Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 93

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 93
 Þjóðmál VETUR 2010 91 verkefnunum í ráðuneytinu eru neytenda- málin honum hugleiknust og áhugi hans á að gera þau að alvörumála flokki . Hann verður auðvitað að útskýra hvers vegna hann tók sæti í ríkisstjórn sem hann var svona mikið á móti og virðist póli tísk ábyrgðartilfinning og afstaða stuðn ingsmanna hans og ráðgjafa hafa ráðið þar miklu um . Hann fjallar einnig nokkuð um þær umræður sem áttu sér stað í innsta hring Samfylkingarinnar, sem er samkvæmt frásögn Björgvins afar þröngur, í aðdraganda stjórnarmyndunar og kemst í raun að þeirri niðurstöðu að for- ystu menn Samfylkingarinnar hafi verið svo áfram um að komast í ríkisstjórn að þeir hafi verið tilbúnir til að leggja stór prinsipp til hliðar, þar á meðal umsókn um aðild að Evrópusambandinu . Andstaðan við Sjálfstæðisflokkinn var af mörgum ástæð- um mjög djúpstæð og víðtæk innan Sam- fylkingarinnar en hún stóð samt sem áður ekki í vegi fyrir því að forysta flokksins gerði tillögu um að fara í samstarf með honum eftir kosningar 2007 . Björgvin rekur afstöðu sína til Evrópu- mála alllangt aftur í tímann og færir fyrir henni ýmis rök . Hann gerir mikið úr póli- tískum kjarki til að fylgja sannfæringu sinni og segir frá greinum sem hann skrif- aði til stuðnings Evrópumálstaðnum í óþökk forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar, enda hafi hann fengið bágt fyrir . Síðasti hluti bókarinnar fer allur í Evrópumálin, sérs taklega stöðu landbúnaðar, fari svo að Ísland gangi í ESB . Í lýsingum Björgvins á sjálfum sér tekur hann sums staðar nokkuð stórt upp í sig þó að heilt yfir hlífi hann sér, göllum sín um, mistökum og breyskleikum ekki . Dæmi um hið fyrrnefnda er eftirfarandi texti: „Þetta eru þokukenndir dagar í minning- unni [eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út] þótt ekki sé langt um liðið, en ég hélt ró minni og var staðráðinn í því að láta þennan fellibyl ekki feykja mér um koll, hvorki persónulega né pólitískt . Kalt höfuð og jarðbundið stöðumat vina og félaga, sem stóðu sem klettar við bak mér þessa undarlegu daga, hjálpuðu mér að ráða fram úr aðstæðum og taka erfiðar ákvarðanir .“ Björgvin segir frá áhuga sínum og tengslum við breska Verkamannaflokkinn og að í tvígang hafi hann farið til Bretlands, unnið sem „kosningasmali“ með því að ganga hús úr húsi fyrir flokkinn, og drukkið í sig stemmninguna . Vegna þessa áhuga og þessara tengsla „var kaldhæðnislegt í meira lagi og nokkuð harmrænt að það skyldi vera ríkisstjórn Verkamannaflokksins sem inn- siglaði hrun íslenska efnahagskerfisins með því að setja hryðjuverkalög á Landsbankann og fella Kaupþing með stjórnvaldsaðgerð, einn banka á Bret lands eyjum .“ Undirrituð er ekki viss um að aðrir en Björgvin sjái harmrænuna í þessum tengslum . Betur hefði mátt vanda til yfirlestrar bók ar innar en hún er annars ágætlega vel skrif uð og læsileg . Málfarið er nokkuð upp- hafið á köflum en þeir sem hafa fylgst með Björgvini vita að hann á það til að bregða fyrir sig nokkuð hátíðlegu orðfæri . Ómissandi heimild um einstæða atburði Árni Matthiesen ásamt Þórhalli Jósepssyni: Árni Matt – frá bankahruni til byltingar, Veröld, Reykja- vík 2010, 272 bls . Eftir Einar K . Guðfinnson K reppan hefur orðið eins konar iðnað ur til bókaframleiðslu . Í hillum er lendra bókabúða hafa slíkar bækur sprottið fram og fyllt marga hillumetrana . Hér á landi er orðinn til dálaglegur bunki slíkra bóka .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.