Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Taktu þátt í skemmtilegum leik meö Sparihefti heimilanna og þú getur átt von á aö vinna gómsætt páskaegg frá Nóa Síríusi. Allt sem þú þarft aö gera er aö hringja í 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um Sparihefti heimilanna sem nú hefur veriö dreift í öll hús á höfuöborgarsvæöinu. Þann 12. apríl næstkomandi veröur dregiö úr pottinum og hljóta hvorki meira ná minna en 500 heppnir þátttakendur páskaegg frá Nóa-Síríusi í verölaun. Þú sem þátttakandi í leiknum getur kannaö hvort þú sért einn af þeim heppnu meö því aö hringja í síma 99-1750 frá 12. apríl næstkomandi. Páskaeggin -eröa afhent vinningshöfum laugardaginn 15. apríl. Útboð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskaö eftir tilboðum í endurmálun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar II. Útboðsgögn verða seld á 1.000 krónur á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. apríl 1995, kl. 11.00. bgd 42/5 Endurnýjun veitukerfa og gangstétta - áfangi 3, 1995. F.h. Hitaveitu Reykjavikur, gatnamálastjórans í Reykjavík, Raf- magnsveitu Reykjavíkur, Símstöðvarinnar í Reykjavík og Vatns- veitu Reykjavikur er óskað eftir tilboðum i endurnýjun dreifikerfis hitaveitunnar og jarðvinnu fyrir rafveitu, síma og vatnsveitu, auk yfirborðsfrágangs I eftirtöldum götum: Fornhaga, Ægisiðu, Nes- vegi og Sörlaskjóli. Helstu magntölur eru: Lengd hitaveitupípna 2.979 m Skurðlengd 3.480 m Gangstéttarsteypa 2.700 m2 Malbikun 1.400 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn 15.000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. apríl 1995, kl. 11.00. hvr 43/5 Við vekjum athygli á að útboðsauglýsingar birtast nú einnig í ÚTBOÐA, íslenska upplýsingabankanum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 2 58 00 Framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands Bændasamtök íslands óska eítir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri í höfuðstöðvum samtakanna. Umsækjandi þarf að hafa kandídatspróf í búfræði eða sambærilega menntun, auk reynslu af stjór nunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Umsóknum ber að skila til for manns Bændasamtaka íslands, Ara T eitssonar, sem veitir nánari upplýsingar í síma 91-630300 eða 96-43159- ÍSLEtySKUR LANDBÚNAÐUR Menning Jón Sæmundur Auðarson leikur aðalhlutverkið í Ein stór fjölskylda. 4^ Háskólabíó - Ein stór flölskylda: * Kúgaður eigin- maður fer út á líf ið Bjartsýni hefur í gegnum árin einkennt íslenska kvikmyndagerö. En þótt reyndari kvikmyndgerðar- menn séu með reynslunni farnir að láta raunsæið ráða þá skjóta ávallt upp kollinum kvikmyndagerðar- menn sem leggja allt að veði og meira til í eina kvik- mynd og er Jóhann Sigmarsson einn þeirra. Hann ásamt Júlíusi Kemp lagði ótrauður í að gera Veggfóður án nokkurra styrkja. Jóhann skrifaði handritið að Veggfóðri og sýndi að hann hefur skemmtilegan húm- or. Hann bætir um betur í Ein stór fjölskylda þar sem hann auk þess að skrifa handritið leikstýrir og framleið- ir kvikmyndina. Það sést líka fljótlega að Ein stór fjöl- skylda er gerð af vanefnum og margt hefði mátt gera betur, hljóöið er slæmt og einstök atriöi hreint og beint klaufaleg. Á móti kemur nokkuð frumleg saga sem stát- ar af góðum húmor sem þó skilar sér ekki alltaf. Aðalpersónan er Jói, kúgaður eiginmaður, ekki af eiginkonunni heldur af ríkum tengdaforeldrum sem hann býr hjá. Það er ekki nóg að Jónas vinni hjá tengdaföður sínum fyrir smánarlaunum heldur er hann nánast notaður sem þjónn á heimilinu. Dag einn fær hann nóg og stingur af, leigir sér herbergi og fer út á lífið, nær sér í stelpur til stundargamans og nýtur þess ríkulega að hafa stolið gulikorti tengdaföður síns. Það sem Jónas greyið gerir sér ekki grein fyrir er að hann er einstaklega frjósamur og skilur eftir sig slóð- ina af ófrískum stúlkum, þar á meðal eiginkonuna. Framsetning sögunnar er oft mjög viðvaningsleg og ekki bætir slæmur leikur. Það sem heldur myndinni gangandi eru lúmsk og oft meinfyndin tilsvör aðalper- sónunnar. Það nægir samt ekki til að skapa heil- steypta gamanmynd. Um leið og komin er stígandi í söguna tapast hún í tilviljunarkenndri samsetningu. I öUum helstu hlutverkum eru reynslulitlir leikarar. Jón Sæmundur Auðarson leikur Jóa og þar sem hann Kvikmyndir Hilmar Karlsson segir sögu sína sjálfur er hann allan tímann á tjald- inu. Þrátt fyrir að Jói sé eina ljóslifandi persónan í myndinni er hlutverkið ekki mikið átakahlutverk en þegar á heildina er litið kemst Jón Sæmundur vel frá sínu, er mátulega afslappaður og hefur greinilega gam- an af því sem hann er að gera. Það sama verður ekki sagt um stúlkurnar í lífi hans. Það er ekki nóg að per- sónurnar séu mjög ólósar, stúlkurnar sem leika þær gera þær nánast að vélrænum og tilfinningalausum verum. Það þarf virkilega sterkan leikstjóra til að leikstýra kvikmynd sem skipuð er jafnmörgum áhugaleikurum. Jóhann hefur enn ekki þá reynslu sem til þarf. Hann er aftur á móti ágætur handritshöfundur. Það nægir samt ekki í þessu tilfelli og þótt Ein stór fjölskylda sé greinilega gerð við ófullkomnar aðstæður þá hefði átt að vera hægt að gera úr þessari sögu mun betri mynd með meiri vandvirkni. Ein stór tjölskylda. Leikstjóri og handritshöfundur: Jóhann Sigmarsson. Kvikmyndataka: Guómundur Bjartmarsson. Leikmynd: Benedikt Elfar og Ómar Stefánsson. Hljóð: Jóhannes Bjarnason. Tónlist: Skárr'n ekkert. Aðalleikarar: Jón Sæmundur Auðarson, Ásdis Sif Gunnars- dóttir og Sigrún Hólmgeirsdóttir. Messías Söngsveitin Fílharmónía og kammersveit stóðu að flutningi Messíasar eftir Georg Friedrich Hándel í Langhpltskirkju laugardaginn 25. mars. Stjómandi var Úlrik Ólason og konsertmeistari Szymon Kuran. Þetta vinsæla og ástsæla verk Hándels er erfitt í flutningi, einkum hvað varðar hlutverk einsöngvaranna og kórsins. Hljómsveitarhlutinn er nú oftast leikinn á gömul hljóðfæri og þegar svo er ekki er tekið tillit til þess leikmáta er tíðkaðist á þau hljóðfæri. Að þessu sinni var forleikurinn ekki leikinn nægilega „púnkter- að“ og í heildina ekki nógu röggsamlega. Tenórinn söng Kolbeinn Ketilsson og gerði hann það mjög þokkalega þótt t.d. artikulasjón hafi ekki verið góð í aríunni „Ev’ry valley shall be exalted" en það er ein- mitt artikulasjónin sem er svo mikilvægt að einsöngv- aramir skili nákvæmlega í þessu verki, enda notar Hándel slíkt flúr mikið. Bjami Thor Kristinsson söng bassann og er hann með fallega rödd. Hann er greinilega efnilegur söngv- ari en þarf að laga nokkuð inntónun sína. Alina Du- bik söng althlutverkið og gerði það vel, sérstaklega söng hún aríuna „He shall feed his flock“ fallega. Elísa- bet Erlingsdóttir og Xu Wen sungu sópranhlutverkin. Elísabet hefur faUega og ágætlega fyllta rödd og skil- aði hlutverki sínu yfirleitt mjög vel þótt aðeins hafi borið á erfiðleikum í inntónun í fyrstu aríu hennar, „Rejoice greatly, 0 daughter of Zion“ en það breyttist strax í framhaldinu. Xu Wen hefur mjög létta og netta Tónlist Áskell Másson rödd og með fallegri áferð en þarf að styrkja fókus raddarinnar, nokkuð sem kemur vonandi með meiri reynslu. Kórinn, Söngsveitin Fílharmónía, viröist tæp- lega búa yfir þeirri lipurð og jafnvægi í tón og túlkun sem nauðsynleg er til þess að skila þessu stórvirki tónbókmenntanna vel. Sum kóratriðin vom þó betur sungin en önnur, t.d. „Surely he hath bome our gri- efs“, „Lift up your heads, 0 ye gates" og Hallelujah- kórinn. Tempó vom oft nokkuð í hægari kantinum og verö- ur þessi flutningur í heildina að teljast fremur slakur þótt einsöngvararnir hafi skilað sumu fallega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.