Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 4. júlí 1980. Þaö þykir ekkert fréttnæmt þö aOutan Ur hinum stóra heimi ber- ist fréttir eöa myndir af einhverj- um léttklæddum og berbrjósta ungpium aö sóla sig. „Topplausa” tiskan ræbur nU rikjum á öllum helstu sólbaös- stööum erlendis og hefur gert lengi. Þaö þykir oröiö jafn sjálf- sagt aö ganga þar um „topplaus” og þaö þótti aö ganga I sundbolum og stuttbuxum fyrir nokkrum ár- um. Svo viröist þó sem islenskt kvenfólk, sem venjulega er nU ekki iengi aö gripa nýja tfsku, hafi ekki tileinkaö sér þessa stefnu I neinum mæli. Aö minnsta kosti var ekki svo lengi framan af. Þaö hefur þótt heyra til und- antekninga ef kvenfólk hér gekk svo langtaö sýna áalmannafæri þann llkamshiuta, sem undir venjulegum kringumstæöum er hulinn undir brjóstahaldi. Ef marka má myndir Ur blööum viröist sem nU sé aö veröa hér breyting á. „Toppleysiö” viröist vera aö aukast. Viö lögöum leiö okkar á nokkra sólbaösstaöi Reykvlkinga einn góöviörisdaginn. Ekki er nU hægt aö segja aö „toppleysiö” hafi ver- iö almennt, og ekkert sem benti til þess aö þaö sé aö færast I sama horf og þaö er I næstu nágranna- löndum okkar, til dæmis Svlþjóö og Danmörku, svo dæmi séu tek- in. Þó leyndist ein og ein „huguö” kona innan um. Viö tókum tali nokkra karla og konur og könn- uöum viöhorf þeirra til þessa. Aldrei eins algengt Fyrstu viömælendur okkar voru nokkrar ungar stUlkur sem komiö höföu sér makindalega fyrir I öskjuhllöinni. Þær voru reyndar allar „meö topp”, en sáu samt alls ekkert athugavert viö aö sleppa honum, svona yfirleitt. í þetta sinn sögöust þær bara hafa sett hann upp vegna hræöslu viö ljósmyndarann! Anna Eövaldsdóttir, verkstjóri, hefur unniö f sjö sumur I röö i Oskjuhliöinni — og sagöist hafa séö sitt af hverju viö vinnu sfna. < — Þaö hefur aldrei veriö jafn algengt og f sumar aö fófk gangi hér um bert. Staöurinn skiptist eiginlega i tvo hluta, öörum meg- in er kvenfólkiö, hinum megin karfarnir. Þetta hefur aukist mjög mikiö, sagöi hún. Mjög óviðeigandi í Vesturbæjarlauginni hittum viö fyrir mæögurnar Guöbjörgu Hauksdóttur og Guönýju Pét- ursdóttur, þar sem þær lágu og sóluöu sig. Þær sögöu ekki mikiö um „toppleysi” I Vesturbæjar- lauginni, en þó væri alltaf ein og ein innan um. Þeim bar saman um aö þetta væri alls ekki viöeig- andi, og fannst ekkert til um þessar stúlkur sem stripluöust þama hálfberar. Gróa Guönadóttir, kjóla- meistari, er tiöur gestur I laug- inni, og hún tók I sama streng og þær mæögur. — Mér finnst þetta ekki I lagi, fyrir minn smekk. Þaö er aö segja, ekki á staö eins og þessum, þar sem maöur borgar sig inn á. Mér finnst gegna ööru máli um baöstrendur, sem eru opnar fyrir hvern sem er. Þar finnst mér allt I lagi aö kvenfólk fari úr aö ofan. Nenna ekki að láta glápa á sig Inni I kvennaskýlinu I Vestur- bæjarlauginni var fyrir hópur kvenna, sem sóluöu sig vægast sagt léttklæddar, enda enginn karlpeningur nálægur. Ljósmyndari HP sem, þvf miöur aö þessu sinni, er karlkyns, var ekki talinn „æskilegur” og þvl getum viö ekki látiö fljóta meö neinar myndir af þeim stúlkum sem viö ræddum viö. En þær voru allar á einu máli um aö „toppleysiö” væri alveg sjálf- sagöur hlutur, og alls ekkert viö þaö aö athuga. — Þaö er alveg sjálfsagt aö leyfa þetta, og bara fyrir hvern og einn aö ákveöa hvort hann vill sýna sig beran eöa ekki, sögöu þær. En af hverju liggja þær þá ekki Verkstjórinn i öskjuhliöinni tjáöi okkur aö hún heföi aldrei á þess- um sjö árum séö jafn mikib af berstripuöu kvenfólki þar og i suraar. úti viö sundlaugina sjálfa, meöal hinna gestanna? — Þaö er miklu meira næöi hér og auk þess miklu hlýrra, sögöu þær og brostu við. Fyrir utan þaö aö maöur nennir ekki aö láta alltaf stööugt glápa á sig og vera til umtals! 1 sundlaugunum I Laugardal var mikiö um kvenfólk á öllum aldri, topplaust og ekki. Þær voru ekki allar á sama máli dömumar, sem HP-menn hittu aö máli. Sumar sögöust bara „ekki fila sig berar” og aörar viöurkenndu aö þaö væri nú eflaust mest spé- hræöslu aö kenna aö þær færu ekki úr. Og ein bætti viö aö „þaö væri svo óþægilegt aö hafa þetta allt lafandi út um allt, og miklum „óviökunnanlegt á staö eins og þessum” sagöi Gróa Guönadóttir, og átti þá viö Vesturbæjarlaug- ina. mun þægilegra að vera I brjósta- haldinu”. Brjóstin ekkert öðruvisi en annað — Ég er alveg meö þessu, sagöi Margrét Guönadóttir, þar sem hún sólaði sig „topplaus”, allsendis ófeimin. — Þetta er bara lfkami manns, og brjóstin eru ekkert ööruvisi en aörir llkamshlutar. Karlmenn- irnir ganga allir um bara á sund- skýlum, og þaö er ekkert meira þó aö viö gerum þaö llka. En ég vil endilega fá fleiri til aö fara úr. Sumir halda aö þetta sé ekki leyfilegt en viö værum ekki aö þessu ef svo væri. Þaö er svo „Brjóstin eru ekkert ööruvisi en aörir Ifkamshiutar ”, sagöi Margrét, og var ailsendis ófeimin viö aö lofa okkur aö mynda sig. miklu fallegra aö vera jafn brún á öllum kroppnum. Og ég get ekki skiliö aö karlmennirnir séu neitt aö glápa á okkur, hélt hún áfram. Þeir ættu aö vera vanir þvi aö sjá ber brjóst og færu varla neitt aö kippa sér upp viö þaö hérna. — En má þá botninn bara ekki fjúka llka? Nei, Margrét vildi nú ekki sam- þykkja þaö, sagöist ekki kunna viö þaö. Þaö væri allt ööruvisi! Margrét og Elin, báöar Glsla- dætur, sögöust alveg vera hlynntar þessari þróun. Þaö er aö segja fyrir þær sem vildu þetta. Sjálfar sögöust þær ekki vilja sýna sig topplausar. Alltilagiá Spáni— ekki hérna Ég kann bara ekki viö aö fara úr aö ofan, sagöi Sveinbjörg Stefánsdóttir, ekki hérna aö minnsta kosti. En ég myndi hik- laust gera þaö ef ég væri á Spáni. Ákaflega fr jálst og mannlegt Þeir karlmenn sem viö hittum aö máli voru allir sammála: „Alveg sjálfeagt!” — Ég sé ekkert athugavert viö þetta. Þaö eru reyndar ekki mjög margar hérna svona, en mættu vera mikiö fleiri, sagöi Ellert Sófusson, — best þekktur undir nafninu Lolli I Val, sagöi hann. — Ég veit ekki hvaö þær ættu aö vera aö hræðast. Mér finnst þetta bara ákaflega frjálst og mannlegt, — og ég hef mjög gam- an af myndunum sem birst hafa I blööunum af svona kvenfólki undanfama daga, bætti hann við. Jóhann Nielsson tók I sama streng og Ellert, og sagöi aö þær mættu gjarnan vera fleiri sem þyröu aö sólbaöa sig topplausar. Slöasti viömælandi okkar, Arni Sighvatsson, var ekkert I vafa um sina skoöun: „Stórkostlegt”, sagöi hann. „Mættu bara vera fleiri”. Svo mörg voru þau orö. Ekkert ólöglegt við toppleysið En hvaö segja yfirvöld um máliö. Hvaö myndi til dæmis lög- reglan gera ef stúlka sýndi sig „topplausa” I miöju Austur- stræti? William Möller, fulltrúi lög- reglustjóra, sagöi aö til væru ákvæöi sem segöu aö enginn mætti ganga svo langt á al- mannafæri aö „misbjóöa vel- sæmi” eöa „sýna af sér hneyksl- anlega hegöun”, en ekki vildi hann telja aö „topplaus” stúlka I Austurstræti félli undir þau ákvæöi. — Ef náttúrulega svona mál myndi misbjóöa velsæmistilfinn- ingu einhverra og viö fengjum kæru, myndum viö aö sjálfsögöu athuga þaö mál nánar, en ég get ekki séö aö lögreglan myndi aöhafast neitt aö fyrra bragði, sagöi hann. William sagöist ekki muna eftir neinu tilfelli þar sem svona mál kom til kasta lögreglunnar. Ef einhver sýndi af sér hneykslan- lega hegöun, væri þar yfirleitt um ölvunaratferli aö ræöa, og heföi lögreglan afskipti af þeim málum þess vegna. En hvernig fólk gengi til fara, á baöstööum eöa annars staöarskipti lögreglan sér ekkert af. T.a.m. heföi lögreglan aldrei fett fingur út I „klæöaburö” þeirra sem stunduöu lækinn margumtalaöa. „TOPPLAUSA” TÍSKAN „Lolla I Val” fannst ekkert at- hugavert viö þó kvenfólkiö sólaði sig „topplaust”. „Ég veit ekki við hvað þær ættu að vera hræddar”. Og Jóhann Nielsson var á sama máli, fannst bara þær mættu vera fleiri. „Ætli þaðsé nú ekki mest spéhræðsla”, viðurkenndi hún þessi. Alveg sjálfsagt fyrir þær sem vilja — en ekki fyrir mie.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.