Helgarpósturinn - 21.01.1988, Side 14

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Side 14
 ■■ ■; í „gamla daga“ riíust menn ekki. Þeir háðu einvígi til að útkljá deilumál sín. Núna nota menn oftast hnefana eða láta hörð orð falla. í endurminningu æskuáranna er myndin af Zorro oft skýrust hjá strákum. Zorro barðist með sverði, sveipaður skikkju. Enginn komst í hálfkvisti við Zorro. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART Enda segir Brynjar Karlsson að hann hafi verið haldinn Zorro- komplexum í æsku, skylmdist viö ljósastaura og þess háttar: „Já, það má segja að þessir komplexar hafi valdið því að ég ákvað að læra skylmingar," segir Brynjar sem síð- astliðin tvö og hálft ár hefur ekki eytt minna en sjö klukkustundum á viku í að skylmast. Fyrst sem nem- andi Sonju Didriksson, nú sem kennari og formaður Hins íslenska skylmingafélags. ÁKVÖRÐUN UM SKYLMINGAFÉLAG TEKIN í SAMKVÆMI Þegar Brynjar tók ákvörðun um að læra skylmingar hafði félagið þegar verið stofnað. Það voru tveir ungir menn, háskólanemendur, sem stóðu fyrir stofnun þess: „Það var í samkvæmi hjá félagi stærð- fræði- og eðlisfræðinema að við Sig- uröur Ingólfsson ákváðum að stofna skylmingafélag," segir Sig- uröur Ingibergur Björnsson, annar stofnenda félagsins. „Ég hafði aldrei stundað neinar íþróttir og forðaðist þær eins og heitan eldinn, bar meira að segja við veikindum þegar ég átti að sækja leikfimitíma í skóla. Það má því segja að félagið hafi komið undir í fylleríi eins og margt annað á Islandi." En þótt hugmyndin hafi fæðst í samkvæmi gleymdist hún ekki. Þeir félagarnir hófu nú leit að einhverj- um sem gæti kennt þeim skylming- ar: „Sú leit gekk að vísu illa en sum- arið '85 fundum við Tómas Tómas- son, sem lært hafði skylmingar í Bandaríkjunum. Hann féllst á að kenna okkur og þá frétti af okkur Sonja Didriksson, bandarísk kona sem búsett var á íslandi og er lærð- ur íþróttafræðingur frá Þýskalandi með skylmingar sem sérgrein. Hún tók að sér að kenna okkur síðari hluta sumarsins og höfum við hvorki séð né heyrt af fyrrnefndum Tómasi síðan." Fyrsta sumarið var æft i iþrótta- húsi MR og mættu 20 manns á fyrsta námskeiðið. Þegar Brynjar kom inn í myndina haustiö 1985 voru hins vegar aðeins fjórir eftir af upphaf- lega hópnum: „Það er reynslulög- málið," segir Sigurður Ingibergur sem ásamt Brynjari og Dr. W. Peter Holbrook kennir skylmingarnar, en Sigurður Ingólfsson skylmist nú með félaginu „Racing Club“ í París. „Aðeins 10% af þeim sem byrjuðu héldu áfram. Þetta er svipað í mörg- um öðrum íþróttagreinum. Annars hefur gengið betur núna en í upp- hafi og höldum við nú í u.þ.b. 60% þeirra sem byrja.“ Þeir segja það eðlilegt að svo margir hætti eftir stuttan tíma þar sem allar íþróttir séu tæknilegar á einhverju stigi, en í skylmingum þarf fólk að læra strax á tæknina til að geta skylmst: „Það getur tekið allt upp í hálft ár og margir hafa ekki þolinmæði í að bíða," segja þeir. „TIL AÐ GERA ÚT UM DEILUMÁL EINS OG SIÐAÐIR MENN!" En til hvers skylmist þid? „Fyrst og fremst til að geta gert út um deilumál eins og siðaðir menn,“ svarar Sigurður að bragði og glottir. Dregur þessa yfirlýsingu þó hið snarasta til baka og segir að skylm- ingar séu mjög góð líkamleg þjálfun og skemmtileg íþrótt: „Kannski mætti helst líkja skylmingum við badminton og tennis nema hvað hraðinn er mun meiri í skylmingum en hlaupin ekki eins rnikil." „Skylmingar kenna manni að bregðast við óvæntum uppákom- um,“ segir Brynjar. „Það má ekkert fum vera á manni og það má taka fram að skylmingar eru hættu- minnsta íþrótt sem til er. Tognanir og önnur íþróttameiðsl eru til dæmis afar fátíð í skylmingum." Þeir hafa meðferðis mismunandi sverð, létt lagsverð (foil), höggsverð (sabre) og lagsverð (épée). 011 eru sverðin með plasthnúð á oddinum þannig að lífshættuleg eru þau ekki, en fyrir andlitinu bera skylminga- mennirnir sérstaklega hannaðar grímur: „Enda er ekki þægilegt að fá oddinn í augað,“ segir Brynjar og 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.