Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 31. ágúst 1979 l~IBlcjdrpOStUrÍnrL_ AF STJÖRNUM Flestir þekkja blessaðar stjörnurnar: ekki stjörnurhim- insins eða kvikmyndaheimsins heldur einkunnarsijörnurnar, þessar sem við fengum i skrift- inni i skólanum og gagnrýn- endur gefa hugverkum i dag- blöðunum. Þegar guðmundari- skriftin var sem fallegust feng- um við þrjár stjörnur. Þegar, gagnrýnendur down beat eru hvað hrifnastir stimpla þeir fimm stjörnur á skifuna sem þeir voru aö hlusta á. íslenskir poppskribentar og filmskoðarar merkja lika allt með stjörnum i bak og fyrir, þær eru bara svartar: i' skólanum voru þær bláar og grænar og rauðar. Þó stjörnugjöf sé dálitil ein- földun á veruleikanum og segi stundum fátt um verðleika þess listaverks sem stjarnað er, þá hefur hún sina kosti. Hún er oft það eina sem gagnrýnandinn setur á blað um viðkomandi verk sem við skiljum. Þess- vegna er mér ekki meinilla við stjörnur. Til gamans ætla ég að rifja upp smáræði um stjörnugjöf bandariska tónlistartimaritsins down beat fyrir tveimur ára- tugum. Þá fengu nær þrjátiu skifur hæstu einkunn: fimm stjörnur. iþeim hópi voru tima- mótaverk einsog Kind Of Blue með Miles Davis og Mingus Ah Um. Þar voru lika plötur sem illa hafa staðist timans tönn einsog Byrd In The Wind með gitarleikaranum Charlie Byrd. Klassiskar endurútgáfur voru I hópnum : At His Very Best með Duke Ellington og Diz’n ’Bird meðParker og Gillespie. Skifur sem sjaldan safna ryki: Porgy And Bess með Miles Davis og Gil Evans, Mahalia Jackson á Newport 1958 og Porgy And Bess með Louis og Ellu. Af öðrum fimmstjörnuskifum er sjaldnar blásið ryki: Jazz Track með Davis og Odd Against To- morrow með John Lewis. En það hlutu ekki allar skifur fimm stjörnur. Þar á meðal ófá meistaraverk árið 1959: Art Blakey And The Jazz Mess- engers (þar sem Moanin’ og Blues March voru frumhljóð- rituð), The Shape Of Jazz To Come með Ornette Coleman, Back To Back með Ellington og Hodges, Five By Monk, By Five (þar sem Jackie-ning var hljóð- ritað i fyrsta skipti) og The Lester Young-Teddy Wilson Quartet. Flestar fengu þessar skifur þó fjórar stjörnur en ábyggilega vildu gagnrýnend- urnir bæta einni við mættu þeir einhverju um það ráða nú. Seigur karl timinn. Ýmsar skifur fengu heldur slæma útreið þetta ár en hvaö óréttlátastur fannst mér dómur Martin Williams um Warne Marsh. Atlanticskifa er bar nafn hans fékk tvær og hálfa stjörnu. En hvað um það, hún hefur staðist timans tönn og þaö eru fleiri en ég sem hlusta á hana sér til yndisauka tuttugu árum eftir að hún var sölluð niður. Enn stjama þeir skifur i bak og fyrir hjá down beat og það sem hefur vakið mesta athygli mina sem af er þessu ári, eru stjörnur þær sem pianistinn Hank Jones hefur fengið. Miles Davis gaf fjórar skifúr út árið 1959, þrjár fimmstjörnu og eina Miles Davis Great Jazz Trio At The Village VanguardGnner City 6013) með Ron Carter og Tony Williams, New Wine In Old Botteis (IC 6029) þar sem Jackie McLean bætist I hópinn, The Trio (Chiaroscuro Records 188) með Milt Hinton og Bob Rosen- garden, Old Delights (Galaxy 5113) þar sem hann leikur dúó með Tommy Flanagan (dúó- plata Herbie Hancock og Chick Jazz eftir Vernharð Linnet fjögurra og hálfs stjörnu. Hank Jones hefur verið meðstjórn- andi á fjórum fimmstjörnu- skifum 1979 og sólóskifa hans fékk fjórar stjörnur. Hankhefur alltof lengi staöið i skugga bræðra sinna Elvins og Thads, og er kominn timi til að djass- heimurinn meti þennan hóg- væra snilling aö verðleikum, en hann er kominn á sjötugsaid- urinn. Þær skifur er hann hefur átt hlut að á þessu ári eru: The Corea hlaut fjórar stjörnur i sama dómi) og siðast skal nú nefna sólóplötu hans Tiptoe Tapdance (Galaxy 5108) sem hlaut fjórar stjörnur. Það væri ráð fyrir hljóm- plötuverslanir hér að bjóða uppá einhverjar þessara hljóð- ritana með Hank Jones. Það er ekki alltaf mikið að marka stjörnur Hank Jones 1979 jafn- vel og þær stjörnur er Miles Davis hlaut 1959. Leikfélag Keflavíkur: FRUMSÝNIR 95 „UTKALL I KLÚBBINN — eftir Hilmar Jónsson Leikféiag Kefiavlkur frumsýnir I haust nýtt leikrit eftir Hilmar Jóns- son bókavörð. Leikritið heitir ,,Útkall I klúbbinn”, og gerist þaö I her- stöð eins og á Keflavikurflugvelli. Leikstjóri veröur Gunnar Eyjólfs- son. Hlutverk eru um 12, en ekki hefur enn veriö aö fullu afráöiö hverjir komi til meö aö skipa þau. I samtali við Helgarpóstinn, sagði Hilmar, að i leikritinu væru aðallega tvö sviö, annars vegar I klúbbi hjá „varnarliðsmönnum” og hins vegar á iögreglustöð hjá Islendingum. „1 leikritinu er að nokkru leyti stuöst við atburöi sem hafa gerst þarna, og ég held að hægt sé að segja, að það lýsi á nokkuö hrika- legan hátt þeim samskiptum, sem hafa veriö þarna”, sagði Hilmar. Hann sagði ennfremur, að þó aö stuðst væri við raunveru- lega atburði, væri ekki hægt að finna lýsingar á ákveönum persónum. Hilmar sagði að kunningi sinn heföi sagt sér frá atvikinu, sem stuöst er við og hefði það ekki látið hann i friði fyrr en hann hefði fariö að spreyta sig á þvi. Sér fyndist lika timi til kominn, að skrifað væri vers um sambúð lltillar þjóðar við herveldi. Leikritið hefur verið nokkuð lengi i smiöum. Hilmar byrjaði á þvi suöur á Spáni i fyrra og hefur. unnið samfellt að þvi siðan. Hann hefur farið 4-5 sinnum yfir það, og er það liklega komið i endanlegt form nú. Aðspurður um þaö hvort hann hefði skrifað þetta leikrit sérstak- lega fyrir Leikfélag Keflavikur, sagði Hilmar, að hann hefði borið þetta undir vini sina og hafi öllum borið saman um aö verkið ætti að vera frumflutt i Keflavik. „Þetta er i fyrsta skipti sem við frumflytjum verk hér og við von- um að það gangi vel og fái góða aðsókn”, sagði Hilmar Jónsson að lokum. —GB. KINKS, KERMIT OG FLEIRI Kinks — Low Budget Kinkshafa nýlega sent frá sér breiðskifu og kalla hana Low Budget. Kinks var stofnuð 1964 og er þvi meö elstu starfandi rokk- hljómsveitum i dag. Sama ár fór fyrsta lag frá Kinks á topp- inn, YouReally GotMe, —nr. li Bretlandi, en nr. 7 i Bandarikj- unum. I kjölfar þess fylgdu mörg „hitlög" ss. All Day And All OfTheNight.TiredOf Wait- ing ForYou, SetMe Free ofl. En siðla árs 1965 kom út fjögurra laga plata með hljómsveitinni, Kiwyet Kinks, sem markaöi timamót á ferli hennar og breytta stefnu i lagasmiðum höfuðpaursins Ray Davies. A þessari plötu var að finna lagið Well Respected Man, en textinn var satira á imynd hins ihalds- sama Englendings. Davies fylgdi þvieftirmeðlaginuDedi- cated FollowerOf A Fashion, en þar beindi hann spjótum slnum að tiskufólkinu. Bæði þessi lög uröu mjög vinsæl og eftir það hætti Ray Davies alveg aö semja hin týpisku dægurlög, en sneri sér eingöngu að þjóö- félagslegum ádeilum. Kinks fóru að koma sjaldnar fram á hljómleikum og hættu að vera reglulegir gestir á toppum vin- sældarlistanna. Hinsvegar hafa beir alla tiö átt tryggan áhang- endahóp beggja vegna Atlantsála, sérstaklega i Bandarikjunum, og það hefur haldið hljómsveitinni gangandi. Og, með hinni pólitisku upp- vakningu innan rokktónlistar- innar að undanförnu , bendir allt til þess að Kinks séu nú aftur að ná til fjöldans i Bret- landi. A nýju plötunni, Low Budget, tekur Ray Davies á ýmsum málum sem ofarlega eru á baugi um þessar mundir, — orkukreppunni (A Gallon Of Gas), minnkandi áhrifum Captain Arr.erica (Catch Me Now I’m Falling), tilfinninga- bælingu nútimasamfélagsins (Little Bit Of Emotion), minni- máttarkenndinni (Superman) ofl. Low Budget er i alla staði mjög vel gerð plata og sýnir að Ray Davies og Kinkseru enn ein fremsta hljómsveit rokksins. Kinks skipa Ray Davies, Dave Davies, Mick Avory og Jim Rodford. The Muppet Movie — Prúðuleikararnir Þá eru hinir vinsælu Prúðu- leikarar komnir á kreik i plötu- formi, meðlögúr kvikmyndinni The Muppet Movie. Kvikmyndin segir frá þvi hvernig Kermit froskur yfirgaf tjörnina sina og hélt til Holly- wood aö freista- gæfunnar. A ieiðinni lenti hann i ýmsum ævintýrum og safnaði smám saman I kringum sig þvi' liði sem átti eftir að verða uppi- staðan i sjónvarpsþætti hans: Dr. Tönn & hljómsveit, Svinku, Fossa björn, Gunnsa ofl. A plötunni eru 11 lög úr mynd- inni og fylgir uppröðun þeirra söguþræði hennar Meira er varla að segja um þessa plötu, það þekkja flestir músik og húmor Prúðuleikaranna. Og þeir’svikja; hér ekki aðdáendur sina, frekar en fyrri daginn. The Best Disco Album... -g- Ýmsir Vegna þess hve hljómplötur hér á landi eru dýrar (sjá grein hér annars staðar i' blaðinu) faUa samsafnsplötur betur i kramið hér en viða annars staðar. Slikar plötur, sem inni- halda oftast vinsælustu lögin á hverjum ti'ma, gera fólki kleift að eignast uppáhöldin i einum pakka og þurfa ekki að kaupa margar plötur til að ná i þau. Einnig eru yfirleitt fleiri lög á þessum plötum, oft 20, og svo eru þær i lægsta verðflokki, þannig að fólk gerir mjög góð kaup I þeim. Ein nýjasta platan af þessu tæi er The Best Disco Album In The World. A henni eru 18 af vinsælustu diskólögum siðasta árið ss Le Freak og IWant Your Love með Chic, One Way Ticket. og I Can’t Stand The Rain með Eruption, We Are Family og He's The Greatest Dancer meö Sister Sledge, Amii Stewart með Knock On Wood, Bone.v M með Hooray Hooray, It’s a , Holi-Holiday ofl. Hér er þvi á ferð tilvalin plata fyrir diskófrikin. Queen — Live Killers Ein vinsælasta itokkhljóm- sveit heims Queen, hefur nú lát- ið frá sér fara hljómleikaplötu, Live Killers. Queen — Freddy Mercury tsöngur), Brian May (gitar) John Deacon (bassi) og Roger Taylor (trommur) — var sett á laggirnar 1972 Og varð til að mæta þörfum þyrstra Led Zeppelinaödáenda á hljómleik- um, en Zeppelin voru mjög óaktivir á árunum 1973—74. Queen fara ekki dult með þaö, að þeir sækja fyrirmynd sina til Zeppelin. Hinsvegar er ekki hægt aö seg ja að þeir séu eint’bm zeppelinstæling. Yfirbygging laga þeirra, margraddaður söngur og einfaldar melódiur þagga slikar raddir snarlega niður. En i' grunninum er tónlist þeirra alveg einsog tónlist Led Zeppelin. Live Killers er tveggjaplatna albúm, og inniheldur flest þau lög sem vinsæl hafa verið með Queen i gegnum árin ss. Killer Queen, Bohemian Rapsody, We Will Rock You, Sheer Heart Attack, We Are The Champions, Spread Your Wings, You’re My Best Friend, Bicycle Race, I’m In Love With My Car, ofl. svo og nýjasta lag hljómsveitarinnar Don’tStop Me Now. Þannig að þessi plata gefur góðan þver- skurð af ferli Queen.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.