Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 20
20 Föstudagur TT. áþríri980 ?^JielgarpásturínrL. Hvað er sölufrétt? Þótt Vísir sé búinn aö sklra sjálfan sig „vandaö og hressi- legt blaö” veit ég ekki betur en aö hann haldi enn fast viö gömlu einkunnaroröin sem staöiö hafa I haus blaösins meira en hálfa öld: Fyrstur meö fréttirnar. Þessi einkunnarorö hafa veriö trúarjátning blaöamannastétt- arinnar um allan heim slöan hún varö til sem stétt. Þaö hefur alltaf veriö keppikefli blaöa- manna aö þefa upp eitthvaö sem enginn annar veit af og vera fyrstur til aö koma þvl á fram- færi viö almenning — á undan hinum blööunum. Útgefendur hafa ekki siöur lifaö eftir þessari reglu. Þeir hafa sett samasemmerki á milli nýrrar ferksrar fréttar og góörar sölu blaösins. „Scoop” heitir þaö á alþjóölegu fagmáli þegar blöö fá upp I hendurnar um sölufrétt dagsins eru smá- mál iöulega blásin út, hlutum kippt úr samhengi og staö- reyndum sleppt ef þær eru „leiöinlegar” — alveg burtséö frá þvl aö þær eru kannski kjarni málsins. Aöalatriöiö er aö vera meira krassandi en keppinauturinn — hitt slödegis- blaöiö. Drottningin seldist ekki Ég var aö lesa I ágætu dönsku blaöi, Levende Billeder, um könnun á sölu dönsku slödegis- blaöanna tveggja BT og Ekstra- blaösins (aö vlsu heita þau „fro- kostaviser — hádegisveröarblöö — á dönsku. bvl þau kom a út um FORLOVER MARQRETHE SIG MED FRISK Ekstra Biadet m m Glty VEB MYH fc ^ fWl Han f Ö. A. Mord . skulle mdt liget: RgH 'ren skydes HB) LINES MORDER KENDT PJ REFSHALEDEN Blev Line kvalt, fordi WLines X forældre f, brudt i sammen HBIEHUSfl il Fjölmiðlun ■Éft eftir Þröst Haraldsson frétt sem enginn annar hefur. Slík frétt er óskadraumur jafnt blaöamanna sem útgefenda sllk frétt fær algjöran forgang fram yfir annaö efni, hún ryöur öllu ööru út. Þess veröur þó aö geta aö nokkur stigsmunur er á blööum hvaöþetta varöar. Ef viö tökum hinn islenska blaöaheim sem dæmi, þá eru morgunblööin skrifuö slödegis og fram eftir kvöldi dagsins áöur en þau koma út. Sá sem kaupir blaö klukkan 9 aö morgni er aö kaupa 10-15 klukkustunda gaml- ar fréttir. ööru máli gegnir um siödeg- isblööin. Slöustu fréttirnar I þeim eru skrifaöar á 11. timan-1 um aö morgni og blööin koma út klukkan 13. Þá eru nýjustu fréttirnar aöeins 2-3ja tlma gamlar. Af þessari ástæöu leggja siödegisblööin langtum meira upp úr fréttaflutningi en morgunblööin og I kapphlaupinu um fréttirnar veröa æsifréttirn- ar til. Til þess aö veröa sér úti Þröstur Haraldsson hefur veriö viö nám og störf I blaöa- mennsku I Danmörku nokkur misseri. Hann skrifar aö staö- aldri Danmerkurpósta I Helgar- póstinn. 11-leytiö og salan miöast viö aö þau séu lesin I matartimanum). Þar var reynt aö finna hvaö þaö er sem veldur hinum miklu sveiflum á sölu blaöanna (sala Ekstrablaösins getur sveiflast á milli 220 og 280 þúsund eintaka), hvort skýringarinnar sé etv. aö leita I fréttavalinu og, ef svo væri, hvaöa fréttir seljast best. Þeir sem aö könnuninni stóöu komust aö þeirri merku niöur- stööu aö svonefndar „sólófrétt- ir”( þ.e. þegar blaöiö er eitt meö fréttina) eru siöur en svo góö söluvara. Um þetta eru nefnd nokkur Stærsta „sólófrétt” i sögu dönsku pressunnar. En hún seldist samt ekki. dæmi. Haustiö 1966 birti Ekstra- blaöiö stærstu „sólófrétt” I sögu danskra fjölmiöla. Blaöiö haföi veriö aö snuöra I einkalifi Mar- grétar, núverandi drottningar, sem þá var ólofuö prinsessa, og komist aö þvi aö hún var aö slá sér upp meö frönskum greifa, Henri þessum sem nú er hennar ektamaöur og prins aö nafnbót. En þótt Danir séu ákaflega for- vitnir um hagi sins kóngafólks, seldist blaöiö ekki meira en vanalega. Daginn eftir fylgdi blaöiö fréttinni eftir og þá var salan mun meiri. En I millitlö- inni voru öll hin blööin, útvarp og sjónvarp búin aö gera málinu ýtarleg skil. Annaö dæmi: I október 1978 hvarf 13 ára stúlka I Kaup- mannahöfn. Þrem vikum siöar fannst líkiö af henni i höfninni — eftir aö BT. og Ekstrablaöiö voru komin I prentun. Allan daginn og morguninn eftir var skýrt ýtarlega frá málinu I hverfa- og staöarblööum, út- varpi, sjónvarpi og morgun- blööunum. Samt varö metsala á BT. og Ekstrablaöinu, sem slógu fréttinni upp — daginn eftir. Gamlar lummur seljast best Samkvæmt þessu viröast blöö- in ekki vera fær um aö „búa til fréttir”. Fólk viröist ekki kaupa þau til aö lesa nýjar fréttir, heldur til aö fræöast meira um Þegar likið af Linu litiu komst á forsiðu BT var fréttin orðin sól- arhringsgömul. Samt var salan 12,3% yfir meðallagi. mál sem þaö veit eitthvaö um fyrir. Þaö má lika spyrja hvort almenningur treysti blööunum ekki svo illa aö hann biti ekki á agniö ef blaöiö er eitt um hituna, ef hann er ekki búinn aö fá frétt- ina staöfesta annars staöar áö- ur. En hvaö er þaö þá sem selst? Eitthvaö er þaö, þvi BT og Ekstrablaöiö eru langútbreidd- ustu blöð Danmerkur og seljast hvort um sig I yfir 200 þúsund eintökum. Það er taliö aö þriöj- ungur eöa jafnvel helmingur danskra blaöalesenda lesi ann- aö hvort blaðið eöa bæöi. Jú, þaö sem selst eru „gamlar lummur”, fyrst og fremst ef eitthvað hefur verið um þær i sjónvarpinu kvöldiö áöur. Um þetta eru nefnd mýmörg dæmi I greininni. Bæöi blööin seldust vel daginn eftir jaröarför hins þekkta dæg- urlagasöngvara Gustavs Wincklers (einskonar danskur Haukur Mortens) sem fékk gott pláss I sjónvarpsfréttunum; daginn eftir aö fulltrúi Dana I Söngvakeppni Evrópu var val- inn i sjónvarpssal var góö sala. Þekkt fólk úr menningar- og I- þróttalifinu er góö söluvara, en fyrst og fremst ef þaö ef nýbúiö aö koma fram I sjónvarpi. Þessi regla hefur fengiö góöa staöfestingu eftir aö sjónvarpiö hóf útsendingu á þættinum „Rás 22”. Sá þáttur er I beinni útsend- ingu og er siöast á dagskrá kvöldsins, fjóra daga I miöri viku. Þar er tekiö á ýmsum þeim málum sem eru milli tannanna á fólki, auk þess sem bryddaö er á upp á nýjum um- ræðuefnum. Viötöl viö „venju- legt fólk” sitja I fyrirrúmi, fólk segir frá reynslu sinni og viö- skiptum viö yfirvöld, lækna, húseigendur, dómstóla. Svo er leitað svara hjá viðkomandi yf- irvaldi og sérfræöingum. Inn I þetta er skotiö skemmtiatriöum og viðtölum viö þá sem þau flytja. Þessir þættir hafa á köflum veriö eitthvert besta sjónvarps- efni sem ég hef séö, en oft hafa þeir dottið niöur á æsifréttastig- iö. Og þar koma „hádegisverð- arblööin” til sögunnar (og reyndar llka vikublöö á borö viö Se & Hör og Billedbladet). Þaö má segja aö þaö sé föst regla aö þegar eitthvað krassandi kemur fram I Rás 22 fylgja BT og Ekstrablaöiö þvi eftir. I áöur- nefndri könnun kemur glöggt I ljós hvers vegna þau gera þaö: þaö bregst ekki aö salan eykst. Þarna má segja aö um ákveöiö samspil sé aö ræöa milli sjón- varpsins og blaöanna og þaö er einmitt I sllku samspili sem æsi- fréttablööin njóta sín best — og græöa mest. Aö lokum má geta þess aö könnunin leiddi I ljós aö ekki er um beina sölusamkeppni aö ræöa milli blaöanna tveggja. A þeim fimm mánuðum sem at- hugaöir voru geröist þaö aöeins fimm sinnum aö annaö blaöiö seldist óvenjuvel meöan hitt seldist undir meðallagi. 25 daga fylgdust þau aö upp eöa niöur fyrir meöallag. Afganginn af timanum var salan annaö hvort i meöallagi hjá báöum eöa aö annaö seldist I meöallagi meöan hitt seldist vel eða illa. Að búa til veruleika Allt rennir þetta stoöum undir þá kenningu aö forsendan fyrir góöri sölu fréttablaöanna sé sú aö þau gangi I takt viö aöra aö- ila i fjölmiölaheiminum. Ef allir fjölmiölar eru samtaka i þvi aö „búa til veruleika” og vinna samstillt að þvi að beina um- ræöum og skoöunum lesenda i einn farveg — þá gengur þeim vel. Sumsé: það borgar sig ekki aö vera fyrstur með fréttirnar. Var einhver aö tala um frjáls og óháö blöð? RAGGA SÆTA OG EIKI ÓFYRIRLEITNI Rachel Sweet: Protect the Innocent Þó aö Rachel Sweet sé ekki nema sautján ára gömul, hefur hún haft söng sem atvinnu I rúmlega átta ár. Sweet er fædd i gúmiborginni Akron, i Ohio, i Bandarikjunum og þar kom hún fyrst fram opinberlega, aðeins fimm ára gömul. Atta ára var hún komin á sviö, á Broadway og tiu ára feröaöist hún um Bandarikin, útgáfu samansafnsplötu, er ein- göngu átti aö innihalda tónlist frá heimaborg hans. Sternberg fékk Sweet til aö syngja inn fyrir sig tvö lög og aö minu mati eru þaö tvö lang bestu lögin á piötu þessari, sem heitir „The Akron Compilation”. Þaö munu fleiri hafa veriö sömu skoöunar og ég, varöandi þessi lög, þvi skömmu eftir útkomu plötunnar tilkynntu þeir hjá Stiff aö þeir heföu fengiö ungfrú Sweet til þess aö rita nafn sitt undir lane- ■ra 1 i S\ Popp wSFsÆ j eftir Gunnlaug Sigfússon Wtti’ 'WJ sem upphitunaratriöi á hljóm- leikum hjá Mickey Rooney. Tveimur árum siöar söng hún svoinná sinafyrstu plötu. Þetta var litil plata meö laginu „Faded Rose” og er skemst frá þvi aö segja aö hún geröi ákaflega litla lukku. Þaö sama veröur hins vegar ekki sagt um næstu piötu, sem á var lagiö We Live In Different Worlds”, þvi hún komst i nitugasta og fjóröa sæti bandariska „country” list- ans. En af hverju varö ung og upprennandi sveitalaga söng- kona fyrir þvl öláni aö slá i gegn sem nýbylgu söngkona? Þaö mun hafa verið snemma árs 1978, sem enska hljómplötu- fyrirtækiö Stiff Records réöi Liam nokkurn Sternberg, en hann er ættaður frá Akron, tii þess að hafa vfirumsjón meö tima samning viö fyrirtækiö. Liam Sternberg var ráöinn til aö annast hljóöstjórn á fyrstu plötunni. Reyndar geröi hann dáh'tiö meira en bara aö hljóö- stýra, hann samdi líka flest lögin. Aö upptöku lokinni settist Sweet upp i flugvél og flaug sem leiö lá yfir Atlantsála, til Englands. Þegar til kom voru forráöamenn Stiff ekki alls kostar ánægöir meö árangurinn af samvinnu þeirra Sweet og Sternberg, svo úr ráöi varö aö senda Röggu litlu aftur inn i stúdi'ó og fékk hún nú til liös viö sig nokkra meölimi hljóm- sveitar Ian Dury, The Block heads. I þetta sinn voru hljóö rituö fjögur lög og var eitt þeirra, „B-A-B-Y”, gefiö út á lltilli plötu, sem siöan náöi aö seljast þaö mikiö aö hún taldist um tima meöal fjörtlu vinsælustu platna i Englandi. Þetta lag er einnig aö finna á fyrstu stóru plötu Röggu Sætu, sem heitir „Fool Around”. Plötum þessum var svo fylgt eftir meö heilmikilli hljómleika- reisu um Bretland þvert og endilangt. Ragga var reyndar ekki ein á ferö (eins og sumir), heldur urðu henni samferöa ekki ófrægara fdlk en Lene Lovich. Jona Lewie, Wreckless Eric og Mickey Jupp. Nú eru liðnir um 15 mánuöir siöan allt betta uppistand varö vegna þessarar ungu stúlku og liúar sögur hafa fariö af henni á þessum tima. Nú hefur þögnin þó veriö rofin þvi nýlega geystist Ragga inn á hljóm- plötumarkaöinn vopnuö nýrri plötu. Þessi plata heitir „Protect The Innocent og ég verö aö segja aö ég haföi búist viö betri plöty en raun ber vitni. A henni er aö finna tólf lög, sitt úr hverri áttinni. Þar eru meöal annarra gamla Presley lagiö „ Baby Lets Play House”, „New Rose”, sem áöur var flutt af pönk hljómsveitinni Damned, ákaflega slöpp útgáfa af annars ágætu lagi Graham Parkers „Fools Gold” og svo hápunktur plötunar sem er Lou Reed-lagiö' „New Age.” Nú og svo má ekki gleyma þvl aö Sweet hefur, ýmist ein eöa meö hjálp annarra, samiö fjögur lög á plötunni og eru sum þeirra alls ekki svo slæm. Þaö sem ég finn „Protect” helst til foráttu aö hún er allt of venjuleg. Þaö eru of mörg lög á henni sem virka á mann sem uppfyllingarefrii og útsetningar eru á köflum ákaflega llflausar. Þetta er með öörum oröum ekki nema miölungs plata aö gæöum og Rachel Sweet á aö geta gert miklu betur, því hún er engin miölungs söngkona, hún er ein sú besta i rokkheiminum i dag. Wreckiess Eric: Big Smash Af mörgum skrýtnum hljóm- listarmönnum sem Stiff Records hafa komiö á framfæri á undanförnum árum, er Wreckless Eric einhver sá sérstæöasti og örugglega sá umdeildasti. Sumir segja aö hannsé alger hörmung, en aörir állta hann snilling. Wreckless Eric hefur sent frá sér fjórar plötur, allar útgefnar af Stiff. Sú fyrsta kom út snemma árs 1978 og hlaut hún góöa dóma en seldist illa.önnur platan, sem kom séinna sama ár, hlaut ekki alveg eins góöa dóma en seldist þó Iviö betur. Þriöja plata kom svo út i fyrra og þá aöeins i Bandarikjunum. Þessi plata innihélt úrval af bestu lögum hinna tveggja, ásamt nokkrum lögum sem áöur höföu aöeins komiö út á liúum plötum. Lögin á plötuna eru m jög vel valin, en þar er aö finna lög eins og „Whole Wide World” og „Reconnez Cherie” af fyrstu plötunni, „Take The Cash” og „Lets Go To The Pictures” af annarri og „Hit & Miss Judy”, sem varö þó nokkuö vinsæl i Hollandi og Belgiu. Allt eru þetta mjög góö lög og er svo einnig um hin lögin á plötunni. Nú er hægt aö veröa sér útium plötu þessa sem gjöf, þ.e.a.s . hún fylgir ókeypis meö nýjustu plötu Wreckless Eric, sem heitir Big Smash. „Big Smash” er án efa þaö besta, sem Wreckless Eric hefur látiö frá sér fara og veröur örugglega i hópi betri platna þessa árs. Eric hefur lengi veriö likt viö Ray Davies, bæöi hvaö varöar textagerö og einnig sem söngvara og er þaö alls ekki svo galin samliking. A „Big Smash” hljómar söngurinn á köflum eins og Raymond sé sjálfur mættur á staöinn og textarnir gætu margir hverjir hafa hrotið úr penna meistar- ans sjálfs. Nægir til aö mynda aöbendaá lagið „A Pop Song”, sem fjallar um þaö þegar hljómplötufyrirtækiö biöur popparann um nýtt lag til aö gefa út, en lagiö veröur aö vera poppað, ekki lengra en tvær minútur og þaö sem mikil- vægast er þaö veröur aö henta amerisku útvarpsstööunum. „Big Smash er góö plata, þvi Wreckless Eric semur góö popplög, sem eru líflega útsett og vel spiluö af góöri hljómsveit hans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.