Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 7
Milan Kundera Töfrar hins óvænta Á lokasíðunni í Don Kíkóta segist Cervantes aðeins hafa haft eitt í huga þegar hann skrifaði bókina: „að vekja viðbjóð manna á hinum upplognu og öfga- kenndu riddarasögum .. .“ Ef maður tekur þessi orð bókstaflega (en það á ekki að taka neitt bókstaflega í þessari margræðu bók) virðist skáldsagan vera meinhæðin tilraun til að binda enda á eldri bókmenntahefð: þjóðsögur, goðsagnir, ævintýri, hetjusagnir. En þegar skáldsagnahöfundur nútímans skoðar bókina úr fjögurra alda íjarlægð hallast hann heldur að því að hún sé ekki endalok heldur þvert á móti upphaf: upphafspunktur nýrrar listar, listar skáldsögunnar. Enginn ræður afleiðingum eigin gjörða og Cervantes stefndi ekki að því að verða frumkvöðull. Hann tók þátt í bókmenntalífi síns tíma, þar voru vinir hans, óvinir, þar lá metnaður hans. Það sem myndaði hugar- heim hans, stór og smá viðfangsefni, umhverfið, söguþráðurinn, persónurn- ar, helgaðist alfarið af þeim viðhorfum sem voru ríkjandi í bókmenntum á hans tíð. Eitt lítið smáatriði olli því að þessi ríkjandi viðhorf öðluðust alger- lega nýja merkingu í bókinni: hann tók þau ekki alvarlega. Aðalpersónan í skáldsögu hans er sérdeilis óvenjulegur vitfirringur sem heldur að hann sé ofurvenjuleg hetja: fátækur aðalsmaður úr smáþorpi, Alfonso Quijada, sem ákvað að gerast farandriddari að nafni Don Kíkóti. Tilvera aðalpersónunnar byggist á því að hann ætlar að verða annað en hann er; það skiptir höfuðmáli fyrir alla fagurfræði þessarar skáldsögu: ekkert í henni er víst; allt er gabb eða blekking; merking alls í henni er óviss eða breytileg. Og það á ekki að taka neitt alvarlega. Cervantes tekur það fram, svo allt sé nú á hreinu milli hans og lesandans, að frásagnirnar af Don Kíkóta hafi verið skrifaðar á arabísku af Mára nokkrum og að skáldsagan sé því aðeins lausleg þýðing á texta sem hann beri enga ábyrgð á (enda tekur hann það sérstaklega fram að Márar séu „allir óskaplega málglaðir, falskir og kríta liðugt<c). Við skulum því ekki láta það koma okkur á óvart að nokkurt ósamræmi ríki í því hvernig persónum og atburðum er lýst, leyfum okkur heldur að hrífast af því hvernig höfundurinn spinnur, ýkir, grínast! Hann kærir sig kollóttan um það hvort frásögnin er trúverðug eða ekki, markmið hans er að skemmta okkur, koma okkur á óvart, heilla okkur, hrífa okkur! (Því þær sem þetta augljósa TMM 1999:3 www.mm.is 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.