Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						83
22
e8ei aaaóTao s\ auoAQUtÆfl^ QiQAjaMuaflOM
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17". OKTÓBER 1989
Slökkviliðsmenn
íhuga að yfirtaka
Brunamálastomun
Brunamálastjóri segist undrandi á
samþykktum slökkviliðsmanna
17. ÞING Landssambands slökkviliðsmanna, LSS, var haldið á Akur-
eyri 13.—15. október. Þingið samþykkti að fela stjórn LSS að hefja
nú þegar viðræður við félagsmálaráðherra og forsvarsmenn trygging-
arfélaga um hvort hagkvæmt væri og raunhæft að LSS og tryggingar-
félögin yfirtaki rekstur Brunamálastofnunar ríkisins. Ýmsar sam-
þykktir voru gerðar um öryggis- og heilbrigðismál og einnig mót-
mælti þingið málflutningi í fjölmiðlum um eldsvoða. Þá var ákveðið
að boða til milliþings í apríl þar sem ákveðið verður hvort LSS ger-
ist stéttarfélag fyrir alla slökkviliðsmenn landsins. Þingið mótmælti
einnig fyrirhugaðri hækkun eftirlaunaaldurs.
Moi'giinblaðið/Sverrir
Sigurbergur Sveinsson, forseti Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði, afhendir Jóni Stefánssyni,
yfirlækni á geðdeild Landsspítalans,  eina milljón króna sem renna skal til  byggingar sambýlis í
Reykjavík. Á milli þeirra situr Bjarney Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi.
K-dagurinn 21. október:
„Rúmlega hundrað bíða
eftir plássi í sambýli"
- segir Bjarney Kristjánsdóttir, yfir-
félagsráðgjafi á Landsspítalanum
LAUGARDAGINN 21. október
er sjötti K-dagurinn en þá selja
Kiwanismenn K-lykilinn til
styrktar geðsjúkum undir slag-
orðinu „Gleymum ekki geðsjúk-
um." Stefnt er að því að selja
65.000 lykla og safna þannig um
13 milljónum króna sem varið
verður til byggingar sambýli í
Reykjavík. Bjarney Kristjáns-
dóttir, yfirfélagsráðgjafi á
Landsspítalanum, sagði mjög
brýna þörf á sambýli enda rúm-
lega 100 manns á biðlista.
„Það er gífuriega mikilvægt að
fá fleiri sambýli fyrir geðsjúka. Nú
eru rúmlega 100 á biðlista og í
könnun sem við létum gera á öllum
deildum kom í ljós að um 70 manns
eru tilbúnir til að flytja í sambýli,"
sagði Bjarney.
„Þetta er nokkurs konar hring-
rás. Sjúklingar leggjast inn og þeg-
ar þeir hafa náð ágætum bata eru
þeir útskrifaðir. Þeirra bíður hins-
vegar enginn samastaður heldur
fara þeir á gistiheimili, leigja her-
bergi í kjallara eða eitthvað slíkt.
Þetta hefur slæm áhrif á sjúkling-
ana og verður til þess að þeir koma
aftur og aftur. Eftir nokkra hringi
er svo komið að þeir vilja ekki leng-
ur útskrifast enda hafa þeir ekki í
nein hús að venda," sagði Bjarney.
Nú eru í notkun sambýli fyrir
um 30 manns og sagði Bjarney að
það væri aðeins brot þeirra sem
þyrftu á því að halda. „Sambýli
hjálpar fólki að koma undir sig fót-
unum. Þar lærir það að þrífa, kaupa
í matinn og ýmislegt sem það gerir
ekki á spítala. Auk þess eru áfanga-
stöðvar þar sem fólki er hjálpað að
laga sig að daglegu lífi en því mið-
ur er ekki hægt að finna stað fyrir
þetta fólk þegar meðferðinni lýkur.
Því er það svo að mikil vinna verð-
ur að engu," sagði Bjarney.
I þessari viku fer fram um-
fangsmikið starf tíl að kynna K-
daginn. Haldnir verða fundir 5 skól-
um og vinnustöðum og opinn „neyð-
arfundur" á Hótel Borg á morgun.
Kiwanisklúbburinn Eldborg í
Hafnarfirði á 20 ára afmæli um
þessar mundir og af því tilefni gaf
klúbburinn eina milljón króna til
byggingar sambýlis í Reykjavík.
Jón Stefánsson, yfiriæknir á geð-
deild Landsspítlans, sagði að þessir
peningar kæmu að góðum notum
og væru stórt skref í byggingu sam-
býlis.
Helstu ástæður fyrir samþykkt
þingsins um yfirtöku LSS á rekstri
Brunamálastofnunar ríkisins segir
Svavar Tryggvason formaður sam-
bandsins vera óánægju með störf
hennar. Slökkviliðsmenn telja hana
ekki sinna fræðslu nógu vel og ekki
framfylgja reglugerðum um hlífðar-
fatnað og reykköfunartæki. Svavar
segir að þar sem slökkvilið séu rekin
af sveitarfélögum eigi Brunamála-
stofnun að sjá til þess að þau láti
yfirfara reykköfunartæki í viður-
kenndri prófunarstöð einu sinni á ári
en á því telja slökkviliðsmenn mis-
brest.
Bergsteinn Gizurarson bruna-
málastjóri sagðist í samtali við Morg-
unblaðið lýsa yfir undrun sinni og
vonbrigðum með samþykkt þingsins
og telur hana opinbera vanþekkingu
slökkviliðsmanna á störfum og hlut-
verki stofnunarinnar en það sé fyrst
og fremst faglegt, fræðilegt og
tæknilegt og séu slökkviliðin sjálf
aðeins hluti af brunamálum í heild.
„Þetta væri eins og ef flugmenn
tækju að sér flugmálastjórn eða lög-
reglumenn fógeta- og dómaraemb-
ættin í landinu," sagði Bergsteinn.
Hann sagði vissulega æskilegt að
eftirlit stofnunarinnar með tækjum
og búnaði væri meira en stofnunin
hefði ekki yfir nægum mannafla að
ráða til að það væri mógulegt. Til
að bæta brunamál þyrfti að efla
stofnunina, auka fjárráð hennar og
vald. Þá þarf að gera þær upplýsing-
ar sem tryggingafélögin hafi yfir að
ráða um eldsvoða aðgengilegar
stofnuninni. Eitt af hlutverkum
hennar er að rannsaka eldsvoða,
bæði slökkvistarfið og brunavamir
byggingarinnar og telur Bergsteinn
óeðlilegt að slökkviliðsmenn sjái
sjálfir um rannsókn á eigin störfum.
, Öryggis- og heilbrigðisnefnd lagði
á þinginu til' að stjórn LSS gerði
átak til úrbóta á meðferð eiturefna
í samvinnu við Brunamálastofnun og
Almannavarnir því slökkvilið séu
vanbúin til að taka á óhöppum með
slík efni. Þá lagði nefndin til að stjórn
sambandsins leitaði eftir samstarfi
við Vinnueftirlit ríkisins um úrbætur
á aðbúnaði, hollustuháttum og ör-
yggi á slökkvistöðvum. Þá vill nefnd-
in að Brunamálastofnun sjái til þess
að reglugerðum um hlífðarbúnað
slökkviliðsmanna sé framfylgt því
oft hafi sést til slökkviliðsmanna að
störfum illa eða óvarða og skorar á
Brunamálastofnun og alla slökkvi-
liðsstjóra landsins að framfylgja
reglugerð um reykköfun og reykköf-
unarbúnað.
Þingið mótmælti harðlega „þeim
ranga og villandi málflutningi sem
fram hefur farið í fjölmiðlum lands-
ins um eldsvoða, t.d. að Réttarhálsi
2 í Reykjavík," eins og segir í sam-
þykktinni. Hvatt var til þess að fag-
leg umræða fari fram um eldsvoða,
þar sem stjórn LSS verði leiðandi
afl, sem verði til þess að slökkvilið
landsins geti dregið lærdóm af.
- Ákveðið var að halda milliþing í
vor þar sem ákveðið verður hvort
landssambandið fær umboð til kjara-
samninga fyrir slökkviliðsmenn sem
eru tæplega 1.500 talsins, þar af 225
atvinnumenn. Þá var harðlega mót-
mælt fyrirhugaðri hækkun eftirla-
unaaldurs en sambandið hefur í mörg
ár barist fyrir því að eftirlaunaaldur
slökkviliðsmanna verði lækkaður nið-
ur í 55 ár.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra;
„Samskipti EFTA og EB kom-
in á allt annað stig en áður"
RÁÐGJAFARNEFND Fríversl-
unarbandalags Evrópu, EFTA,
en í henni eiga sæti fulltrúar
atvinnulífs og vinnumarkaðar í
öllum EFTA-löndunum, kom
saman í Genf í gær og þar flutti
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra erindi um stöð-
una í viðræðum EFTA og Evr-
ópubandalagsins, EB, en utan-
rikisráðherra er formaður ráð-
herranefndar EFTA. Utanríkis-
ráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ráðgjaf-
arnefndin hefði unnið mikið og
gott starf og væri í nánu sam-
starfi við samsvarandi nefnd frá
Evrópubandalaginu.
Ráðgjafarnefnd EFTA er undir
formennsku Islendinga og Ólafur
Davíðsson, hagfræðingur Félags
íslenskra iðnrekenda, var í gær
endurkjörinn formaður nefndar-
inna þriðja árið í röð. „Þetta er
mikil traustsyfirlýsing við Ólaf,"
sagði utanríkisráðherra.
„Það er almennt mat manna
að þessar viðræður hafi gengið
mjög hratt fyrir sig. Það er Ijóst
að samskipti EFTA og EB eru
komin á allt annað stigi en þau
voru áður og menn eru yfirleitt
jákvæðir í mati sínu á þeim ár-
angri sem hefur náðst hingað til,"
sagði Jón Baldvin. Hann sagði að
þann 25. þessa mánaðar yrði
óformlegur           ráðherrafundur
EFTA-ríkjanna, þar sem fjallað
yrði um heildarskýrslu um stöðu
viðræðna og að honum loknum
myndi hann gera Andriessenj
varaframkvæmdastjóra Evrópu-
bandalagsins grein fyrir niður-
stöðunum.
Jón Baldvin sagði að starfs-
hóparnir fjórir hefðu þegar skilað
bráðabirgðaniðurstöðum og hann
hefði kynnt þær í ræðu sinni í
gær. „Hópurinn sem fjallað hefur
um fríverslun með vörur bendir á
tvær leiðir. Annars vegar að sam-
komulagið felist í útvíkkun á þeim
fríverslunarsamningum sem hvert
EFTA-ríki hefur við Evrópu-
bandalagið, eða að upp verði tek-
ið visst form á tollabandalagi.
Mestar líkur eru á að fyrri kostur-
inn verði valinn," sagði utanríkis-
ráðherra.
Ráðherra kvaðst sérstaklega
hafa fjallað um stöðu EFTA-ríkj-
anna að því er varðaði verslun
með fiskafurðir. „EFTA-ríkin sem
heild leggja það til að á svæðinu
öllu verði fríverslun með fiskaf-
urðir, þannig að þetta er ekki
lengur sérkrafa okkar íslend-
inga," sagði Jón Baldvin.
Þá sagði ráðherra að hópurinn
sem hefði fjallað um frjást flæði
fjármagns legði til að það yrði á
svæðinu öllu og stefnt að afnámi
hindrana að því er varðaði fjár-
magnsþjónustu banka, trygginga-
félaga, verðréfamarkaða o.þ.h.
Þriðji starfshópurinn fjallaði
um frelsi fólks til búsetu og at-
vinnu á svæðinu öllu. „Þar eru
grundvallarreglurnar þær að ekki
verði um mismunun að ræða á
grundvelli þjóðernis og að reglan
um frjálsræði til vinnu og búsetu
verði viðurkennd," sagði Jón Bald-
vin, „pó að sérstaða sumrajanda,
og þá sérstaklega okkar íslend-
inga hafi komið fram og við höfum
svipaðan fyrirvara og gilda að því
er varðar norræna vinnumarkað-
inn."
Fjórði hópurinn fjallaði um
samstarfsverkefnin frá fyrri tíð.
„Það liggur fyrir stöðumat, sem
felur í sér að um tvíhliða samn-
inga er yfirleitt að ræða um þátt-
töku EFTA-ríkjanna í ýmsum
verkefnum innan Evrópubanda-
lagsins, svo sem varðandi aðgang
að æðri menntastofnunum, náms-
mannaskipti, réttindi náms-
manna, starfsþjálfun í atvinnulífi,
sameiginlegar vísinda- og rann-
sóknaáætlanir og fleira þess hátt-
ar," sagði Jón Baldvin.
Ráðherra sagði að auk ofan-
greindra atriða hefði verið fjallað
um skýrslu á fundinum í gær sem
tekin hefði verið saman af ráð-
gjafarnefnd EFTA um félagsleg
málefni og snertu sérstaklega
samskipti launþega og vinnuveit-
enda.
„Menn gera sér vonir um veru-
legan ávinning af því að til verði
einn samræmdur evrópskur mark-
aður upp úr áramótunum 1992-
1993.  EFTA-ríkin sem slík eru
mjög sterk efnahagsleg heild. Þau
standa fyrir um 27% af öllum inn-
flutningi Evrópubandalagsins og
um 60% af útflutiningi þeirra er
til jafnaðar til Evrópubandalags-
ins. Það er einnig mjög athyglis-
vert að um 50% af allri fjárfest-
ingu EFTA-landanna fer fram
innan Évrópubandalagsins," sagði
utanríkisráðherra.
Jón Baldvin sagði að þær könn-
unarviðræður sem staðið hefðu
að undanförnu færu nú að nálg-
ast lokastig. „Það sem er fram-
undan nú er hinn óformlegi ráð-
herrafundur EFTA þann 27. októ-
ber, hér í Genf. Þar verður heild-
arskýrslan metin og í framhaldi
af því mun ég eiga viðræður við
Andriessen og kynna honum nið-
urstöður ráðherrafundarins. Evr-
ópubandalagið mun skila skýrslu
til ráðherraráðs þess, þann 6. og
7. nóvember nk. Síðan verður
málið til umfjollunar hjá ráðherr-
aráði Evrópubandalagsins á fund-
um þess 8. og 9. desember og
búist er við því að þar muni þeir
gefa formlegt svar við Oslóaryfir-
lýsingu EFTA frá því í vor.
EFTA-ráðherrarnir hittast svo
aftur á fundi þann 11. og 12.
desember, og lokaáfanginn verður
svo 19. desember þegar báðir
aðilar hittast á ráðherrafundi í
París og þar búast menn við því
að tekin verði ákvörðun um heim-
ild til þess að hefja eiginlegar
samningaviðræður á næsta ári,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56