Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						œ 36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989

Blökkumannaleiðtog-
ar í S-Afríku náðaðir
^ Jóhannesarborg. Reuter.
Afrýjunarréttur Suður-Afríku
náðaði í gær fimm blökkumenn
sem dæmdir voru í 5-12 ára fang-
Búlgaría:
Lofa breyttri
stjórnarskrá
Sófíu. Reuter.
LEIÐTOGAR kommúnistaflokks
Búlgaríu hétu því í gær að innan
mánaðar yrðu gerðar stjórnar-
skrárbreytingar sem fælu í sér að
valdaeinokun flokksins yrði aflétt
formlega líkt og víða austantjalds.
Þúsundir manna gengu um götur
Sófíu, höfuðborgar Búlgaríu, í gær,
annan daginn í röð. Fjörutíu þúsund
manns komu saman á fimmtudag í
borginni og kröfðust umbóta. Petar
Mladenov, leiðtogi landsins, kom þá
út á svalir þinghússins og ávarpaði
mannfjöldann. En tæplega heyrðist
í honum vegna þess að mannfjöldinn
kallaði á móti: „Afsögn!" og „Mafía!".
Við svo búið sagði Mladenov: „Ef
þið trúið okkur ekki þá gæti það ieitt
til mikils harmleiks," og sneri aftur
inn.
elsi í fyrra eftir langvarandi rétt-
arhöld. Komst rétturinn að þeirri
niðurstöðu að við meðferð málsins
hefði hæstarétti landsins orðið á
réttarfarsleg mistök.
Blökkumennirnir fimm voru á
sínum tíma sakaðir um landráð en
þeir voru sagðir forsprakkar mikilla
mótmæla um land allt gegn stjórn
hvítra manna á árunum 1984-86.
Réttarhöldin stóðu í þrjú ár. Þeir
afplánuðu dómana í Robben Island
fangelsinu skammt frá Höfðaborg
og voru látnir lausir strax í gær.
Stjórnvöld í Suður-Afríku sögðu
í gær, að samþykkt Sameinuðu þjóð-
anna um aðskilnaðarmál frá því í
fyrradag, væri stórgölluð og skrítin.
Allsherjarþingið samþykkti ályktun
um ástandið í Suður-Afríku þar sem
þess var krafist að pólitískir fangar
yrðu tafarlaust látnir lausir, starf-
semi bannaðra samtaka yrði leyfð,
neyðarástandslögum aflétt og her-
sveitir kveðnar á brott frá hverfum
blökkumanna.
Pik Botha, utanríkisráðherra,
sagði ályktunina tímaskekkju því
hún væri samþykkt á sama tíma og
unnið væri að verulegum umbótum
fyrir blökkumenn og stjórnin í Pret-
oríu hefði það að yfirlýstu markmiði
að binda enda á aðskilnaðarstefn-
Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokka í Chile fagna sigri í gær er
tfóst var að frambjóðandi stíórnarandstððunnar, Patricio Aylwin,
hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum, sem fram fóru á
fimmtudag.                                   ,
Forsetakosningarnar í Chile:
Aylwinvinnur
yfirburðasigur
Santiago. Reuter.
KRISTILEGI     demókratinn
Patricio Aylwin vann yfirburða-
sigur í forsetakosningunum í
Chile á fímmtudag og tekur við
völdunum af Augusto Pinochet
hershöfðingja, sem stjórnað hef-
ur landinu harðri hendi undan-
Saab-Scania
selur til Gen-
eral Motors
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA fyrirtækið Saab-Scania
ætlar að seh'a bandaríska fyrir-
tækinu General Motors helming
hlutafjár í fólksbifreiðaverksmiðj-
um sínum. Tapið á fólksbifreiða-
framleiðslu sænska fyrirtækisins
er áætlað 1,8 milljarðar sænskra
króna (17,6 milljarðar ísl. kr.) á
þessu ári.
Að sögn forsvarsmanna Saab-
Scania verður stofnað nýtt fyrirtæki
um fólksbifreiðaframleiðsluna og
kaupir General Motors, sem þekkt
er fyrir bílasmíði, helming þess á
600 milljónir dala (37,2 milljarðar
ísl. kr.). Nýja fyrirtækið mun heita
Saab Automobile og verður í Troll-
hattan í Sviþjóð. Þar verða fram-
leiddir Saab 900 og 9000 auk nýs
eðalvagns sem settur verður á mark-
að á næsta ári.
farin 16 ár.
„Samkvæmt bráðabirgðatölum,
sem birtar voru i gærmorgun, fékk
Aylwin 55,2% atkvæða og hefur
enginn unnið jafn stóran sigur í
forsetakosningum í landinu á þess-
ari öld. Hernan Buchi, fyrrum fjár-
málaráðherra í stjóro Pinochets,
fékk 29,4% atkvæða og kaupsýslu-
maðurinn Francisco Javier Errar-
uriz 15,3%.
Þúsundir Chile-búa söfnuðust
saman á götum höfuðborgarinnar,
Santiago, til að fagna úrslitunum.
Sigurvegari kosninganna ávarpaði
þá og ságði að brýnt væri að sætta
hinar stríðandi fylkingar í landinu
til að hægt yrði að tryggja lýð-
ræði í landinu. „Ég vil verða for-
seti allra ChiJe-búa og til þess
þarf ég stuðning allra," sagði Ayl-
win, sem er 71 árs að aldri. Hann
boðar engar breytingar á stjórn
efnahagsmála en hefur lofað að
bæta kjör hinna fátæku í landinu.
Carlos Caceras, innanríkisráð-
herra landsins, viðurkenndi ósigur
stjórnarinnar en óskaði sigurveg-
aranum ekki til hamingju og þyk-
ir það benda til þess að erf itt verði
að koma á sáttum í landinu. Cacer-
as fór hins vegar iofsamiegum
orðum um Pinochet og stjórn hans,
sem hann sagði hafa lagt grunninn
að lýðræði og traustum efnahag
í landinu.
FUNDUR UTANRIKISRAÐHERRA NATO
Reuter
Kjell Magne Bondavik, utanríkisráðherra Noregs (t.v.), Manfred Wörner, framkvæmdastjóri NATO, og
James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja í Brussel í gær.
íslendingar boða til ráð-
stefiiu um mengunarhættu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í Brussel í gær
að íslendingar hygðust boða til hringborðsumræðna í Reykjavík
snemma á næsta ári um mengunarhættu í Norður-Atlantshafi af vöid-
um umferðar kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta. Umhverfismálanefhd
Atlantshafsbandalagsins (NATO) verður boðið að sitja ráðstefhuna.
Fundi utanríkisráðherra NATO
lauk í Brussel í gær. Jón Baldvin
sagði að langstærsta málið hefði
verið samþykkt sameiginlegra til-
lagna NATO varðandi niðurskurð
hefðbundinna vopna og herja í Evr-
ópu en þessar tillögur voru formlega
lagðar fram í Vínarborg á fimmtu-
dag. Tillögurnar kveða á um risavax-
inn niðurskurð á mannafla og eyði-
leggingu tugþúsunda vopna. Ut-
anríkisráðherra sagði tillögurnar
byggðar á kenningunni um lágmark-
sviðbúnað en framkvæmd þeirra á
að tryggja að ekkert ríki á meginl-
andi Evrópu ráði yfir vopnabúnaði
sem geri því kleift að að gera skyn-
diárás. Góðar horfur eru á að samn-
ingur í þessa veru verði undirritaður
á næsta ári og sömuleiðis ríkir al-
menn bjartsýni um að takast megi
að ljúka gerð samnings um fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna fyrir
mitt næsta ár.
Annað mál sem Jón Baldvin sagði
að vakið hefði mikla athygli var
áætlun sem samþykkt var fyrir hönd
NATO-ríkjanna um að lofthelgi að-
ildarríkja NATO og Varsjárbanda-
lagsins verði opnuð. Sagði utanríkis-
ráðherra áætlun þessa snúast um
eftirlit með þeim varnarviðbúnaði
sem eftir stæði er lokið hefði verið
gerð afvopnunarsáttmálanna sem
nefndir voru hér að framan.
í þriðja lagi kvaðst Jón Baldvin
vilja nefna ákvörðun um að NATO
leggi fram verulega fjármuni til að
kynna forystu- og fræðimönnum frá
ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu
starfshætti og stofnanir lýðræð-
isríkjanna á Vesturlöndum til að
þeir geti betur gert sér grein fyrir
hvernig lýðræðí og þíngræðí er í
raun framkvæmt.
Utanríkisráðherra sagði að efna-
hagsástandið í Sovétríkjunum væri
þannig að ekki væri hægt að styðja
það með sannfærandi rökum að um
afturhvarf gæti ekki orðið að ræða.
Stefna Vesturlanda hlyti að vera sú,
eins og komið hefði fram með af-
dráttarlausum hætti á fundi utanrík-
isráðherranna, að gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að styðja við
bakið á umbótaöflunum. Hann sagði
að í umræðum um hlutverk og til-
gang NATO hefði komið fram að
vinnan að markmiðum bandalagsins
hefði tekist sérlega vel allt frá því
það var stofnað sem svar við ógnun
hins sovéska herveldis. Atlantshafs-
bandalaginu væri ætlað að koma í
veg fyrir styrjöld, að tryggja öryggi
og frið og bandalagið hefði staðist
margar áraunir, tímabil kalda
stríðsins og svæðisbundinna átaka.
„Nú er svo komið að aðdráttarafl
þeirra þjóðfélaga sem að bandalag-
inu standa er ótvírætt og þjóðir Mið-
og Austur-Evrópu leita til þessara
ríkja sem fyrirmynda þess sem koma
skal. Hugmyndafræði kommúnis-
mans er gjörsamlega gjaldþrota,"
sagði utanríkisráðherra. Menn yrðu
að^gera sér Ijóst að þeir stæðu
frammi fyrir upphafi langs ferils
breytinga sem ekki gerðust eins og
hendi væri veifað. Hlutverki NATO
væri því engan veginn lokið. NATO
væri bæði varnarbandalag og
pólitískt bandalag. Hlutverk þess
hefði breyst yfir í það að samræma
og stýra afvopnunarsamningum og
að stilla saman sjónarmið aðild-
arríkjanna á vettvangi utanríkis-
mála.
Styrkir til rannsókna
álýðræðisskipnlaginu
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) sam-
þykktu á fimdi sinum í Brussel í gær að styrkja embættis- og fræði-
menn frá Austur-Evrópuríkjunum til að kynna sér lýðræðislega
stjórnskipan aðildarríkja bandalagsins. Styrkirnir verða augiýstir
til umsóknar í byrjun næsta árs.
Ákveðið er að verja sem svarar
20 milljónum ísl. kr. til þessa verk-
efnis sem verður á vegum upplýs-
ingadeildar NATO en sú deild sinnir
að mestu samskiptum við borgara
aðildarríkjanna 16. Áætlunin sem
er byggð á samþykkt leiðtogafund-
ar NATO frá í maí í vor er í sam-
ræmi við þá stefnu bandalagsríkj-
anna að efla á sem breiðustum
grundvelli  samskipti  austurs  og
vesturs. Styrkirnir nefnast á ensku
„The NATO Democratic Institutions
Fellowship" og verða rannsókna og
dvalarstyrkir til íbúa aðildarríkja
Varsjárbandalagsins. A-Evrópubú-
um hefur um árabil staðið til boða
að sækja um rannsókna- og dvalar-
styrki vísindasamstarfs NATO-ríkj-
anna en fjöldi íslendinga hefur no-
tið góðs af þeim.
Skráningarnúmerin slegin
hæstbjóðanda
Fólk sem telur persónuleg skráningarnúmer á bíla sína
ómissandi stöðutákn brá sér í jólainnkaup hjá uppboðs-
fyrirtækinu Christie's í London á fimmtudag og greiddi
samtals 1,54 milljónir sterlingspunda (ríflega 152 millj.
ísl. kr.) fyrir númer á 74 ökutæki. Vinsælust reyndust
númer sem mynda sérnöfn. Fulltrúi ónefnds kaupanda
borgaði 176.000 pund (1.742.000 kr.) fyrir númerið
„1A" og kona nokkur keypti númerið „JUL 1E" í jóla-
gjöf handa dóttur sinni á 37.000 pund (366.000 ísl.
kr.). „AUir í fjölskyldunni eiga persónuleg númer," sagði
konan, „og ég vona að þetta númer komi dóttur minni
skemmtilega á óvart; það fer á BMW-inn hennar." Það
er samgönguráðuneytið sem stendur fyrir þessari sölu
á óútgefnum númerum allt frá árinu 1903, er skráning-
ar hófust „og arðurinn gengur til skattgreiðenda," sagði
aðstoðarsamgönguráðherrann. Meðal númera sem fóru
á tugi þúsunda sterlingspunda voru „1 RON", „ANN
1E", „Buy 1T" og „BR AIN".
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76