Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 3. febrúar 1988 SMÁFRÉTTIR Frá síldarplani á Siglufirði. Ein mynda Vigfúsar Sigurgeirssonar Ijósmyndara sem er á sýningunni í Leik- skemmunni við Meistaravelli. Ljósmynda- sýning í Leik- skemmunni í gasr var opnuð í Leik- skemmu LR v/Meistaravelli i Vesturbænum í Reykjavík sýning á gömlum Ijósmynd- um Vigfúsar Sigurgeirssonar Ijósmyndara sem teknar voru á Siglufiröi og víóar, og eru svo gott sem allar myndirnar tengdar síldveiði og síldar- verkun. Vigfús tók flestar þessar myndir á árunum 1925—40 og eru þær í senn mjög list- rænar og ómetanlegar sem heimildir um síldarvinnu og m. fl. frá liðnum tímum. Sonur Vigfúsar, Gunnar G. Vigfússon Ijósmyndari, hefur stækkað þessar myndir og gengið frá þeim í smekklega ramma. Gunnar hélt sýningu á myndunum á Siglufirði sl. haust og vöktu þær mikla at- hygli og aðdáun bæjarbúa. Myndnar eru til sölu. Leikskemma LR er opin alla daga vikunnar frá kl. 16—20. Veitingahús er á staðnum. Það er opið sýning- ardaga kl. 18—20, og eftir leiksýningar til kl. 01 e. miðnætti. Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú tvö leikrit í Skemmunni; DJÖFLAEYJUNA - leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárason- ar, og söng- og gamanleikinn SILDIN ER KOMIN eftir Iðunni og Kristínu Steinars- dætur, tónlist og söngtextar eftir Valgeir Guðjónsson. Um hvað þarf að semja? Samtök kvenna á vinnu- markaði efna til fundar á Hótel Borg i kvöld, miðviku- dagskvöld 3. febrúar. A fund- inum verður fjallað um kjara- mál og stöðuna í samninga- málum. Ræddir verða þeir kjarasamningar, sem þegar hafa verið gerðir og þær kröf- ur sem Samtök kvenna á vinnumarkaði telja að setja þurfi fram og berjast fyrir að ná. Framsögur flytja, Sigrún Ágústsdóttir, Kristín Friðriks- dóttir og Birna Þóröardóttir. Fundarstjóri verður Guðlaug Teitsdóttir. Á eftir framsögum verða almennar umræður. Sýningar falla niður á Sótaranum Vegna óviöráöanlegra orsaka falla niður sýningar Islensku óperunnar á Litla sótaranum sem vera áttu í dag. 3. febrúar og fimmtu- daginn 4. febrúar. Þeir sem búnir voru að kaupa miða á þessar sýning- ar, vinsamlegast snúi sér til miðasölu íslensku óperunnar milli kl. 15.00 og 19.00 í dag og á morgun. Síminn er 11475. Hlíf gegn skattlagníngu matvöru Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi í trúnaðar- ráði Verkamannafélagsins Hlifar, 28. janúar sl.: Fundur í trúnaðarráði Verkamannafélagsins Hlífar, mótmælir harðlega hverskon- ar skattaálagningu á mat- vöru, þar sem slík skattlagn- ing hlýtur óhjákvæmilega að koma harðast niður á fólki með lágar tekjur. Fundurinn bendir á að nú er svo komið að dagvinnu- laun verkamanns duga ekki lengur fyrir matvöruútgjöld- um. Byrjunarlaun eru kr. 27.577 á mánuði en útgjöld vísitölufjölskyldunnar til mat- arkaupa í janúar sl. voru kr. 28.200. Matarútgjöldin hafa hækkað um kr. 5.400 á mán- uði frá þvi í júlí sl. Á sama tíma hafa lágmarkslaun hækkað um kr. 2.100. Fundurinn skorar á alþing- ismenn að kynna sér betur launakjör verkafólks og fella niður matarskattinn, nema þeir ætli sér vísvitandi í hungurstríð við lágtekjufólkið í landinu. Þá lýsir fundurinn fyllsta stuðningi við Neytendasam- tökin og baráttu þeirra gegn okri og óðelilegum viðskipta- háttum. Opinn fundur um rétt skot- veiðimanna Skotveiðifélag Reykjvíkur og nágrennis — SKOTREIN — heldur opinn fund með fulltrúum allra stjórnmála- flokkanna í menningarmið- stöðinni Gerðubergi laugar- daginn 6. febrúar n. k. kl. 14.00. Yfirskrift fundarins er: Veiöiréttur, staöa og skyldur skotveiöimanna. Félagsstarf skotveiði- manna hér á landi, hófst með stofnun Skotveiðifélags ís- lands — SKOTVÍS — haustið 1978. Þaö félag hefur nú tek- ið við hlutverki sem lands- samband skotveiðimanna og eru deildir innan þess orðnar 5. Talið er að yfir 10.000 ís- lendingar stundi skotveiðar að einhverju marki. SKOTVÍS hefur frá upphafi staðið fyrir skipulegu fræðslustarfi með námskeið- um og fræðslufundum um málefni skotveiðimanna. Segja má aö þar hafi þyngst áhersla veriö lögó á þrjá þætti, sem eru: náttúra landsins og umgengni um hana. í öðru lagi öryggismál en þar hefur annars vegar verið fjallað um meðferð skotvopna og hins vegar um öryggi í fjallaferðum auk fjöl- margra smærri atriða, sem undir þetta heyra. í þriðja lagi hefur svo umræðan um rétt manna til skotveiða á landinu stöðugt verið í gangi. Fræðslufundir og nám- skeið félagsins eru öllum op- in og með árunum hefur fjöldi manna sótt þangað fræðslu um flest það sem tengist skotveiðum. SKOT- REIN annast nú þetta starf á Reykjavíkursvæðinu. Auglýsing HÚSAVÍK Leitað er eftir kaupum á hentugu íbúðarhúsnæði fyrir héraðsdýralækni á Húsavík. Tilboð sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir föstudaginn 12. febrúar 1988. A fundinum ( Gerðubergi verður enn fjallað um land- rétt og veiðirétt. Þar mun verða leitað svara við ýmsum spurningum s. s. éiga allir ís- lendingar hálendið og öræt- in, eða eru stórir hlutar þess í eigu einstaklinga, sem geta þá bannað veiðar þar og jafn- vel umferð? Eru til reglur um landamerki bújarða? Hvað eru heimalönd? Þrengirvax- andi fjöldi erlendra ferða- manna að hagsmunum ís- lenskra veiði- og útivistar- manna? Er til einhver stefna í útivistar og ferðamálum á ís- landi? Ef svo er, eru þá skot- veiðar taldar þar með? Hvað líöur stofnun sérstaks um- hverfismálaráðuneytis? Von- andi hafa stjórnmálamennirn- ir þetta á hreinu. Allir sem áhuga hafa á þessum málum, ættu að koma í Gerðuberg og taka þátt í gagnlegum umræðum um þau. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sirni 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik AUGLÝSING Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á því að 20% álag fellur á söluskatt vegna desembermánaðar sé hann ekki greiddur í síðasta lagi hinn 3. febrúar n.k. Fjármálaráðuneytid, 1. febrúar 1988 KRATAKOMPAN Kratakaffi Kaffihúsið í félagsmiðstöð Jafnaðarmanna Hverfis- götu 8—10 verður opið miðvikudagskvöldið 3. febr. n.k. kl. 20.30. Komið og spjallið og spáið í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn Verkalýðsmálanefnd Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins heldur fund á fimmtudaginn 4. feb. n.k. kl. 17.00 í Iðnó (gengið inn frá Vonarstræti). Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra mætir á fundinn. Nefndarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins Bjarni P Magnússon verðurvið á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 á þriðjudögum frá kl. 10-12. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.