Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989. Fréttir Hæsti vmningur einstaklings í getraunum um helgina: „Yfirleitt læt ég tilfinningarnar ráða“ Síðastliðinn laugardag voru úrslit í ensku knattspyrnunni það snúin að einungis einum tippara tókst að geta rétt til um öll merkin á get- raunaseðlinum. Potturinn var þre- faldur og upphæðin því töluverð, 4.246.978 krónur. Að auki var þessi heppni tippari, sem ekki vill láta nafns síns getið, með ellefu rétta á tíu röðum og fær 28.086 krónur fyrir hverja ellefu. Samtals fékk hann 4.527.838 krónur sem mun vera hæsta upphæð sem einstaklingur hefur unnið í getraunum á íslandi. „Ég hef nú tippað í 230 vikur, allt síðan í 18. leikviku keppnistímabils- ins 1981/82,“ segir huldumaðurinn. „Þó hef ég misst úr nokkrar vikur. Yfirleitt læt ég tilfinningarnar ráða og tippa fyrir nokkurn veginn sömu upphæð í hverri viku. Ég nota alltaf opna seöla, finnst það gefa bestan árangur. Á föstudaginn í síðustu viku var ég staddur í versluninni Skalla í Hraunbænum og fannst ég verða að tippa, þó svo að ég hefði þegar verið búinn að skila af mér skammtinum, Mikil röskun á flugi í morgun - 300 farþegar biðu í Keflavík 1 morgun Flugleiðaþota frá New York varö að hætta við lendingu í Keflavík í morgun vegna veöurs. Flaug þotan til Lúxemborgar með viðkomu í Glasgow. Er reiknað með að far- þegamir komi heim frá Luxemborg undir kvöldið. Um 300 farþegar biðu eftir flugi á Keflavíkurflugvelli í morgun. Gekk illa að komast meö þá til Keflavíkur frá Reykjavík vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Ekki stóö til að flogið yrði frá Keflavík fyrir hádegi nema veðrinu slotaði. Innanlandsflug lá allt niöri í morgun og biðu 250 Flugleiöafar- þegar flugs síðan í gær. Þá varö röskun á fiugi seinni part dags. Átti að athuga með flug undir há- degi. -hlh Ófærðin í morgun: Komust ekki í skóla af Vatnsendahæð „Það var svo mikill sorti og skaf- renningur þarna upp frá að ég taldi ráðlegast að senda börnin heim til sín aftur. Færðin var orðin mjög léleg þannig ég rétt komst ofan af Vatnsendahæöinni aftur og niður í Kópavoginn. Það er eins og að koma úr vetri i sumar. Það er allt annað veður þama upp frá,“ sagði Helgi Jóhannsson bílstjóri sem daglega sér um að flytja 30 skóla- böm af Vatnsendahæð i Digranes- skóla í Kópavogi. ‘ Helgi sagði að það hefðu veriö eldri krakkarnir, sem mæta fyrr, sem hann sendi heim. Efaðist hann um að þau yngri kæmust í skólann nema mtt yrði við Vatnsendahæð- ina í dag, ef það gagnaðiþá nokkuð. -hlh hjá Fram, eins og venjulega. Ég setti þrjú merki á fjóra efstu leikina en eitt merki á hina. Það gaf af sér eina tólfu og átta ellefur en að auki var ég með tvær ellefur á seðlinum," bætir huldutipparinn við. „Hef aldrei fyrr fengið tólfu“ „Ég hef verið með nokkrum aðilum í ROZ-hópnum en frá áramótum hef ég verið einn. Það hefur gengið þokkalega en með þessum árangri aukast líkurnar verulega á sigri í hópleik Getrauna. Ég ætla þó ekki að auka þátttökuna í getraunum að ráði heldur halda mínu striki sem fyrr. Það er hægt að nota peningana í ýmislegt annað. Til dæmis ætla ég að kaupa stærri íbúð og eins mun ég sennilega fara til útlanda í skemmti- reisu, ef það verður afgangur eftir íbúöarkaupin. Það er stórkostleg til- finning að fá tólf rétta svona úr heið- skíru lofti því ég hef aldrei fyrr feng- ið tólf rétta, reyndar ekki fyrsta vinn- ing, þó svo að oft hafi ég verið með annan vinning,“ segir árangursrík- astitipparilandsins. t -EJ „Hef aldrei fyrr fengið tólf rétta,“ segir tippari sem fékk hæsta vinning sem einstaklingur hefur fengið í getraunum á íslandi. DV-mynd GVA Alþjóölega skákmótiö í gærkvöldi: Aðeins tveir sigrar Fyrsta umferð Fjarkaskákmóts Skáksambands íslands var telld á Hótel Loftleiðum í gær. Sigurður Daði Sigfússon vann Watson, enskan alþjóðlegan meist- ara, Hodgspn vann Tisdal frá Nor- egi, Helgi Ólafsson vann Björgvin Jónsson. Þátttakendur í mótinu eru 14 talsins og í hópi þeirra eru sex alþjóðlegir meistarar. Margeir Pétursson gerði jafntefli við Jón L. Árnason, Þröstur Þór- hallsson gerði jafntefli við sovéska stórmeistarann Eingorn og Karl Þorsteins gerði jafntefli við Balac- hov. Skák Sævars Bjarnasonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar lauk með jafntefli seint í gærkvöldi eftir að Hannes hafði haldið betri stöðulengstaf. -Pá Jón Baldvin Hannibalsson um varaflugvöll: NATÓ borgi völlinn og Bandaríkin reksturinn „Hinn efnahagslegi þáttur er ekki bara bygging mannvirkis heldur er það spuming hvort flugvöllurinn geti orðið lyftistöng fyrir efnahags- og atvinnuþróun í þeim landsfjórð- ungi sem hann verður byggður," sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra um efnahagsleg rök fyrir byggingu varaflugvallar Atl- antshafsbandalagsins hér á landi fyr- ir utan aukiö flugumferðaröryggi á íslensku flugstjómarsvæði. Lausleg kostnaðaráætlun um byggingu flugvallarins ásamt með- fylgjandi mannvirkjum er um 200 milljónir dollara eða um 10,2 millj- arðar króna. Kostnaður viö rekstur hans er áætlaður um 75 til 100 millj- ónir króna á ári. „Við geram ráð fyrir því að semja um rekstrarkostnað flugvailarins að verulegu leyti viö Bandaríkjastjóm á grandvelli varnarsamningsins," sagði Jón Baldvin. Atlantshafsbandalagið setur það sem skilyrði fyrir framlagi úr mann- virkjasóöi sínum aö völlurinn verði að lágmarki 3 kílómetrar, að flughlöð verði nægjanlega rúm, að aðstaða verði til viðgerða í flugskýli, að aö- staða til eldsneytisgeymslu verði við völhnn ásamf tengingu við olíuhöfn, að á vellinum verði fullkominn flug- tum, slökkvistöð og bygging fyrir farþega og áhafnir. - En hver er hagur íslendinga af þessum velli fyrir utan að 10 mill- jörðum verður veitt inn í hagkerfið? „Ef við gefum okkur það að þróun- in stefni í þá átt að síaukinn hluti af okkar útflutningi fari fram með gámaflutningum í flugi um langar vegalengdir, oft á tíðum með breið- þotum, þá er augljóst mál að þessi flugvöllur hefur mjög mikið efna- hagslegt hagsmunagildi fyrir þann landshluta þar sem hann væri.“ Jón Baldvin lagði áherslu á að varaflug- völlur eins og hann væri ráðgerður í tillögum Atlantshafsbandalagsins væri ekki sambærilegur hugmynd- um Steingríms J. Sigfússonar sam- gönguráðherra um lengingu nokk- urra flugbrauta til að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Varaflugvöllur Atlantshafsbandalagsins tryggði jafnframt öryggi stærstu véla í milli- landaflugi eins og til dæmis breið- þotna Flying Tigers. -gse Helgi hættur Helgi Þór Jónsson, fyrrverandi eigandi Hótel Arkar, gegnir ekki lengur störfum hjá hótelinu. Sig- urður Hall, sem hefur haft veit- ingaaðstöðu hótelsins á leigu, hefur nú einnig umsjón með hót- elinu. Hann segir að margir virð- ist halda að hótelið sé lokað - svo er alls ekki. Þegar hafa margir bókað árshátíðir og fleira á Örk- inni. Framkvæmdasjóður íslands, sem keypti hótelið á nauöungar- uppboöi, leitar ráöa til að rifla leigusamningi þeim sem Helgi Þór Jónsson þinglýsti 5. október 1988. Nauðupgaruppboöiö fór fram 6. oktöber. Það er daginn eftir að leigusamningnum var þinglýst. Því er alls óvíst hversu lengi núVerandi rekstraraðilar ráöa ríkjumáHótelÖrk. -sme Kaiser á f lösk- um í fyrstu Austurríski bjórinn Kaiser, sem er einn þriggja erlendra bjóra sem seldur verður í útsöl- um ÁTVR eftir 1. mars, verður aðeins seldur á flöskum fyrstu bjórdagana. „Viö vorara að frétta að ef skipaferöir verða með eðlilegum hætti ætti fyrsta sendingin af Kaiserbjór, 4 gámar, að berast til landsins um 24. febrúar. Það verða einungis flöskur þar sem merkingar á dósimar vora ekki tilbúnar. Dósimar koma til landsins aðeins seinna en ná- kvæmlega hvenær get ég ekki sagt nú. En fólk mun ömgglega fá Kaiser á bjórdagtnn," sagði Ásdís Jónasdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Útgörðum sf., umboös- aðila Kaiserbjórs, í samtali við DV. -hlh Tuborg mætir tímanlega „Þaö er reyndar ekki í okkar höndum að panta bjór. Þaö gerir áfengisverslunin. Ég veit þó ekki betur en að Tuborgbjórinn veröi kominn til landsins l. mars, svo framarlega sem skipaferðir fram að þeim tíma verða með eðlileg- um hætti," sagði Lárus berg, framkvæmdastjóri hjá Ölgerö- inni Agli SkaUagrímssyni, viö DV. Frá 1. mars er Egill Skalla- grímsson umboðsaðili Tuborg á Islandi. Hefur verið gengiö frá öllum saraningum þar aö lútandi. Átöppun Tuborgbjórs mun aö öll* um líkindum hetjast hér á landi eftir þrjá til fjóra mánuöi. -hlh Skíðatogbrautir: Ný reglugerð send út í dag Vinnueftirlit ríkisins sendir eigendum skíðatogbrauta nýja reglugerð um öryggisatriði í dag. Helstu breytingar, sem geröar verða, eru að öryggislínur verða oettar við neðri drifhjói eins og era nú við efri hjólin. Þá verða geröar frekari kröfur um gæslu, girðingar og eins neyðarstöðvun- arrofa fyrir skíöamenn. Þrjú til fjögur önnur atriði eru í hinni nýju reglugerð auk þeirra sem hér voru nefnd. Þessar breytingar era geröar vegna hins hörmulega slyss sem varð viö skíðatogbraut í Garöabæ 8. febrúar síðastliðinn. Þá lést tvítug stúlka, Ólöf Ágústa Jóns- dóttir, er hún dróst í neðra hjól skíðatogbrautarinnar. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.