Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992. Reykjavlk fyrr og nú_____d Úr sögu Landakots INNKAUPASTOFIMUN RIKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK - Fyrri hluti - auövitaö megi deila um það hversu vel skipulagsyfirvöld hafa á hverj- um tíma nýtt sér þessi landslags- einkenni. 18du öld og áriö 1806 var það lagt undir lögsagnarumdæmi Reykja- víkurkaupstaöar. Man eg þig mey Landakot er sögusviöið í ástar- ævintýrum a.m.k. tveggja þekktra íslendinga á I9du öld. Einn helsti kaupmaöurinn í Reykjavík á fyrsta aldaríjórðungi 19du aldar, Lauritz Michaei Knuds- en, ættfaðir íslensku Knudsenætt- arinnar, haföi keypt Landakot af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Westy Petræusi, árið 1820. Eftir aö L.M. Knudsen lést 1828 flutti ekkja hans og böm aö Landa- koti. Gestkvæmt var á heimilinu, enda þóttu dætur Knudsens gull- fallegar og vel gefnar. Lífi þeirra og ástum hefur Jón Helgason rit- stjóri gert góð skil í ritum sínum, íslenskt mannlíf. Einn þeirra sem um 1830 sótti þetta gestkvæma heimili var Jónas Hallgrímsson. Hann haföi hrifist mjög af einni dótturinni, Christ- iane Dorotheu Knudsen. Jónas bað hennar árið 1832 en fékk afsvar. En hann gleymdi ekki stúlkunni á Landakoti og segir sagan aö Jónas hafi aldrei elskað aðra konu upp frá því. Indriði Einarsson lætur svo um mælt að ástin hafi gefið Jónasi sorgina og hún hafi gert hann að skáldi. Sama árið og Christiane hryggbraut listaskáldið gekk hún að eiga danskan verslunarstjóra í Reykjavík, Hans Edvard Thomsen. Þau hjónin bjuggu í Reykjavík í tvö ár, síðan í Vestmannaeyjum og loks á Þingeyri við Dýraijörð þar sem Edvard var verslunarstjóri hjá Knudtzon, þeim er byggði myllurn- ar í Reykjavík. Christiane og Ed- vard fluttu tfl Kaupmannahafnar 1840 og bjuggu þar síðan. Eftir að Christiane flutti til Hafn- ar á Jónas að hafa séð hana á götu. Samtíðarmaður Jónasar greinir svo frá að skáldinu hafi brugðið illa við þá sýn, gengið heim til sín og ort þar umsvifalaust kvæðið Söknuð, eitthvert meitlaöasta ást- arkvæði tungunnar. Þar segir m.a.: Löngum mun eg, fyr hin ljósa mynd mér úr minni líði, á þá götu, Mynd úr erlendu fréttablaði er þú ganga hlýtur, sorgaraugum sjá. Ástríður Thordersen og Gísli Brynjúlfsson Landakot varð dómkirkjuprests- setur er Helgi G. Thordersen keypti staðinn áriö 1837. Hann byggði þar timburhús sem enn stendur út við Túngötu og er gamla prestshúsið í Landakoti. Þar fyrir vestan, í hinum gömlu bæjarhúsum Landakots, bjó þá Guðrún, dóttir Stefáns Þórarins- sonar amtmanns. Guðrún var ekkja eftir Gísla Brynjólfsson, prest í Hólmum, sem drukknaði á Reyðarfirði árið 1827. Sonur Guð- rúnar og Gísla prests var Gísli Brynjúlfsson, fæddur sama ár og faðir hans drukknaði. Gísli varð síðar alþingismaður og skáld og loks dósent í íslenskum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Dóttir Helga dómkirkjuprests var Ástríður sem síðar giftist Sigurði Melsted, lektor við Prestaskólann. Ástríður var tveimur árum eldri en Gísli. Til er raunaleg saga af æskuástum Gísla og Ástríðar en hann mun hafa svikið hana í tryggðum. Engu að síður má helst ætla af ýmsum kvæða Gísla að hann hafl harmað þessi dapurlegu sögulok og tregað Ástríði. Kaþólskir kaupa Landakot Eftir að Helgi varð biskup 1845 seldi hann eftirmanni sínum, Ámunda Jónssyni dómkirkju- presti, Landakot. Ámundi seldi síð- an Landakot kaþólskum presti 1859 sem verið hafði fyrirgreiðslumaður franskra sjómanna hér á landi frá 1857. Þegar kaþólskir kaupa Landakot hefst nýr kafli í sögu Landakots- hæðarinnar, kafli trúar og fórn- fýsi, sem greinir frá margra ára- tuga þrotlausu líknarstarfi St. Jó- sefssystra. Sá kafli er vel þess virði að honum sé einnig gaumur geflnn. Ekki síst nú í ár, er Landakotsspít- ali-verður níræður. Kjartan Gunnar Kjartansson Undirlendi höfuðborgarinnar fyrir vestan Elliðaár greinist í ávalar hæðir og leiti en dalverpi og mýrar þar á milli. Sem dæmi um hæðirn- ar má nefna Rauðarárholtið, Öskjuhlíðina, Háaleiti, Bústaða- háls og Laugarás. Reykjavík er ekkert einsdæmi að þessu leyti en frægastar hæðóttra borga eru án efa Aþena og Róm. Þetta landslag Seltjarnamessins hefur haft sín áhrif á skipulag og uppbyggingu borgarinnar þó að Hæðótt borgarlandslag Það er óneitanlega galli á hæðótt- um borgum að þær eru erfiðari yfirferðar fyrir hjólreiðamenn. En kostir hæðanna eru samt miklu fleiri en flatneskjunnar. Hæðimar veita skipulagsyfirvöldum skemmtilega möguleika á fallegum útsýnisstöðum og skjólgóðum úti- vistarsvæðum þar á milli. Þær skapa fjölbreytilegra sjónarhom innan borganna, ýta undir sér- kenni borgarhluta og gefa borgum ákveðið heildarsvipmót, enda til- valdar fyrir glæsilegar almenn- ingsbyggingar. Rétt eins og Grikkir byggðu hof sín á borgarhæðum hafa Reykvíkingar gjaman staðsett þar kirkjur sínar. Það er þvi engin tilviljun að Hallgrímskirkja varð fljótlega tákn fyrir borgina í hefld. Perlan á svo ekki síður eftir að verða tákn Reykjavíkur. Hún er einhver glæsilegasta opinbera bygging sem reist hefur verið hér á landi, fellur mjög smekklega að umhverfmu og á eflaust eftir að verða stolt borgarbúa um ókomna tíð. Fyrstu hæðir Reykjavíkur Horft yfir Kvosina frá Hólavöllum um 1874. 1. 2. 3. / ili » F.h. Ríkisspítala og annarra sjúkrastofnana er óskað eftir tilboðum í eftirtalda einnota vöruflokka Útboð 3790/2. Opnun 16/3/92 kl. 11.00. Plast-hlífðarhanskar, plast-dýnuhlífar og plast-hlífðarskór. Útboð 3791/2. Opnun 13/3/92 kl. 11.00. Sterilir nýrnabakkar (EMESIS BOWS). Útboð 3792/2. Opnun 18/3/92 kl. 11.00. Sterilir handþvottaburstar fyrir skurðstofuborð. Útboðsgögn eru seld á kr. 500 fyrir hvert útboð á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti Þá settu vindmyllurnar svip á holtin sín hvorum megin bæjarins: Hólavallamyllan, sem var reist 1830 og stóð í hálfa öld, og Hol- lenska myllán í Þingholtunum sem var reist um miðja 19du öldina og stóð rétt fram yfir aldamót. Einn og sami maðurinn, P.C. Knudtzon kaupmaöur, lét reisa báðar myll- umar. Síðast en ekki síst ber að geta Skólavörðunnar sem á rætur að rekja til þeirrar siðvenju skólapilta á Hólavelli að hlaða upp og halda við vörðu á Skólavörðuholtinu. Hinn eiginlegi útsýnistum, sem nefndur var eftir upphaflegu vörð- unni, stóð á holtinu á ámnum 1868-1931. Hjáleiga frá fornu fari Landakotshæðin dregur nafn sitt af býli sem stóð skámmt suðvestur af þeim stað þar sem Kristskirkja stendur. Landakot var hjáleiga frá Reykjavikurbænum en elstu heim- ildir greina frá búskap í Landakoti rétt fyrir siðaskipti. Landakot var lagt til Innrétting- anna við stofnun þeirra eftir miðja Vagga Reykjavíkur stendur í Kvosinni, milli gömlu hafnarinnar í norðri og Tjarnarinnar í suðri. En sitt hvorum megin, vestan og austan Kvosarinnar, eru Landa- kotshæð og Skólavörðuholt sem hafa frá upphafi sett svip sinn á bæjarmyndina. Á þessum tveimur hæðum hafa löngum staðið mann- virki sem gnæfðu eins og útverðir yfir miðbæinn, sitt hvorum megin við hann. Vindmyllur og Skólavarða Á Hólavelli í sunnanverðri Útsýni yfir miðbæinn frá Hólavöllum. Landakotshæðinni var Hólavalla- skóh vígður sama ár og Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 1786. Að vísu var skólahúsið illa byggt, enda stóð það ekki nema í rúma tvo ára- tugi. En þar var engu að síður eini skóhnn á íslandi um tíma, þar var alþingi haldið tvö síðustu skiptin áður en það var lagt niður árið 1800 og þar var Landsyfirréttur tU húsa í nokkur ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.