Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C 51. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS • • > Oryggisráðið fordæmir tregðu Iraka til að eyðileggja vopnasmiðjur: Eftírlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yfirgefa Irak Finna 13 grein- ar Hemingways FUNDIST hafa 13 áður óþekktar frétta- greinar eftir Ernest Hemingway í skjala- safni kanadíska blaðsins Toronto Star og verða þær birtar í sérstökum blað- kálfi í dag. Hemingway var þar blaða- maður á árunum 1920-23 og skrifaði fréttir og greinar frá Frakklandi, Ítalíu og Miðausturlöndum en var settur í að sinna smámálum í Toronto eftir að hafa misst af stórfrétt um breska forsætisráð- herrann Lloyd George í New York sum- arið 1923. Sagði hann upp og hætti í desember þegar borgaður hafði verið jólabónus. Greinarnar sem birtast í dag voru Ilemingway-fræðingum ókunnar enda skrifaðar undir dulnefni eða ómerktar. Meðal annars er þar frásögn af eltingaleik við glæpamenn um fenja- svæði skammt frá Toronto, grein um siglingu á eintrjáningi og svipmynd af hnefaleikaranum Jack Dempsey. Mannablóð fram- leitt í músum JOHN Dick, vísindamaður við barna- sjúkrahús í Toronto í Kanada, hefur þróað aðferð til að framleiða blóð í músum með því að flytja beinmerg úr mönnum yfir í ferfætlinginn smágerða. Með því móti hefur honum tekist að þróa tiltölulega nákvæma eftirlíkingu af blóð- kerfi mannsins og framleiða blóð sem er nánast eins og mannablóð. Er þar um að ræða tímamótaárangur í rannsóknum og meðferð á blóðsjúkdómum og sagði hann í viðtali við tímaritið Science að með þessu móti verði hægt að flýta fyr- ir rannsóknum á blóð- og erfðasjúkdóm- um. Notaðar eru sérstakar mýs sem hafa ekkert ónæmiskerfi. Fátækum fjölgar í Bandaríkjunum STÖÐUGT fjölgar fátækum Bandaríkja- mönnum sem þurfa hjálp til að hafa til hnífs og skeiðar og fcngu þannig 24,85 milljónir manna sérstaka skömmtunar- seðla til matvælakaupa í desember, að því er skýrt var frá í gær. Bættust 290.000 manns í hópinn í jólamánuðinum og var það sjöundi mánuðurinn í röð sem aukning verður á útgáfu matvæla- skömmtunarseðla. Jafngildir það að tí- undi hver Bandaríkjamaður þurfi á opin- berri aðstoð að halda til að framfleyta sér. Fjölgaði bótaþegum alls um 3,1 millj- ón frá árinu áður og þykir þð endur- spegla vaxandi efnahagskreppu í Banda- ríkjunum. Hámarksaðstoð af þessu tagi á mánuði ncmur 370 dollurum til fjögnrra manna fjölskyldu sem hefur mánaðartekjur undir 1.450 dollurum eða 87 þúsundum íslenskra króna. Bagdaö. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar fyrirskipuðu í gær vopnaeftirlitsmönnum sínum sem verið hafa í Irak að yfirgefa landið. Á föstudagskvöld fordæmdi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Iraksstjórn fyrir að hunsa frest sem henni var gefinn til að leyfa að búnaður til að breyta Scud- eldflaugum yrði eyðilagður. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fóru í gærmorgun frá Bagdað til höfuðstöðva sinna í Bahrain. Þeir komu til íraks fyrir rúmri viku og ætluðu að hefjast handa um eyðileggingu umrædds búnaðar íraka á miðvikudag. írökum var tvisvar veittur auk- inn frestur og rann sá síðasti út á föstu- dag. Stjórnarerindrekar segja að þessi þróun mála sýni að erfitt geti reynst fyrir íraka að fá Sameinuðu þjóðirnar til að aflétta við- skiptabanni á Irak sem lýst var yfir vegna innrásarinnar í Kúveit í ágúst 1990. írakar halda því fram að þeir hafi staðið við sínar skuldbindingar um að eyðileggja vopna- smiðjur og verðlauna ætti þá með því að aflétta viðskiptabanninu. Samkvæmt heimildarmönnum Reuters- fréttastofunnar snýst málið um búnað til að bæta Scud-eldflaugar þannig að þær dragi lengra en nú. Irakar mega framleiða og eiga eldflaugar sem draga 150 km en því er haldið fram að þeir vinni að því að eignast langdrægari flaugar. Að sögn hafa fjórar verksmiðjur fundist sem þjóna þessum tilgangi. írakar sögðu í bréfl til Sameinuðu þjóðanna á föstudag að hægt væri að breyta verksmiðjunum þannig að þar færi fram friðsamleg starfsemi og smíði skamm- drægra flauga. Lögðu þeir til að engin ákvörðun yrði tekin um framvindu málsins fyrr en þeir hefðu sent nefnt stjórnarerind- reka til New York einhvern tíma í þessum mánuði. Öryggisráð Sþ kom saman á föstudags- kvöld og hélt fund fyrir opnum tjöldum til að undirstrika hversu alvarlegt málið væri. í yfirlýsingu ráðsins var írökum skipað að senda nefnd til New York til að útskýra afstöðu sína. Málið yrði tekið upp að nýju ekki síðar en í þarnæstu viku. Bréf íraka var gagnrýnt og minnt á að það væri nefnd Sameinuðu þjóðanna sem ákvæði hvaða búnað ætti að eyðileggja en ekki írakar. „Aðilar að ráðinu leggja áherslu á að írakar verða að gera sér grein fyrir alvarlegum afleiðingum þess að halda áfram að brjóta efnislega gegn ályktun 687,“ sagði í yfirlýs- ingu öryggisráðsins. Sú ályktun var hin fyrsta af mörgum um að eyðileggingu vopnaverksmiðja Iraka. ÞAD ERU ERFIÐIR TIMAR ÞAÐ ER ATVINNUÞREF Xísiliðjan við Mývatn BJARGVÆTTUR EDA BÖLVALDUR 20 EI\GAR GERVILAD8MR DAVÍÐ ODDSSONI VIÐTALI VIÐ MORGUN- BLAÐIÐ 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.