Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 4
Föstudagur arpásturihrL. —~ j r i W M n C 1 i ■ i 5 i ■ 5*? * I „Komiö þiösæl, þaö er ótrúlegt hvaöég hef fengið mörg skeyti”, sagöi forseta- efniö Vigdis Finnbogadóttir glaölega þegar hún gekk inn I stofu sina aö Aragötu 2, þar sem hvert sæti var skipað islenskum blaöamönnum og ljósmyndurum. Fyrsti blaöamannafundurinn sem islenskt forsetaefni heldur — fyrsta konan sem býöur sig fram til forsetakjörs á tslandi, áöur fyrsta konan sem gegndi starfi leikhússtjóra á tslandi. t haust lét hún af starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavlkur. Um svipaö leyti sagöi hún i útvarpinu, þegar hún var spurö um framtlðaráætlanir sinar: „Vonandi finnur þjóöin eitthvaö handa mér aö gera.” Þjóöin fann henni svo sannarlega starf. ^ Þvi verður ekki neitað, að Vigdis bauð af sér góðan þokka þar sem hún sat i gömlum ruggustól, umkringd blómum, með skeytabunka frá flest- um eða öllum þjóðhöföingjum á vest- urlöndum i fanginu. Viðstaddir vissu það áður, eins og margir landsmenn aörir hafa komist að raun um undan- farnar vikur, að hún er mælsk kona. Hún hóf lika þegar i stað að rabba við gesti sina, að minnstakosti undirrituð- um til mikillar ánægju laus við þennan stifa virðuleikablæ sem búast má við af æðsta embættismanni þjóðar. Hún skaut lika inn i mál sitt spurningunni um það, hvort blaðamönnum fyndist ekki að forsetinn mætti hafa húmor. Allir samsinntu þvi. En hverskonar manneskja er Vigdis Finnbogadóttir? Liklega er óhætt að fullyrða, að allt þar til hún hóf kosn- ingabaráttu sina fyrir nokkrum vik- um, en hún vill raunar hvorki kalla það baráttu né slag sjálf, heldur bara framboð, var hún litt þekkt, enda þótt margir könnuðust við nafniö. Andlitið varð þó all þekkt hér um árið þegar hún sá um frönskukennslu i sjón- varpinu. En að eigin sögn voru þeir þættir leikrit i tólf þáttum sem hún skrifaði sjálf, og sögðu þvi kannski lit- ið um hana sem manneskju. Sem leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur á árunum 1972-1980 var hún i orðsins fylistu merkingu á bakviö tjöldin. Það má þvl segja, að nafniö Vigdis Finn- bogadóttir hafi kraumað i yfirborðinu þar til hún stökk fram i sviðsljósið — og sigraði. En hvað segir hún sjálf? „Ég er opinská og hreinskiptin. Ég veit ekki hvaö hann faðir minn hefði sagt ef hann hefði iesið i blööunum að ég væri það ekki. Annars er ég ósköp venjuleg manneskja, sem er gleymin eins og aðrir. En ég er aö átta mig á þvi, aö gleymskan og minniö haldast i hendur. Ég er búin að gleyma hvað ég man, en þegarégþarf á þvi að halda man ég allt i einu að ég man það sem ég hef gleymt,” sagði Vigdis um sjálfa sig. Þaö er kannski ekki sist oröalagiö á þessari umsögn, sem lýsir persónunni Vigdisi Finnbogadóttur. Hún hefur að eigin sögn ákaflega gaman af orðum og oröaleikjum. Ferill hennar hefur lika alla tið verið bundinn viö orð: Hún nam frönsku og ensku og franskar og enskar bókmenntir með leikbók- menntirsem sérgrein, var bókavörður hjá Þjóðleikhúsinu og ritstjóri leik- skrár, kenndi við tvo menntaskóla og Háskóla Islands og var leiðsögumaöur útlendinga á Islandi á vegum Feröa- skrifstofu rikisins. Hún ætti þvi aö verða verðugur arftaki þess oröhaga manns Kristjáns Eldjárns, og gaf raunar fyrirheit um þaö á fyrr- nefndum blaöamannafundi, þar sem henni var aldrei orös vant. „Mér er þaö ákaflega minnisstætt, þegar ég sá Vigdisi fyrst. Það var vet- urinn 1963 eöa ’64 á fundi hjá kven- stúdentafélaginu. Þar var meðal ann- ars á dagskrá, aö Vigdis nokkur Finn- bogadóttir ætlaði aö fjalla um framúr- stefnuleikrit. Þaö var mér mjög mikil upplifun að sjá þessa ungu konu, sem ég hafði aldrei séö fyrr, standa i pontu I langan tima og hlusta á hana segja frá öllum nýjum stefnum i leikritun, og gera það svo vel, að hún hélt öllum hugföngnum,” sagði Svala Thorlacius lögfræðingur, en hún var einn af virk- ustu stuöningsmönnum Vigdisar I kosningabaráttunni. Svala hélt áfram: „Vigdis er ákaflega sterkur persónu- leiki. Hún hefur sinar ákveðnu skoðan- ir, en er ákaflega hlý og manneskju- leg, og ég held að hún höfði mjög til fólks, sem er nálægt henni. Ég er ekki i vafa um, að þótt hún hafi ekki stærri meirihluta á bakvið sig en raun varð á,- muni hún vinna sér mjög mikla hylli þjóðarinnar. Og ekki siður út á við, á feröalögum meðal erlendra þjóða er hún besti sendimaður þjóöar okkar, sem hugsast getur,” sagði Svala Thorlacius. Eins og menn vita vildi svo skemmtilega til, að Þór Magnússon, eftirmaður Kristjáns Eldjárns i stöðu þjóðminjavarðar, var einn af áköfustu stuðningsmönnum Vigdisar. „Vigdis býr yfir framúrskarandi dugnaöi eins og komið hefur I ljós und- anfarið, og greind og gáfum. Það hafa lika allir fengið að sjá,” sagði Þór þeg- ar ég bað hann að segja hvernig hún komi honum fyrir sjónir. „Hún er ákveðin og einbeitt og menntuð, bæði hámenntuð og fjöl- menntuð og hefur viöfeöm áhugamál, ekki sist á sviði menningarmála, enda hefur hún unnið að þeim alla tiö. Með orðinu fjölmenntuð á ég við, að hún fylgist mjög vel með menningarmál- um heimsins, ekki siður en hér á landi, enda hefur hún viöa veriö, bæöi I Frakklandi og á Norðurlöndunum og viðar, og aflað sér viösýnis og mennt- unar,” sagði Þór Magnússon, og bætti þvi við aö milli þeirra sé frekar góöur kunningsskapur en vinátta, sem upp- hófst þegar þau voru nágrannar, og dætur þeirra leikfélagar. Ummæli flestra vina, kunningja og fyrrum samstarfsmanna, sem ég hafði tal af, voru á þessa lund. Oftast voru fyrstu orð viðmælenda minna, eftir að þeir höföu heyrt erindi mitt við þá: „Ég hef ekkert nema gott um hana aö segja.” Sigriður Magnúsdóttir, frönsku- kennari við MR, bætti þvi viö, að hún hafi verið ákaflega áhugasamur kenn- ari og hafi að þvi er hún best viti getiö sér gott orð bæöi meðal kennara og nemenda. „Það er vandi að segja nokkuöum fólk sem maður þekkir eins vel og ég þekki Vigdisi, það er eins og aö tala um börnin sin eða systkini,” sagöi Sigriður Erlendsdóttir, æskuvin- kona og skólasystir i barnaskóla og menntaskóla, þegar ég bað hana að lýsa Vigdisi frá þvi sjónarhorni. „Já, þaðmá hiklaust segja um hana. að hún hafi verið efnilegur ungl- ingur. Hún var alltaf hispurslaus i fram- komu, skemmtileg i viðræðum, kát og glöö, án þess þó aö bera tilfinningar sinar á torg. Mér finnst hún frá upphafi hafi stefnt að einhverju ákveðnu marki. Það var ekki algengtárið 1949,aöstelpur færu i framhaldsnám i beinu framhaldi af menntaskólanámi, eins og hún gerði. Þá höfðu einungis 18 konur lokið prófi frá Háskóla Islands, og stúdentspróf þótti ágætis menntun fyrir stúlkur, sem áttu þá allar að giftast. Hún var vinsæl I skóla, góður félagi og vinur og áhugamál hennar voru mörg og margvisleg. Henni var mjög lagið að vekja áhuga annarra með framsetningu sinni. Ég er þeirrar skoðunar, að hún hafi mjög ung gert sér grein fyrir þvi, að hún ætti að taka á sig skyldur og ábyrgð til jafns við karlmenn, og kvenréttindi voru alltaf ofarlega á baugi hjá okkur. Vigdis var alltaf bjartsýn og hugrökk, og þeir eig- inleikar hafa dugað henni vel,” sagði Sigriður Erlendsdóttir, æskuvinkona hennar og skólasystir. Er þá myndin af Vigdisi Finnboga- dóttur, næsta forseta Islands, hvit- þvegin engilsmynd? Hefur hún enga galla? Það er kannski ekki svo mikil- vægt að vera að kafa eftir þeim, eða eins og Þór Magnússon þjóðminja- vörður sagði við mig, þegar ég spurði hann hvort hann þekkti aðra hlið á henni en þá sem þjóðin hefur séð að undanförnu: „011 höfum við galla, og hún hlýtur að hafa þá eins og aðrir. En ég hef ekki gert mér far um að leita að þeim og þekki þá þvi ekki. Mér finnst lika skemmtilegra að sjá betri hlið- arnar á fólki og leita að þeim en ekki hinum verri.” Sjálf svaraði Vigdis þannig, þegar ég spurði hana um galla hennar: „Hamingjan hjálpi þér. Þeir eru svo margir eins og hjá öllum manneskj- um, aö þú yröir að skrifa heilt auka- blað ef þú ætlaðir að telja þá alla.” Svanhildur Halldórsdóttir, sem skipulagöi kosningabaráttu Vigdisar benti á eitt I fari hennar, sem hún sagði að mætti kannski teljast galli: „Hún hefur tilhneigingu til að gera allt á siðustu stundu”. „Já, það er rétt, ég geri allt á elleftu stundu. Það er kannski galli, en hins- vegar er ég lengi búin að ganga með það sem ég ætla að gera, og það aö ljúka þvi á siðustu stundu brýnir hug- ann,” var svar Vigdisar við þessu. t framhaldi af þessum hugleiðingum um „manneskjulega galla” Vigdísar Finnbogadóttur er þvi eðlilegt, aö einn viömælenda minna hafi minna dálæti á henni en þeir, sem ég hef hingað til vitnað til. „Ég veitekkihvorter rétt.að ég tjái mig um Vigdisi Finnbogadóttur sem leiðsögumann úr þvi sem komiö er, slikur jafnréttismaður sem ég er, þvi nú eiga vist allir að lofsyngja hinn ný- kjörna forseta. En ef þú leggur á það áherslu skorast ég ekki undan,” sagði Gunnlaugur Þórðarson lögmaður, sem hefur starfað með henni aö ferðamál- um, og meðal annars haldið fyrirlestra á leiösögumannanámskeiðum, sem hún og Björn Þorsteinsson sagnfræð- ingur stóðu fyrir. Gunnlaugur sagði að Vigdis sé dug- mikill kvenmaður og á sinn hátt traustur fararstjóri, en leiðsögumáti hennar hafi ekki verið sér að skapi. Hann vildi gagnrýna hana fyrir það, að kennslumáti hennar og leiösögu- mátihafi veriö of ópersónulegir, dauð- hreinsaðir og vélrænir. Hún hafi lagt áherslu á utanaðbókarlærdóm, og verið á móti þvi að leiösögumenn létu sina eigin persónu koma inn I mynd!- ina.Sjálfur sagðist hanahafa þá skoö- un, að leiösögumenn eigi aö gefa sem mest af sjálfum sér og reyna aö gefa ferðamönnunum innsýn I lif þjóðar- innar og sögu, á þann hátt takist helst að vekja áhuga útlendinga á landi og þjóö. ,,Og það veröur skemmtilegt fyrir Islenska leiösögumenn að geta sagt erlendum ferðamönnum að einn úr þeirra hópi hafi verið valinn forseti landsins”, sagði Gunnlaugur Þóröar- son. Það kvað dálitið við annað hljóð hjá Þorleifi Þórðarsyni, sem var forstöðu- maður Ferðaskrifstofu rikisins um árabil. Vigdis réðst þar til starfa fyrir um þremur áratugum, allsendis fyrir- varalaust, þar sem ráðinn fararstjóri haföi forfallast. „Þar með breytti hún fyrri áætlun sinni, en þetta var á þeim árum sem ekki var auðvelt að útvega fararstjóra með mikla málakunnáttu og hæfni að öðru leyti. Ég rifja upp þessi viðbrögð Vigdisar vegna þess að mér finnst þau varpa ljósi á þá eiginleika hennar sem ég þekki best og hef reynt hjá henni. Það er jákvætt, bjartsýnt viðhorf, það er fúsleiki hennar og vilji að hjálpa, ásamt dugnaði og ósérplægni. Mér er það lika minnisstætt að á fundi með norrænum ferðamálafulltrúum þar sem hún var með, vann hún hug allra og vináttu, og þeir gáfu henni viöurnefnið ,,ls(lands)-prinsessen”. Það hefur sjálfsagt ekki komið þeim á óvart aö frétta það nú, að hún sé orðin forseti,” sagði Þorleifur Þórðarson. 1 hópi leikara hjá Leikfélagi Reykja- vikur, sem studdu hana langflestir af ráöum og dáð, er það þó skoðun sumra, að Vigdis Finnbogadóttir hafi ekki verið harður stjórnandi. Frekar hið gagnstæða, hún hafi jafnvel verið of græskulaus og haft litla tilhneigingu til að þrýsta á i samningamálum, þeg- ar um hagsmuni leikfélagsins var að ræða. „Ef hún væri leikkona fyndist mér hana vanta einhvern spennandi „demón”, sem mundi raunar ekki hæfa i þvi starfi sem hún gegndi,” sagði einn leikaranna við mig. Kjartan Ragnarsson leikari hafði ekkert nema gott um Vigdisi að segja, enda var hann einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum hennar i forsetafram- boðinu. „Vigdis er afskaplega hreinskilin, og hún var að mörgu leyti góður leikhússtjóri. Hún var lika góður mannasættir I þeim erfiða potti sem leikhús er, og það var alltaf gott and- rúmsloft I kringum hana. Ef þú spyrð um galla gæti ég helst nefnt aö við vor- um stundum óánægð með hvað hún fór snemma heim úr partium,” sagði Kjartan Ragnarsson. Leikhúsið breyttist i lýöræöislegra form þegar hún tók við þvi, og leikararnir gátu alltaf sagt allt við hana, án þess aö hún erfbi þaö við þá. En óvild og óvináttu mætti hún af festu, þvi hún er skap- stór. „Vissulega er ég skapstór, en ég hef lært að temja skap mitt vegna áhrifa frá góðu fólki sem ég hef haft i kring- um mig,” sagði Vigdis, þegar ég bar þetta undir hana. Og svar hennar við þvi, aö hún eigi til að vera óvægin I oröum og særa fólk eins og sumir vilja halda fram, var á þessa leið: „Ef ég uppgötva að ég hef sært fólk verður enginn meira sár en ég sjálf.” Vigdis Finnbogadóttir veröur forseti Islands 1. ágúst. Þaö er þvi eölilegt, að augu þegnanna beinist að persónu hennar i rikum mæli, sérstaklega fyrst i stað, á meðan þeir eru að kynnast henni. Og megi marka hennar eigin orð, sem hún hefur látið falla að und- anförnu, og ýmsar gjörðir hennar, má ætla, að þeir kynnist henni á eilitið annan hátt en fyrirrennurum hennar. Hún er ekki einungis fyrsta konan sem gegnir forsetaembætti á Islandi, held- ur er hún fulltrúi kynslóöar, sem reyndi kreppuna i æsku, heimsstyrj- öldina á unglingsárunum og velmeg- unarsprengingu eftirstriðsáranna á fullorðinsárum. Hún er maður sins tima, með önnur viðhorf en næsta kyn- slóð á undan. eftir Þorgrím Gestsson mynd: Einar Gunnar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.