Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						MBIHAID
Föstudagur 2. júni 1989
Norðurlandaför
páfans hafin
Jóhannes Páll páfi og
föruneyti koma hingað til
lands á morgun með þotu
Flugleiða. Ferð páfa til
Norðurlanda hófst í gær
með komu hans til Noregs.
Alls eru um 30 manns meö
í för páfa, auk 50 blaða-
manna. Þotan lendir klukk-
an 13.00 á laugardag og tekur
þar fjöldi fyrirmanna á móti
trúarleiðtoganum. Strax eftir
móttökuna á flugvellinum
heldur páfi til Bessastaða, en
þar þiggur hann og föruneyti
léttar veitingar í boði Vigdís-
ar Finnbogadóttur, forseta
íslands.
Frá  Bessastöðum  liggur
leiðin í Landakotskirkju þar
sem um 500 manns úr kaþ-
ólska söfnuðinum taka á
móti páfa. Síðar um daginn,
klukkan 17.30 hefst sam-
kirkjuleg guðsþjónusta á
Þingvöllum. Skipuleggjend-
ur páfaheimsóknar búast við
um 10 þúsund manns á Þing-
völl.
Sjálf páfamessan verður
síðan á Landakotstúni að
morgni sunnudags og er gert
ráð fyrir að hún standi hátt á
þriðja tíma. Eftir messuna
heldur páfi til flugvallarins
og og þaðan til Finnlands um
klukkan 12 á hádegi.
Skilagjald
dósirnar
Iðnaðarráðuneytið gaf í
gær út reglugerð samkvæmt
lögum er samþykkt voru á
Alþingi, 16. maí sl., um ráð-
stafanir gegn umhverfis-
mengum af völdum einnota
umbúða fyrirdrykkjarvörur.
Samkvæmt reglugerðinni var
Ríkisstjórnin
Viðræður við
Borgaraflokk
ekki komnar
á dagskrá
Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra segir
ekki ákveðið hvenær af við-
ræðum geti orðið milli
stjórnarflokkanna og Borg-
araflokksins um hugsanlega
stjórnaraðild borgaraflokks-
manna. Aðspurður segist
hann geta tekið undir orð
Jóns Sigurðssonar, við-
skipta- og iðnaðarráðherra,
að bæði sé rétt og skynsam-
legt að nota sumarið til slíkra
viðræðna.
í Tímanum var haft eftir
Steingrími, a'ð ummæli Jóns
í Alþýðublaðinu, hefðu verið
ótímabær. Alþýðublaðið
spurði forsætisráðherra hvað
hann ætti við: „Ja, ég held að
þetta sé ótímabært, nema
hann sé byrjaður á einhverj-
um viðræðum. Það kann að
vera," sagði Steingrímur
Hermannsson.
komið á
frá og með deginum í gær
lagt skilagjald á öl, gos-
drykki og aðra slíka drykki í
einnota umbúðum úr málmi,
gleri, plasti eða sambærileg-
um efnum. Skilagjaldið er 4
kr. á hverja umbúðaeiningu
og myndar stofn til sölu-
skatts hjá söluaðilum og
nemur skilagjald með sölu-
skatti 5 kr.
Þegar umbúðum er skilað
verður skilagjald og sölu-
skattur endurgreiddur og
verður þá greitt 5 kr. fyrir
hvérja umbúðaeiningu.
Sérstakt hlutafélag, End-
urvinnslan hf., verður stofn-
að í næstu viku og mun félag-
ið skipuleggja söfnunar- og
skilakerfi. Gert er ráð fyrir
að móttaka skilagjaldskyldra
umbúða geti hafist í lok júlí
eða byrjun ágúst.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra:
Misskilningur
hjá Stoltenberg
/ einu og öllu farið eftir reglum NATO við
kynningu á tillögu um afvopnun á og í höfun-
um.
Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra segir
á misskilningi byggt hjá
Thorvald Stoltenberg, ut-
anríkisráðherra Noregs, að
íslendingar hafi ekki fylgt
tilteknum reglum á leið-
togafundi Nato í Brussel.
DV hefur eftir Stoltenberg
í gær, að enginn hafi vitað
að íslendingar ætluðu að
bera fram tillöguna um af:
vopnun á og í höfunum. í
slíkum málum segir Stol-
tenberg alvanalegt að þeir
sem beri fram tillögur leiti
stuðnings við þær áður en
þær séu bornar fram.
Alþýðublaðið spurði
Jón Baldvin Hannibalsson
hvort það ætti við rök að
styðjast að íslendingar hafi
ekki leitaö fylgis við tillögu
sína:
„Það er á misskilningi
byggt hjá hinum norska ut-
anríkisráðherra," sagði
Jón Baldvin. „Allt frá því
að ég kynnti það fyrst, að
íslendingar hygðust taka
sérstakt frumkvæði varð-
andi afvopnun í höfunum,
hef ég lagt á það áherslu að
það myndum við fyrst og
fremst gera innan Atlants-
hafsbandalagsins. Og það
gerðum við. Ég fól fasta-
nefndinni að leggja fram
tillögur fyrir hönd íslend-
inga í Atlantshafsráðinu
og i þeim sérstöku nefnd-
um sem undirbjuggu yfir-
lýsingu fundarins og
lokaskjalið um afvopnun-
armál. Þetta gerðum við
fyrir mörgum vikum.
Þannig að það er á mis-
skiiningi byggt að við höf-
um ekki farið eftir reglum.
Staðreyndirnar eru þær, að
til undirbúnings afvopnun-
arviðræðunum í Vín var á
sínum tíma samkomulag
um að þar yrði eingöngu
fjallað um hefðbundin
vopn á meginlandi Evrópu.
Á það féllumst við á sínum
tíma. Tillöguflutningur
okkar nú var um það, að
innan Atlantshafsbanda-
lagsins yrði hafinn undir-
búningur að tillögugerð
um traustvekjandi aðgerð-
ir á og í höfunum, vígbún-
aðareftirlit og afvopnun.
Jafnframt því sem við Iýst-
um þeim óskum okkar að
þetta yrði næsti stóri
áfanginn í gagnkvæmum
afvopnunarviðræðum á
milli bandalaganna. Við
höfum því í einu og öllu
farið eftir þeim reglum sem
um þetta gilda innan Atl-
antshafsbandalagsins,
enda hefur það verið viður-
kennt, m.a. af fram-
kvæmdastjóra, að hann
væri ánægður með þann
framgangsmáta."
— í DV er haft eftir
Stoltenberg að i viðtölum
við þig síðustu vikurnar
hafi ekki verið minnst einu
orði á þessa tillögu ís-
lendinga?
„Ég vitna að sjálfsögðu
ekki í einkasamtöl. Við
rekum þetta mál ekki með
einkasamtölum, heldur
með formlegum hætti. Ég
hef átt þess kost að ræða
þessar tillögur í opinberri
heimsókn við utanríkis-
ráðherra Dana, en hef ekki
fengið sérstakt tækifæri til
þess, að því er varðar utan-
ríkisráðherra Norðmanna.
Þar töldum við okkur
mega treysta því, vegna áð-
ur kunnra yfirlýsinga varn-
armálaráðherrans,     að
Norðmenn væru undir það
búnir að styðja tillögugerð
sem þessa. Hún er efnis-
lega mjög á þeim nótum
sem varnarmálaráðherra
Noregs hefur sett fram. Og
vegna þess að við gerðum
þetta með formlegum
hætti innan Natoráðsins
þar sem fulltrúar norskra
stjórnvalda sitja að
sjálfsögðu."
— Eru     Norðmenn
kannski spældir vegna þess
að íslendingar hafa tekið
frumkvæði í málinu?
„Það skal ég ekkert um
segja. Við fengum ekki
þann stuðning Norðmanna
sem við töldum okkur hafa
ástæðu til að búast við. Ég
held að kjarni málsins sé
sá, að tillögur okkar í þessu
efni eru á undan tímanum.
Hitt er jafnljóst að tíminn
vinnur með okkur í þessu
máli, eins og einn fulltrúi
Kanadastjórnar orðaði
það við mig," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra.
VEÐRIÐ
ÍDAG
i dag er útlit fyrir
hacga, breytilega átt
með dálitilii rigningu á
austanverðu landinu,
en suðvestan golu og
súld vestan lands.
Kjara- og
skólamál
5. fulltrúaþing Kennarasam-
bands íslands var sett í Borg-
artúni 6 í gær. Þingið sitja um
170 fulltrúar víðsvegar að af
landinu. Helstu mál þingsins
eru kjaramál og kjarastefna,
og lögð verða fram drög að
kjarastefnu sambandsins.
Þá er fjallað um endurskoðun
á skólastefnu KÍ og teknar
fyrir margvíslegar tillögur í
þeim efnum. Ennfremur er á
þinginu fjallað sérstaklega
umsamstarf KÍog HÍK. Þing-
nu lýkur á morgun.
A-mynd/E.ÓL.
íbúar Kjarrhólma
andmæla
Fossvogsbraut
Fulltrúafundur Húsfélags-
ins Kjarrhólma 2-38, Kópa-
vogi, (fulltrúar allra 19 stiga-
ganganna), haldinn 22. maí
1989 skorar á Borgarstjórn
Reykjavíkur og Bæjarstjórn
Kópavogs aðfinna lausu á
deilu sinni um framtíð Foss-
vogsdals.
Fundurinn lýsir yfir stuðn-
ingi við Bæjarstjórn Kópa-
vogs gegn lagningu hrað-
brautar í Fossvogsdal.
Fundurinn fer eindregið
fram á það við Borgarstjórn
Reykjavíkur og Bæjarstjórn
Kópavogs, áð þetta mál verði
vandlega athugað af fagleg-
um, hlutlausum aðila.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8