Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 31.08.1979, Blaðsíða 19
__h&lgstpÓStUrínrL. Föstudagur 31. ágúst 1979 19 sem Niels virðist vilja samræma (synthetisera). Hugmyndin er fengin frá varúðarfánum sem settir eru á enda langra bjálka við flutninga. Uppsetning plankanna er hins vegar minimalisk og hefur ekkert með hugmyndina að gera. An þess að Niels sé undir nokkrum beinum áhrifum frá bandariskum myndhöggvurum, má greina skyldleika með verk- um hans og tveggja ólikra lista- manna vestra, þeirra Sol Lewitt og Jim Dine. Niels ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og verk hans eru ekki auðveld. Það er ekki vegna þess að þau séu flókin að gerð, heldur hins, hve fólki veitist erfitt að höndla einfaldar og beinar hugsanir likt og þær sem felast i þessum verkum. Þessi sýning Nielsar stendur til 10. september n.k. Graham Greene: CTOR svaraöi jafn hátt, að næsta öskur Premingers yröi lika það siöasta. „Þetta var allt mér að kenna”, sagði Preminger, „við vorum að taka atriöi, sem ekki var áætlað. Nicol kunni ekki textann, en hann haföi ekki verið látinn vita. Núna gengur þetta allt mjög vel.” Williamson hefur þetta aö segja um hlutverk sitt: „Hann (Castle) er einmana maöur, og ég skil það mjög vel. Flestir leikarar eru fremur úthverfir, en ég er innhverfur. Hlutverk Castles hæfir mér svo vel, að stundum held ég að ég leggi mig ekki nógu mikið fram. Ég sagði þetta við Otto einu sinni, en hann spuröi þá bara hvort ég væri vitlaus.” Þetta er ekki fyrsta myndin, þar sem Preminger og Greene leiða saman hesta sina, þvi Greene skrifaði handritið að myndinni „St. Joan”, þar sem Jean Seberg lék aðalhlutverkið. —GB. FRAMHALD Á SVlNARÍINU Hafnarbió: Sweeney 2. Bresk. Ar- gerð 1978. Handrit: Troy Kennedy Martin. Leikstjóri: Tom Clegg. Leikendur: John Thaw, Dennis Waterman, Denholm Elliot, Anna Gael. Sweeney 2 er eins og nafnið gef- ur til kynna, framhald af Sweeney, ensúmynd var á sinum tima lika sýnd i Hafnarbiói. Ekki sá undirritaður þá mynd en það er með þessa eins og svo margar aðrar framhaldsmyndir, að hún er ekki fugl, ekki fiskur, frekar moldvarpa. Myndin greinir frá baráttu 'hraðsveitar löggunnar við ótrú- lega kræfa og klára bankaræn- ingja, sem eru aö koma sér upp hálfgerri paradis á eyjunni Möltu, þar sem þeir ætla að lifa i friði og ró með konum og börnum og veröa sólbrúnir. Myndin byrjar nokkuð vel. öll vinnubrögð sýna greinilega að Tom Clegg kann eitthvað fyrir sér i kvikmyndagerð. Maöur biður þvi spenntur eftir þvi að eitthvað krassandi gerist. En biðin tekur aldrei enda. Myndinni lýkur án þess að staðið væri við loforðin i upphafi. Þarerhelstum aðkenna handritinu, sem alls ekki er nógu hnitmiðað. Þar inn i koma alls kyns endar, sem litill tilgangur virðist með. Persónusköpun er að sama skapi fremur grunnfærin. Leikur imyndinni er hins vegar all þokkalegur, en þaö er bara ekki nóg til aö bjarga málunum. Sum sé, i heild fremur slöpp mynd, en þó með einstaka góðum atriðum. — GB Richard Harris leikur Hest lávarð i Tónabiói. Vinur indjánanna Tónabfó: Þeir kölluðu manninn Hest (The Return of a Man Called Horse) Bandarisk. Argerð 1976. Handrit: Jack Dewitt. Leikstjóri: Irvin Kershner. Aðalhlutverk: Richard Harris, Gaie Sonder-Gaard, Geo- ffrey Lewis. Þegar við skildum sfðast við John Morgan lávarö, öðru nafni herra Hest, var hann farinn heim á leið tíl Englands eftir að hafa dvalið i bliðu og striðu hjá amer- iskum indjánum, fyrst nauöugur, siðar viljugur. Þetta var i lok myndar Elliott Silversteins, A Man Called Horse, sem hér var sýnd i Hafnarbiói fyrir allmörg- um árum undir nafninu í ánauð hjá indjánunum. Nú þegar við hittum þennan dánumann i upphafi Þeir kölluðu manninn Hest er hann að vera legra menningarheima, annars vegar ensks hefðarmanns, hins vegar frumstæöra indjána. Hér er þetta útþynnt samsull indjána- helgisiða og ekki annað en for- leikur að ofurvenjulegum indjánar-gera-árás-á-virki-hvita- ma nns ins -atriðu m. Svo sem fagmannlega út- litssnyrt, — t.d. er kvikmyndin Owen Roizman falleg, en ægilega hugmyndasnautt. ^Richard' Harris, sem stóö sjálfur aö fram- leiðslu þessari, hefur greinilega ekki haft neitt betra við timann að gera en að reyna að græða á þvi aö láta hengja sig upp á brjóst- unum. Þaö fer honum reyndar betur en aö leika. Fljótlega fara þeir vafalaust aö byrja á fram- haldinu. Kannski heitir þaö Folald, sonur Hests? —AÞ. Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson og Arna Þórarinsson alveg gaga úr leiöindum i ari- stókratiskri höll sinni með öllum allsnægtunum og veinar af löngun til að snúa aftur til vina sinna indjánanna. Og hann segir bæbæ við frú sina og frændur. En endurfundirnir i villta vestrinu eru dapurlegri en hann haföi gert ráö fyrir. Vinir hans indjánarnir eru álika ráðvilltir og vansælirog hann var sjálfur heima i enska heiöardaln- um. Hvitir aröræningjar eru búnir að myrða hálfan ættbálk- inn, hneppa aðra i þrældóm, en þeir sem eftir lifa og enn eru frjálsir eru að farast úr niðurlæg- ingunni. Hestur, /sem er hinn vænsti maður og kallar ekki allt ömmu sina, er hins vegar ekki lengi að snúa vörn þeirra i sókn. Ég fæ ekki séð hver er til- gangurinn meö þvi að hengja Richard Harris öðru sinni upp á brjóstunum. Það var óhuggulegt i fyrri myndinni og þaö er óhuggu- legt i þeirri siðari, einungis helmingi ómerkilegra. I fyrri myndinni var þó veriö að fjalla um samruna tveggja sérkenni- Uppog niður Laugarásbió: Stefnt á brattann — Which Way is Up? Bandarisk. Argerð: 1977. Handrit: Carl Gottlieb og Cecil Brown. Leikstjóri: Michael Schultz. Aöalhlutverk: Richard Leiðrétting Myndaruglingur átti sér staö I grein um Pétur Pálsson I siðasta blaöi, þar sem birtist mynd frá tónleikum til minningar um hann Istað myndaraf Pétri heitnum. Er beðist velviröingar á þessum mistökum. Pryor, Lonette McKee, Margaret Avery. Undarlegt uppátæki hjá höfundum þessarar myndar að taka handrit italska leikstjór- ans, Linu Wertmuller aö mynd hennar The Seduction of: Mimi (sýnd sem mánudagsmynd Háskólabiós) og snúa þvi upp á Ameriku með sárafáum efnis- breyáingum: Afskiptalaus al- þýðúmaöur flækist fyrir hreina slysni út i þátttöku i róttækri verkalýðspólitik, kemst um leiö upp á kant við valdaöflin, hrökklast aö héiman, byrjar nýtt lif annars staöar án þess að vera búinn að gera þaö gamla upp, kemst innundir þar hjá valdaöflunum, er sendur af þeim til baka að gegna trún- aðarstöðu, og þá mætast nýja lifiö og það gamla án þess að ganga upp, — ekki sist með til- liti t il þes s a ö vinu r inn s it ur u ppi meö tvær konur. Og auðvitað endar hann fyrir neöan jafn- sléttu. 1 mynd Wertmiillers var þessi saga sögð á býsna stflfærðan, maniskan hátt, af krafti og hug- myndaauðgi sem er af þvi tagi sem komið gæti frá Fellini ef hann væri kvenkyns. Viðfangs- efnið er spurningin um það aö vera maöur, — gagnvart um- hverfinu og sinum nánustu án þess aö vera þaö gagnvart sjálf- um sér, aö vera á uppleið út á við á meöan allt er á niðurleið hið innra. A þetta efni settí Wertmúller skarpt pólitiskt og satfriskt ljós. I amerisku útgáfunni er efnið, að þvi er viröist,fyrstogfremst notað tíl að gefa aöalstjörnunni, leikaranum Richard Pryor, tækifæri til að sýna hæfileika sina iskopleik. Og þeir hæfileik- ar eru reyndar umtalsverðir. Pryor leikur „söguhetjuna” (sem Giancark) Giannini lék I mynd Wertm'úllers), og tvö aukahlutverk til viðbótar og fer aðflestuleytiá hreinum kostum i þeim öllum. En á meðan mynd Wertmúllers var i heildina tragikómisk verður mynd Michael Schultz bara kómisk: Gamanmynd um skemmtilegan náunga i klipu. Vel má vera að ekki sé með öllu sanngjarnt aö gera stifan samanburð á þessum tveimur myndum þótt báöar gangi út frá sama handriti. Það er útaf fyrir sig ánægjuleg þróun að amerísk kvikmyndagerð taki fyrir hlut- skipti óbreyttra almúgamanna i svokölluöu „félagslegu samhengi”, jafnvel þótt meir I gamni sé en alvöru, samanber t.d. Blue Collar, ágæta mynd Paul Schraders með hinum samaRichard Pryorl einuaðal- Richard Pryor i þremur hlut- verkum sinum í mynd Laugarás- bfós Stefnt á brattann. hlutverkanna, eöa jafnvel eldri mynd Michael Schults Car Wash. En þótt gaman sé aö mörgu i þessari mynd er svo margt óklárt, t.d. margumtalað „félagslegt samhengi”, að útkoman er á engan hátt fullnægjandi: — AÞ. Frumsýnir Jóreykur Hörkuspennandi bandarlskur vestri. Aðalhlutverk: Jack Nicholson og Cameron Mitchell. tsl. texti. sýnd kl. 5, 7, 9, og 11 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 íslenskur texti Bönnuð börnum innan 16 ára JOHN DENNIS THAtflf ^ IftfATERMAN 'V DENHOLM ELLIOTT — KEN HUTCHISON r LEWIS FIANDER - ANNA GAEI_ ^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.