Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 30
EFTIR HILDI HÁKONARDÓTTUR Varnarmálaráðherra landsins, Yitzhak Rabin, segir: Það eru engir sjálfskipaðir hópar hryðjuverka- manna, sem geta stært sig af því að hafa stofnað til uppþota og skapað ólgu á svæðunum nú. Óeirðirnar um áramótin eiga sér tuttugu ára gamla sögu, rót þeirra má rekja allt aftur til sex daga stríðsins, og þær endurspegla langvarandi þrenging- ar fólksins á herteknu svæðunum. Rabin spáir harðnandi átökum og segir stjórn sína muni bæla þau nið- ur til að sýna bæði aröbum og um- heiminum að stríð, ofbeldi og hryðjuverk séu ekki rétta leiðin, heldur verði að ná friði á grundvelli viðræðna. Um þessi tvö nokkuð andhverfu atriði, hvernig bæla skuli niður óeirðir og hvort og hvernig hægt sé að semja frið, snúast allar umræður. Sholmo Gazit, fyrsti setuliðsstjóri hernumdu svæðanna, en nú í leyni- þjónustu hersins, segir að nú séu góð ráð dýr: Þegar við setjum jarð- ýtur á hús arabanna þá espar það þá til enn meiri reiði og nú hafa þeir komið sér upp kerfi til að bæta hver öðrum slíkt tjón. Fangelsun heldur ekki aftur af þeim, sérstaklega ekki eftir að við urðum við að láta lausa 1.000 fanga í skiptum fyrir ísraelska hermenn. Yfirvöld geta sýnt miklu meiri hörku í samskiptum sínum við hryðjuverkamenn, en fólk vort vill ekki sætta sig við slíkar aðferðir. Við getum lýst yfir að dauðarefsing liggi við að vera meðlimur í eða að styðja hryðjuverkahópa, það myndi skapa frið, en það þýðir líka mörg hundruð aftökur á ári. Kannski gagnar að gjöreyða þorpum eða húsablokkum eða að vísa fólki burtu úr landinu í stórum hópum. Nasistar þurftu á styrjaldarárunum sannarlega að takast á við hryðjuverkahópa en hvorki þurftu þeir að fást við kröfu- göngur, mótmælaaðgerðir eða upp- þot því að fólkið vissi hvaða afleið- ingar slíkt myndi hafa. Kröfugöngur og uppþot er hægt að stöðva ef her- sveitir beinbrjóta fólk, skjóta það og taka gísla, sem hægt er að hegna komi til frekari óeirða. Við gerum rétt í því að grípa ekki til slíkra úr- ræða, því að það myndi sundra þjóð okkar og einangra hana á alþjóða- vettvangi. Vandi okkar er ekki sá að vinna bug á hryðjuverkum heldur leita pólitískra lausna. En Gazit vill þó að ísraelsmenn geri sér grein fyrir því að vandamálið leysist ekki meðan þvingunarstjórn ríkir í land- inu og þeir verði að venja sig við það að ólgan muni halda áfram um sinn, enda séu dauðsföll af völdum óeirðanna ekki nema 1 til 2 % af þeim fjölda sem ferst í umferðarslys- um árlega. ÖRVÆNTING OG ANDRÚMSLOFTIÐ RAFMAGNAÐ Yehoshua Saguy, yfirmaður upp- lýsingadeildar hersins í stríðinu í Líbanon, vill þó taka málið ákveðn- ari tökum. Hann telur óhæfu að vera með rannsóknarnefndir að kafa ofan í hvert eitt dauðaskot sem verður af völdum hersins. Hann seg- ir: Það er vonlaust að ráða niðurlög- um óeirða og á sama tíma hafa í gangi rannsóknarnefnd, til að kanna hvert einasta skipti, sem her- maður hleypir úr byssu, jafnvel þótt svo sé að hermaðurinn sé sýknaður að lokum. Það þarf að einfalda starfsreglur hersins, þegar kemur til átaka, svo fyrirmæli séu ekki loðin, segir Yehoshua. Af fréttamyndum að dæma eru þetta tveir hópar unglinga, sem eru að takast á. Annar er í grænleitum einkennisbúningi vopnaður byssu, sem hann mundar eins og hánn haldi á rafmagnsgítar. Hinn vopnað- ur grjóti, oft með rauðköflóttan klút vafinn um höfuð eða háls, forystu- laus að er virðist. Efraim Sneh, er fór með borgara- leg málefni á Vesturbakkanum, spyr: Trúir því nokkur í fullri alvöru að við getum öðlast frið með eina og hálfa milljón araba nauðuga und- ir okkar stjórn. Unglingarnir eru fullir örvæntingar og andrúmsloftið svo rafmagnað að hinn minnsti neisti æsinga getur kveikt í því. Áhrif PLO eru dvínandi. Pólitísk lausn er ekki í sjónmáli og hvergi aðra forystu að fá. Frá íran og öðr- um harðlínutrúarsamfélögum Myndræn túlkun Hildar Hákonar- dóttur á ástandinu í ísrael. Vopnaöur hermaður í forgrunni. ísrael er ekki venjulegt land, það verður ferðamanni strax ljóst þegar hann nálgast afgreiðslu flugfélags- ins E1 Al. Oryggisráðstafanir eru svo flóknar, vopnaleit svo tafsöm og spurningar svo margar. Um árang- urinn þori ég ekki að segja en mér verður lengi minnisstætt, er dökk- eygð hnáta í einkennisbúningi, svo smávaxin og ung að mér fannst hún varla geta verið búin að Ijúka ungl- ingaprófinu sínu, leit upp eftir bónda mínum, sem var allt að því tvisvar sinnum stærri, og spurði hann grafalvarleg: Ertu með vopn? En það var líka í þessu landi, sem þeir börðust Davíð og Golíat. Oft kom það fyrir að ferðamanni varð hugsað aftur í tímann þegar ísraels- menn flúðu frá Egyptalandi og sóttu inn í landið er Guð hafði gefið þeim fyrirheit um. Þá var líka fyrir í land- inu annað fólk og miklir bardagar urðu. Á okkar tímum voru það hvorki Kaananítar eða Amalekítar sem fyrir voru heldur Palestínu- menn. Nú eins og þá urðu örlög þeirra er fyrir voru í landinu marg- vísleg. Hluti Palestínumanna býr innan Ísraelsríkis og hefur þar ríkis- fang, en hvergi fengum við hrein svör um það hver réttur þeirra væri í reynd. Aðrir Palestínumenn búa á herteknum svæðum, Vesturbakk- anum og Gazasvæðinu, og hefur meðferð Israelsmanna á þeim svæð- um hlotið ámæli. Mörgum Palest- ínumönnum hefur verið stökkt úr landi og hafa örlög þeirra verið mis- jöfn, enn aðrir hafa týnt lífi. Allt eru þetta gömul munstur í þessum heimshluta, sem er engum öðrum líkúr, enda segir í IV Mósebók (33,55) um brottrekstur landsbúa og skiptingu landsins: En ef þér stökkv- ið ekki íbúum landsins burt undan yður þá munu þeir af þeim, er þér skiljið eftir, verða þyrnar í augum yðar og broddar í síðum yðar og þeir munu veita yður þungar búsifj- ar í landinu er þér búið í. Biblían eins og Islendingasögurnar segja frá átakanlegum atburðum með svo hnitmiðuðu orðalagi að þeir verða eins og myndir meitlaðar í hvítan, harðan stein, tærir en sviptir allri tilfinningasemi. Svo segir í Jósúa- bók (5,21) um fall Jeríkóborgar: Og þeir bannfærðu allt er í borginni var, bæði karla og konur, unga og gamla, naut og sauði og asna, með sverðseggjum. ÓEIRÐIRNAR EIGA SÉR TUTTUGU ÁRA SÖGU En við erum stödd í Ísraelsríki nú- tímans. Appelsínugarðar, ekrur samyrkjubúanna og gróður ailur, sem gyðingar hafa komið upp, virð- ist vel skipulagður og gróskumikill og kannski það hlýlegasta, sem mætir okkur. Þótt við séum í Asíu er hér vestrænt yfirbragð. Palestínu- menn á Vesturbakkanum ýmist rækta jörðina eins og fyrrum, stunda þá kannske ólívurækt með gamaldags búskaparlagi ellegar búa í flóttamannabúðum eða húsa- blokkum og sækja vinnu í hin ýmsu fyrirtæki gyðinga. Sumir virðast þó stunda sjálfstæðan verslunarrekstur eða eiga verkstæði. Þeir virðast hafa samið sig illa að vestrænu neyt- endasamfélagi því marglitir plast- pokar og aðrar umbúðir liggja eins og blómaskrúð meðfram vegum og í dældum á grýttri jörðinni. Saman- tekt sú er hér fer á eftir er unnin upp úr Jerusalem Post frá 10. jan., en blaðið er gefið út á ensku og virðist eftir fjölbreytileika þeirra sjónar- miða, sem þar koma fram, ekki binda sig við ákveðna pólitíska línu, þótt sjónarmið Palestínuarabanna séu ekki túlkuð þar, en skoðanir ísraelsmanna sjálfra eru svo skiptar að við liggur að sá innri ágreiningur ógni ríkinu ekki síður en samskipti þeirra við arabaþjóðirnar. a; ■j -: >'-■» -*i k i, múhameðstrúarmanna kemur heit- trúnaður, sem fyllir það tómarúm sem PLO skildi eftir sig. Það er langtum erfiðara að ráða við ógnar- öld, sem á rætur sínar í heittrúnaði, því þar ríkir meiri grimmd og ör- vænting, svo fólk lætur sér síður segjast við gagnráðstafanir. Það er engin furða þótt trúarofstæki skjóti frekar rótum á Gazasvæðinu en á Vesturbakkanum, því að aðstæður fólksins í yfirfullum flóttamanna- búðunum þar eru svo miklu verri. Á hverju ári útskrifast um 3.000 arab- ar úr háskólum í ísrael. Þeir finna hvergi vinnu við sitt hæfi, hvorki hjá stjórninni né á hernumdu svæðun- um eða við Persaflóann, svo þeir verða að taka að sér hvaða verka- mannavinnu sem býðst. GYÐINGAR ÞARFNAST VINNUAFLS PALESTÍNU- MANNA Er hugsanlegt að gyðingar tryðu því að þegar elsta kynslóð Palest- ínumanna væri horfin af sjónarsvið- inu, sú er minntist þess tíma er land- ið var að mestu þeirra, og önnur kynslóð, er ekki myndi landið og þorpin, yxi úr grasi þá kynni beiskj- an að mildast og sú kynslóð sætta sig við annað og minna hlutskipti, að leita til hinna arabalandanna, eða lifa samþjappaðir í blokkum eða búðum og stunda vinnu í ísrael. A.m.k. þá vildu önnur arabalönd ekki taka við þeim og eðli Palestínu- mannsins er að lifa í lágu húsi í nán- um tengslum við landið. Ungling- arnir í búðunum eru rótlausir, nær- ast á sögnum um landið sem var og hafa að litlu að hverfa. Þó sækja margir vinnu til gyðinga og þeir þarfnast vinnuafls þeirra. En einnig á þeim vettvangi er tekist á. Félags- og vinnumálaráðherra landsins, Moshe Katzav, segist ekki óttast þau borgaralegu mótmæli og verkföll, sem efnt hefur verið til fyr- ir forgöngu Palestínumannsins og ritstjórans Hanna Siniora. Hann seg- ir að fáist ekki vinnuafl frá her- numdu svæðunum þá muni Israels- menn flytja inn vinnuafl frá Evrópu í staðinn. Blaðamaður Jerusalem Post slettir tungu í góm og kastar því fram hvort ráðherrann sé að vitna til Jesaja spámanns (2.3), er segir: og þangað munu allir heiðingjar streyma; og hvort ráðherrann vilji þá að í staðinn fyrir að hafa eina þjóð að vinna fyrir sig þá fái ísraels- menn margar: Portúgala í verk- smiðjurnar, Júgóslava á verkstæðin, Grikki í veitingahúsin, Tyrki á akr- ana og filippeyskar konur til heimil- isstarfa. Slíkt fólk geri ekki uppsteyt því alltaf sé hægt að afturkalla dval- arleyfi þess. Svo virðist gestinum að arabar séu ekki þeir einu, sem telja sig vera að heyja heilagt stríð, en hörunds- ljósum er ekki óhætt að verða á vegi skarans er hann kemur upptendrað- ur úr moskunum eftir brýningu og bænagerð. En gyðingar, sem ekki sjá út úr því öngþveiti, sem skapast hefur, játa ef á þá er gengið að þeir trúi að Guð hafi gefið þeim landið til ævarandi eignar og hann muni láta vilja sinn koma fram og skerast í leikinn þeim til hjálpar. Jerúsalems- búi nokkur sagði að í hundruð ára hefði verið predikað yfir gyðingum: treystið ekki aröbum, treystið ekki aröbum, treystið ekki aröbum og svona verður þetta í næstu þúsund ár, bætti hann við. Slíkt vantraust og hatur virðist ríkja á báða bóga að ferðamanninum virðist hann ekki aðeins hafa komið á söguslóðir bibl- íunnar heldur í þjóðfélagslegan heim er hann hélt löngu horfinn af yfirborði jarðar. Það hvarflaði sú 30 HELGARPÓSTURINN hugsun að mér er borgarmúrarnir við Jaffahliðið gnæfðu við himin aö allan þennan tíma hefði ekkert breyst nema það var ekki rómversk- ur hermaður með sverð, sem stóð við hliðið og gaumgæfði þá er um gengu, heldur ísraelskur strákur með byssu í höndum. Ekki gat ég að því gert að mér fannst þeir hefðu gott af svolitlum kærleiksboðskap nú eins og þá. ÝTA FJÖLMIÐLAR UND- IR UPPÞOTIN? En hver er hin hugsanlega póli- tíska lausn. Hjá Gad Yaacobi, fjár- málaráðherra landsins, kemur fram að sumir álíta að hin alþjóðlega pressa með tikkandi kvikmyndavél- um sínum ýti undir og óbeint örvi uppþotin. Víst er það að herinn hef- ur átt í erjum bæði við innlenda og erlenda féttamenn og ljósmyndavél- ar þeirra, ekki síður en araba, og kannski er þetta það eina, sem hef- ur breyst í tímans rás. Það er orðið -sérstákt nútímavandamál að heyja svo stríð að það komi vel út á mynd. Gad Yaacobi segir enn frekar að verði herinn látinn um að halda uppi lögum og reglu og jafnvel þótt svb að, viðundandi lausn finnist á framkomu hersins og aðferðum þeim er hann beitir þá sé aðeins ver- ið að halda í skefjum ástandi, sem ekki geti varað lengi og muni skella yfir næstu kynslóð gyðinga af miklu meiri þunga en nú. í dag er aðeins helmingur þeirra barna, sem fæðast innan ríkismarkanna, gyðingar. Um aldamótin verða í landinu jafnmarg- ir arabar og gyðingar og nokkru síð- ar munu arabarnir verða okkur fleiri. Við eigum um tvennt að velja. Annaðhvort að verða ólýðræðis- legt, tveggja-þjóða ríki, þar sem helmingur þjóðarinnar nýtur ekki fullra pólitískra réttinda, eða þá að verða lýðræðisríki, sem mun missa hin gyðinglegu sérkenni sín. Þetta er hvorki opinberunardraumur eða heimsendir heldur þróun, sem flest okkar munu sjá og lifa, nema þá að við finnum leið tii að semja um frið- samlega lausn. Arabar, sem nú búa innan Israelsríkis, munu einnig eiga í innri baráttu. Allar götur síðan landamærin við hernumdu svæðin voru opnuð og hugmyndir um sjálfs- ákvörðunarrétt Palestínuaraba á eigin landsvæðum var sett fram hafa þeir verið í sérlega viðkvæmri stöðu. Sú staðreynd að flestir þeirra hafa haldið tryggð við Ísraelsríki er sannarlega lofsverð. Við getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og smátt og smátt þrengt okkur inn fyrir og yfirtekið land á herteknu svæðunum. Það er mögulegt að brynja sig gegn hörk- unni, sem er farin að gegnsýra þjóð- líf ísraelsmanna, og bæla hina enda- lausu og stígandi ólgu á herteknu svæðunum og taka afleiðingunum sem skapast af ólýðræðislegum stjórnaraðgerðum. Við getum hald- ið áfram að sjúga þróttinn úr her- mönnum okkar með því að nota hann til að bæla óendanleg uppþot í staðinn fyrir að byggja herinn upp til að koma í veg fyrir ellegar að vinna styrjaldir, eins og þá er Sýr- land er að búa sig undir. Sérhver þjóð hlýtur lof eða last eftir því af hve miklu hugrekki og' röggsemi hún tekst á við vandamál hvers tíma. I dag þurfum við að hafa hugrekki til að lýsa því yfir að við viljum ekki leyfa þeim, sem hafa enga framtíðarsýn, aðeins ótta frá fortíðinni, að steypa þjóðinni og hinu lýðræðislega Israelsríki í glöt- un. Við verðum að rjúfa tengslin við þá einu og hálfu miiljón íbúa (þessi tala samsvarar aröbum á herteknu svæðunum), sem við eigum enga samleið með. Við verðum að taka einhverjar þær erfiðustu ákvarðan- ir, sem nokkur þjóð hefur þurft að taka, ákvarðanir, sem engu að síður eru nauðs.ynlegar. LAUSNIRNAR ERU ERFIÐAR Á 40. afmælisári okkar sem sjálf- stæðs ríkis vitum við að örlögin eru í okkar eigin höndum. Við verðum að ákveða hvort við erum fús að fórna annarri hvorri af þeim máttar- stoðum, sem Ísraelsríki hvílir á, lýð- ræðinu eða hinum sérgyðinglegu einkennum ríkisins. Það er þessi grundvallarspurning, sem við nú stöndum frammi fyrir. Það er trú mín að við verðum að semja við Jórdani. Náist samningar ekki á næstunni verðum við að grípa til einhliða ráðstafana og lýsa yfir sjálf- stjórn ákveðinna svæða, fyrst á Gaza, síðan á Vesturbakkanum inn- an Júdeu og Samaríu. Ísraelsríki myndi að sjálfsögðu halda hernað- arlegum yfirráðum sínum óskertum en fela borgaraleg málefni í hendur íbúunum. Við getum látið herinn og þjóðina alla veljast áfram í kvik- syndi eða leitað allra hugsanlegra ráða til að hamra í gegn lausn. Það er trú mín að við hljótum að velja síðari kostinn ef við höfum lært nokkuð af reynslu síðustu vikna. Um leið og sólin hnígur til viðar og fyrstu málmhvellu köllin berast úr spírum moskanna þagna hinir sígjammandi sölumenn á Via Dolor- osa og skjóta sem óðast slagbrönd- um fyrir búðarholur sínar. Að leið- sögn hefi ég haft ferðabók kirkju- feðranna Ásmundar Guðmundsson- ar biskups og Magnúsar Jónssonar prófessors og eftir henni rek ég mig veginn er Kristur er sagður hafa gengið með krossinn til Golgata. Er hávaðinn í kringum mig hljóðnar og ég hraða mér fram hjá áfangastöð- unum til að komast út úr gömlu Jer- úsalem fyrir myrkur koma mér í hug orð konunnar, sem andvarpaði: Hvað mun þetta stríð gera sonum okkar? Hildur Hákonardóttir vefari er nýkomin frá ísrael. Hún fjallar um þann gífurlega vanda, sem stedjar aö Israel, og sambúö gyöinga og araba. miUps Sjóiwöip 20” með þráðlausri fjarstýringu ytir: Svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. 20” án fjarstýringar Frábærlega hagkvæm kaup í úrvalstæki7 Mvnd ogtóngæði í sérflokki. 8 stoðva minni. Stafræn (digital) skránmg a s ] öllum stillingum, ofl. ofl. Litir: Hnotaoggrátt. VERÐ AÐEINSKR. 16” ferðasjónvarp an fjarstýringar ?Smfndog tónn. tOstöð^inrii.Stunga fyrir heymartól. Innbyggt lottnet, ofl. ofl. Litir: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. I?ra«r=ð.sta6lnn yyj-OTK*- Syrrs^“vmaia.lnnW*s.."«- ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. MEÐ SPENNUBREYTIAÐEINSKR. 29.900. : Heimiíisteeki hf HHiÍs HAPNARSTR..:691?« KB.NOU.^1**, HELGARPÓSTURINN 31 BlfíGIR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.