Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 04.11.1978, Blaðsíða 11
VÍSIR Laugardagur 4. nóvember 1978 -jl KLADIUS ADRIR KEISARAR Kládius: Derek Jacobi En nóg um þaB. Arið 54 e.Kr. er Kládíus, keis- ari Rómarveldis, orðinn gamall maöur og finnur dauðann nálg- ast. Hann hefur mikinn hug á að saga keisarafjölskyldunnar veröi skráð og ekkert dregið undan, og hann hefst þegar handa. Kládius hefur frásögnina á -Agústusi, fyrsta keisaranum. Hann er kvæntur Líviu, fagurri konu en spilltri, illgjarnri og samviskulausri. Hún var áður gift afa Kládiusar en skildi við hann og giftist Agústusi af metnaðargirni. Hún á son, Tlberius, af fyrra hjónabandi og þaö er metnaður hennar að hann verði keisari þegar Agústus er allur. Agústus á dóttur, Júliu, og hún á syni. Einnig á hann kjör- son, Marcellus. Ætla mætti aö einhverjum þessara ungu manna bæri keisaradómur, en þaö er Tlberíus sem hlýtur hnossið að lokum og auðvitaö meö dyggrihjálp móður sinnar. Tlberlus skilur nú við konu sina og kvænist Júliu, dóttur Ágúst- usar. Hún var áður gift Marcell- usi og Agrippu, en Livia drepur þá báða á eitri. Kaligúla: John Hurt Kaligúla Að Tlberíusi látnum verður Kalígúla keisari. Hann haföi skamma hrlð setiö að völdum er hann truflaðist gersamlega á geðsmunum og taldi sig upp frá þvl jafningja guðanna. Hann lét tigna systur sina sem gyöju. Lengi vel þorði hann ekki að stlga á skipsfjöl þvi að hann átti lútistöðum viö Neptúnus sæguð, en slðar sættust þeir. Kallgúla sat aöeins fjögur ár að völdum. Þar sem hann og systir hans voru guðakyns flutt- ust þau i hof Seifs, en keisara- höllin varö allsherjar spill- ingarbæli. Loks gengu fólskuverk keis- arans og geöveikisuppátæki svo Eg, Klódíus tekur við aff Gœffu eða gjörvileika í sjónvarpinu á morgun Á morgun, sunnudag, hefur göngu sina i is- lenska sjónvarpinu myndaflokkurinn ,,Ég, Kládius”, sem byggður er á samnefndri sögu eftir skáldið Robert Graves. Myndaflokk- urinn, þrettán þættir, hefur verið sýndur viða um lönd við ágætar undirtektir. Höfundurinn Robert Graves fæddist I Lundúnum árið 1895. Faðir hans var mikils metið skáld og varð slðar biskup i Limerick á tr- landi. Graves barðist I fyrri heimsstyrjöld meö hersveit sem nefndist „velsku skotliðarnir”. A striðsárunum komu út þrjár ljóðabækur eftir hann. Að loknu striöi kvæntist hann og tók aö fást við verslunarstörf en árið 1926 lauk hann háskóla- prófi og fór aö kenna ensku við háskólann I Kairó. Hann varð frægur fyrir rit- störf sln árið 1929 en þá kom út bókin „Fari þaö allt og veri — sjálfsævisaga”. Undanfarna fjóra áratugi hefur hann búið á Mallorca. Ég, Kládius Myndaflokkurinn Ég, Kládlus erbyggður á heimildaskáldsögu en Graves samdi nokkrar sllkar við góðan orðstlr. Þegar lesnar eru frásagnir af keisarafjölskyldunni sem réð yfir Rómaveldi fyrir tveimur árþúsundum fer ekki hjá þvl aö lesandinn beri saman þessa gerspilltu grimmdarseggi og þau fúlmenni helst sem hafa komist til valda á síðari tlmum. Jafnvel Stalin og Hitler virðast gæðablóð i samanburði viö Rómverjana fornu, varla meira en baldnir götustrákar. Lesandinn hefur á tilfinning- unni að karlmenn I keisarafjöl- skyldunni séu annaðhvort naut- heimskir eða kolbrjálaöir, nema hvort tveggja sé, og kon- urnar blóðþyrstar, valdasjúkar og vergjarnar I meira lagi. Hvað sem satt kann að vera tekst honum oftast að vefja þursunum, körlum sinum, um fingur sér. Morð innan fjölskyldunnar er daglegt brauð. Sonur myrðir föður. Móðir myröir börn sín eða eiginmann o.s.frv. Auðvitað er algert hneyksli að svona brjálaö fólk skuli komast til æðstu áhrifa. En sagan endurtekur sig slfellt. Hitler, Stalín og allir þeir bófar voru kolgeggjaöir. Og á þvl herrans ári 1978 fer Idi nokkur Amin með einræðisvöld i landi sinu, alsæll I drottinskomplex sinum. fram af nokkrum manna hans að þeir tóku hann af lífi. Kládius Fjóröi keisari Rómarveldis er sögumaður, Kládlus. Hann er nú kominn á sextugsaldur. Hann hefur alltaf veriö I litlu áliti. Göngulag hans er afkára- legt þvi aö annar fótur hans er styttri en hinn. Hann stamar og svo er stööugur kipringur I and- liti hans. Kládlus hefur alla tlö verið álitinn fáviti og það hefur oftar en einu sinni orðiö honum til bjargar þegar „hreinsanir” hafa farið fram innan fjölskyld- unnar. Kládius reyndi aö stjórna af mildi og réttsýni en var auötrúa og áhrifagjarn. Þegar hann Ágústus: Brian Blessed varð keisari var hann giftur þriöju konu sinni, Messalínu, en hana haföi Kaligúla valiö handa honum. Kládiusi ferst stjórnin vel framan af. Fjárhagur keisara- dæmisins batnar. Hann þykir snjall hershöfðingi og fer meðal annars með her sinn að leggja undir sig Bretlandseyjar. Kona hans lætur sér ekki leiöast á meðan og tekur sér hvern friðil- inn á fætur öörum. Honum er fagnaö sem hetju er hann snýr aftur til Rómar en enginn þorir að segja honum af atverli konu hans. Messalina hyggst skilja við Kládlus til aö geta gifst nýjasta elskhuga sin- um og gerir þaö reyndar þótt hún sé einnig gift Kládiusi. Þá er ekki lengur hægt aö dylja keisarann þess hvillkt flagð kona hans er. Skötuhjúin eru handtekin og Messallna tekin af lifi. En hjúskaparhrakningar keisarans eru ekki allir. Hann kvæntist i fjóröa sinn- og nú verður Agrippinilla frænka hans fyrir valinu. Hún er spilltasta kona i öllu Rómaveldi og þótt víðar væri leitaö og jafnframt sú fláráöasta. Agrippinilla á son af fyrra hjónabandi og hún tælir elliæran eiginmann sinn til að fallast á aö sonur hennar verði næsti keisari Rómarveldis. Þessi sonur var Neró, sá sem kveikti i Rómarborg og lék á lútu sina meðan borgin brann. En mál er aö linni frásögnum af vondu fólki ....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.