Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 47

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 47
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 45-63 Jón Egill Eyþórsson Tákn og merkingar í Breytingaritningunni — Yi Jing Hvarvetna í samfélögum Austur-Asíu, í Alþýðulýðveldinu Kína, Singapúr, Tæv- an, á Kóreuskaganum og japönsku eyjunum, og jafnt í stórborgum sem þorpum og öllu þar á milli, er býsna algengt að sjá karla og konur á ýmsum aldri sitjandi við lítil borð eða jafnvel á gangstéttum og bjóða upp á spásögn fyrir eitthvert fé. Og á Vesturlöndum í dag er varla sú bókabúð yfir meðalstærð sem ekki hefur í hillum sínum að minnsta kosti eina eða tvær, en oftar en ekki nokkrar bækur sem kenna sig við speki „I Ching", eða eins og bókin er oftast nefnd á ensku, „The Book of Changes".1 Þessir götuspámenn Austurlanda íjær og bækurnar í hillum bókabúðanna, auk aragrúa vefsíðna á veraldarvefnum, rekja sig öll til einnar af hinum fimm helgustu ritningum konfusískra fræða, Breytingaritningarinnar.2 Rætur þessa torræða rits ná aftur meira en árþúsund fyrir Krists burð og er því ekki einungis sennilegt að það sé elsta bók Kína, heldur ein af elstu bókum veraldar. I þessari grein mun hún kölluð á íslensku Breytingaritningin eða stundum einfaldlega Breytingarnar. I greininni verður leitast við að gera stutta grein fyrir þessu riti, eðli þess og sögu og þá sérstaklega með hliðsjón af þýðingu og hlutverki þess í kínverskri heimspeki. Óhjákvæmilega er þetta fremur ófullnægjandi kynning á þessu grundvaUarriti hins austur-asískra menningarheims til forna, því varla er nokkur kínverskur fræðimaður frá öndverðu til okkar daga sem ekki hefur haft eitthvað um bókina að segja og ófáir úr þeim flokki sættu sig ekki við að skrifa um hana nokkrar línur heldur fundu sig knúna til að skilja eftir sig þykka og mikla skýr- ingartexta og túlkanir. Staða hennar sem eins af grundvaflarritum konfusískra 1 Sú bók scm hér um ræðir er ensk þýðing á þýskri þýðingu Richards Wilhelm. Cary F. Baynes og Richard Wilhelm (þýð.): Ihe I Ching or the Book of Changes. Princeton: Princeton University Press, 1967. 2 Fimm meginrit konfúsískra fræða eru, auk Breytingaritningarinnar fgÍS, Ljdðaritningin l'f IS (bundið mál frá tímum Zhou-veldisins, jaínt alþýðukveðskapur sem hirðsöngvar); Skjalaritn- ingin flflK (fornir textar með sögulegt sem og trúarlegt gildi); Siðaritningin (hirðmenning Zhou og helgisiðir), Vor- og haustannálamir (saga Lu-ríkis frá falli Vestra Zhou til upphafs tímabils lúnna stríðandi ríkja, eða u.þ.b. 770-475 f.Kr. Tímabil þetta er og kennt við bókina).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.