Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 27 Af flugfreyjum og fiskfreyjum — eftir Jón Baldvin Hannibalsson Afstaða flokkanna á þingi til laga- setningar um frestun verkfallsdeilu Flugleiða og flugfreyja og Kjaradóm segir meira um þessa flokka og forystumenn þeirra, stefnufestu þeirra eða stefnuleysi, en þessa til- teknu kjaradeilu. Viðbrögð flokkanna vekja ósjálf- rátt upp forvitnilegar spurningar Ld.: Hefði það breytt afstöðu sumra þeirra (Ld. AB og Kvennalista) ef flugstjórar (dæmigerð karlastétt) hefðu átt hlut að máli? Eða Ld. læknar, tannlæknar eða verkfræð- ingar, svo nefndir séu nokkrir há- launahópar karla? Geta heilir stjórnmálaflokkar var- ið afstöðu sína í þessu máli með skírskotun til kynferðis — en ekki kjara? Eða bara vísað til þess, að málið bar upp á tiltekinn dag á almanak- inu? Er þá afstaða þeirra til mála breytileg eftir dagatalinu — t.d. ein á mánudögum, önnur á föstu- dögum? Grundvallarreglur? Sumir burðast við að fegra af- stöðu sína með því að bera fyrir sig ófrávíkjanlegar grundvallar- reglur sem aldrei megi brjóta. Hverjar eru þær? Til dæmis að aðilar vinnumark- aðarins eigi sjálfir að bera ábyrgð gjörða sinna eða að virða beri samningafrelsi skilyrðislaust. Þetta er fallega hugsað. Engir boða þessi heilræði oftar en sjálf- stæðismenn, þ.e.a.s. þegar Fróða- friður ríkir á vinnumarkaðinum og engin kjaradeila er í sjónmáli. Gallinn er bara sá að „aðilar vinnumarkaðarins" bera einatt enga ábyrgð gjörða sinna. At- vinnurekendur segjast einatt .skrifa undir nauðugirja velta síðan kauphækkunum út í verðlagið (þ.e. láta launþega borga kauphækkun- ina sjálfa, í svikinni mynt); eða. þeir leggja fram bakreikninga hjá ríkisstjórn á hendur skattgreið- endum (t.d. gengisfelling eða skattálögur). Eins getur gerst að verkföll dragist á langinn von úr viti og engin lausn sé í sjónmáli. Skaði þriðja aðilans og þjóðarbúsins verður þá stundum óbærilegur. Hvað gera bændur þá? Þá gleyma þeir ræðunum um grundvallaratriðin — og beita lögum, gerðardómum, kjaradóm- um. Þetta er saga Sjálfstæðis- flokksins í hálfa öld. Enda býst enginn heilvita maður við því að Sjálfstæðisflokkurinn standi við hátíðaræðurnar — þegar á reynir. Og þetta er ferill Alþýðubanda- lagsins — þegar það er í ríkisstjórn. íhlutun í gerða kjarasamninga var regla — en ekki undantekning, þegar AB var í ríkisstjórn. Ævin- lega á 3ja mánaða fresti breytti það ákvæðum kjarasamninga um vísitölubætur á laun. Alls fjórtán sinnum. Og þegar flugstjórar boð- uðu verkfall 1979 beitti AB lögum, ásamt samstarfsflokkum sínum, og fordæmdi heimtufrekju há- launahópa. Tilvistarvandamál Það var reyndar þessi 3ja mán- aða vísitöluskerðing AB, sem var undirrót þess misgengis launa og lánskjara, sem nú hefur stefnt hús- byggjendum þessara ára undir uppboðshamarinn og gert þá að fómarlömbum eignaupptökustefn- unnar í húsnæðismálum. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir. Að fenginni reynslu vita því allir að AB er flokkur þéirrar gerðar, sem segir eitt í dag en annað á morgun; gerir eitt í ríkisstjórn — en annað í stjórnarandstöðu. Það er einmitt þess vegna, sem AB er flokkur í kreppu. Þessu til- vistarvandamáli hentistefnu- flokksins lýsir Guðrún Helgadóttir eftirminnilega í blaðaviðtali þegar hún segir: „Það er allt í lagi með flokkinn — það bara skilur hann enginn.“ Ef það vekti raunverulega fyrir flokkum eins og AB og Sjálfstæðis- flokknum að standa við „grund- vallarreglurnar", er hætt við að þeir kæmust að því fullkeyptu um þaðerlyki. , Ut í fjarstæðuna Tökum dæmi; 700 starfsmönnum Flugleiða af báðum kynjum er tvístrað í 38 stéttarfélög. Kjarasamningar, eða ígildi þeirra, eru á annað hundrað. Launamunur milli hinna lægst launuðu (verkakvenna) og hinna hæst launuðu (flugstjóra) er u.þ.b. 1:9. Verkakonan hefur 16 þúsund, flugstjórinn 130 þúsund. Fræðilega séð getur hvert og eitt þessara 38 stéttarfélaga stöðv- að allan flugrekstur, farþegaflutn- inga og aðra flutninga, hótelrekst- ur og annan ferðamannaiðnað, hvenær sem er. T.d. 38 vikur af 52. Þá færi nú heldur betur að reyna á stefnufestu stjórnmálaflokk- anna. • BJ mundi auðvitað segja að keðjuverkföll smáhópa væru einkamál en ekki stjórnmál og snúa sér á hina hliðina. • Kvennalistinn mundi auðvitað styðja slík verkföll, ef konur ættu í hlut, og þau bæri upp á rétta daga. • AB mundi auðvitað banna slík verkföll, ef það væri í ríkisstjórn, en kynda undir þeim, ef það væri í stjórnarandstöðu — hvorttveggja með vísan til grundvallarsjónar- miða og til að vera sjálfu sér samkvæmt! • Sjálfstæðisflokkurinn: Dittó. Framsókn á að fá frí og skiptir því ekki máli. Um það er lyki er hætt við að þessi skulduga þjóð gæti sparað sér þá fyrirhöfn að reyna að afla gjaldeyris með samkeppni við út- lendinga á Atlantshafsleiðinni og reyndar líka að afla gjaldeyris með uppbyggingu ferðamannaiðnaðar. Afstaða Alþýðuflokksins En Alþýðuflokkurinn? Meirihluti þingflokksins féllst á að fresta verkfallsaðgerðum flug- freyja til áramóta og leggja deilu- málin þangað til undir úrskurð Kjaradóms. Um áramót eru allir kjarasamningar lausir. Þá kemur til kasta launþegahreyfingarinnar í heild að móta samræmda launa- stefnu, ekki síst um þann launa- mun, sem hún vill láta viðgangast. Af viðræðum þingflokksins við deiluaðila var ljóst, að þeir voru ekki ósammála um eitt — heldur allt. Um aðdraganda deilunnar, um kröfur flugfreyja, um tilboð Flug- Jón Baldvin Hannibalsson „Með afstöðu sinni sýndi meirihluti þing- flokks Alþýðuflokksins, að hann hefur sömu afstöðu til mála í ríkis- stjórn og í stjórnarand- stöðu. Stefna hans er ekki breytileg eftir daga- talinu.“ leiða og allt annað, sem máli skipti. Nema eitt reyndar: Þeir voru báðir sammála um að svo mikið bæri í milli, að þýðingarlaust væri fyrir sáttasemjara að leggja fram sáttatil- lögu. Verkfallið hefði því fyrirsjáanlega orðið langdregið. Það eru ekki allir viðhlæjendur vinir. Þeir sem hvöttu flugfreyjur til áframhaldandi verkfallsaðgerða við þessi skilyrði höfðu eitthvað annað í huga en þeirra hag. Kjaradómi skal skylt skv. lögun- um að tryggja flugfreyjum leiðrétt- ingu á kjörum til samræmis við meðaltalshækkanir á vinnumarkað- inum og kjarabætur annarra flugliða (þ.e. flugstjóra og flugvélstjóra sem fengu 43% hækkun í febrúar). Hér er því um að ræða frestun verkfalls um nokkrar vikur á til- tölulega hagstæðum skilmálum. Með afstöðu sinni sýndi meiri- hluti þingflokks Alþýðuflokksins, að hann hefur sömu afstöðu til mála í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Stefna hans er ekki breytileg eftir dagatalinu. Launastefna í umræðum á Alþingi lögðum við áherslu á stuðning okkar við stefnuyfirlýsingu ASI-þinga um nauðsyn breytinga á skipulagi launþegahreyfingarinnar. Sundr- ung starfsmanna Flugleiða í 38 stéttarfélög er bezta dæmið um nauðsyn slíkra breytinga. VIÐ VILJUM að allir starfsmenn á sama vinnu- stað séu í sama stéttarfélagi. að vinnustaðafélög í sömu atvinnu- grein (t.d. samgöngu- og ferða- iðnaði) myndi eitt landssamband, sem geri heildarkjarasamning fyrir alla starfsmenn í þeirri grein. að vinnustaðafélögin geti gert sérkj arasamninga. Með þessari skipan er fólkið á vinnustöðunum sameinað; með þess- ari skipan getur launþegahreyf- ingin, ef hún vill, beitt sér gegn sterkri markaðsstöðu sérhópa, sem nýta hana til að auka launamun; með þessari skipan er unnt að taka meira tillit til mismunandi greiðslugetu atvinnuvega; með þess- ari skipan er eðlilegt að stíga fyrstu skrefin í átt til aukins at- vinnuiýðræðis. Launareikningur þjóðfélagsins í heild er ca. 63 milljarðar. Baráttan um skiptingu þjóðarteknanna er ekki aðeins milli launþega annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Hún er líka milli launþega innbyrðis. Við jafnaðarmenn viljum auka hlut hinna lægst launuðu í þjóðar- tekjunum. Sérstaklega viljum við bæta kjör og starfsvirðingu fisk- freyja — þeirra láglaunakvenna, sem leggja fram mestan skerf við gjaldeyrisöflun þessarar skuldugu þjóðar. Hin hliðin á því máli er að standa á móti ýtrustu kröfum há- tekjuhópa. Þessa stefnu okkar má skoða sem grundvallarsjónarmið. • Stjórnmálaflokkur, sem í alvöru vill reka launajöfnunarpólitík, getur ekki tekið undir með ýtrustu kröf- um sérhópa með sterka markaðs- aðstöðu, um hvað sem er, hvenær sem er. • Stjórnmálaflokkur, sem vill í verki reyna að verðskulda trúnað vinnandi fólks, getur ekki hegðað sér eins og Alþýðubandalagið. Til þess eru vítin að varast þau. ALÞÝÐUFLOKKURINN réð engu um það, upp á hvaða dag þetta mál bar á Alþingi. Því réðu aðrir. Hinu ráðum við sjálf og það er að stefna flokksins og afstaða til mála er ekki breytileg eftir veðurfari, umhverfi eða dagatali. í okkar pólitík eru allir dagar virk- ir dagar. En af þessari litlu dæmisögu um flugfreyjur og Flugleiðir má draga mikinn lærdóm um aðskiljanlegar náttúrur þeirra stjórnmálaflokka, sem nú gista þingbekki. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokk í Reykjaríkurkjör- dæmi og formaður Alþýðuílokks. Opið bréf til Morgunblaðsins — eftir Valgerði Báru Guðmundsdóttur Ég man að hún litla systir mín sagði oft stórhættulegt að teljast til góðu barnanna. Það ylli einung- is meiri kröfum og ámæli fyrir það sem öðrum liðist átöluiaust. I þá daga hló ég að þessu og reyndi að leiðrétta, taldi einföldun og barna- skap, en þegar sunnudagsblað Morgunblaðsins var í höndum mínum þann 20. október sl., þá komu þessi ummæli hennar skyndilega í huga minn. Ég gerði mér grein fyrir því að ef ég væri að lesa eitthvert hinna dagblað- anna á landinu, þá myndi ég ein- ungis brosa góðlátlega. Það voru skrif Jóhönnu Krist- jónsdóttur um leiklist sem ég var að lesa með yfirskriftinni „Ef farsi er ekki fyndinn ...“ Það virtist einhvers konar dómur um leikritið Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney í (að mér fannst snjallri) þýðingu Árna Ibsen. Ekki trufluðu mig persónulegar skoðanir áðurnefndrar Jóhönnu. Henni er mín vegna frjálst að hafa þær skoðanir er eðlið býður henni, en það sem særði réttlætiskennd mína í þessu tilviki, eru fullyrðing- ar hennar sem hún í engu gerir tilraunir til að rökstyðja. Ekki spyr ég heldur um menntun henn- ar eða hæfni til að skrifa um leik- list. Ætti henni að vera frjálst að meta það sjálf, svo lengi sem ein- hver vill birta. Því er þetta opið bréf til Morgunblaðsins; ég varð svo undrandi á að lesa þarna af- dráttarlausar fullyrðingar, jafnvel þó skrifin séu undir nafni. Sam- kvæmt þeirri forskrift ætla ég að leyfa mér að segja, að mér finnst gjörsamlega ótækt að láta ósvarað þeirri fullyrðingu hennar, að texti umræddrar sýningar sé ekki fynd- inn. Hvernig má það vera að blaða- konunni skuli yfirsjást sú stað- reynd að kímnigáfu fólks er mjög misskipt. Getum við lesendur Morgunblaðsins ekki gert kröfur til þess að hún segi: Mér fannst textinn ekki fyndinn. Á frumsýn- ingu sat ég u.þ.b. tveim metrum fyrir aftan áðurnefnda Jóhönnu Kristjónsdóttur og trúi naumast að allur sá hlátur sem ég heyrði og tók þátt í, hafi ekki borist til hennar eyrna. Hún segir einnig: „Leikkonurnar Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Valgerður Bára Guðmundsdóttir Anna Kristín Arngrímsdóttir og leikarinn Randver Þorláksson eru ekki farsaleikarar ..." Er mögu- legt að komast hjá því að spyrja með hvaða leyfi konan skrifar annað eins og þetta? Að mínu mati færir hún engin rök fyrir sínu máli, engar sannanir. Eigi heldur sýnir hún framá menntunarskort þessara leikara eða hömlur á því að þeir séu færir um að skila því hlutverki sem virtist orka vel á fjölda fólks, er virtist vita næstum því fyrirfram við hverju mátti búast, og hafa innsýn í, að oft er gripið til mismunandi leiktúlkunar í einu og sama leikritinu, til þess að auka blæbrigði við innihaldslít- inn texta. Til þess að falla nú ekki sjálf í „Jóhönnu gryfju" langar mig að geta þess að ég hef áður séð þetta leikrit í London með úrvalsleikur- um og samt sem áður finnst mér við ekki þurfa að hafa minnimátt- arkennd við samanburðinn. Áður en ég lýk þessu langar mig að biðja fyrir þakklæti til aðstand- enda sýningarinnar. Ég skemmti mér vel og vona að sem flestir fái tækifæri til að hlæja græskulaust í Þjóðleikhúsinu á næstunni á sýn- ingunni „Með vífið í lúkunum“. Kærar kveðjur. Höfundur starfar á lögmannsskrif- stofu íReykjarík. Jean-Paul Chambas í Listasafni ASÍ LISTASAFN ASÍ opnaði sýningu á verkum franska myndlistarmannsins Jean-Paul Chambas sl. laugardag. Á sýningunni eru 27 verk, olíu- málverk, teikningar og steinþrykks- myndir, unnar á sl. fimmtán árum. Sýningin er hingað komin fyrir milligöngu menningardeildar franska sendiráðsins. Jean-Paul Chambas er fæddur 11. mars 1947 í Vic-Fejensac í Gers- héraði í Suðvestur-Frakklandi. Listamaðurinn hefur haldið 34 einkasýningar í Evrópu og í Banda- ríkjunum. Sýningin í Listasafni ASl stendur til 10. október. Opnunartími er virka daga kl. 14.00 til 20.00 og um helgar kl. 14.00 til 22.00. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.