Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTIIRINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friörik Þór Guðmundson, Gunnar Smári Egilsson, Jónina Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson Sölu- og markaðsstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Áskrift: Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Aðsetur blaðsins: er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511. Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Við borgum ekki Benedikt Davíðsson, varaformaður í Sambandi ís- lenskra lífeyrissjóða, lét svo um mælt að hrun lífeyris- kerfis landsmanna væri alvarlegt vandamál. Það er rétt. Eins og rakið hefur verið í þessu blaði í fimmtán eða sextán greinum sl. mánuði er ástæðan sú að lífeyrissjóð- irnir stóðu á núlli þegar verðtrygging var tekin upp á út- lánum. Þeir höfðu lánað út til sjóðfélaganna á áttunda áratugnum á neikvæðum vöxtum. Þar liggur hundurinn grafinn. Sjóðfélagarnir byggðu eða keyptu húsnæði á þessum tíma eins og að drekka vatn. Og eiga nú margir hverjir dýrar, skuldlausar eignir. Það fé sem lagt var til hliðar, til efri áranna, notaði þessi kynslóð strax. Hún býr í lífeyrisréttindum sínum, hefur verið sagt. Það sama er upp á teningnum í hinu opinbera hús- næðislánakerfi. Þangaðvarááttundaáratugnumdæltfé sem lánað var út á neikvæðum'vöxtum. Lætur nærri að á einum áratug hafi tapast 20—30 milljarðar út úr lána- kerfinu vegna vaxtastefnunpar. Engin kynslóð hefur leikið afkomendur sína eins |ratt og sú sem kom þaki yfir höfuðið á þessum tíma. Nú standa menn frammi fyrir því, að kynslóðin sem er í blóma lífsins á að leggja fram fé til elliáranna. Hún á að byggja upp lífeyrissjóðina að nýju til að greiða þann líf- eyri sem þeir telja sig eiga rétt á sem nú búa í ellilífeyri sínum og hún á að standa undir opinberu húsnæðiskerfi þannig að það geti vaxið og dafnað. Þetta dæmi gengur aldrei upp. Það sér hver maður. Benedikt Davíðsson sagði, aðspurður um leiðir til að komast yfir þær hindranir sem forsvarsmenn lífeyrissjóð- anna sjá framundan, að vandamálið væri almennt — og að það þyrfti almennar aðgerðir til að leysa það. Á mæltu máli er lagt til að staða lífeyrissjóðanna verði færð til betri vegar með almennri skattheimtu. Þetta er vitlaus hugmynd. Vandamálið er sértækt. Ekki almennt. Og því þarf að beita sértækum lausnum til að leysa það. Það stoðar ekki að leggja skatta á komandi kynslóðir til að bæta fyrir vit- leysuna sem verðbólgukynslóð áttunda áratugarins hélt að hún kæmist upp með, án þess að bera kostnaðinn af. íbúðarhúsnæði Islendinga er metið á rúma 300 millj- arða. Á eignunum hvíla lán sem gætu verið 45 milljarðar króna, eða nálægt 15%. Hlutfall lána er svona lágt, lægra en í öðrum löndum, vegna þess að fé var flutt til eigenda fasteigna frá þeim sem áttu það og sáu það brenna upp á báli verðbólgu. Allir gera sér grein fyrir að menn byggja ekki einbýlishús upp á 10 milljónir og eignast það skuldlaust á tíu til fimmtán árum af einföldum launatekj- um. í því húsi liggur brot af því fé, sem forsvarsmenn líf- eyrissjóðanna auglýsa eftir nú — fyrir svo utan það sem menn hafa lagt í viðkomandi byggingu af sjálfum sér. Kynslóðin sem nú er að koma þaki yfir höfuðið á ekki og getur ekki tekið þátt í þeim almennu björgunarað- gerðum sem tæpt er á. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna verða að líta á málið eins og það er — sértækur vandi. Ef hugmyndin er sú að láta komandi kynslóðir blæða fyr- ir eignatilfærsluna, sem varð á áttunda áratugnum, þá eru menn að leggja drög að stríði á milli kynslóða. Og þá getur verið að hin unga kynslóð berji í borðið með orð- unum: Við borgum ekki. Að tæma bikarinn í botn Tilvistarkreppa stjórnmálamanna virðist ekki eiga sér takmörk. Eg segi þetta af því ummæli þeirra og ákvarðanir eru oftar en ekki skringileg. Og sumar ákvarðanir þeirra ganga þvert á lögin sem þeir eru að láta semja og samþykkja, eins og þeir eru kosnir til. Það er eins og þeir átti sig ekki á hlutverki sínu, eða langi hreint ekki til að vera í því hlutverki sem þeir hafa kosið sér. Tökum upphlaupið sem varð þegar ganga átti frá ráðningu bankastjóra í stað Jónasar Haralz. Bankaráð Landsbanka íslands kom saman á milli hátíðanna og hugðust menn ganga frá ráðningu eftirmanns Jónasar, en það er m.a. hlutverk bankaráða skv. lögum að taka slíkar ákvarðanir. Og banka- ráðin eru kosin hlutfallskosningu á Alþingi, enda þótt þessi ákvæði lag- anna hafi vafist nokkuð fyrir mönn- um. Morgunblaðið gengur til að mynda út frá því í fréttum, að þing- flokkar kjósi bankaráðsmenn og tal- ar af því tilefni við formann þing- flokks sjálfstæðismanna, Ólaf G. Einarsson, um málið. ítrekað skal að bankaráðsmenn þurfa samkvæmt lögum að standa Alþingi reiknings- skil gjörða sinna, og bankamálaráð- herra, að svo miklu leyti sem hann krefst þess, en þeir eru aftur á móti óbundnir af óskum, eða þrám, ein- stakra stjórnmálamanna, þing- flokka, eða flokka. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, lét hafa eftir sér í DV, að bankaráðsfundur haldinn 29. desember og dagskrá fundarins hefðu komið sér á óvart. Hann hefði nefnilega verið búinn að ræða það við bankaráðsmenn flokksins að ákvörðun um eftirmann Jónasar Haralz yrði tekin eftir áramót. í sjónvarpi sagði formaður, að forysta sjálfstæðismanna hefði komið sér saman um að ráðning eftirmanns Haralz teldist til „vorverkanna". Að gefnu tilefni upplýsti hann í sömu andrá, að Sjálfstæðisflokkurinn væri andsnúinn pólitískum afskipt- um af bankakerfinu. Þótt leitað sé með logandi Ijósi í nýjum bankalögum er hvergi minnst á Sjálfstæðisflokkinn, aðra flokka, eða þá félaga, Þorstein Páls- son, Friðrik Sophusson og Birgi ís- leif Gunnarsson. Eftir það sem á undan er gengið hefði hins vegar mátt búast við því. En af lagatextan- um verður ekki annað skilið en að þeir féiagar hafi farið langt út fyrir sitt valdsvið og skipt sér af máli sem þeim kemur ekkert við. Reyndar eru þessi afskipti jafnfáránleg og að láta sér detta til hugar að setja í kosningalög til dæmis, að Sjálf- stæðisflokkur skuli í kosningum ávalt hljóta 39 prósent atkvæða. Eða að setja það í stjórnarskrá að Framsóknarflokkur skuli aldrei hafa minna en sjö þingmenn. Skýringin er kannski sú að lagahefðin í land- inu er stutt og enda þótt margir þingmenn séu lögfræðingar að mennt, að þá virðast þeir illa upp- lýstir í fræðunum. Kannski er skýr- inga að leita vestur á Melum — í lagadeildinni. En auðvitað eiga fjölmiðlarnir — hin upplýsta pressa — að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn komist upp með að vera illa að sér. Það á að spyrja Þorvald Garðar Kristjánsson um það hvort Alþingi hafi ekki sett ofan með því að óviðkomandi menn stíga fram og ráða bankastjóra, án þess að hafa til þess annað vald en þeir skammta sér sjálfir. Þeir eiga að grafa málið fram úr skúmaskotunum. Tosa baktjalda- makkið fram á sviðið. Leita álits lög- fræðinga, að svo miklu leyti sem þeir fást til að tjá sig, um það hvort forsætisráðherra hafi með afskipt- um sínum gengið gegn bankalögum frá 1985. Þeir eiga að leita álits hjá Sverri Hermannssyni á 13. grein banka- laganna þar sem segir að banka- stjórum, aðstoðarbankastjórum og útibússtjórum sé óheimilt að sitja í stjórnum stofnana og atvinnufyrir- tækja utan bankans sem þeir stýra — eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti. Vitaskuld á Sverrir Hermannsson að svara því hvort hann ætli að gangast undir þessa kvöð. Og í framhaldinu væri ekki úr vegi að upplýsa hvort aðrir ríkis- bankastjórar hafa haldiö þessi ákvæði laganna. Sitja þeir kannski í stjórnum stofnana og fyrirtækja, án þess að gefa þessu ákvæði gaum, eða láta sér til hugar koma að fara eftir því? Þetta er spurning sem fjöl- miðlar eiga að svara. Þeir eiga að varast að halda ,,í ráðherrarófuna og beita ráðherraklisjum", eins og leiðarahöfundur DV orðaði það svo snyrtilega sl. laugardag. Lands- bankamálið á að ræða á grundvelli þeirra laga sem sett voru um ríkis- banka. í lögunum felast þær reglur sem menn hafa orðið sáttir um að gilda skuli, í þessu tilviki um ráðn- ingu bankastjóra. Og ef menn kjósa að sniðganga þessar reglur og beita öðrum sértækari þá verða menn einfaldlega að breyta lögunum — og gera þau sértækari. Það virðist í fljótu bragði vera niðurstaðan af píslargöngu Þorsteins Pálssonar síð- ustu vikur. Lausnin væri þá fólgin í því að breyta 11. grein bankalag- anna, 2. málsgrein, sem yrði þá svona: „Bankaráð ræður banka- stjóra og segir þeim upp starfi. Bankasljóri getur sá einn ordid, sem sannanlega hefur tekiö virkan þátt í flokksstarfi Sjálfstœdisflokks, Fram- sóknarflokks, Alþýduflokks, eða Alþýðubandalags. Leitast skal við að fjöldi flokksbundinna banka- stjóra sé í réttu hlutfalli við kjörfylgi flokkanna fjögurra. Rísi ágreining- ur um fjölda bankastjóra skal hann leystur með samkomulagi for- manna stjórnmálaflokkanna fjög- urra, án afskipta Alþingis ... úr starfi." (Breytingatillagan skáletruð.) Breyting af þessu tagi flytur vald frá Alþingi til þeirra sem vilja hafa það, og kæmi í veg fyrir útúrboru- legar uppákomur. Og að flokksfor- menn neyðist til að taka bikarinn í botn í hvert skipti sem nýr ríkis- bankastjóri er ráðinn. Það er ekki bannað með lögum að breyta lög- um. Helgi Már Arthursson 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.