Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 23
halrjarpn^turinn Föstudagur 4. íúh i9so. 23 Jafnréttisbarátta er ekkert nýtt fyrirbrigöi á Islandi, hún hefur veriö háö hér áratugum saman og konur hafa oft á tiöum veriö ansi langeygar eftir árangri þeirrar baráttu. I kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar kom berlega i ljós aö stutt var i fordómana. Meöframbjóöendur Vigdisar Finnbogadóttur klifuöu á þvi si og æ aö þaö væri nauösynlegt aö tvær manneskjur gegndu embætti forseta. Forseti og forsetafrii. Og nú voru eiginkonur þessara manna allt I einu dregnar fram I dagsljósiö, dustaö af þeim rykiö og þeim stillt upp viö hhö eiginmanna sinna. Hiö hefö- bundna hlutverk konunnar var hafiö upp til skýjanna. Konan skyldi vera manni sinum stoö og stytta og þar meö basta. aftarlega á merinni t.d. miöaö viö nágranna okkar á Noröurlöndum. Þrátt fyrir aö engann eigi hin Noröurlöndin kvenforsetann, þá eru konur þar komnar heldur lengra áleiöis I jafnréttis- baráttunni en islenskar konur. Þjónusta viö heimilin er þar meiri en hér og dagvistun I betra horfi. Fæöingarorlof sem enn er hér á umræöustiginu er fyrir löngu oröinn sjálfsagöur hlutur fyrir alla foreldra t.d. I Sviþjóö. Og þar er þaö ekki þrir mánuöir — heldur niu. Þátttaka kvenna i stjórnmálum er einnig mun meiri þar en hér á landi og i Finnlandi munu 26% þingmanna nii vera konur. Svo taka Islendingar sig allt I einu til og kjósa yfir sig kvenforseta. Hvers vegna? Erum Var Vigdis kjörin forseti vegna víösýni og fordómaleysis okkar tslendinga? Kvenforseti - jafnrétti i reynd? Þar meö létu þessir ágætu menn i ljós aö óhugsandi væri aö kona gæti boðiö sig fram til forsetaembættisins. Vegna þess aö þaö liggur I augum uppi aö kona sem forseti getur ekki átt eöa eignast forsetafrú. Þrátt fyrir þetta var Vigdis Finnbogadóttir kjörin forseti íslands. Kjör hennar hefur vakiö mikla athygli innan lands sem utan og er þá gjarnan talaö um jafnrétti kynjanna I sömu andránni. Margir taka stórt upp i sig i þvi sambandi og tala um aö mikilsveröum áfanga I jafnréttis- baráttunni hafi verið náö með þessu fyrsta kjöri konu til forsetaembættis i lýðræöislegum kosningum. Og á erlendum vettvangi eru fslendingar pris- aöir fyrir frjálslyndi og fordóma- leysi. Þaö er ekki laust viö aö þeir sem unniö hafa hvaö mest aö jafnréttismálum hér á landi veröi eilitiö hlessa. I jafn- réttismálum erum viö heldur viö svona frjálslynd og fordóma- laus? Sú spuming var lögö fyrir Sólveigu ólafsdóttur formann Kvenréttindafélags fslands. ,,Þaö hlær i mér einhver púki þegar ég heyri talaö um frjáls- lyndi og fordómaleysi okkar fslendinga” sagöi Sólveig. „Viö erum ekki svona frjálslynd. Aö visu er þriöjungur þjóöarinnar þaö ef til vill og þaö er ekki nema gott eitt um þaö aö segja. Ég held aö þaö hafi ekki ráöiö úrslitum I þessum kosningum aö Vigdis var kona. Jafnréttismálin skiptu ekki sköpum i þessum kosningum. Skoöanir frambjóðenda höföu sitt aö segja. Og þeir jafnréttissinnar sem þótti annar frambjóöandi en Vigdis hæfari til embættisins, fengu orö I eyra fyrir aö kjósa hana ekki”. Og Dagný Kristjánsdóttir, Rauösokkahreyfingunni var einnig spurö aö þvi hvaö hún áliti hafa valdiö þvi aö tslendingar skyldu hafa kosiö konu i embætti forseta landsins. Dagný sagöi aö margt spilaöi þar inn I. „I fyrsta lagi á Vigdis sigur sinn ekki þvi aö þakka aö hún er kona”, sagöi hún. „Hún er gáfuö og glæsileg. Þaö er kraftur I henni og fólk treystir henni. Hún er kosin þrátt fyrir aö hún er kona, en ekki vegna þess”. „Þaö er hins vegar ekki gaman” héltDagný áfram, „sem áhugamanneskja um jafnréttis- mál, aö hlusta á fólk lýsa þvi yfir aö kjör Vigdisar sýni aö hér riki fullkomiö jafnrétti kynjanna og aö kjör hennar sé sömuleiöis til marks um aö hér á landi riki óvenju mikil viösýni og frjáls- lyndi gagnvart konum og mögu- leikum þeirra.” En hvaö haföi Sólveig ólafs- dóttir formaöur Kvenréttinda- félagsins aö segja um áhrif forsetakosninganna á jafnréttis- baráttuna. „Ég tel aö jafnvel þótt forseta- embættiösem slikt sé ekki valda- mikiö embætti, þá hljóti kona i embætti forseta aö geta haft viss »»»111 Páfi heimsækir kirkju i bandalagi við verkalýð gegn rikisvaldi Jóhannes Páll páfi annar er þessa dagana staddur i Brasiliu, I umfangsmesta feröalaginu af öll- um sem hann hefur tekist á hend- ur. A þrettán dögum heimsækir hann tólf borgir, syngur messur og flytur ávörp. Sú fjölmennasta af kaþólskum þjóöum fær ræki- legustu páfaheimsókn sem um getur. Brasilia er svo sannarlega allr- ar athygli verö. Stærsta þjóö Rómönsku Ameriku I langviö- lendasta riki álfunnar hefur ýmis skilyröi til aö gera land sitt aö einu af stórveldum heimsins I ná- inni framtiö. Þróun brasilisks þjóöfélags um langa framtiö get- ur ráöist af atburöarásinni næstu misseri. Sextán ára haröstjórn hersins er aö linast. Þjóöfélagsöfl sem bæld hafa veriö niöur fá vax- andi svigrúm til aö láta aö sér kveöa. Páfanum var vel fagnaö viö komuna til Brasilfu Næst hernum er kaþólska kirkjan voldugasta stofnun I Brasiliu. Eftir aö stjórnmála- starfsemi var heft og verkalýös- félögin sett undir stjórn hersins, geröist kirkjan smátt og smátt málsvari og leiötogi alþýöu manna gagnvart ofbeldishneigð heryfirvalda og félagslegu mis- rétti. Um þaö leyti sem hershöfö- ingjamir hrifsuöu völdin, var barátta Helders Camara, erki- biskups i Recife, fyrir málstaö snauöra og kúgaöra I örbirgöar- héruöunum á noröausturströnd- inni undantekning I brasillsku kirkjunni. Nú eru viöhorf hans oröin ríkjandi meöal klerka- stéttarinnar, og athyglin beinist einkum aö framgöngu Paulo Evaristo Arns, kardinála i Sao Paulo, stórborginni sem er miö- stöö uppgangssvæöisins I suöur- hluta Brasiliu. Þáttaskil uröu þau árin sem haröstjórn hersins var grimmust, timabiliö 1968 til 1976. Biskupa- stefna Brasiliu áfelldist ógnar- stjórnina. Kirkjunnar menn geröu rekistefnu út af fólki sem hvarf á dularfullan hátt, liösinntu föngum og fordæmdu pyndingar leynilögreglunnar. Kirkjan tók málstaö indiánaættbálkanna, sem hraktir voru frá heimkynn- um sinum eöa brytjaöir niöur, þegar þeir þóttu vera I vegi fyrir stórframkvæmdum og landnámi aökomumanna á svæöum sem þeir höföu einir byggt frá ómuna- tiö. Nú er svo komiö aö I hverri favela — hreysahverfum fátækl- inganna sem umlykja brasiliskar borgir — er aö finna prest, regiu- bróöur eöa reglusystur, sem ekki lætur staöar numiö viö liknarstörf og trúarathafnir, heldur liösinnir favelubúum i baráttu viö yfirvöld fyrir vatnsveitu, frárennsli eöa lóöarréttindum og nýtur i þvi starfi fulltingis kirkjulegra yfir- boöara sinna. Þegar Arns varö kardináli, seldi hann erkibiskups- höllina i Sao Paulo og varöi and- virðinu til aö koma upp 300 hverfamiöstöðvum kirkjunnar i fátækrahverfumi biskupsdæminu. Viökvæmni stjórnvalda fyrir starfi kirkjunnar i eymdarbælum Brasiliu kom I ljós, þegar sjón- varpsupptökum á hverju skrefi Jóhannesar Páls páfa var skyndi- lega hætt jafnskjótt og hann lagöi leiö sina I eina faveluna utan viö Rio de Janeiro. Þar lýsti páfi stuöningi kirkjunnar við málstaö hinna fátæku og gaf presti hreysabúavigsluhringinn af fingri sér til aö verja I þeirra þágu. Næsti viðkomustaöur páfa var fundur 200 biskupa úr löndum Rómönsku Ameriku. Þar endur- tók hann boöskap sinn frá biskuparáöstefnunni I Mexikó- borg, um aö kirkjan fordæmi kúg- un og félagslegt ranglæti, en kirkjunnar menn eigi ekki aö taka sér stjórnmálahlutverk. Arns kardináli i Sao Paulo fær nú ásamt öörum félagslega sinn- uöum kirkjuhöföingjum þaö erfiöa hlutverk, aö framfylgja þessum tvfeggjaöa páfaboöskap. A siöustu mánuöum hefur tekist meö kardinálanum og upprenn- áhrif til góös”, sagöi Sólveig. „Þaö virkar ef til vill hvetjandi á konur til þátttöku I stjórnmálum. Úr þvi aö kona getur oröiö forseti, þvi skyldu konur þá ekki geta tek- iö meiri þátt i sveitastjórnarpóli- tik eöa fariö inn á þing? Svo held ég aö þaö sé hollt fyrir ungar stúlkur og litlar stelpur aö vaxa upp viö þaö aö kona skuli gegna embætti forseta. Þaö veröur þeim þá eölilegur og sjálf- sagöur hlutur aö konur geti setiö I ábyrgöarstööum. En ég er ekki farin aö sjá aö sú staöreynd aö hér hefur veriö kos- inn kvenforseti, geri konum sjálf- krafa auöveldara um vik I þjóöfélaginu. T.d. á vinnumark- aönum eöa I stjórnmálunum.” „Þaö er lika viss hætta á þvi”, hélt Sólveigáfram. aöþetta kjör konu I forsetaembættiö verki þannig aö viö okkur sem berj- umst fyrir jafnrétti veröi sagt: „Nú eruö þiö búin aö fá forsetann og nú skuluö þiö bara slappa af,” Og Dagný Kristjánsdóttir, Rauösokkahreyfingunni var einnig spurö aö þvi hvaöa áhrif hún teldi aö kjör Vigdisar I forsetaembættiö heföi á jafn- réttisbaráttuna. „Viö teljum þetta mikinn áfanga i jafnréttisbaráttunni”, sagöi Dagný. „Viö erum feikilega hressar yfir framboöi og kjöri Vigdisar. Vegna þess fyrst og siöast hve mikilli jafnréttisum- ræöu framboö hennar hefur hrundið af staö. Umræöan vekur meiri athyglien margra ára streö Kvenréttindafélagsins og Rauösokkahreyfingarinnar. Og hefurhaft óskaplega mikil áhrif I þá veru aö konur geri sér grein fyrir afstööu sinni, og annarra, til jafnréttismála. Og Vigdis er frambærileg kona, glæsileg og velmeinandi. Heföi hún ekki veriö þaö heföi okkur ekki þótt neinn akkur i kjöri hennar.” En breytir kosning kvenforseta einhverju fyrir hina venjulegu Islensku konu? „1 Rauösokkahreyfingunni INNLEND YFIRSÝN ERLEND andi verkalýös- og stjórnmálafor- ingja samstarf, sem haft getur stórfellda þýöingu, geri hershöfð- ingjamir sem nú stjórna Brasiliu alvöru úr fyrirheiti sinu aö viö- hafa frjálsar kosningar og taka upp lýðræöislega stjórnarhætti. Sao Paulo er miöstöö brasiliska bilaiönaöarins, en hann er uppi- staðan I iönvæöingunni sem her- foringjastjórnin stærir sig af. A siðustu misserum hafa bilaiönaö- armenn háö þrjú verkföll undir forustu Luiz Ignacio da Silva. Enda þótt hann væri stjórnskip- aöur, eins og aörir forustumenn brasiliskra verkalýösfélaga, er hann átrúnaöargoö félagsmanna, sem nefna hann gælunafninu Lula. Verkamenn unnu sigur I fyrsta verkfallinu fyrir tveim ár- um. Þegar yfirvöld ákváöu aö láta til skarar skriöa gegn ööru verkfalli siöastliöiö haust, skaut lögreglan til bana verkamann, sem var félagi I kaþólskum ieik- mannasamtökum. Sá atburöur varö til þess aö bandalag mynd- aöist milli verkalýösleiötogans Lula og Arns kardinála. Hundruö presta og sex biskupar fylgdu fallna verkamanninum til grafar um aöalgötur Sao Paulo. Þegar enn kom til verkfalls I vor, studdi kirkjan verkamenn meö matgjöf- um og fjárframlögum. í þetta sinn lét rikisstjórnin handtaka Lula og vék honum úr formennsku verkalýösfélagsins, en hann er oröinn þjóökunnur maöur og var brátt sleppt úr haldi. Verkefni hans nú er aö efla Verkalýösflokkinn, sem hann hef- ur myndaö og viröist hafa ákjós- anleg vaxtarskilyröi. Þaö þótti mikið kænskubragö hjá hershöföingjastjórninni, þeg- ar hún leyföi heimkomu útlsegra foringja gömlu stjórnmálaflokk- anna og heimilaði jafnframt stofnun og starfsemi flokka I landinu. Meö þessu móti var taliö tryggt, aö stjórnarandstaöan væri margklofin og undir forustu manna sem hálfan annan átatug álítum viö kúgun kvenna vera bæöi efnahagslegs og kynferöis- legs eölis” sagöi Dagný. „Efna- hagslega séö hefur kjör kven- forseta ekki áhrif á stööu kvenna. En I sambandi viö kynferöislega kúgun kvenna getur þaö haft hvetjandi áhrif á aörar konur þegar komin er hress, galvösk og sjálfstæö kona I æösta embætti þjóðarinnar”. Mörgum hefur þótt jafnréttis- baráttan vera i ládeyöu undan- farin ár. Er kjör konu I forsetaembættið liklegt til aö hressa upp á baráttuna? „Hún hressir alla vega upp á umræöuna” sagöi Dagný. „Hvort sem eitthvaö kemur út úr þvi eöa ekki”. Sólveig ólafsdóttir formaöur Kvenréttindafélagsins sagöi aö erfitt væri aö spá nokkru um þaö. „Ég á sföur von á þvi”, sagöi hún. „Viö verðum heimsfræg i nokkra daga. Svo fer fólk aö venj- ast þessu. Og kona sem forseti má búast viö aö veröa miklu meira undir smásjá en karlmaöur sem forseti. Viö höfum dæmi þess úr atvinnullfinu, aö konur þurfa aö standa sig betur en nokkur karl- maöur til þess aö hljóta viöur- kenningu. Þaö getur oröiö erfitt fyrir Vigdisi. En ég ætla að vona aö þetta forsetakjör veröi jafn- réttisbaráttunni til framdráttar.” Og undir þá von Sólveigar er óhætt aö taka. Kjör Vigdisar Finnbogadóttur til forsetaemb- ættis á Islandi er ekki merki um þaö aö allt sér hér meö felldu I sambandi viö jafnrétti kynjanna. Þaö er enn langt I land. þvi Islendingar eru hvorki frjálslynd- ir né fordómalausir I þeim efnum þrátt fyrir umsagnir erlendra blaöa. Fyrsti kvenforseti okkar Islendinga ætti aö veröa konum hvatning til þess aö krefjast þess réttar sem þær hafa lagalega séö, en hafa ekki haft möguleika til þess aö nýta fram aö þessu. eftir Magnús Torfa Ólafs- son. höföu dvaliö erlendis og slitnaö úr sambandi viö þróunina i brasi- lisku þjóöllfi. Lula og Verkalýösflokkur hans setja strik I þann reikning. Þar er um aö ræöa stjórnmálahreyfingu, sem er sprottin upp úr þeim aö- stæöum sem herforingjastjórnin hefur skapaö, óöaveröbólgunni, iönvæöingunni og réttindabarátt- unni. Stefnuskrá Lula fjallar ekki um byltingu heldur krefst flokkur hans fyrst og fremst lýöræöis og jafnari skiptingar vaxandi þjóö- artekna. Verkalýösflokkurinn einbeitir sér ekki einvöröungu aö hagsmunamálum iönverka- manna, sem þrátt fyrir allt mega margir heita sæmilega settir i brasilisku þjóöfélagi, heldur gerir einnig kröfur jarönæöislausrar sveitaalþýöu aö sinum. Arns kardináli segir, aö ekki komi til greina aö kirkjan taki upp yfirlýstan stuöning viö ákveöinn stjórnmálaflokk, en ekki fer milli mála aö hann og aörir klerkar af sama sauöahúsi lita á Lula og flokk hans meö vel- þóknun. Kirkjan á hægt meö aö liösinna baráttu verkalýösfor- ingja, sem leggur sig svo fram um aö foröast átök og valdbeit- ingu aö hann bannaöi verkfalls- varöstööu viö bilasmiöjurnar I verkföllunum sem hann stjórn- aöi. Til aö mæta atlögum lög- reglusveita, bauö hann út konum og bömum verkfallsmanna meö blóm I höndum. Aö sögn Jonathan Power, fréttamanns International Herald Tribune, reynir herforingja- stjórnin aö koma þvi oröi á, aö Arns kardináli sé efni I brasilisk- an Khomeini, sem sækist eftir völdum til handa klerkastéttinni. Arns vísar sliku á bug. Hann seg- ir: „Atökin nú standa ekki milli rikis og kirkju. Þau standa milli rikisvaldsins og fólksins.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.