Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Blaðsíða 5
LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann í eftirtalið starf. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða forstöðumanns þjónustuíbúða aldraðra að Dal- braut 21 -27 er laus til umsóknar. Krafist er reynslu á sviði stjórnunarog reksturs-og jafnframt þekkingarog reynslu í félagsmálastörfum. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 föstudaginn 28. febrúar n.k. Sff LAUSAR STÖÐUR HJÁ l|l REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða fulltrúa er annast ráðgjöf á vistheimilum. Félags- ráðgjafamenntun og starfsreynsla áskilin. Staða fulltrúa við eina af hverfisskrifstofum fjölskyldu- deildar. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg starfsmenntun áskilin. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum umsóknar- eyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánudaginn 24. febrúar. Seglin ■j L dregin saman 1 z n Þrátt fyrir að stangaveiði- 1 1 menn séu vart farnir að dusta rykið af veiðitólum sínum eftir síðustu vertíð, er ýmislegt sem gengur á á bak við tjöld- in. Þannig hefur heyrst að mikil óánægja ,sé meðal for- vígismanna Ármanna og Skotveiðifélagsins eftir að Frjálst framtak sem gefur út tímaritið Á veiðum, ákvað óvænt að draga saman seglin og gefa aðeins út 2 tölublöð á þessu ári í stað þriggja sem áður hafði verið auglýst. Ár- menn og Skotveiðifélagið standa að útgáfunni með Frjálsu framtaki en fréttu síð- astir allra af samdrættinum. Ástæðan sem gefin er upp er dræmar undirtektir auglýs- enda en einnig mun hörð samkeppni við Sportveiði- blaðið hafa sett sitt strik í reikninginn.B Davíð daglega DD eða „Davíð daglega" er kjörorð nýrra „Áhangenda- samtaka Davíðs Oddsson- ar“ og er markmið þeirra að tryggja framgang borgar- stjóra í komandi kosningum meö því m.a. að sjá til þess að hann vanti aldrei í fjölmiðlana fram til vors. Þá hyggjast sam- tökin fá Póst og síma til að gefa út frímerki með ásjónu Davíös og vinna að því að skipt verði um styttu á Áustur- velli og Jón forseti víki fyrir Davíð borgarstjóra. Mörgum virðist umhugað um að steypa Davíð í varanlegt efni til framtíðarinnar því frést hef- ur að í stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar sé að finna tillögu um aö reisa styttu af Davíð úti í Tjarnarhólman- um í stað þess að byggja ráðhús undir hann á Tjarnar- bakkanum. ■ AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslartds verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, þriðjudaginn 18. mars 1986, og hefst kl. 14:00. -------DAGSKRÁ------ 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 11. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1986 STJÓRNIN EIMSKIP * Reykjavíkurborg býöurtil sölu 18 íbúöir í paitiúsum að Hjallaseli 19-23. íbúðirnar eru um 69 fm. að stærð og fylgir hlutdeild í sameiginlegri lóð og lóðarhluti til einkaafnota. Þeir einir geta keypt íbúðir og búið í þeim sem eru orðnir 63 ára gamlir og hafa verið búsettir í Reykjavík a.m.k. 3 undanfarin ár. íbúðareigendur eiga rétt á að njóta þjónustu sem veitt verður í dvalarheimili aldraðra að Hjallaseli 55. íbúðirnareru boðnartil sölu á kostnaðarverði þeirra kr. 3.223.000 og áætlaður afhendingartími þeirraer í apríl/maí 1986. Reykjavík, febrúar 1986 BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Athygli er vakin á því að mögulegt er að taka íbúð upp í kaupverðið. Söluskilmálar og greiðslukjör ásamt uppdráttum og lýsingu á íbúðunum liggja frammi á skrifstofu Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16,2. hæð. íbúðirnar verða til sýnis kl. 13-15 alla virka daga frá 24. febrúar n.k. jlNGAPJÓNUSTAN / SlA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.