Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. okt. 1945. Þjóðviljanum hefur hor- izt eftirfarandi bréf frá miðstjórn Alþýðusam- hands íslands: Sunnudagmn 21. okt. þ. á. birtist í Alþýðublaðinu grein undir nafninu „Kommúri.st- ar gera Alþýðusamband ís- lands að kosningahreiðri sínu“. Undirfyrirsögn: „Kommúnistar í stjóm þess heimta nafnaskrár félaganna t:l afnota fyrir flokk sinn“. Þá er því haldið fram: 1) að Alþýðusambandið hafi ekkert að gera með með- limaskrár félaga sinna, nema þegar Alþýðusambandsþing standi fyrir dyrum, 2) að í umræddu bréfi sam- bandsins sé það beinlínis tek- ið fram „að það sé - nauð- synlegt fyrir hana (miðstjórn ina) að f.á í sínar hendur nafnaskrárnar þar sem kosn- ingar standi nú fyrir dyrum“, 3) að „verkalýðsfélögin eigi ekki að .afhenda þeim (þ. e. sambandinu) meðlimaskrár sínar“. Vér sjáum ekki'ástæðu til þess að Svara hér ýmsum ó- sæmilegum getsökum í nefndri. Alþýðublaðsgrein, en viljum þó taka fram eftir- farandi; 1. Inhköllun á nafnaskrám sambandsins er og hefur ætíð verið sjálfsögð skipulagsráð- stöfun hjá sambandinu og stendur eigi í neinu sam- bandi við Alþýðusambands- þing. í öllum löndum þar sem verkalýðssamtök eru komin í sæmilegt - horf, hafa sam- bandsskrifstofurnar mjög glögga skrá yfir alla meðlimi sambandsdeildanna, til þess að geta fylgzt með flutningi sambandsmeðlima milli staða og félaga og' geta gefið upp-- lýsingar um það. í lögum og skipulagi Al- þýðusambandsins er greini- lega gert ráð fyrir þessu, þótt þetta þýingarmikla skipu- lagsatriði hafi hinsvegar ekki verið framfylgt sem skyldi af fyrrverandi sambandsstjórn- um. Þráfaldlega kemur það fyr- ir, að sambandsfélög snúa sér til sambandsskrifstofunnar og óska upplýsinga um það hvort viðkomandi einstakling ar, nýkoimnir í félags- eða starfssvæði þeirra, með ó- fullkomnum eða engum fé- lagsskírteinum, hafi verið eðá séu félagsbundnir í þessu eða hinu sambandsfélagi, sem viðkomandi einstaklingur til- greinir. Ekkert er sjálfsagð- ara og eðlilegra en það, að stjórnir sambandsfélaganna leiti upplýsinga hjá sambands skrifstofunni um svona mál. Undir ýmsum kringumstæð- um er ekki hægt að gefa slik ar upplýsingar, nema skrif- stofa sambandsins hafi- með- limaskrár höndum. félaganna undir 2. Til þess að hrekja þá ó- skammfeilnu staðhæfingu í nefndri Alþýðublaðsgrein, að í bréfinu til sambandsfélag- ánna hafi innköllun meðlima- skránna verið sett í samband við kosningar, leyfum vér oss hér með að tilfæra orðrétt allt, sem þar er sagt um þetta mál, en þar segir: „1) Þar sem nauðsynlegt er að sambandið hafi sem bezt yfirlit. yfir meðlimatölu .hvers einstaks sambandsfé- lags á hverjum tíma, og að það geti sem bezt fylgzt með flutningi sambandsmeðlima milliifélaga og .staða, og gef- ið upplýsingar í því efni, þegar með þarf, felur mið- stjórnin skrifstofunni að skrifa öllum sambandsfélög- um og fá þau til að senda sambandinu meðlimaskrár sínar eins og þær voru um s. 1. áramót, og halda þeirri reglu framvegis að senda ár- lega skrá yfir nöfn nýrra meðlima, yfir þá sem ganga úr viðkomandi félagi, láta yfirfæra sig í önnur félög, flytjast burtu, hvert þeir flytjast og skrá yfir þá sem látizt hafa á umliðnu ári o. s. frv“. En. það sem sagt er í nefndu bréfi voru undir 2. lið þess varðandi kosningar, hefur verið birt í tímariti sambandsins „Vinnunni“, og hljóðar svo: „Með tilliti til kosninga þeirra, sem háðar verða um land i allt á næsta ári, og að búast má við . sterkum átök- um milli flokka í sambandi við þær, vill miðsþjórnin á- minna öll sambandsfélög Ai- þýðusambandsins um að standa ^som bezt á verði um hina' stéttarlegu. einingu á grundvelli stéttarlegra sjón- armiða alþýðunnar, hvað sem átökum stjórnmálaflokka líð- ur. Þetta má þó engan \reginn skiljast þannig, að stéttarsam tök verkalýðsins eigi að líta á þessar kosningar sem óvið- komandi mál — þvert á móti. — Kosningar þessar eiga verkalýðsfélögin beinlinis að nota til allsherjar liðssöfn- unar vinnandi stétta um hags munamálin. Kemur þá eink- um til greina nýsköpun at- vinnuveganna, þ. e. sköpun einingar vinnandi fólks um framkvæmd þeirra stefnu- mála, sem núverandi stjórn- arsamvinna byggist á — og stéttarleg eining gegn þeim öflum, sem vilja koma henni á kné. Með skírskotun til ályktana 18. þings Alþýðusambands- ins um stuðning verkalýðsins við stefnuskrá núverandi rík- isstjórnar og þátttökú hans í nýsköpun: atvinnuveganna (til áð fyrirbyggja átvinnu- leysi í framtíðinni), leggur miðstjórnin ríkt á við sam- bandsfélögin, að þau einbeiti. baráttu sinni sem mest á at- vinnumálin og nýsköpunina, hvert, á sínum stað, og s;*ái svo um,. að þessi og önnur knýjandi hagsmunamál vinn— andi stétta,.. maxki. línurnar milli afturhaldsaflanna ann- arsvegar, hvar 1 flökki sem þau standa, og framfaraafl- anna hinsvegar, við þessar kosningar. Atvinnumólanefndir -þær, sem sambandsfélögin hafa komið sér upp, hafa í þessu sambandi miklu hlutverki að gegna, hver á.sinum stað, — og hvetur miðstjörnin öll þau sambandsfélög, sem ekki hafa þegar kosið sér sldkar nefndir, til að gera það sem allra fyrst, og láta samband- ið fylgjast með, hvað gert er í þessum efnum“. 2. Það má vel vera að vond kosningasamvizka setjist nú að þeim, sem telja eigi flokks hagsmuni eiga samleið með hagsmunum stéttarsamtaka vinnandi fólks og að skyldu- rækni Alþýðusambandsins við skipulagsmál sín valdi þeim ofsjónum. En svo ein- falt og sjálfsagt mál sem það, að Alþýðusambandið hafi skrá yfir meðlimi sambands- félaganna, getum vér eigí séð að sé til miska einum flokki fremur en öðrum, með tilliti til kosninga. Því kjörskrárnar standa þeim opnar að jöfnu, að því er vér bezt vittim. Vér látum hér staðar num- ið í þeirri fullu vissu, að sam- bandsfélög vor láti eigi undir .höfuð leggjast að senda sam- þándsskrifstofunni nieðlima- skrár sínar, þau sem þegar hafa eigi orðið við þeim til- mælum, né hiki við að rækjá aðrar sjálfsagðar og lagaleg- ar skyldur sínar við heildár- samtök verkalýðsins. Umrætt bréf Alþýðusam-' bandsins leyfum vér- oss að senda blaði yðar hér með, til birtingar, ef bér teljið ástæðu til og rúm heiðraðs blaðs yðar leyfir. Virðingarfyllst, M'ðstjórn Alþýðusambands íslands, Hermann Guðmundsson, Stefán Ögmundsson, Björn Bjamason, Jón Rafnsson, Jón Guðlaugsson, Guðbrandur Guðjónsson. Sigurður Guðnason, Bjarni Erlendsson, Kristján Eyfjörð. Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Þjöðfrelsishreyfing Indónesa yiÐ KRUM FÚSIR til að gera allt fyrir Indónesa nema lofa þeim að stjórna .landi sínu, — þannig segir enska blaðið Daily Wo'rker að sé afstaða hol- lenzku stjórnarinnar til hinnar öflugu þjóðfrelsis- hreyfingar Indónesa. JJOLLENZKU afturhaldsblöðin hafa reynt að koma óorði á hreyfinguna með því að ófrægja þann mann, sem kosinn hefur verið forseti hins nýstofn- aða Indonesalýðveldis. Hi'tt er Hollendingum vel ljóst, að þjóðfrelsishreyfingin 1 Austur-Indíum Hol- lands á s.ér djúpár rætur meðal íbúannav og að hrfeyf- ingin hefur stælzt 1 40 ára baráttu gegn höllenzkri kúgunarstjórn. ý FYRSTA ÁRATUG tuttugustu aldarinnar hófst þjóðernishreyfing á eyjunum, og var hún í fyrstu trúarleg hreyfiríg Múhameðsmanna. En á seinni ár- , um sameinuðust hreyfingunni róttæk stjórnmálaöfl og hin unga verkalýðsfélagahreyfing, og árið 1917 birtu samtökin stefnuskrá, þar sem aðaláherzlan var lögð á sjálfstæði Indónesiu frá Hollandi, en Indó- ■ nesía nær yfir allar Austur-Indíur Hollands. JJREYFINGIN óx óðfluga áratugina eftir heims- styrjöldina, stæltist í stöðugri og harðri baráttu gegn verstu arðránsaðferðum, og náði hámarki í uppreisn árið 1926, er miðaði að fullu sjálfstæði. Kommúnistaflokkurinn, sem var í fylkingarbrjósti, var bannaður og 1300 meðlimir hans reknir í út- legð. Frá þeim tíma fóru Hollendingar að taka þéssa öflugu hreyfingu alvárlega. Hvað eftir annað var hún svipt forustu sinni með því, að leiðtogarn- ir voru fangelsaðir eða gerðir útlægir. Fyrir kom að tókst að kaupa ■ einstöku þjóðfrelsisieiðtoga með . feitum stöðum í hollenzku nýlenduþjónustunni. þEGAR Japanar höfðu hertekið Austur-jíndíur Hollands,1 fann hollenzka stjórnin. sig knúða til að gefa Indónesum einhver fyrirheit sem kynnu að hindra að þe.ir notuðu tækifærið til áð losa sig við hollenzka yfirstjórn fyrir fullt og allt. Löfað var að koma upp ríkisráði, er semja ætti stjórnarskrá þar sem hinir ýmsu hlutar hollenzka heimsveldisins urðu jafnréttháir. Hollendingar hafa lýst yfir að Indónesar hafi reynzt fúsir til að vinna að fram- kvæmd þessara fyrirætlana, en raunar hefur aldrei verið sagt hver staða Austur-Indía ætti að vera inn- an hollenzka ríkisins. Og nú hafa hollenzku stjórn- arvöldin reynt að kljúfa sjálfstæðishreyfinguna með því að nota Indónesa sem vilja vinna með þeim. - JJINSVEGAR sýnir sú ráðstöfun þjóðfrelshreyfing- árinnar að lýsa yfir sjálfstæðu lýðveldi áð Indó- nesar ætla sér ekki að búa við forsjá Hollendinga hér eftir. Fylgi hreyfingarinnar sést á því, að hún nær á vald sitt allri Jövu nema borgunum Zotavíu og Sourabaya, þar sem brezkur og hollenzkur her hefur tekið völdin. — Indónesar eru ekki einir í baráttunni gegn heimsvaldastefnunnl. Indversk, : áströlsk og bandarísk alþýða hefur sýnt þeim sam- úðarvott, Kommúnistaflokkur Hollands beitir öllum áhrifum sínum gegn framferði hollenzka afturhalds- ins, og ' hefur lýst yfir samúð með frelsisbaráttu Indónesa. Þáð getur líka haft áhrif, að voldug auð- valdsöfl í Bandaríkjunum virðast þess albúin að nota tækifærið til að. binda endi á einokúir Breta og Hollendinga á tini og náttúrugúmmíi. pYRIR LÝÐRÆÐISSINNA 'um allan heim eru það sorglegar fregnir, að hollenzkir, brezkir og •franskir herir séu sendir til að bæla niður frelsis- hrfeyfingar vaknandi þjóða — með lýðræði á vör- . unum, en arðrán auðvaldshringa að markmiði. En .. erfitt mun reynast að kúga vaknandi nýlenduþjóðir heimsins ■ undir pýtt ok, nú þegar bví japanská •hefur verið aflétt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.