Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 21.01.1988, Qupperneq 11
M B m ú hefur Pétur Guðfinns- son sjónvarpsstjóri sent Ingva Hrafni Jónssyni harðort bréf, þar sem fréttastjóri sjónvarpsins er minntur á ýms atriði er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir deild hans. Jafnframt eru ítrekaðar áminningar úr fyrri bréfum og tilkynnt, að frá og með 1. febrúar falli niður aliar sér- greiðslur fyrir fréttalestur.. . v V iðskiptavinir Osta- og smjörsölunnar hafa um árabil átt kost á því að kaupa Gouda-ost sem ýmist er merktur sem 45% ostur eða 26% ostur. Sem eðlilegt er hafa viðskiptavinirnir því talið að hér væri um ólíka vöru að ræða og væri annar osturinn feitari en hinn. Svo er þó ekki og hefur ekki verið um langt árabil, þrátt fyrir þessar merk- ingar. Hér er með öðrum orðum um sömu framleiðsluna að ræða, 26% Gouda-ost. Skýringin sem Osta- og smjörsalan gefur á þessu misræmi í merkingum er sú að annars vegar er miðað við fitumagn í grömmum og fæst þannig 26% merkingin, en hins vegar er miðað við fitu í þurrefni, fitu í ostinum eftir að allur vökvi hefur verið úr honum undinn og fæst þá 45% ostur. Segir Osta- og smjörsalan það hafa verið ætlunina að samræma allar merkingar á ost- um og miða þá við fitumagn í grömmum, en því miður hefði þessi ætlun ekki að fullu komist til fram- kvæmda enn, þrátt fyrir að ekki hafi verið framleiddur fitumeiri Gouda- ostur en 26% í hartnær 10 ár ... u ndir tiltölulega sléttu yfir- borði fara fram viðræður um kjara- samninga. Á Suðurnesjum mun Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa forystu um samn- ingamálin undir stjórn Karls Stein- ars Guðnasonar, en á Vestfjörð- um fara nú fram viðræður á milli ASV og Vinnuveitendasambands Vestfjarða. Heimildarmenn HP fullyrða að vestra séu menn nánast sammála um launahækkanir og stefni að því að kaupmáttur verði óbreyttur miðað við 1987. Það eina sem talið er að komi geti í veg fyrir samninga eru hugsanleg afskipti Vinnuveitendasambands Is- lands... ^^rhagur Ríkisútvarpsins er ekki beinlínis beysinn. í hverjum mánuði greiðir RÚV um 4 milljónir króna í vexti af yfirdráttarheimild stofnun- arinnar í Landsbankanum, en í heild nemur skuldin um 100 milljón- um. Eftir því, em HP kemst næst, nema skuldir RÚV um 350 milljón- um króna. Þetta þarf e.t.v. ekki að koma svo á óvart, þegar litið er til þess, að rauntekjur RÚV hafa hækk- að um aðeins 8% á sama tíma og dagskráin hefur lengst um 50% og starfsfólki fjölgað um 30%. En nú á semsé að herða sultarólina. . . Í^^fÍiklar deilur eru milli Más Péturssonar, sýslumanns í Hafnar- firði, og Björns Friðfinnssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráð- herra, vegna tillagna Björns um nýja skipan dóms- og lögreglumála. Er það mat Más, að Björn ætli að kippa sýslumannsstólnum, sem hann fékk nýverið, undan sér... u Un H örð deila hefur sprottið upp á milli Jóns Skaftasonar yfirborg- arfógeta og dómsmálaráðuneytisins eftir að Valtýr Sigurðsson var skipaður borgarfógeti við embættið i stað Ólafs Sigurgeirssonar, aðal- fulitrúa Jóns um margra ára skeið, þegar Þorsteinn Thorarensen, tengdafaðir Davíðs borgarstjóra, lét af embætti fyrir aldurs sakir. Ástæðurnar eru opinber rannsókn að kröfu Jóns Oddssonar hrl. á störfum Ólafs Sigurgeirssonar, sem dómsmálaráðuneytið lítur alvarleg- um augum. f þessu sambandi er einnig spurt um meintan þátt Jóns yfirborgarfógeta í málinu, sem snýst um vörslusviptingar. Sagan segir, að Valtýr hafi fengið kaldar viðtökur, er hann tók við embætti hjá borgar- fógeta... HÆKKUN IÐGJAIDA Tll IÍFEYRISSJÓÐA Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þartil 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: 1987 1988 1989 Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj Lsj byggingamanna . Dagsbrúnar og Framsóknar Félags garðyrkjumanna framreiðslumanna málm- og skipasmiða matreiðslumanna rafiðnaðarmanna Sóknar Lsj. verksmiðjufólks Lsj. Vesturlands Lsj. Bolungarvíkur Lsj. Vestfirðinga Lsj. verkamanna, Hvammstanga Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Lsj. Iðju á Akureyri Lsj. Sameining, Akureyri Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.