Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 31. ágúst 1979 —he/garpósturinrL. Tafla II sýnir verðmyndun hljómplatna. I fyrsta dálki einsog hún á sér stað i dag, en I hinum ýmsir aðrir möguleikar sem til greina koma. Og I ljós kemur, sambr. 4. dálk, að hægt væri að lækka veröiö niður I 5.210 úr 8.466 kr. og samt myndi rlkissjóður fá meira fé I sinn hlut, ef miðað er við aö salan fari aftur I sama horf og var fyrir tilkomu „lúxus- gjaldsins.” Þær forsendur sem þessir útreikningar byggjast á eru að innkaupsverð platnanna er 4.50 dollarar á genginu 360 krón- ur. En þess má geta að nú hafa öll helstu hljómplötufyrirtæki er- lendis tilkynnt aö þau muni hækka heildsöluverö á hljómplöt- um frá og meö 1. september eöa á morgun. Og sú hækkun mun háfa verulega slæm áhrif til hins verra I sölu hljómplatna hérlendis. KiUNNI tslendingar stæra sig oft af þvi að allt er mest og best hjá þeim. Hvað sem til er I þvl, þá er verð á hljómplötum hér örugglega með þvi hæsta sein gerist i heiminum (að meðaltali 8466 krónur stykkið). Enda lita landsfeðurnir á hljómplötuna sem algjöran lúxus og leggja á hana eftir þvi. Hinsvegar hefur komið i ljós að hið svokallaða „lúxusgjald” sem núverandi rikisstjórn lagði á plötur I sept- ember 1978, er siður en svo tekjuaukandi ráðstöfun fyrir rikissjóð, þvi afleiðing þess er að plötusalan i landinu hefur minnkað um helming frá þvi sem var áður en gjaldið kom til sögunnar. Helgarpóstinum barst fyrir skömmu bréf I hendur sem hljómplötuinnflyt jandi hefur sent ráðamönnum þarsem sýnt er fram á, að hægt væri að lækka hljómplötuverð mikið án þess að rikið yrði af tekjum — raunar myndu þær aukast ef salan yrði hin sama og áð- ur— ef hætt yrði að lita á hljóm- plötuna sem munaðarvöru. Hér á eftir birtist samandregið meginefni þessa bréfs. Stöðugt sígur á ógæfuhliðina Tafla I, sem sýnir samanburð á heildarinnflutningi erlendra hljómplatna fyrstu 6 mánuði ár- anna 1978 og ’79, gefur góða mynd af þvi hve stöðugt sigur á ógæfuhliðina i þessum málum. Innflutningur fyrstu 6 mánuði 1979 er 14,75% minni en sömu mánuði ársins 1978, — og er greinilegt hvernig ástandið versnar eftir þvi sem liður á ár- ið; þannig er t.d. innflutningur i júni ’79, 37,77% minni en I sama mánuði árið áður. I raun er ástandið i innflutn- ingi og smásölu á erlendum hlj ómplötum mun verra en þessar tölur sýna, þarsem birgðir hafa safnast langt um- fram hið venjulega, þannig að mikill hluti þeirra hljómplatna sem fluttar hafa verið inn á þessu ári, liggja óseldar hjá inn- flytjendum og smásölum. Þetta leiðir af sér (sambr. júni ’78 og ’79) sifellt minni innflutning og framboð á erlendum hljómplöt- um erlendis. Verst kemur þetta niður á þeim tegundum hljóm- platna sem hafa hæga veltu og endurnýjun á lager, og kallar á meira ogbreiöara úrval. Hér er átt við tónlist, sem siður er bundin smekk fólksins i dag eða á morgun ss klassik, djass, ýmsar tegundir popptónlistar Samantekt: Páll Pálsson gærdagsins, svo og sérhæfðri tónlist af ýmsu tagi td. nútima- tónlist, harmónikkutónlist, þjóðlagatónlisto.fl. t stuttumáli er þróunin sú að innflytjendur og smásalar koma ekki til með að geta borið nema brot af þeim lager sem eðlilegt er, og verður úrvalið þvi svotil eingöngu bundið við þá dægurtónlist sem selst best á hverjum tima. íslenskar hliómplötur Þá er islensk hljómplötugerð ekki siður i kreppu vegna „lúx- usgjaldsins”. Það er augljóst mál öllum er vilja kynna sér, að hljómplötuútgáfa á Islandi verður aldrei arðvænleg fyrir útgefendur i sama mæli og viða erlendis, þarsem kostnaður við gerð einnar plötu og fram- leiðsla 2-3000 eintaka hennar kostar i dag á bilinu 10-20 mill- jónir króna. Heildsöluverð is- lenskra hljómplatna er nú 4.500 kr. þannig að i langflestum til- fellum þurfa yfir 3000 eintök að seljast til þess að hún byrji að skila ágóða til útgefanda og við- komandi listamanna. Nú, þegar sala á plötum er aðeins um 50% af þvi sem var á sama tlma fyrir ári á öllum plötum, Is- lenskum og erlendum, er orðið svo erfittað ná tilskildri magn- sölu, að Islenskar hljón.plötuút- gáfur halda mjög að sér hönd- unum i þessum efnum, enda út- koman af þeim plötum sem komið hafa út á þessu ári mjög slæm. Tóntækni og Hljóð- riti i kröggum. Hin litla sala Islenskra hljóm- platna er auðvitað keðjuverk- andi frá sölu til Utgáfu til fram- leiðslu. En einsog flestum er kunnugt eru nú starfandi tvö hljóðupptökustúdió á Islandi, Tóntækni hf. ogHljóðriti hf., og er rekstrarafkoma þeirra mjög slæm það sem af er þessu árinu og útlitið framundan dökkt, þar- sem aldrei hefur verið jafnlitið að gera hjá þeim á þessum tima árs, þegar útgefendur eru yfir- leitt farnirað taka uppogundir- búa jólaútgáfur sinar. En burtséö frá tekjumissi og atvinnuleysi hljóðfæraleikara og erfiðri rekstrarafkomu stúdióa og útgefenda — þá hlýt- ur samt að verða mest eftirsjá i hinu mikla og uppbyggjandi starfi sem búiö er að vinna I is- lenskri hljómplötuútgáfu og sköpun islenskrar tónlistar sið- astliðin 4-6 ár. Eitt af mark- miðum þessarar uppbyggingar var að sjá vaxa úr grasi hér á Islandi hljóðupptökuaðstöðu og tónlistarfólk, sem væri sam- bærilegt við það besta i ná- grannalöndum okkar, en tónlist og tónlistariðnaður er mikil tekjulind margra þeirra. Og þó margir brosi i kampinn þegar bjartsýnir hljómplötuútgefend- ur tala um þann möguleika að islenskir tónlistarmenn geti „slegið I gegn” á erlendri grund, þá má minna á að sama gerðu Sviar þartil ABBA kom fram. Hljómplötusmygl Trúlega er ekki smyglað inn eins miklu af neinum varningi og hljómplötum ogkassettum til Islands, enda gerir islenskur ferðamaður á erlendri grund ekki hagstæðari innkaup en á hljómplötum, — sparnaður við kaup á 1 stykki er 5500-6500 krónur. Þannig er td. hægt að fara til Englands og láta ferð og uppihald I heila viku borga sig með þvl að kaupa 20-25 hljóm- plötur eða kassettur. Það leikur ekki nokkur vafi á þvi, að mjög mikið er um að fólk haldi sig með plötukaup hér heima, en kaupi þess mun meira þegar út fyrir landsteinana er komið. Af- greiðslufólk i hljómplötuversl- unum verður áþreifanlega vart við að fólk kemur inn I verslan- ir, hlustar á og kynnir sér það sem þvi þykir áhugavert, skrif- ar niður það sem það vill eign- ast og hverfur á dyr með orðun- um „þetta þarf ég ab kaupa mérnæstþegarég fertil...” eða ,þessaþarf ég að láta kaupa fyrir mig i...” Réttur tónlistarunnenda Hér að framan hefur aðallega verið fjallað um innflutning og framleiðslu hljómplatna frá sjónarhóli þeirra sem byggja sina afkomu á þeim viðskiptum. En hvað með rétt tónlistarunn- enda i landinu? Hver er réttur þeirra td. samanborið við bóka- unnendur, en lang nærtækast er að bera plötur saman við bækur. Er nokkuð sem réttlætir það að allar bækur og timarit prentuð erlendis og flutt inn til Islands hafa 0% toll og 0% vörugjald? Til er alþjóðlegur sáttmáli sem kveður á um að ekki skuli tollleggja list af neinu tagi, og þó Islands sé ekki aðili að þess- um sáttmála, er það engu að siður svo, að hvorki bókmenntir né myndlist eru tollskyldar hér, — þvi þá tónlist: En jafnvel þó islenskur tónlistarunnandi ætli sér að kaupa plötur sinar hér, þá hefur hann sifellt minni möguleika til að velja sér þær plötur sem hugur hans stendur til, þarsem verslanir bjóða si- fellt uppá minna úrval vegna hinna stóru upphæða sem kostar að halda lager gangandi og hinnar hægu hreyfingar á hon- um. Við verðum bara að vona að landsíeðurnir fari að sjá að sér og leiðrétti þessi mál. Viðlögðumleiðokkari einaaf hljómplötuverslunum borgar- innar til að kynnast viðhorfum hins almenna hljómplötukaup- anda. Þar varð fyrst á vegi okk- ar Aðalheiður Benediktsdóttir: — Kaupir þú mikið af hljóm- plötum ? „Nei, mjög litið. Mér finnast þær alltof dýrar.” — Myndir þú kaupa fleiri ef verðið lækkaði? „Já, það myndi ég gera. Til þess að ná i þá músik sem mig langar til að heyra fæ ég mest lánaðar plötur hjá kunningjurr' um og tek þær upp á segulband. Tónlistin ersvomikill þáturi lifi minu að ég get ekki án hennar verið. Ég hef enga ánægju af þvi að hlusta á tónlist i útvarpinu, án þess að ég sé að setja út á út- varpið sem slikt, en það kemur henni bara svo illa til skila, ekki sist klassikinni.” kaupa fleiri ef verð þeirra lækk- aði? „Sjálfsagt, myndi ég gera það. Ég eralvegviss um að sal- an myndi aukast ef rikið myndi draga álögur sinar til baka.” — Þorkell Samúelsson.kaupir þú mikið af plötum? „Já, svolitið, en þær eru bara svo dýrar.” — Heldurðu að þú myndir — Sigurður ólsen. Kaupir þú mikið af hljómplötum? „Jú, nokkuð mikið. Maður reynir aðallega að fylgjast með vinsælustu plötunum.” — Finnst þér þær þá ekki dýr- ar? „Jú, þær eru heldur dýrar miðað við 'pað sem gerist er- lendis. Erlendis kosta plötur hreint ekki neitt miðað við hér heima.” — Ef plötuverðið lækkaði hér, myndir þú þá kaupa fleiri plöt- ur? „Já, alveg hiklaust”. Tafla 2 — 40% 75% tollur 75% 75% Opb.gj. 30% vörugj. 16% 0% 0% 2ft%sölusk. 20% 20% _ 20%. . .... Áætlað Kg. 4500 Kg. 6000 Kg. 8000 Kg. 11000 magn Stk.22500 Stk.30000 Stk. 40000 Stk. 55000 Innkaupsverð 36.450.000 48.600.000 64.800.000 89.100.000 Fragt 10% 3.645.000 4.860.000 6.480.000 8.910.000 Banki 3% 1.202.850 1.603.000 2.138.400 2.940.300 Tollur 75% 30.973.388 41.297.850 55.063.800 40.380.120 Vörugj. 30% 21.681.371 15.417.864 0 0 Heilds. 20% 18.790.521 22.355.902 25.696.440 28.266.084 Smásl. 40.8% 45.999.197 54.727.250 62.904.885 69.195.374 158.742.327 188.862.666 217.083.525 238.791.878 Sölusk. 20% 31.748.465 37.772.533 43.416.705 47.758.375 L90.490.792 226.635.199 260.500.230 286.550.253 Meöalverð pr.stk. 8.466 7.554 6.512 5.210 Til rik smt. 84.403.224 94.488.247 98.480.505 88.138.495 Tafla 1 1978 1979 % Jan. innfl. erl. hljómpl. 13.845 12.625 1.220 Febr. 22.895 21.665 1.230 Marz 31.290 28.195 3.095 April 33.715 36.430 2.715 Mai 32.400 23.805 8.595 Júni 36.350 22.620 13.730 Heildarinnfl. jan./jún 1979 170.495 145.340 25.155

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.