Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 74. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brak úr Bervíkinni MorgunblaAið/Priftþjófur í gær var haldið áfram leit að skipverjunum af Bervík SH 43 við norðanvert Snæfellsnes. Leitin var árangurslaus. Á myndinni eru þrír leitarmanna við brak sem rak á land á Rifi í gær. Tveir þeirra, Sigurlaugur Egilsson, sen er lengst til vinstri á myndinni, og Þorgrímur Benjamínsson, í miðið, voru í mörg ár skipverjar á Bervíkinni og sögðu þeir að þetta brak væri úr bátnum, m.a. aftasti lestarhlerinn. Lengst til hægri er Guðmundur, sonur 1‘orgríms._______________________________________________ Sjá fréttir á baksíðu og bls. 2. Herskáir yerkfallsmenn í Kaupmannahöfn: Reyndu að stöðva fund danska þjóðþingsins Kaupmannahöfn, 28. mars. Frá AP og Ib Björnbak, fréttaritara Morgunbladsins. KALLA varð út um eitt þúsund lögreglumenn í morgun til að fjarlægja mótmælendur, sem settu upp vegartálma tii að hindra þingmenn og ríkis- stjóm Danmerkur við að komast á þingfund í Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn. Þar er verið að ræða stjórnarfrumvarp til laga um stöðvun hinna víðtæku verkfalla í landinu, sem nú hafa staðið í fimm daga. Harðar árásir íraka Níconíu, 28. mara. AP. ÍRAKAR gerðu í dag loftárásir á a.m.k. fjórar borgir í íran, tvær herbúðir og tvö olíuflutningaskip á Persaflóa. í nótt gerðu þeir loft- árás á Teheran og segja Iranir að þar hafí 16 óbreyttir borgarar fall- ið og 199 særst. íranir hafa staðfest árásirnar í dag og segja að þær hafi leitt til dauða 37 manna, en 76 hafi særst. Saddam Hussein, forseti Ir- aks, sagði á útifundi í Bagdad í dag, að írakar mundu halda áfram árásum sínum langt inn í íran, í því skyni að binda endi á styrjöld þjóðanna. Loftárásir íraka, sem stað- festar hafa verið, voru gerðar á borgirnar Ilam, Salah Abad, Is- fahan og Tabriz, og herbúðir í borgunum Baneh og Merawan. Að sögn fraka voru olíuskipin, sem þeir réðust á, á siglingu skammt frá Kharg-eyju, aðal olíuútflutningshöfn írana. Ekki hefur fengist staðfesting óháðra aðila á þessum fréttum. í gær skutu íranir flugskeyti á vesturhluta Bagdad og varð þar gífurleg sprenging. Sjónar- vottar segja að það hafi komið niður nærri tveimur skólum og biðstöð strætisvagns og valdið miklum skemmdum. Er talið að mörg hundruð manns hafi fallið og særst. Samkomulag í Brussel: Spánn og Portúgal íEB Brvmel, 28. mn. AP. SEINT í kvöld náðu utanríkisráð- herrar ríkja Evrópubandalagsins, sem setið hafa á fundi í Brussel, samkomulagi um skilmála fyrir að- ild Portúgala og Spánverja að bandalaginu. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði frétta- mönnum að skilmálar þessir yrðu tafarlaust bornir undir stjórnvöld á Spáni og í Portúgal. „Svo virðist sem erfiðleikar okkar hafi verið yfirstignir," sagði Dumas. Hann sagði að enn væri ágreiningur um fáein „tæknileg úrlausnarefni", en það ætti ekki að koma í veg fyrir að endanlegt samkomulag tækist. Dumas kvaðst eiga von á því að Spánverjar og Portúgalar féllust á skilmálana og gætu orðið aðilar að Evrópubandalaginu frá 1. januar á næsta ári. Mótmælendur höfðu að engu ákvæði í stjórnarskrá Danmerkur, sem segir það landráð að reyna að skerða frelsi og öryggi þing- manna. Samkvæmt hegningarlög- um er unnt að dæma menn í allt að sextán ára fangelsi fyrir slíkt athæfi. Lögreglunni tókst fljótlega að koma Poul Schliither, forsætis- ráðherra, i gegnum vegartálmana og mótmælendahópinn, en aðrir ráðherrar og þingmenn urðu að bíða drjúga stund meðan lögregl- an athafnaði sig. Seinkaði fyrstu umræðu um stjórnarfrumvarpið af þessum sökum um tvær klukku- stundir. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast alvarlega í stymping- unum í morgun, sem áttu sér stað við þinghúsið sjálft og á brúm og götum, sem að því liggja. Mótmæl- endur, sem einkum voru ungt fólk, veltu einni lögreglubifreið, og voru nokkrir þeirra teknir höndum. Naumur þingmeirihluti er fyrir stjórnarfrumvarpinu um stöðvun verkfallanna, sem ná til 320.000 launþega, en margir herskáir verkfallsmenn og nokkrir verka- lýðsforingjar hafa hvatt til þess að lögin verði virt að vettugi. For- ysta Alþýðusambands Danmerkur segir fyrirætlan ríkisstjórnarinn- ar mestu árás á verkalýðshreyf- ingu landsins síðan á fjórða ára- tugnum, en kveðst samt ætla að virða samþykkt þjóðþingsins. Stjórnarfrumvarpið felur í sér að laun hækka um 2% og vinnu- vikan verður stytt um eina klukkustund, en Alþýðusamband- ið hefur krafist mun meiri launa- hækkunar og styttingu vinnuvik- unnar um fimm stundir. Gautaborg: Leitað að kafbáti Stokkhólmi, 28. mara AP. S/ENSKI sjóherinn hóf á sunnudag leit að erlendum kafbát í höfninni í Gautaborg, að því er sjónvarpiö í Stokkhólmi greindi frá í kvöld. Talsmenn sjóhersins hafa stað- fest fréttina, en segja að leitinni hafi verið hætt í gær. Leitin var hafin eftir að tveir | lögreglumenn töldu sig sjá ókenni- j legan, dökkleitan hlut á siglingu I undir brú i höfninni. AP/Símamynd HERSKÁIR verkfallsmenn í Kaupmannahöfn veltu lögreghibifreið i gærmorgun. þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir að danska þingið gæti komiö saman til að ræða stjórnarfrumvarp um bann við verkfalli 320 þúsund launþega. sem staðið hefur í fimir daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.