er að þjálfa sig i hraöritun og vélritun ... og Karate. Stína spælir plebbur... • Saga vinsælda hennar er i raun- inni aðeins eitt orð að lengd- Já. Alpaábmuðiðog smjöriiki hf ibaksturinn ..vildddannað!” • Hún er stúlka sem þú mundir gjarna kynna þig fyrir, en ekki segja rétt til nafns. • Hún er heimakær.. og er sama hvar. • Hún er stúlka sem þú mundir gjarna vilja fara með til mömmu- þegar mamma er ekki heima. • Hún er að leita að eiginmanni. Eiginkonur þeirra vildu óska að hún leitaöi að einhverjum ein- hleypum. • Móðir hennar missti vasaklút til aö draga að sér athygli karl- manns. Hún klæðist honum. Stina spælir pólitíkusa • Liffræðingar halda þvi fram að ekki sé til hinn fullkomni maður. Þeir ættu að lesa kosninga- bæklingana hans. • Hann hefur náð tökum á L- unum þremur i stjórn- málum. Loforðum, Loforðum og Loforðum. •Hann sagði vini sinum að æska hans hefði orðið honum að falli. „En þú ert kominn yfir sextugt og æskan er fyrir bi”. Rauna- mæddur útskýröi hann: „Það er einmitt það. Þau komust að hvernig ég eyddi henni”. • Hann valdi pólitik vegna þess að honum fannst slikur ferill lofa mestu- og hann er góður i lof- orðunum. • Siðasta kosningaræðan hans var trufluð 30 sinnum af tómat- sósu. • Þegar hann fór fyrst I framboð bað hann kjósendur: Ég hef aldrei stoliö neinu. Það eina sem ég bið um er tækifæri. • Það var hann sem sannaði kenninguna að það eru til 20 þúsund merkingarlaus orð i islensku. fluglýsingasími Helgarpóstsins 8-18-66 mmSi iwmraiu TUUH VERÐ OG GÆÐI Kegdi viu vcuuivi Kosiuia, þa veróur svarið ISHIDA iS, PLASTPOKAR > 82655 NsisIm IiF PLASTPOKJ O 8262 PLASTPOKAVERKSMIÐJA ODDS SIGUROSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIÐAR OG VÉLAR Elektroniskar búðarvogir D 82 & D 86

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.