Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 24
__he/garpósturinrL. • Væntanleg vetrardagskrá útvarpsins er nií komin tíl um- ræöu innan útvarpsráös og af njíj- ungum er það einkum þrennt sem' reifaö hefur verið. Rætt hefur veriö um aö breyta útsendingum útvarpsinseftir hádegiö á þd lund aö flutt veröi stanslaust popp og létt tónlist frá kl. logallt fram til kl. 4. Eru þarna greinilega að koma fram áhrif frá hlustenda- könnuninni en innan útvarpsráðs munu þö hafa verið skiptar skoö- anir um þaö hvort kynna ættí tón- listina milli laga eöa láta hana dynja látlaust yfir landslýö en fleiri hallast aö hinu fyrrnefnda. Þá eru uppi hugmyndir um að koma á sérstakri dagskrárkynn- ingu á góöúm tima þar sem kynnt yröi áheyrilegasta efniö, sem yröi á boðstölum á kvölddag- skránni — væntanlega tíl aö kveikja i þeim sem til heyröu og draga þá frá sjónvarpinu. briöja breytingin snýr aö fréttatíma út- varpsins, en i þvi sambandi hefur veriö talaö um aö stytta kvöld- fréttatimann, hætta t.d. frétta- aukunum en koma i þess stað á eins konar „magasini” siöar um kvöldiö, þar sem boöiö yrði upp á forvitnilegar fréttir, fréttatengt efni ýmiss konar, fréttaskýring- ar, iþróttir og menningarmál. Þetta mun þó enn eftir aö ræða við fréttastofuna sjálfa... # En Ur þv; a5 mir.nst er á út- ~Várpiö þá má nefna aö nefndin sem Ragnar Arnaids skipaöi til að kanna og endurskipuleggja rekstur útvarpsins er nú tekin til starfa og hefur þegar haldiö tvo fundi. Augu nefndarmanna munu helst beinast aö þvi aö brjóta niö- ur hina hefðbundnu og skýrt af- mörkuöu skiptingu, sem veriö hefur milli útvarps og sjónvarps allt frá þvi að sjónvarpið tók til starfa. Hefur veriö rætt um að auka samvirkni þessara tveggja fjölmiðla rikisins og á þaö bent að ýmsar deildir innan þeirra beggja starfi að mjög hliðstæöum verkefnum, svo sem fréttastofur- nar, leiklistardeildir og auglýs- ingadeildir og athuga hvort ekki mætti sameina þessa starfsemi meir en veríö hefur. Þá hefur inn- heimta afnotagjalda veriö tölu- vertádagskrá á fundum nefndar- innar, en inokkur vanhöld munu á greiöslu þeirra og þvi leita menn árangursríkari innheimtu- leiða. Hefur mönnum þar dottiö i hug aö fara sömu leiö og Sviar munu gera — þ.e. aö innheimta þau meö slmagjöldunum. Og borgi menn ekki afnotagjöldin, þótt þeir borgi simareikninginn, þá veröur símanum samt lokaö.... • Það getur dregiö til tiöinda I blaöaheiminum ef af verkfalli Grafiska sveinafélagsins veröur eftir helgina. Flest blööin standa fjárhagslega höllum fæti um þessar mundirog meöal forráöa- manna þeirra hefur veriö hreyft hugmyndum um viöbrögð af þeirra hálfu, sýni þaö sig aö verk- fall Grafiska sveinafélagsins muni dragast á langinn. Er þar rætt um aö hafi verkfall staðiö vikutima ogallt sitji þá fast, muni verða settverkbann á félaga Hins islenska prentarafélags. Þá eru blaöamenn meö lausa samninga og hefur verið rætt um þaö af hálfu Félags blaöaútgefenda að krefjast þess af Blaöamannafél- agi Islands aö þaö leggi fram kröfur sinar og boða jafnframt verkbann á blaðamenn i samúö- arskyni. Meöþessu móti er ætlun- in aö komast hjá þvi aö greiða stórum hópum innan blaöaútgáf- unnar laun meöan á verkfalli Grafiska stendur og knýja fram samninga hjá öörum launþega- félögum innan þessarar starfs- greinar samhliöa samningum viö Grafiska sveinafélagiö... • Sagan segir nú aö Guörún Er- iendsdóttir, sem ekkert atkvæöi fékk I umsögn dómnefndar um umsækjendur um prófessorsem- bættif sifja- og persónurétti, sem HAFIÐ ÞER VEITT ÞVÍ ATHYGLI AÐ ENDUR- SÖLUVERÐ HÍBÝLA MEÐ RUNTALOFNUM ER HÆRRA? Ofnasmiðja Suðurnesja hf Vatnsnesvegi 12 KellavíK. Sími 92-2822 Síðumúla 27. Reykjavík. Sími 84244 veitt var á dögunum, muni eftir sem áöur kenna sif ja- og persónu- rétt viö Háskólann. Björn Þ. Guö- mundsson, sem fékk stööuna, mun eiga aö kenna eitthvaö allt annaö viö Háskólann, þvi aö ekkertmælir fyrir um þaö i regl- um Háskólans aö prófessorar innan lögfræöideildarinnar séu bundnir af þvi aö kenna endilega þær greinar sem prófessorsem- bættiögildirum. Já, þaö er margt kyndugt i kerfinu... • Þaö var hopp og hi hjá hægri mönnum og fuss og svei hjá vinstri mönnum þegar David nokkur Friedman, hægri sveiflu- hagfræöingur, sótti iandiö heim á dögunum. Þrátt fyrir allt pólitiska argaþvargiö, sem hann olli, lét hann að minnsta kosti eitt gott af sér leiða. Það var fariö meö hann i Þjóöminjasafnið og honum sýnt þar svokallað hnefa- tafl. Þaö var látiö fylgja meö sög- unni um hnefatafUö aö enginn vissi hér hvernig leikreglur þess væru. Friedman varö undrandi — hann kvaöst nefnilega vera fúll- numa i þeim, þvi aö hnefatafl heföiieina tiö amk. veriö töluvert stundaö á Bretlandi — og einnig meöal Lappa. Svo nú vita menn hvernig hnefatafl fer fram... • Þaö ætti ekki aö hafa farið framhjá fólki aö nú stendur yfir Alþjóöleg vörusýning I Laugar- dalshöllinni. Viö slóum á þráöinn til Bjarna ólafssonar fram- kvæmdastjóra Kaupstefnunnar sem aö sýningunni stendur til aö vita hvernig gengi. „Jú, þaö gengur mjög vel þakka þér fyrir. Viö búumst viö aö þegar yfir lýk- ur hafi 60 — 70 þús. manns heim- sótt okkur hingað I Laugardal- inn.” — Nú er þetta sjálfsagt eitt stærsta fyrirtækiö á Islandi amk. þessa dagana? „Þaö er óhætt aö segja þaö. Veltan skiptir hundruöum milljóna. Kostnaöur okkar sem aö þessu stöndum er mikill, en svo bætist ótal aörir inni myndina ss. framleiöslukostnaöur þess varnings sem hér er til sýnis, starfsfólk i básum, auglýsingar, — ég gæti haldiö áfram enda- laust.” — Hvernig likar þér sem for- stjóra þessa „stórfyrirtækis”? „Þokkalega, ég er nú búinn aö ná sæmilegum svefni eftir miklar vökur siöustu dagana fyrir opn- unina. Annars er ég farinn aö venjast þessu, eftir 10 ára starf viö sýningar. Undirbúningsvinn- an er gifurleg, þaö tekur hátt á annaö ár aö koma svona stór- sýningum á laggirnar. Og viö er- um þegar farnir af staö meö næstu sýningu, Heimilissýning- una, sem veröur á næsta ári”. • Þingflokkunum bauðst á dög- unumaösendafulltrúaá fund AI- þjóöa þingmannasambandsins sem haldiö veröur einhvern tima ánæstunni I Caracasi'Venesúela. Þingflokkur Alþýöuflokksins mun þegar hafa samþykkt meö sparn- aö i huga aö senda ekki fulltrúa, en nú herma fréttir aö i herbúöum hinna þingflokkanna sé töluverö- ur titringur út af þessu og sé legiö ikrötum aöbreyta ákvöröun sinni — þvi' ýmsa mun langa I langferö aö leggja... • tJtlit er fyrir læknislaust veröi viöa á landinu I vetur. Til aö mynda veröur enginn læknir á Bolungarvik, Flateyri og Þing- eyri. Astæöan fyrir læknaleysinu er sögö deila sem upp er risin milli ólafs ólafssonarlandlæknis og Félags ungra lækna út af þvi að landlæknir lengdi starfsskyldu lækna i héraöi úr 3 mánuöum I 6 án samráös viö þá... • Sú saga flýgur núna aö Lúövlk sé búinn aö útvega lán erlendis til kaupa á nýja Norö- fjaröartogaranum meö samþykki Svavars Gestssonar og nýi tog- arinn komi áöur en langt um liö- ur. Sagt er aö togaranum veröi gefiö nafniö Kjartan NK... ® Tiltölulega er bjart yfir Dag- blaösmönnum um þessar mundir. Þeir hafa frá upphafi þurft að búa viö mikil þrengsli i sameiginiegu húsnæöi Dagblaösinsog Vikunnar i Siöumúlanum. Núna hefur Vik- an flutt út meö sitt hafurtask i leiguhúsn. handan götunnar og jafnframter byrjaö aö grafa fyrir framtiöarhúsnæöi blaösins viö hliöina á skrifstofum þess I Þver- holti. Veröur þaö nokkurra hæöa hús sem hýsa mun alla starfsemi blaösins, þar á meöal eigin prent- smiöju þess. óljóst er um bygg- ingarhraöa en hálfnaö verk þá hafiö er...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.