Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 142
HuGUR | 20. ÁR, 2008 | S. 140-152
Björn Þorsteinsson
Valsað um valdið
Hinsegin pólitík og samfélagsvélin
Hvers er einstaklingurinn megnugur? Hvert er samband einstaklingsbundins
eðlis og félagsmótunar? Eða, með öðrum orðum, hvert er svigrúm einstaklingsins
innan samfélagsheildarinnar? Er hann ekkert annað en tannhjól í vélinni, fast
skrúfað og vel smurt? Eða er eitthvert rúm fyrir leik innan vélarinnar? Hér verður
glímt við spurningar í þessum dúr, sem vissulega eru ekki óárennilegar tilsýndar,
með fulltingi nokkurra valinkunnra heimspekinga. Markmiðið er að opna nýjar
leiðir og nýja sýn - um leið og málum sem virðast einfold við fyrstu sýn er hleypt
upp og þau flækt nokkuð. En sé raunveruleikinn flókinn hljóta hugmyndir okkar
að vera það h'ka - að minnsta kosti ef ætlunin er að þær endurspegli veruleikann
en einfaldi hann ekki með tilheyrandi afskurði og útilokunum.1
* * *
Veltum í upphafi ferðar fyrir okkur gagnmerkri heimspekilegri spurningu sem
blasir við á annarri hverri mjólkurfernu um þessar mundir: Hvað er að vera ég?
Eða, með almennara orðalagi, hvað er maður eiginlega? Hvað er maðurinn - eða,
með öðrum orðum, hvað er manneskjan? Þessi spurning kann að virðast í senn
hátíðleg, barnaleg og brosleg - og hkast til er hún þetta allt í reynd. En þegar að er
gáð leynist meira í henni en við blasir í fyrstu. Immanúel Kant, sá mikli lærifaðir
og kennimeistari nútfmaheimspekinnar, leit til dæmis svo á að taka mætti helstu
spurningar heimspekinnar saman í þessari einu spurningu. Umræddar megin-
spurningar voru raunar þrjár: Hvað get ég vitað? Hvað ber mér að gera? Hvað get
ég gert mér vonir um?2 Gott og vel, en hvað átti Kant við með því að þessar þrjár
spurningar mætti fella undir spurninguna um manneskjuna?
1 Greinin er unnin upp úr fyrirlcstri sem haldinn var 15. febrúar 2008 í fyrirlestraröðinni „Með
hinsegin augum" sem Samtökin '78 stóðu að. Sigrún Sigurðardóttir, Davíð Kristinsson, Geir Sig-
urðsson og ritrýnir Hugar fá þakkir fyrir góðar athugasemdir og áheyrendur að lcstrinum fyrir
góðar spurningar og umræður.
2 Kant varpaði þessum spurningum víða fram í rimm sínum og bréfum. I Gagnrýni hreinnar skyn-
semi (A805/B833) lætur hann spurningarnar þrjár nægja en í Rök/ræði sinni, sem kom út árið 1800,