Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 17.06.1987, Blaðsíða 26
eftir Garðar Sverrisson Helgason sitja áfram í embætti landbúnaðar- ráðherra. Fái aðrir flokkar þetta ráðuneyti þykir einsýnt að Guðmundur Bjarnason verði þriðji ráðherra Framsóknarflokksins. Ráðherralisti Alþýðuflokksins liggur nán- ast á borðinu. Jón Baldvin mun leggja til að ásamt sér sjálfum setjist þau Jóhanna Sigurð- ardóttir og Jón Sigurðsson í ráðherrastóla. Auðvitað verður andstaða innan flokksins gegn þeirri ráðstöfun að sækja alla ráðherr- ana úr einu og sama kjördæminu, en skv. heimildum HP verður það ,,barið í gegn“. I Sjálfstæðisflokknum stendur Þorsteinn Pálsson frammi fyrir nokkrum vanda. Hann hefur lýst því yfir að hann og hann einn muni leggja fram ráðherralista flokksins. En auð- vitað er það undir þingflokknum komið hvort Þorsteinn fær slíkt sjálfdæmi. Fyrir liggur að Þorsteinn geri tillögu um sjálf- an sig og Friðrik Sophusson. Um þriðja og hugsanlega fjórða ráðherrann leikur meiri vafi. I stjórnarmyndunarviðræðunum hefur Þorsteinn haft Olaf G. Einarsson sér til ráðu- neytis en samstarf þeirra mun vera með miklum ágætum og formanninum mjög að skapi. Þorsteini mun þó reynast erfitt að ganga framhjá Matthíasi Á. Mathiesen sem, auk þess að standa Ólafi framar í Reykjanesi, vegur þungt í flokknum og er lítt meðfæri- legur. Þorsteinn Pálsson er sá eini af formönnun- um þremur sem allir þrír gætu fallist á sem forsætisráðherra. Sá möguleiki er þó í stöð- unni að farið verði út fyrir þennan fjandvina- hóp í ieit að forsætisráðherra. í slíkri leit kæmu helst til greina þeir Jón Sigui ðsson og Halldór Ásgrímsson. Endataflið er snúið. Peðin eru þó horfin af borðinu og eftir standa örfáir menn, tveir kóngar og drottning — drottning sem selur sig dýrt. INNLEND YFIRSYN Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru nú komnar inn í farveg einkaviðræðna þar sem formennirnir þrír, Steingrímur, Þorsteinn og Jón Baldvin, eru í lykilhlutverkum. Litlar fréttir berast af fundum formannanna, svo litlar að jafnvel nánustu samstarfsmenn þeirra virðast ekki einu sinni hafa njósn af því sem fram fer. Þessi staða, þessi háværa þögn, styður þá tilgátu að nú sé í gangi nokk- urt taugastríð þar sem ráðuneyti og ráð- herradómur valda mestum titringi. í síðasta Helgarpósti voru fjölmiðlar gagn- rýndir fyrir að horfa meira til manna en mál- efna í umfjöllun sinni um stjórnarmyndunar- viðræðurnar. Nú eru viðræðurnar hins vegar komnar á stig endatafls þar sem kóngarnir, styrkur þeirra og veikleiki, skipta sköpum fyrir lok skákarinnar. Nú um helgina eru 8 vikur liðnar frá al- þingiskosningum. Mestur tíminn hefur farið í allskyns óformlegar undirbúnings- og könnunarviðræður. Menn hafa eytt klukku- stundum og aftur klukkustundum í að kanna vilja hver annars til hugsanlegrar stjórnar- myndunar. Þegar þeir síðan fóru að kanna viljann til þess síðarnefnda liðu dagar og aftur dagar þar til farið var að þreifa á hugsanleg- um ágreiningsefnum. í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Jón Baldvin hefur stýrt hefur óvenju lítið far- ið fyrir pólitískum áherslumun. I nefndum og undirnefndum hafa stjórnmálamennirnir starfað eins og tæknilegir ráðgjafar stjórn- málamanna. Menn hafa velt upp kostum og aftur kostum. Hugmyndaflug hagfræðinnar hefur sett meira mark á störfin en eiginleg stjórnmálabarátta. Síðasta hagfræðinganefndin skilaði áliti í byrjun þessarar viku. Þar er bent á fjöl- marga möguleika til aukinnar skattheimtu vítt og breitt um hagkerfið. Það er nú talið „Að jafnaði eru þetta mjög metnaðarfullir einstaklingar sem vilja „ná Iangt“ eins og það heitir, komast til eins mikilla mannvirðinga og frekast er kostur. Taugatitringur í endataflinu standa upp á Sjálfstæðisflokkinn að plokka upp úr þeim pakka, en allt fram á síðustu daga hefur hann verið tregur til að horfast í augu við þann vanda sem ríkisfjármálin eru. Viðræðuaðilar sjálfstæðismanna kenna þar fyrst og fremst um þeirri staðreynd að for- maður flokksins, Þorsteinn Pálsson, hefur farið með ríkisfjármálin. Nú þegar sjálfstæðismenn hafa fallist á að aukin skattheimta sé óumflýjanleg er ekkert eftir annað en hrökkva eða stökkva. Þetta síðasta stig viðræðuferilsins kann þó að reynast mun erfiðara en margan grunar. Stjórnmál snúast um fólk, ekki síst þá ein- staklinga sem í forystuhlutverkum eru. Að jafnaði eru þetta mjög metnaðarfullir ein- staklingar sem vilja ,,ná langt" eins og það heitir, komast til eins mikilla mannvirðinga og frekast er kostur. Þegar komið er að endataflinu í stjórnar- myndunarviðræðum hefur þessi mannlegi þáttur óhjákvæmilega mjög mikil áhrif, hvað sem hver segir. Einhverjum komu á óvart yf- irlýsingar tveggja sitjandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins í síðustu viku. Að vísu þurfti Þorsteinn, eina ferðina enn, að lýsa því yfir og fullvissa fólk um að hann hefði óskorað traust til að tala við Steingrím og Jón Bald- vin. Yfirlýsingar ráðherranna voru þó aðeins forsmekkurinn að þeim titringi sem nú á sér stað. Allir vilja formennirnir verða forsætisráð- herrar. Steingrímur gerir sér þó ljóst að til forystu hans getur ekki komið, um það eru Þorsteinn og Jón Baldvin sammála. Engum hefur dulist að Steingrímur á mjög erfitt með að sætta sig við að víkja úr embætti for- sætisráðherra. í tíma og ótíma lýsir hann því yfir að hann vilji stjórn með Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokki, og sá síðarnefndi lýsir því stöðugt yfir að hann vilji að Steingrímur verði forsætisráðherra í slíkri stjórn, en alls ekki Þorsteinn. Halldór Ásgrímsson mun vera orðinn mjög þreyttur á þessu prímadonnu-háttalagi Steingríms og vill sem óðast berja saman stjórn með sjálfstæðismönnum og umfram allt krötum. Það er talið hafa auðveldað mjög þessar stjórnarmyndunarviðræður hve vel þeim líkar að vinna saman, Halldóri og Jóni Sigurðssyni. Ásamt Steingrími er Hall- dór sjálfkjörið ráðherraefni. Um þriðja ráð- herrann er ekki útséð. Fái Framsóknarflokk- urinn landbúnaðarráðuneytið mun Jón Fawn Hall lét sig ekki muna um að koma leyniskjölum Olivers North undan á berri sér. Hvorki þingið né bandamenn treysta stjórn Reagans framar ERLEND YFIRSÝN Höfuðpaurinn í Írans-Contrahneyksli Reagans Bandaríkjaforseta, Oliver North undirofursti í landgönguliðasveitunum og starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins í Hvíta húsinu, hefur fram til þessa ekki fengist til að segja orð um málavexti. Vísaði hann frá upp- hafi til að fimmti viðaukinn við stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður svo á, að enginn verði knúinn til að láta í té vitnisburð, sem orðið gæti sakarefni gegn honum sjálfum. Réttarstaða Norths breyttist í þessu efni í fyrradag. Að beiðni rannsóknarnefndar beggja aðila Bandaríkjaþings, sem rannsak- ar Irans-Contrahneykslið, kvað alríkisdóm- ari upp úrskurð um takmarkaða friðhelgi liðsforingjanum til handa. Vitnisburður hans verður ekki notaður til að lögsækja hann, en sömu atriði geta þó orðið sakarefni geti saksóknari sýnt fram á, að vitneskju sína um þau sæki hann ekki í orð sakbornings, held- ur hafi aflað hennar með sjálfstæðri rann- sókn sinni. Er nú gert ráð fyrir að þingnefndin kalli Oliver North fyrir sig síðar í vikunni, fyrst til yfirheyrslu fyrir luktum dyrum. Svipaður háttur verður hafður við John Poindexter aðmírál, fyrrum framkvæmdastjóra Þjóðar- öryggisráðsins. Þegar líður á sumarið er gert ráð fyrir að báðir komi svo fyrir nefndina í opinberum yfirheyrslum. Fyrri lotu í störfum rannsóknarnefndar- innar lauk með því að Fawn Hall, einkaritari Norths, sat fyrir svörum í tvo daga. Bar hún vitni um rækilegar ráðstafanir undirofurst- ans til að hylja eftir föngum feril sinn og leiða rannsóknaraðila á villigötur síðustu dagana áður en honum var vikið frá störfum í Hvíta húsinu. Að undirlagi Norths mataði Fawn Hall skjalatætara á leyniskjölum úr öryggis- hirslum undirofurstans í þeim mæli, að tæt- arinn brann yfir og kalla varð til viðgerðar- mann. Auk þess að koma sönnunargögnum fyrir kattarnef með þessum hætti breytti einkaritarinn texta annarra skjala að undir- lagi húsbónda síns. í lokin, þegar menn frá Alríkislögreglunni voru komnir í skrifstof- una í kjallara Hvíta hússins, að innsigla þar hirslur og leggja hald á gögn, laumaðist Fawn Hall á brot með skjalavöndla innan klæða. James Reston, um langan aldur yfirmaður fréttastofu New York Times í Washington, dregur þá ályktun af þessum og öðrum upp- ljóstrunum við rannsókn þingnefndarinnar til þessa, að þingmenn séu æfir út í forset- ann, og málið sé að sumu leyti enn alvar- legra en Watergate-hneykslið, sem hrakti Richard Nixon af forsetastóli. Þá var fyrst og fremst um það að ræða, að forsetinn hafði beitt valdi sínu til að reyna að hindra fram- gang réttvísinnar. Nú bætist við, að Ronald Reagan virti þingviljann að vettugi í þýðing- armiklum utanríkismálum, og lét starfs- menn forsetaembættisins reka allt aðra utan- ríkisstefnu en þá sem opinberlega var látin í veðri vaka. Og þetta framferði Bandaríkjaforseta hef- ur ekki aðeins gert að verkum, að trúnaður er úr sögunni milli hans og þingsins. Þar á ofan hafa bandamenn Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu og vinaríki þeirra meðal arabaþjóða fyllst tortryggni. Hvortveggja kemur skýrt fram í vandkvæðunum sem stjórn Reagans er komin í við að framkvæma áform sín um flotaíhlutun á Persaflóa. Uppvíst varð um veturnætur í fyrra, að Reagan hafði gert sig beran að tvennum óheilindum, með því að láta íran í té vopn samtímis og hann lét hvetja bandamenn sína til að neita þeim um allar hernaðarnauðsynj- ar, og hann lét bæði bjóða fram vopn og fé til að reyna að kaupa Bandaríkjamenn úr gíslingu í Líbanon. Þessi óheilindi Bandaríkjaforseta í afdrifa- ríkum málum skelfdu sér í lagi smáríkið Kuwait við botn Persaflóa. Að því liggur írak að norðan en Saudi-Arabía að sunnan. Frá upphafi Persaflóaófriðarins hefur Kuwait verið dyggasti bandamaður íraks, og meðal annars tekið að sér að annast aðdrætti fyrir íraksher og sjá um útflutning íraskrar olíu. Að sama skapi hefur íransstjórn lagt Kuwait í einelti með því að gera þar út flugumenn til morða og skemmdarverka og halda uppi árásum á olíuflutningaskip furstadæmisins á Persaflóa. Eftir fyrstu uppljóstranir í Washington í fyrrahaust sneri stjórn emírsins í Kuwait sér til Bandaríkjanna og óskaði eftir flotavernd fyrir olíuflutningaskip sín. Undirtektir urðu þá engar í Washington. Kuwaitmenn leituðu þá til sovétstjórnarinnar, sem féllst á að leigja þeim þrjú sovésk olíuskip, sem nytu verndar sovéskra herskipa. Við samkomulag Sovétríkjanna og Kuwait kom annað hljóð í strokkinn í Washington. Nú var í snatri fallist á að færa helming olíu- flutningaflota furstadæmisins, ellefu skip, undir bandarískan fána og fá þeim banda- ríska flotavernd. Þessi áform urðu fyrst upp- ská þegar írösk flugvél skaut Exocet-skeyti eftir Magnús Torfa Ólafsson \ éim á freigátuna Stark fyrir nokkru, gerði skipið ósjófært og drap 37 sjóliða. Bandarískir þingmenn brugðust margir ókvæða við að ríkisstjórnin skyldi taka svona afdrifaríkar ákvarðanir og axla skuld- bindingar, sem hæglega geta leitt til vopna- viðskipta, án samráðs við þingið. Komnar eru fram tillögur í Öldungadeildinni frá þing- mönnum í báðum flokkum, þar sem annað- hvort er lagt bann við að færa skip Kuwait undir bandarískan fána eða slík ráðstöfun bundin ýmsum skilyrðum. Bandarískir þingmenn hafa einkum bent á, að olían frá Persaflóa fer aðallega til Vest- ur-Evrópu og Japans, en einungis að litlu leyti til Bandaríkjanna. Krefjast þeir að að- gerðir á Persaflóa til verndar oliuflutningum verði sameiginlegt verkefni, þar sem banda- menn Bandaríkjanna taki fullan þátt. Þessu reyndi Reagan forseti að koma í kring fyrir fund leiðtoga sjö helstu iðnríkja í Feneyjum og á þeim fundi sjálfum, en varð ekkert ágengt. Bretar og Frakkar hafa sín eigin her- skip úti á þessum slóðum, en þverneita að setja þau undir stjórn bandarískra aðmírála. Fréttamaður Washington Post í Feneyjum sagði frá fundinum, að því færi svo fjarri að ríkin sex gætu hugsað sér að lúta forustu nú- verandi Bandaríkjaforseta í þessu máli eða öðrum, að forustumenn þeirra hefðu gert sér far um að láta Reagan og föruneyti hans verða þess rækilega vara, að hringlandahátt- ur og reikul stefnumótun í Washington hefðu þegar unnið samstarfinu tjón, og sérstakra ráðstafana og aðgæslu væri þörf til að reyna að bæta úr. Úrræði Bakers, starfsmannastjóra Reag- ans, var að slá því fram, að vel kæmi til greina að Sovétríkin og Bandaríkin yrðu að minnsta kosti samstiga ef ekki í beinni sam- vinnu um að tryggja frjálsar siglingar um Persaflóa. Við þetta urðu bandarískir hægri- menn æfir, og segja að Reagan-stjórnin ætti nú ekki annað eftir en að leggja blessun sína yfir sovésk ítök við olíulífæð Vesturlanda. Leidrétting í síðasta pistli misritaðist skírnarnafn land- varnaráðherra Vestur-Þýskalands. Hann heitir Manfred Wörner. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.