Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 25. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						t* ^
* t>

'"SffW
'•*•
LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1999
/*
51
*
Vill stofna íslenska nýyrðasmiðju fyrir áhugamenn:
Islensku mætti nota sem herfræðilegt dulmál
Þegar dóttir undirritaðs var fyrir
fáeinum árum á ferð í Belgíu gaf sig
óvænt á tal við hana ungur maður
sem hafði veður af þvi að hún væri
íslensk. í ljós kom að pilturinn hafði
mikinn áhuga á íslandi og íslensku
máli, sérstaklega þeirri sérvisku ís-
lendinga að reyna að húa til nýyrði
yfir hvaðeina sem tungan átti ekki
orð yfir áður. Þar kom í tali þeirra
að stúlkan ljóstraði því upp að
pabhi gamli hefði tekið þátt í þeim
leik og búið til nokkur orð sem
komist hefðu inn í daglegt mál land-
ans. Þá kom í ljós að þetta var
ástríða belgíska piltsins, að búa til
nýyrði á íslensku, og nú vildi hann
fyrir hvern mun ná sambandi við
foður stúlkunnar.
Þannig bar saman „fundum" okk-
ar Jefs Braekmans. Við höfurn
aldrei sést en iðulega talað saman í
síma og Jef hefur
verið duglegur að
senda mér sýnis-
horn af iðju sinni.
Nú síðast, á degi
íslenskrar tungu í
haust, sendi hann
mér innbundið
handrit sitt að ný-
yrðum úr efha-
fræði, þar sem
hann     leggur
áherslu á að öll
efhafræðiheiti séu
íslenskuð. ís-
lenskri málstöð
og Orðanefnd
efhaverkfræðinga
voru einnig send
eintök af þessu
verki.
Ástæða er til að
kynna þennan
unga mann sem
leggur svo mikla
vinnu og rækt í
hreinsun á máli
sem hann talar í
raun ekki sjálfur.
Samskipti okkar
Jefs hafa farið
fram á eins konar
ensku en þó er
gripið til íslensk-
unnar á báða
bóga ef enskan
gerist stirð. Ég
bað hann þess
vegna að gera dá-
litla grein fyrir
sjálfum sér ef
vera kynni að
færi gæfist að
segja íslenskum
blaðalesendum
frá honum og
tómstundastarfi
hans:
„Þá langar mig jef Braekmans -
að  gera  fyrst áhugamál.
grein fyrir nafh-
inu mínu," sagði
Jef. „Skírnarnafnið er borið fram
sem Jeff, með j-hljóði eins og í jeppi.
En þó ae í eftirnafhi mínu sé líkt og
stafurinn æ í íslensku er samstafan
aðeins borin fram sem langt a, „Bra-
a-kmans".
Ég er fæddur 1. maí 1965 í Duffel,
grannþorpi borgarinnar Lier í Belg-
íu, svo sem tíu kílómetra suðaustur
af Antverpen. Faðir minn lést
tveimur mánuðum áður en ég fædd-
ist svo að mamma flutti heim til
ömmu minnar 1 Ranst sem einnig er
í grennd við Lier. Þar átti ég svo
heima fyrstu fimm árin. Mamma
giftist aftur árið 1970 og þá settumst
við að í Mortsel, þéttbyggðu út-
hverfi Antverpen. Það stóð þó ekki
lengi því 1975 keyptu foreldrar min-
ir hús í Lier og þar höfum við nú átt
heima í 23 ár. Ég á eldri bróður,
Philip, sem er þremur árum eldri en
ég, og hálfsystur, Ingrid, sem fædd
er 1971.
Ahuginn kviknaði út frá
sænsku
Þegar ég var 12 ára hóf ég nám í
framhaldsskóla í Boechout (milli
Lier og Mortsel). Eftir þrjú ár byrj-
aði ég síðan á hagfræðibraut og þeg-
ar þvi námi lauk enn þremur árum
seinna fékk ég starf hjá póstinum
þar sem ég hef unnið síðan. En 1.
desember síðastliðinn gerðist ég
tollvörður.
Árið 1991 kviknaði áhugi minn á
sænsku og ég keypti mér sænsku-
námskeið og orðabók fyrir byrjend-
ur. Þá var nýkomin út bók sem hét
„Scandinavische       basiswoor-
denschat" og hafði að geyma 3500 al-
gengustu orðin í norrænum málum,
ekki bara sænsku.
Ég tók fljótt eftir því hve íslensk-
an var frábrugðin norrænu málun-
um á meginlandinu og fékk áhuga á
þessu sérkennilega máli. Til að
byrja með fór ég að kynna mér sögu
norrænna tungumála. Það hvarflaði
ekki að mér að fara að læra ís-
Orðmyndunarlegur
hreinleiki
Eitt megineinkenni íslensku er
orðmyndunarlegur hreinleiki henn-
ar. Hún er útlendingum lokuð bók
og mætti jafnvel nota hana sem her-
fræðilegt dulmál líkt og Bandaríkja-
menn notuðu mál navahóindjána í
heimsstyrjöldinni síðari. En í ís-
lensku er samt að finna nokkur er-
lend orð sem gott væri að losna við.
Útlendingar geta botnað í orði
eins og „kengúra" en gagnvart orð-
inu „skyppill" (sá sem skoppar -
samanber einnig gæluheitið Skippy
sem notað er um kengúrur á heima-
slóðum þeirra) stæðu þeir alveg á
gati. Sama má segja um „sprengi-
hlaup" (napalm), „ljúfferskja"
(nektarína) og „þjóðherji" (nasisti).
íslendingar verða
að verja forystu
sína í því að tala
heimsins hreinasta
tungumál.
Það er sama hve
viðfangsefnið er
erfitt, það er alltaf
hægt að finna ís-
lenska lausn. Menn
verða bara að
halda áfram að
brjóta heilann um
öll fjölþjóðleg orð.
Stakur dropi mótar
engan stein en
haldi þeir áfram að
koma nógu margir
eyðist steinninn
um síðir. Sú stað-
reynd að ekki er
öllum fjölþjóðleg-
um orðum útrýmt
stafar fremur af því
að menn nenna
ekki eða vilja ekki,
fremur en aö það sé
útilokað að búa til
ný, alíslensk orð.
Ég skildi að orð
er á íslandi til
um allt sem er
hugsað á jörðu.
(Einar Benediktsson)
„Nýyrða-
smiðjan
fjöreggs-
brynja"
kann ekki íslensku en hefur nýyrðasmíð
lensku - ekki strax. Ég var of
hræddur við hina flóknu beygingar-
fræði málsins.
En smám saman varð áhugi minn
á íslenskunni að ástríðu. Ég sneri
baki við sænskunámskeiðinu og
keypti mér kennsluefni í íslensku.
Á þeim tíma var ekkert fáanlegt
annað en lingafónnámskeið sem
kostaði 800 Bandarikjadali. Það var
heilmikil fjárfesting.
Ég pældi í gegnum alla fimmtíu
kaflana í námskeiðinu en það þýðir
ekki að ég geti talað íslensku al-
mennilega. Besta tungumálanámið
felst í því að dvelja í viðkomandi
landi, þar sem málið er talað.
Ég hef áhuga á
að komast í sam-
band við íslenska
áhugamenn um ný-
yrðasmíði. Fram til
á íslensku sem Þessa hef ég unnið
einn. Það væri
miklu uppbyggi-
legra að gera þetta
i samvinnu við þá sem í raun tala
málið. Enn sem komið er er ég gjör-
samlega kunnáttulaus hvað tölvur
snertir en vinn að úrbótum á því
sviði og vænti þess að frá 11. degi
góu - kallast það ekki 1. mars nú til
dags? - geti ég tekið á móti og svar-
að í netfangið braekmansh@ping.be
Kannski geta áhugamenn um
nýyrði tekið höndum saman og
stofhað það sem ég myndi kalla
„Nýyrðasmiðju". Nýyrðasmiðja á
sviði áhugamennsku væri jafngildi
orðanefhda hinna ýmsu stétta sem
skipaðar eru fagfólki, nema hvað
áhugamenn einskorða sig ekki við
tiltekin svið. Þess vegna má
eiginlega líta á þá sem eins konar
þrýstihópa. Gott heiti á klúbb af
þessu tagi væri „Nýyrðasmiðjan
fjöreggsbrynja".
Afskaplega þætti mér gaman að
vera í svona klúbbi."
S.H.H.
Atvinnutækifæri
Lítill, sætur mexikóskur
skyndibitastaður f mibænum til leigu.
Frábært teekifæri fyrir duglegan og
sjálfstæðan aðila.
Áhugasamir leggi inn upplgsingar um
nafn og símanúmer í síma B3B eeon,
talhólf.
Til Sölu                      árg. '95
Ford F150 V- 8 bensín,
ek. 35 þ. mflur, vskbíll.
Þjófavörn,
fjarræsibúnaður,
lok yfir skúffu
o.fl.
Verð 1.500 þús, + vsk. J UpPi. í síma
Æ%
Umsóknir um styrki
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði
skv. 1. gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994.
Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum
fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem verða
mega til eflingar íslenskri menningu.
Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka
og menningarsögulegra rita. Jamframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan
stuðning annarri skyldri starfsemi, s.s. vegna hljóðbókagerðar.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í afgreiðslu
menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík,
fyrir 26. febrúar 1999.
Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins,
Björg Eilingsen, menntamálaráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs
Áskrifendur fá Jö%
aukaafslártaf
smáauglýsingum DV
—1
*mh%s
%.
\
Smáauglýsingar
IES3
5505000
Gegn framvísun
miða fæst 20%
afsláttur gegn
staðgreiðslu.
15% afsláttur
gegn korti,
aðeins
affatahreinsun.
Gildir í febrúar
1999.
Hreinsum allan fatnað
gluggatjökl
svefnpoka
i  rússkinn
£  áklæði
í -teður
Htmmm, ýtmmn mj jt&mn
Vönduð vinna, hröð og góð þjónusta
Opið, mán - fira ftá kl. 8.15
18.00
Föstadaga frá kl. 8.15 -18.30
Laugarciaga firá kl. 10.00 - 14.00

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64