Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 9
he/garpástutinh- Föstudagur 31. ágúst 1979 9 nmtándi hver maður dæmdur til kvalar og dauða? Ágreiningur við „gamla skólann.” Blaðamaður segir i inngangi að ,,baráttumenn fyrir bindindi af g *y;- f V tif 'feiyííæ'v?5^'^' .‘r * **'*íí>k, 4l^á^5s’ *&**&$** on: itihúsið ði félaginu og til þess að mæta þeim kröfum lagði Kaupfélag Patreks- fjarðar fram 30 milljón króna hlutafé árið 1977, en það hefur verið hluthafi i HraðfrystihUsi Patreksf jarðar frá upphafi. Þannig stóðu málin nií i sumar þegar samþykkt var að veita verulega fyrirgreiðslu til fyrir- tækisins til að ljúka framkvæmd- um og koma húsinu i gagnið. Þá er haldið fram að hér ste veruleg vöntun á vinnuafli. Hér er næg atvinna og er það vel. Hitt verður á að lita, að vél- væðing og tæknivæðing i frysti- húsunum hér er skammt á veg komin og afkastageta þeirra mið- að við mannafla litil. Með betri aðstöðuogaukinnitækni má auka afköst verulega i frystihúsi sem annarsstaðar. Málið snýst að verulegu leyti um þetta, að það þarf fjármagn til að ná fram þeirri hagkvæmni sem nútima- rdcstur krefst. Erlent vinnuafl er ekkert sér- stakt fyrirbæri á Patreksfirði. Frystihúsum alltlandhafa meira ogminna þurftá þviað halda, þar sem ekki hefur fengist innlent. fólk i störfin. Þörfin fyrir erlent vinnuafl er mest þar sem aö- bUnaður og vinnuskilyrði eru verst, ásamt lélegum tekjumögu- leikum. Þannig er það hér og úr þvi erveriðað reyna að bætameð nýbyggingunni. Það hefur sýnt sig að þar sem hlutirnir eru komnir i sæmilegt horf er ekki skortur á innlendu vinnuafli. Hafter eftir sérfræðingum að 2 — 3 nýja skuttogara þurfi i viðbót á staðinn ef nást eigi rekstrar- grundvöllur fyrir hUsið. Þetta er hrein blekking. Það virðist sem Halldór hafi alveg gleymt þvi að i Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar eru unnin um 3000 tonn af fiski á ári nú þegar og auðvitað fer það magn i nýja hUs- ið. Mun þurfa 5000 — 5500 tonn til þess að hafa sæmilegan rekstrar- grundvöll. 2000 — 2500 tonn er þvi þaðsem á vantar. Raunar er það efamál að nokkurn viðbótarafla vanti i bili ef sá fiskur sem gera má ráð fyrir að veiddur verði fyrir suðurhluta vestfjarða verði miðlað i hagkvæmustu vinnslu á hverjum timaeinsogstefnt er að. Öháð þvi hvaða tonnafjölda eða skipafjölda menn geta sér til um að þurfi i viðbót, þá skulu Halldór og sérfræöingarnir hans hafa það sem fulla vissu aö Patreksfirðing- ar ætla sér sinn hlut i sjávar- aflanum og gefa hann engum eft- ir. Óttinn við að nýtt fullkomið frystihús á Patreksfirði komi til meðaðvalda óbætanlegum skaða á fiskistofnum, staðnum sjálfum og þjóðarbúinu i heild er grýla sem ekki er enn séð hvaða til- gangi á að þjóna. Svavar Júliusson, kaupfélagsstjóri, Patreksfirði. gamla skólanum hafa ekki getað fallist á vinnubrögðin” sem S.A.A. hafi. Þetta held ég að sé ekki rétt. Það sem á milli ber er að við ýmsir af „gamla skólanum” er- um bindindismenn, boðum bind- indi og reynum að mynda áfeng- islaust umhverfi en ýmsir af hin- um „nýja skóla” segjast ekki vera á móti áfengi ,,sem sliku.” Það sem ég kalla ofstæki Hilmar segir að „leikreglur stúknanna” séu „boð og bönn ’en AA samtökin „byggjast á aðsjúk- irlækni sjúka” og þvi eigi þessir aðilar ekki samleið. Samkvæmt þessu virðist ekki geta verið um neitt samstarf að ræða af hálfu alkóhólistanna við okkur sem aldrei höfum verið drykkjumenn. Þaðkalla ég ofstæki.enda þósatt sé að okkur er ekki ætlað rúm i AA samtökunum. Samt veit ég að forustumenn AA meta og viður- kenna þá hjálp sem t.d. séra Are- lius Nielsson hefur veitt þeim, þó að hann hafi aldrei þurft að vera afturhvarfsmaður í þeim efnum. En S.A.A. er allt annað en AA. Ógætilegar áætianir Hilmar segir enga vissu um fjölda drykkjusjúkra hér á landi. Þó skipar hann íslendingum hik- laust i röð meðal þjóða eftir þvi hvað það mein sé algengt. Um þetta eru engar öruggar tölur til. Enginn veit hvort talning alkóhól- ista i löndunum er sambærileg og bendir margt til að svo sé alls ekki. Það virðist vera fljótfærni að setja Islendinga neðar en t.d. Dani og Frakka á slikan lista. Hitt mun liggja flestum i augum uppi að meðan við vitum ekki ör- uggar hlutfallstölur fyrir okkur sjálfa getum við ekki með neinni vissu vitað hvar við eigum heima i þjóðarröðinni. Félagsmannaf jöldi S.Á.Á. Okkur er sagt að félagar i S.A.A. séu 9 þúsund. Þeir voru taldir á niunda þúsund á aðal- fundi i fyrrahaust en þriðjungur þeirra hafði ekkert félagsgjald greitt. Það er ágætt ef niu þúsund hafa greitt félagsgjald þetta árið. Sambandið við félagsmenn S.A.A. hefur ekki samband við einstaka félagsmenn annað en að senda þeim timarit sitt þegar það kemur út og gefa þeim kost á að koma á aðalfundinn og vera þar eina kvöldstund. Starfsaðferðir templara Hilmar Helgason segir að starfsaðferðir templara séu „ekki einni, heldur tveimur kynslóða- bilum á eftir timanum”. Þetta tel ég vanhugsuð orð. Þegar templarar hófu samtök sin um miðja siðustu öld tóku þeir upp þær starfsaðferðir sem enn eru i fulli gildi og m.a. AA menn nota. Þeir bundust samtökum um að hafna áfengi, og til þess styrktu þeir hver annan með fé- lagslifi og samfundum og leituðu hjálpar og verndar æðri máttar- valda. Þæraðferðireruenn i fullu gildi og aðrar betri kunna menn ekki. Þessi félagsskapur var opinn öllum sem vildu vera bindindis- menn, hvort sem þeir höfðu verið það áður eða ekki. Markmiðið var að vernda menn frá áfengi og út- rýma þvi. Og það er markmið templara enn i dag. Eru 6% vonlaus? Bjartsýnir menn á þýðingu og áhrif drykkjumannahæla eins og t.d. i Freeport og þeirra sem hér eru rekin, segja að 70% þeirra sem hjálpar leita þar fái lækn- ingu. Samkvæmt þvi fá 30% ekki bata. Hilmar segir að 20% áfeng- isneytenda eigi við áfengisvanda- mál að striða. Segjum að hann lækni 70% þeirra. En er þá engin von fyrir hina? Þeir eru sex af hundraði hverju. Eigum við að sætta okkur við að þeir farist? A.m.k. þrjár kynslóðir á eftir timanum Þeir sem ekki berjast gegn drykkjuskapnum en láta sér nægja aö,,sjúkirlækni sjúka” eru a.m.k. þremur kynslóðum á eftir timanum. Það tókst ekki að sigr- ast á holdsveiki, berklum og taugaveiki fyrr en girt var fyrir það að menn smituðust. Þá vannst sigur — en fyrr ekki. Eins er það hér. Þess vegna viljum við templarar vinna að þvi uppeldi að fólk sýkist aldrei af á- fengissýkinni. Hvað ber svo á milli? Helgarpósturinn hefur eftir Hilmari: „Égvilað góð fræðsla og fyrir- byggjandi störf verði stunduð fyr- ir alla unglinga frá tólf til að minnsta kosti átján ára.” Að þvi athuguðu að unglingarnir verða sjálfir að starfa en ekki er nóg að starfa fyrir þá held ég nú að ekki beri mikiðá milli Hilmarsog okk- ar templaranna. En hverjir hafa gert meira af þvi að fræða þjóð- ina i þessum efnum en templar- ar? Hverjir hafa unnið lengst og best með börnunum að þessu marki? Nú er vakningartimi NU eru þjóðirnar hver af ann- arri að gera sér ljóst að fjöldi á- fengissjUklinga hjá þeim fer vax- andi á næstu árum ef svo heldur fram sem horfir. Heilbrigðis- stofnun sameinuðu þjóðanna heit- ir á menn að minnka áfengis- neyslu og fækka drykkjustundun- um. Mönnum er ljóst að lif liggur við að svo verði gert. Ég vil trúa þvi að þessi vitn- eskja, — þetta að menn sjá voð- ann fram undan, — geri ýmsa á- kveðna að fylgja betri stefnu. Ég vil trúa þvi að þeim fjölgi nU ört sem ganga til liðs við okkur bind- indismenn og láta alla vita að þeir muni aldrei hafa áfengi um hönd, svo að sjaldnar og minna verði drukkið og færri verði áfengis- sjúklingar. Er það of mikil bjart- sýni? Ofdrykkjunnar gætir lengi Það skulum við muna að enda þótt ofdrykkjumaður hætti að drekka .er hæpið að hann verði s-amur maður. Afengisneysla veldur varanlegum heila- skemmdum. Það skyldi enginn gera að gamni sinu að drepa heilafrumur sinar og skemma æðsta og þýðingarmesta liffæri sitt. Þeim sem slikt hafa leikið hættir löngum til fordóma og eins konar ofstækis, enda þótt þeir séu hættir eiturlyfjaneyslunni og ekki orðnir öryrkjar. Það má aldrei gleymast En svo skulum við ekki heldur gleyma þeim sem drekka sér og öðrum til auðnuleysis áður en þeir verða áfengissjúklingar. Það á svo oft og viða við sem Jónas Hallgrimsson kvað forðum: Vonarstjarna vandamanna hvarf i dauðadjúp Er þessi kynslóð svo köld og kærleikssnauð að slikt snerti hana ekki? Því vil ég ekki trúa. En ef þeir harmar snerta okkur, hvaðgerum viðþá til þessaðslik- um hörmungum megi létta? Halldór Kristjánsson. Pilturinn, sem var vísað út af Hótel Borg: „ÞÁ FÓR ÉG AD ÖSKRA OG GARGA” Undanfarnar vikur hafa verið töluvert skrif i Helgarpóstinum um dyravörslu a Hótel Borg i Reykjavik. Upphaf þessara skrifa voru þau, að Halldór Halldórsson blaðamaður Helgar- póstsins kvaðst hafa orðið vitni að þvi þegar dyraverðir umrædds veitingastaðar voru fremur harð- hentir við einn gestinn. Maðurinn, sem öll þessi skrif spunnust Ut af, hefur nU komið að máli við Helgarpóstinn til þess að koma sögu sinni á framfæri. Hann segir, að kvöld það er atburðirnir gerðust, hafi hann verið með „læti og stympingar inni”. Þá hafi dyraverðirnir beðið hann um að hætta þvi. „Ég lofaði þvi, en sneri mér svo aftur að þessu. Þá báðu þeir mig um að koma meö sér”, sagði hann. Þegar kom fram I fatahengið, bað hann um jakkann sinn, sem hann hafði hent þangaö er inn kom, án þess að hirða um að taka númer. Dyraverðirnir sögðu þá, að hann gæti komið daginn eftir til að sækja hann. „Þá fauk I mig og ég ýtti einum dyraverðinum til hliðar. Þá settu þeir mig út. Ég byrjaði að lemja og sparka i hurðina, en þeir tóku mig þá inn fyrir. Ég réðist á þá og reif jakka hjá einum dyravarðanna.” . Eftir þessa atburði, settu dyra- verðirnir hann i gólfið og héldu höndum hans fyrir aftan bak. „Þá fór ég að öskra og garga eins og verið væri að drepa mig.” „Það var skrifað i blöðin, að það hafi verið tekið harkalega á mér, en það var ekkert I þvi.” Það kom fram i svari dyra- varðanna við grein Halldórs Halldórssonar blaðamanns, að þeir töldu drenginn flogaveikan, þar sem um tima vall froða út um munn hans. Aðspurður um það hvort hann ætti við þennan sjúk- . kóm að striða, svaraði hann þvi, til, að hann væri „ekki fyrir fimm aura flogaveikur”. Hann hafi einungis verið að hrækja. SjUkra- bill kom á staðinn, en hans gerðist ekki þörf. Lögreglan var einnig kölluð til og járnaöi piltinn. Tók hann þá, að eigin sögn, að sparka i þá og dyraverðina. Var þá farið með hann á stöðina og slðan heim. Helgarpósturinn telur að með birtingu þessara tveggja sjónarmiöa um dyravörsíu- málið, sé skrTum um þí>oá sið um blaðsins lokið og mun ekki ljá frekara rúm undir þau. Ritstj. UNDIRMAL? Dyravörslumál Hótel Borgar riða ekki við einteyming. Nú hefur unglingurinn, sem blaða- maður Helgarpóstsins og félagi hans reyndu að halda hlifiskildi yfir, tekið á sig glæp dyravarð- anna, og þar með bitið höfuöið af skömminni. Við undirritaðir vorum áhorf- endur að vægast sagt harkalegri meðferð á téðum unglingi, Björgvin Guðbjörnssyni, og við höfum vitni að þvi, að lýsing á aðförunum var a.m.k. ekki orð- um aukin. Björgvin var illa leik- inn, hvað sem hann segir um það nú. Ef drengurinn man ekki hvað gerzt hefur eða finnur sig nú knúinn af einhverjum sökum til að segja eitthvað annað en sannleikann, þá er það ekki okk- ar mái. Þetta kann hins vegar að vera mál dyravarðanna sjálfra. Það kemur ekki fram i viðtalinu við piltinn, að það voru dyraverðir Hótel Borgar, sem komu með hann i pússi sinu upp á ritstjórn- arskrifstofur Helgarpóstsins. Það skyldi þó aldrci vera, aö einhver undirmál séu hér á ferðinni? Félagi hans umrætt kvöld gæti e.t.v. borið um það. „Ég skal kæra þessa and- skota,” var viðkvæði Björgvins i áheyrn lögregluþjóna á Ieið á lögreglustöðina. Andskotarnir voru dyraverðirnir. Ætlaði hann að kæra þá fyrir sin eigin afbrot, sem hann viðurkennir upp á sig hér á siðunni, eða fyrir fanta- brögðin, sem margir urðu vitni að og margir hafa séð eða orðið fyrir I fjölmörg önnur skipti? Raunar er rétt, að það komi fram hér, að félagi Björgvins segir, að dyraverðir Hótel Borg- ar hafi rotað sig þetta sama kvöld. Það hefur ekki komið fram fyrr. Við höfum þá trú, að rothögg- ið breytist ekki i bliðuhót, jafn- vel þótt hópur dyravarða arkaði með hann upp á ritstjórnar- skrifstofur Helgarpóstsins og bæðu um viðtal fyrir hann. Þessi litla saga sýnir, að litið virðist við þvi að gera, þótt til séu menn, sem eru i dyravörzlu til að þjóna lund sinni, og með öllu óhæfir i þokkabót. Halldór Halldórsson Hallgrimur Guömundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.