Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1949, Blaðsíða 16
mJUKUTLITIÐ: FAXAFLÓI: GREIN e r um áburðarverk' Vaxandi SA. — Hvassviðri ®g rf.gning í kvöld. smiöjuna, eftir Ásgeir Þor- steinsson, á Ms. 9. Áíía fogarar seija í Breflandi íyrir nær 3 miljónir kröna t'SÍÐUSTU viku seldu átta íslenskir togarar ísvarinn fisk á markað í Bretlandi. Togarar þessir seldu fyrir samt. kr. 2.799.483 og lönduðu 34.633 kittum af fiski. Allmargir togarar eru nú á veiðum og aðrir á leið heim úr söluferð, og enn aðrir á útleið. Sölurnar siðustu Togari Reykjavíkurbæjar, Skúli Magnússon, er afla- .og söluhæstur þessara átta skipa. Hann seldi 4847 kit af fiski fyrir 15237 sterlingspund. Þá seldi Ingólfur Arnarson 4626 kit fyr- ir 14524 pund. Hafa því þessir tveir bæjarútgerðar-togarar selt fyrir rúml. 776 þús. kr. samt. Kaldbakur seldi 4002 kit fyrir 13087 pund. Þórólfur 3312 kit fyrir 9799 pund. Mun þetta vera hæsta sala hjá gömlu tog- urunum á þessu ári. Garðar Þorsteinsson seldi 4730 kit fyr- ir 11154 pund. Egill rauði 4167 ItTir fyrir 12331 pund. Askur 4604 kit fyrir 13994 pund og Akurey seldi 4345 kit af fiski fycir 14175 sterlingspund. Á leið til Englands með fisk eru níu togarar, þeir Jón for- seti, Karlsefni, Surprise, Bjarni Ólafsson, Keflvíkingur, Elliði, Júlí, Óli Garðar, Helgafell RE og Bjarnarey. Á veiðum eru 11 togarar: Fylkir. Belgaum, Vörður, Is- borg, Goðanes, Egill Skalla- grímsson, Geir, Kári. Venus, Bjarni riddari og Gylfi. Þrem togurum lagt Sjómannaverkfallið hefir þeg ar leitt til stöðvunar þriggja togara: ísólfs, Hvalfellisins og Skallagríms. — En á leið til landsins eru nú 11 togarar, sem lagt verður jafn hraðan og þeir koma, hafi samningar ekki tekist í deilunni. Skipstjóri á stjórnpalli DETTIFOSS hið nýja skip Eim- skipafjelagsins, lagðist að bryggju hjer í Reykjavík laust fyrir miðnætti í fyrri nótt. Svo sem kunnugt er, eru þau af sömu gerð, Goðafoss og Detti foss. En innrjettingar í Detti- fossi eru þó lítilsháttar frá- brugðnar. Auk þess eru kæli- vjelarnar afkastameiri. Þá er í Dettiíoss nýlegt siglingatæki. — Það er sambyggður gýjóátta- greil skemlanasfo I GÆR var lagt fram í Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögu.num um skemmtanaskatt og þjóðleikhús. -Samkvæmt því er lagt til að allur rekstur kvikmyndahúsa, hvort sem hann er á vegum einstaklinga, fjelaga eða bæjarfjelaga greiði skemmtanaskatt. — Flutningsmenn frumvarps þessa eru þeir Sigurður Bjarnason og Jörundur Brynjólfsson. 2 þúsund sæti skattfrjáls í greinargerð er fylgir frum- varpinu er komist að oroði á þessa léið: Samkvæmt gildandi lcgum um skemmtanaskatt eru all- rhorg kvikmyndahús í landinu undanþegin greiðslu þessa skatts. Munu vera í þeim kvik- rnyndahúsum, sem nú njóta þessara fríðinda, rúmlega tvö þúsund sæti. Það er því auð- sætt, að þeir aðilar, sem skemmt anaskatturinn rennur til, en það nru fjelagsheimiiissjóður, þjóð- leikbússjóður og lestrarfjelög og kennslukvikmyndir, tapa rniklu fje á þessum undanþág- um frá greiðslu skemmtana- elr.atts. Má gera ráð fyrir, að þetta tap hafi á s.l. ári numið allt að einni millj. kr., en verð- uj töluvert hærra á þessu ári, eftir að aðgangseyrir að kvik- rnyndasýningum hefur hækkað verulega. Tekjur fjelagsheimilasjóðs brtíkkva skámmt Nú er það hvort tveggja, að þessar skattundanþágur eru fi'ijög óeðlilegar og að bæði fje- lipg-íheimilasjóður og þjóðleik- þii ssjóður þarfnast mjög auk- rnivjv-tekna. Tekjur fjelagsheim- ►la-jjóða námu á s.l. ári rúm- >0gsrT;T miUj. kr. Umsóknir um efcv-rki úr sjóðnum voru 105, en eðeins 26 þeirra var sinnt. Er af því auðsætt, hversu skammt tekjur hans hafa hrokkið til þess að gegna því þýðingar- mikla hlutverki að styðja fje- lagslegt starf með framlögum til byggingar samkomuhúsa og f je- lagsheimila í sveitum kaup- túnum og kaupstöðum lands- ins. Sýnt þykir einnig, að þau 40% af skemmtanaskatti sem þjóðleikhúsinu eru ætluð, muni engan veginn hrökkva til bess að standa undir rekstri þess. Þar er því einnig þörf aukinna tekna. Með frumvarpi þessu er þess vegna lagt til, að allur kvik- myndahúsrekstur í landinu verði skyldaður til þess að greiða skemmtanaskatt. Með samþykkt þess, ef að lögum yrði væri óviðurkvæmilegt misr jetti afnumið, en miklu nauðsvnja- máli veitt aukin liðsemd. Sljórnmálðnámskeið Heimdallar hjelt áfram í Sjálfstæðishús- inu í gærkveldi og flutti Jó- hann G. Möller forstjóri fyr- irlestur um sósíalisma. r Næsti fundur námskeifts- ins verður á morgun kl. 4,30 verður það málfundur dg verður rætt um verslunaB- mál. viti og miðunarstöð. Er tæki þetta sagt vera hið mesta völ- undarsmíð og sjerlega þægilegt við skipstjórn. Skipið kom hingað fulllestað. Á leiðinni hreppti það storma, I og sagði Jón Eiríksson skipstjóri p að Dettifoss hefði reynst vel. Þó vindur væri beint á móti, fór hraði skipsins aldrei niður fyr- ir 8 sjóm. Sagði skipstjóri, að auðvelt hefði verið að sigla á tveim sólarhringum frá Álaborg til Reykjavíkur, ef veður hefði verið betra. Við komu Dettifoss í fyrra- kvöld, fór stjórn Eimskipafje- 1 lagsins, framkvæmdastjóri þess j og fleiri gestir til móts við skip- ' ið út á ytri höfn. Guðmundur I Vilhjálmsson framkvæmdastj., i bauð skipstjóra og skipshöfn velkomna heim með skipið. Með Dettifossi voru 11 far- þegar m. a. þeir Jón Guðlaugs- son skrifstofustjóri, Halldór Kiljan Laxness rithöfundur og frú Kristjana S. Pjetursson. — Auk þess fulltrúi frá skipasmíða stöðinni og ’ ánnar frá verk- smiðju þeirri, sem smíðaði frysti vjelarnar í skipið. Sennilega mun það taka eina fimm daga að losa skipið. Ovíst er hvort Jón Eiríksson skipstj. muni fara með það í næstu ferð. Hann hefur verið lasinn undan- farið. Eyrsti stýrimaður á Detti- fossi er Jón Sigurðsson, fvrsti vjelstjóri Jón Bjarnason og loft- skeytamaðurinn heitir einnig Jón og er Matthíasson. MÍÍNCHEN — Bandarískur her- rjettur dæmdi 17. þ. m. tjekknesk an njósnara í tuttugu ára fangelsi fyrir starfsemi sína á hernáms- svæði Bandaríkjanna í Þýska- landi. 4 ¥jelbáfnr sekkur við hafnar- iarinði i Keflavik 1 .—..... 1 i Var að fsg§ja af slað ll\ aðsfoðar öðrism báfr er var í nauðum Frá frjcttaritara vorum í Keflavík. VJELBÁTURINN „VONIN II.“ sökk í fyrrinótt við hafnargarð- inn í Keflavík. Mannbjörg varð, en skipstjóri bátsins, Guðjón Jóhannsson, meiddist, en þó ekki hættulega. „Vonin 11“ var að leggja af stað frá Keflavík til aðstoðar vjelbátnum ,,Njáli“ frá Reykjavík, sem var í nauðum staddur út af Garðsskaga Aðrir fcátar úr Keflavík fóru síðar Njáli til aðstoðar og drógu hann til Keflavíkur. ---—________________- Vjelin stöðvaðist skyndilega Það var um fjögur leytið í fyrrinótt, að hjálparbeiðni barst frá vjelbátnum Njáli, RE-99, sem var staddur út af Garðs- skaga. Var mikill leki k'ominn að bátnum, sem var á leið til Reykjavíkur frá Vestmannaeyj um. , í „Vonin H“ fór af stað, en er báturinn var kominn 2—3 báts lengdir frá bryggjunni stöðv- aðist vjel hans alt í einu. Aust an rok var og rak bátinn upp í kletta. Skifti það engum tog- um, að báturinn sökk þarna við hafnargarðinn. Menn úr landi aðstoðuðu skipverja á ,,Voninni“ í land. Aðrir hátar fengnir til hjálpar Eftir þetta óhapp voru bát- arnir ,,Geir“ og „Bjarni Ólafs- son“ fengnir til að fara Njáli til aðstoðar. Var þá kominn svo mikill sjór í Njál. að vjel hans hafði stöðvast, en björgun tókst tókst vel og var Njáll dreginn að bryggju í Kefla- vík í gæi’morgun snemma. — Skipstjóri á Njáli er Guðjón Þorkelsson. „Vonin“ II í kafi Á flóðinu í gærmorgun sást aðeins á framsiglu „Vonarinn- ar“ og má því gera ráð fyrir að um miklar skemdir á bátn- um sje að ræða. Og var ekki í gær hægt að gera neina áætlun um björgun skipsins. „Vonin“ II er um 63 smá- lestir að stærð, eign Sævars Víglundssonar í Hafnarfhði. Gunnari Olahsyni haidiS samssíSi Vestmannaeyjum, föstud. NOKKRIR vinir Gunnars Ólafs sonar útgerðarmanns, hjeldu honum afmælishóf í tilefni að 85 ára afmæli hans í gær. Fór það fram í samkomuhúsinu og stjórnaði Einar Sigurðsson rit- stjóri því. Aðalræðuna fyrir minni af- mælisbarnsins flutti Ólafur Lárusson læknir, en auk þess fluttu ræður þeir Sigfúá M. Johnsen bæjarfógeti, Halldór Guðjónsson skólastjóri, Ha^ldór Kolbeins sóknarprestur og sjera Jes A. Gíslason. — Bj. Guðm. Biblíiidagur á morgun ’ Á MORGUN, 2. sunnudag í níu- víknaföstu, hefur stjórn Hins íslenska Biblíufjelags í sam- ræmi við ákvarðanir Samein- uðu Biblíufjelaganna, (United Bible Societies), ákveðið, að haldinn skuli í fyrsta sinn há- tíðlegur árlegur Biblíudagur hjer á landi í því skyni að vekja söfnuði landsins til aukinnar vitundar um gildi Biblíunnar, vinna að útbreiðslu hennar og eíla Biblíufjelagið. Hefur ver- ið mælst til þess við alla sókn- arpresta landsins, að þeir minn- ist þá af stól á nauðsyn þess að fjölga meðlimum í Hinu ísl. Biblíufjelagi til þess, að ekkx líði á löngu, að Biblíufjelagið verði svo fjárhagslega stætt, að það geti annast útgáfu Biblí- unnar af eigin rammleik og leyst önnur aðkallandi verk- efni. Dagskrá útvarpsins í kvöld er falin að miklu leyti Hinu ísl. Biblíufjelagi. Ávarpar þá for- seti fjelagsins, herra biskupinn, hlustendur, en aðrir segja frá sögu fjelagsins, islenskum biblíuþýðingum og þýðingar- miklu hlutverki þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.