Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 36
36 HELGARPÓSTURINN í augum unga fólksins, sem fór hvaö mest í taugarnar á eldri kynslóöinni. Þetta byrjaöi allt saman ósköp pent, t.d. meö því aö toppur var látinn vaxa niður undir augabrún eöa svo, en ekki leið á löngu þar til jafnvel prúðir miöstéttar-mömmudrengir skört- uöu lokkaflóði niður á axlir. Viðbrögö eldri kynslóöarinnar voru auövitaö mestmegnis á einn veg: Hún hneykslaðist gjörsamlega upp úr skónum! Ungu, síðhæröu mennirnir þurftu margir aö heyja haröa baráttu til þess aö halda hárinu. Foreldrar reyndu meö öllum ráð- um að fá þá til aö klippa sig, m.a. meö því aö tala um lús og önnur kvikindi, sem tekið gætu sér bólfestu í makkanum. Ef for- tölur dugöu ekki og vonlaust var aö höföa til æðri hvata, svo sem ástar á foreldrum, var reynt aö múta piltunum meö gulli og grænum skógum. Dygðu þessar tiltölulega mildu aðferðir ekki til þess að lokkarnir færðust eitt- hvaö í námunda viö eyru viö- komandi ungmennis mátti síöan alltaf reyna hótanir og aörar þvingunaraöferöir. Væru málin á því viðkvæma stigi fékk hinn hárprúöi táningur t.d. ekki bíl föður síns lánaðan og leið til- finnanlegan skort á vasapening- um, þegar sumarhýran var upp urin. Baráttuaöferöirnar voru margskonar og stundum báru þær vissulega þann árangur, aö vandræðagemlingurinn lét snyrta hár sitt lítillega. Hár er hins vegar gætt þeirri merkilegu náttúru aö vaxa jafnt og þétt, svo stríðið var aldrei endanlega unniö meö einni herraklippingu. Næsta orrusta var alltaf skammt undan. DÝRA OG ÓDÝRA TÍSKAN Þó svo hárprýöi karla á hippa- tímanum hafi kannski vakiö meira umtal en hár kvenna, þá er hárstríð ekkert sérstakt karla- mál. Á sama tíma og hár strák- anna lengdist sást líka sífellt minna af andlitum ungra stúlkna. Hár þeirra minnti oft á gardínur, enda var sú samlíking mikiö notuð af eldri kynslóðinni þegar veriö var aö grátbiöja stelpur um aö greiöa nú svolítið frá andlitinu. Stelpur hafa líka löngum gert alls kyns tilraunir með háriö á sér. Þær hafa klippt þaö stutt, litað, aflitaö, sett í þaö perm- anent og strípur, túperað það, lakkaö og svo framvegis. Á allra síðustu árum hefur t.d. mátt sjá táninga meö háriö í öllum regn- bogans litum og gjarnan stand- andi hátt upp í loftið, en hlið- arnar nær krúnurakaöar. Viö þessu hryllir marga foreldra þó þeir hafi jafnvel sjálfir staðið í miklu stappi út af hári við sína eigin foreldra fyrir ekki svo ýkja- löngu. Astæöurnar fyrir því aö ungl- ingar leggja oft mikið upp úr því aö tolla í hártískunni geta verið margar. Á þessum aldri getur þaö t.d. skipt gífurlegu máli aö skera sig ekki úr kunningja- og aldurshópnum. Meö nýtískuleg- um hárgreiöslum geta unglingar líka undirstrikað sjálfstæöi sitt frá foreldrunum eöa jafnvel ögraö eldri kynslóðinni. Einnig hefur hárgreiðslan stundum meö peningamál að gera, eins og blaðamanni var eitt sinn bent á af konu, sem starfar mjög mikiö meö unglingum. Hún sagöi, aö meðal táninga ríkti tvenns konar tíska — sú ódýra og sú kostn- aðarsama. Þeir, sem ekki hafa efni á aö kaupa dýr föt og tolla þannig í tískunni, grípa til ann- arra ráöa. Þá er háriö litað og klippt á ögrandi hátt, sbr. pönk- tískuna sem fróðir menn segja að nú sé aö líða undir lok, og andlitiö kannski málaö svolítið glannalega í stíl. MAMMA VARÐ ALVEG SNAR... Blaöamaður Helgarpóstsins hitti nokkur ungmenni í Kringl- unni í vikubyrjun og rabbaöi örstutt við þau um hár. Ummæli þeirra voru m.a. á þessa leið: Þrír hressir strákar, sem voru aö láta mæla í sér blóðþrýsting- inn fyrir framan afgreiðslu trygg- ingafélags, sögöu hárið skipta sig miklu máli. „Pabbi og mamma vilja helst aö ég hafi það grcitt svona niður og til hliöar," sagöi einn. Allir kváöust strákarnir nota froöu og „jellý" og láta þar aö auki í sig næringu af og til. Einn upplýsti síöan aö hann ætti systur, sem væri aö læra hárgreiðslu og notaði hann sem tilraunadýr. Hann var líka stuttklipptur og huggulegur til höfuðsins, eins og nú er í tísku, og þaö voru piltarnir raunar allir. Tvær ungar dömur uröu næst á vegi okkar — önnur meö stutt hár en hin meö sítt liðað hár. „Jú, jú. Þaö er alltaf verið að jagast eitthvaö í manni út af hár- inu," sögöu þær. „Þeim finnst viö eyða svo mikilli froöu og nota allt of mikið jellý!" Sú stutt- hæröa fræddi okkur á því, aö hún heföi nýverið látiö aflita á sér háriö og þannig orðiö alveg hvíthærö. „Þá varö mamma sko alveg snar og heimtaöi aö ég litaði það dökkt, en þaö varö bara óvart grænt! í gær fór ég þess vegna í litun aftur og lét gera þaö brúnt." Sú síðhæröa sagði, aö mömmu sinni fyndist háriö á sér oft allt of reytt og tjásulegt. „Hún heldur, aö ég sé með háriö svona til þess að allir taki eftir mér, en það er auðvitað algjör della. Maöur vill ekkert láta fólk snúa sér við og stara á mann. Það eina, sem skiptir máli, er aö háriö sé þannig að manni líði vel!" Eina unga stúlku hittum viö líka, sem var meö svart litað hár. Það var tekið saman í lítiö tagl aö aftan, en toppurinn stóö stífur og laus frá enninu. Hún sagöist vera rauðhærö í raun og veru og pabba sínum hefði þótt leiðinlegt að hún skyldi lita háriö svona svart. „En hann er eigin- lega alveg hættur aö minnast á það núna," bætti hún við.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.