Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.09.1981, Blaðsíða 10
Föstudagur 4. september 1981 he/garpósturinrL aðeins notuð tilránsferða heldur einnig til verslunar. Annar þáttur fjallar ma. um strandhögg Haralds hárfagra á Norður-Englandi. Þar var mikill auöur samankominn og þvi þótti vikingunum bera vel i veiði. A þessum tima voru Danir frábærir handverksmenn. Þeir gerðu listmuni og skartgripi sem sóst var eftir allt frá Islandi og austur til Asiu. Dönsku vikingarnir þóttu miklir kaupahéðnar en margir voru lika vik- ingar I þess orös verstu merkingu. í þriðja þætti er fylgst með villimannlegum aöförum eins þeirra suður á ítaliu. f fjórða þætti er reynt að grafast fyrir um afdrif sænskra vikinga sem settust að i Rússlandi. Þeir fóru á skipum sinum eftir ám og fljótum Rússlands allt austur til Tyrklands. Margir settust að i Kænugaröi. Fimmti þáttur greinir frá ítökum vikinga á Englandi en þar stofnuöu þeir m.a. konungsriki, Jórvik. Strandhögg vikingaá Englandi og írlandi varð til þess að þjappa þegnum þessara landa saman og mynda samstöðu sem gætir enn. Sjötti þáttur er um konungsriki vikinga iDyflinniog Jórvik. Til beggja var stofnað með ofbeldi og bæði töpuðust með ofbeldi. Sjöundi þáttur fjallar um vikingalandið ísland sem er eina eiginlega vikingalandiö. Þar var stofnað eitthvert athyglisverðasta lýðveldi sem um getur. Áttundi þáttur er um frægasta vikinginn, Eirik rauða. Greint er frá víkingabyggö á Grænlandi og leitaö minja um veru þeirra á heimsskautseyjum Kanada. Niundi þáttur greinir frá þvi hvernig munaöi minnstu hvað eftir annað að Bret- landseyjar féllu vikingum i hendur. Lýst er för Sveins Danakonungs tjúguskeggs og Knúts sonar hans til Englands að hefna þeirra Dana sem þar höfðu verið teknir af llfi. Það er við hæfi aö lokaþátturinn lýsi lokum vikingaaldar. Arið 1066 féll Haraldur harðráði i orrustu á Englandi fyrir Vilhjálmisigurvegara og hafði þannig áhrif á gang veraldarsögunnar. NU er bara spurningin hvor veröur á undan að sýna Vikingana, sjónvarpið okkar eða videoiö I Breiöholti. Víkingarnir koma! Athyglisverður myndaflokkur frá BBC undir stjórn Magnúsar Magnússonar hefur göngu sina i sjónvarpinu i næsta mánuði Vetrardagskrá sjónvarpsins okkar hefst um miöjan október. Og eftir öllum sólar- merkjum aðdæma ætiar dagskrá vetrarins að byrja myndarlega þvi aö fyrirhugað er að sýna fræöslumyndaflokk BBC, Vik- ingana, sem geröur er i samvinnu við hinn kunna sjónvarpsm ann, Magniis Magnús- son, en hann hefur samið handritiö og er þulur I myndunum. Þetta eru tiu þættir, hálftimalangir, og fyrirhöfundi vakir m.a. að varpa ljósi á það sem aimenningur veit minnst um gömlu sægarpana. Vikingarnir settu svip sinn á evrópskt þjóölif frá lokumáttundu aldar og fram yfir miðja elleftu. Þeir voru ágætir handverks- menn og miklir stjórnvitringar. Þeir voru góðir landkönnuðir og miklir landvinninga- menn og enginn stóð þeim á sporöi hvaö varöar verslun. 1 þáttunum er reynt að grafast fyrir um það hvort víkingarnir hafi verið blóðþyrstir sjóræningjar og gripaþjófar eins og af er látið. Viða er leitað heimilda, m.a. á forn- gripasöfnum og i íslendingasögunum. Þá er þvi lýst hvernig vikingar gerðu fýrst strandhögg I nágrannalöndunum en færöu út kviarnar, fóru i vesturveg til Is- lands og þaðan alla leið til Kanada. Einnig er sagt frá feröum þeirra til Asiu. 1 lýsingum sínum styðst Magnús Magnússon við safngripi, eftirlikingar af vikingaskipum, smiöisgripi úr málmi og viði frá vikingaöld, og hann útskýrir einfaldar myndir af bardögum og sliku, gerðar af vikingum og samtimalista- mönnum þeirra. Einnig er fjallað um verkkunnáttu á þessum tima, svo sem á sviði skipasmiða, vefnaöar, myntsláttu og útskurðar. Þessi myndaflokkur hefur vakiö mikla athygli þar sem hann hefur verið sýndur enda mjög til hans vandaö. Mjög mikill undirbúningur lá aö baki þegar sjálf kvik- myndatakan gat hafist. Til dæmis voru búnar til nákvæmar eftirlikingar af vopnum og verjum vikinganna. Smlðaðar voru eftirlikingar af fjórum gerðum vlk- ingaskipa sem tileru IDanmörku og Noregi og einnig voru notaöir norskir teinæringar sem eru beinir afkomendur víkingaskip- anna og fiskimenn nota enn. Kvikmyndað var i Noregi, Danmörku, tslandi, Sviþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Rússlandi, Tyrklandi, ttallu, Englandi, Mön, Orkneyjum, Hjaltiandi, trlandi. Þáttur Magnúsar Magnússonar i þessum þáttum er vissulega stór. Hann var viðast meö kvikmyndatökumönnunum. Hann er sögumaður þáttanna enda fjölfróöur um hætti vikinganna. Við sjáum hann sigla vik- ingaskipi og fara á skautum úr beini. Og hér er I stuttu máli lýsing á efni einstakra þátta myndaflokksins. t fyrsta þætti lýsir Magnús upphafi vik- ingatimabilsins og leiðir getum að þvi hvaö rak þessa menn til fjarlægra landa. Einnig reynirhann að greina staðreyndir frá þjóð- sögum. Vikingar voru mestu sæfarar Evrópu og áttu bestu skipin. En skipin voru ekki

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.