Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.04.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður HelgiHjálmarsson húsasmiður var fæddur í Bakkakoti í Vesturdal í Skaga- firði hinn 10. mars 1918. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hjálmar Jóns- son og Oddný S. Sig- urðardóttir í Bakka- koti í Vesturdal í Skagafirði. Eftirlifandi kona Sigurðar er Guðrún J. Sigtryggs- dóttir, f. 18. des 1906. Sonur þeirra er Jóhann Karl Sigurðsson, f. 30.8. 1945, búsett- ur á Akureyri. Hans kona er Erla J. Hall- grímsdóttir, f. 2.11. 1945, og eiga þau þrjú börn, Guðrúnu, f. 16.2. 1964, búsett á Akureyri, sonur hennar er Jóhann Karl Briem, f. 29.7. 1991, Ásgerður Halla, f. 27.5. 1969, búsett í Kópavogi, og Sigurður, f. 21.11. 1982, búsettur í for- eldrahúsum og son- ur hans er Berg- sveinn Máni, f. 23.4. 2000. Útför Sigurðar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 17. apríl. Mig langar, elsku afi minn, að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Þú hefur ætíð reynst mér vel öll ár- in sem ég fékk að hafa þig hjá mér og þær voru ófáar stundirnar sem ég var hjá ykkur ömmu í Munkanum og allt- af var ég jafn velkomin til ykkar, allt- af varstu hlýr og góður. Þú varst góð- ur við okkur systurnar og ekki skemmdi það þegar lítill sonarsonur kom sem fékk nafnið þitt, það þótti þér nú ekki verra. Að fá að stússa með þér í smíðaherberginu þínu voru viss forréttindi. Maður vissi hvað mátti snerta og hvað ekki. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla við mann og sýna mér hvernig þetta og hitt var gert og þú varst ótrúlega laginn í höndunum, þó þær væru stórar. Þú hafðir mjög gaman af því að ferðast og skoða land- ið þitt og það var mjög gaman að skoða myndirnar þínar sem þú hefur tekið á öllum ferðalögunum þínum og gönguferðum um landið og alltaf fannst mér jafn skrítið hvað þú mund- ir nöfnin á öllum þessum fjöllum, döl- um og vötnum sem voru á myndun- um. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann á þessari stundu sem ég mun geyma í minningunni um þig, afi minn, og ég veit að þér þótti gott að ég væri hjá þér síðustu stundirnar þínar hérna hjá okkur. Ég kveð þig með þessu ljóði, hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð blessi þig og minningu þína: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Guðrún Jóhannsdóttir. Elsku langafi, mig langar að þakka þér allar gleðistundirnar sem við átt- um saman og hefði óskað að þær hefðu verið fleiri. Það var enginn eins og þú, langafi, stór og mikill maður með pípuna þína, og alltaf áttir þú eitthvert gómsætt þegar ég kom í heimsókn til þín með mömmu. Ég veit og trúi að þér líði vel núna og hugga mig við það að þrautum þínum sé lok- ið. Hafðu þökk fyrir allt og Guð blessi þig. Þinn langafastrákur, Jóhann Karl. Þótt allir verði að lúta lögmáli lífs og dauða fer ekki hjá því að alltaf kveðjum við góða samferðamenn og vini með söknuði og sárum trega. Á þetta þó alveg sérstaklega við um þá sem eru okkur nákomnir eins og um Sigurð, bróður minn, sem nú á þess- um björtu dögum á mörkum vetrar og sumars hvarf á vit feðra sinna. Á kveðjustund leita líka minningar á hugann og þá ekki síst um það sem gerðist á æskuárum. Sigurður var elstur okkar bræðra og stóð alltaf fremstur, stærstur og sterkastur. Til hans leituðum við sem yngri vorum, þegar eitthvað þurfti að gera sem reyndi á karlmennsku og þrek eins og að búa til sundlaug í bæjarlæknum, klifra í klettum, hlaða vörðu og fleira og fleira. Og aldrei brást það að hann legði okkur lið og hjálpaði okkur yngri systkinunum við hvaðeina sem við vorum að bjástra við í leik og starfi. En samvera æskuáranna tók enda, því að stóri bróðir fór að heiman til að vinna fyrir sér. Eftir að hafa stundað vinnumennsku og sjó- mennsku um skeið fluttist hann til Akureyrar, þar sem hann lærði húsa- smíði og vann síðan við þá iðn þar í bæ alla sína starfsævi. Þar kvæntist hann líka ágætri konu og reisti sér hús sem hann bæði teiknaði sjálfur og byggði með eigin höndum. En þótt starfið sé margt gefast líka inni á milli tómstundir. Sigurður notaði gjarna sínar tóm- stundir til að ferðast og skoða landið. Um langt árabil tók hann virkan þátt í starfi Ferðafélags Akureyrar og reyndist hinn traustasti ferðagarpur. Til dæmis munu fáir hafa þekkt betur en hann hálendið mikla milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar sem margir í seinni tíð nefna einu nafni Trölla- skaga. Átti hann sannarlega mörg spor um Heljardalsheiði, Nýjabæjar- fjall, Hjaltadalsheiði og fleiri leiðir yf- ir þennan hrikalega fjallgarð, ýmist með félögum sínum eða einn á göngu. Og hann fór líka miklu víðar og var gjörkunnugur um allt land, en þó einkum á hálendinu. Þá dró hann heldur ekki af sér við ýmis verkefni á vegum félagsins og meðal annars vann hann við smíði Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum og við sundlaug- ina góðu hjá skálanum í Laugafelli og sitthvað fleira. Það var því vel við hæfi að félagið heiðraði hann með því að gera hann að kjörfélaga sínum fyrir nokkrum árum. Ég fylgdist alltaf nokkuð með þess- um ferðalögum Sigurðar og stundum, þegar leiðir lágu saman, fékk ég að sjá ágætar ljósmyndir hans, því að jafnan var myndavélin með í fartesk- inu og var hann einkar laginn mynda- smiður. Má raunar segja að sú smíði væri sem annað er hann lagði á gjörva hönd, því að það var alltaf traustlega gert og vel til vandað. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að ferðast með Sigurði um hálendið norðan Hofsjök- uls. Er mér í fersku minni hversu vel hann þekkti til staðhátta og kunni skil á örnefnum og sögum sem þeim tengdust og hversu hann naut þess að dveljast í birtu og víðáttu hásléttunn- ar, þar sem jökullinn gnæfir yfir allt annað og sameinast himninum. Og nú þegar Sigurður bróðir er lagður upp í síðustu ferðina er það ósk mín og von að hann njóti hennar vel og vegni sem best á eilífðarvegum. Honum var orðin hvíldin kær, því að heilsa og þrek þessa sterka manns hafði mjög fjarað út á síðustu árum. Að leiðarlokum er okkur sem eftir stöndum þakklæti til hans efst í huga. Er þá fyrst að telja þakklæti okkar hjónanna og barna okkar fyrir alla vinsemd og gestrisni sem við alltaf nutum á heimili þeirra Guðrúnar og Sigurðar. Þá skal og ekki heldur gleymt að þakka þeim sérstaklega fyrir þá miklu góðvild og hjálpsemi sem móðir okkar og stjúpfaðir nutu á efri árum af þeirra hendi. Minningin um þau mörgu og góðu verk og vin- semd alla lifir með okkur og yljar okkur um hjartarætur á kveðjustund. Við systkinin og fjölskyldur okkar kveðjum nú góðan dreng með hjart- ans þökk fyrir allt sem hann var okk- ur og sendum innilegar samúðar- kveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnar Sigtryggsdóttur, og sonar þeirra, Jóhanns Karls, og fjölskyldu hans sem og annarra vandamanna og biðjum þeim allrar blessunar. Blessuð sé minning Sigurðar Helga Hjálmarssonar. Jón R. Hjálmarsson. SIGURÐUR HELGI HJÁLMARSSON Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 netfang: lundur@f-lundur.is - heimasíða:www.f-lundur.is 2JA HERBERGJA - LAUSAR STRAX 3JA -4RA HERBERGJA - LAUSAR STRAX OPIÐ Á LUNDI Í DAG KL. 12-14 VESTURGATA. Rúmgóð 72 fm íbúð á 5. hæð (efstu) í góðri lyftublokk. Stórar suðursvalir. Verð 9,4 millj. HRAUNBÆR. Mikið endurnýjuð ca 60 fm íbúð á 2.hæð í góðri blokk. Áhv. Bsj. 3,9 m. Verð 8,4 millj. HÁTÚN. Vel skipulögð ca 80 fm 3ja herb. íbúð á 7. hæð í lyftublokk.Glæsilegt útsýni. Verð 9,9 millj. HJARÐARHAGI. Mikið endurnýjuð ca 85 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýviðgerðu stigahúsi. M.a. 2 stofur og hjónaherb. Aukaherbergi í risi. Verð 12,3 millj. KLEPPSVEGUR. Björt og skemmtileg 4ra herb. íbúð á 8. hæð í góðri lyftublokk. M.a. 2 stofur og 2 svefnherb. Glæsilegt útsýni. Verð 11,9 millj. SÉRHÆÐIR - LAUSAR STRAX LOGAFOLD. Ný og glæsileg neðri sérhæð í tvíbýli. Íbúðin er afhent fullbúin án gólfefna.Verð 14,8 millj. DIGRANESVEGUR. Rúmgóð 94 fm jarðhæð með sérinngangi. Parket og flísar á gólfum. Suðurgarður.Verð 11,6 millj. Höfum til sölu mjög glæsilegt atvinnuhúsnæði við Bæjarflöt í Graf- arvogi. Húsnæðið er um 1.440 fm sem skiptist í 1.100 fm lager- skemmu með 3 innkeyrsludyrum og um 8 m lofthæð, 330 fm sýn- ingarsal og skrifstofur og 87 fm kaffi- og starfsmannaaðstöðu. Húsið, sem stendur á stórri og fullfrágenginni malbikaðri hornlóð, er byggt úr límtré og klætt með málmklæðningu og álgluggum. Getur hentað undir ýmsan atvinnurekstur. Fjárfestar athugið að húseigandi er einnig tilbúinn til að gera langtímaleigusamning um eignina og greiða þá markaðsleigu. Ásett verð kr. 125 millj. og áhvílandi er gott langtímalán. Fasteignaland ehf., Guðmundur Þórðarson, hdl. og lögg. fasteignasali, Ármúla 20, Reykjavík, sími 568 3040. Bæjarflöt Glæsilegt húsnæði fyrir atvinnustarfsemi eða fjárfesta OPIN HÚS SUNNUDAG! Glæsileg 3ja her- bergja íbúð á jarð- hæð. Íbúðin skiptist í tvö herb. með parketi, stofu með parketi og eldhús, bað og skáp- ar í herbergjum eru úr kirsuberjaviði. Verð 11,9 millj. Áhv. húsbréf 5,4 millj. (11 myndir á husvangur.is) Þóra Björg sýnir frá kl. 14.00-16.00. Vættaborgir 6, Grafarvogi Stórglæsileg 127 fm lúxus- íbúð á 3 hæðum á þessum vinsæla stað í hjarta borg- arinnar. Sjón er sögu ríkari. Verð 18,5 millj. (14 mynd- ir á husvangur.is) Karl sýnir, Anton á bjöllu, frá kl. 15.00-17.00. Skólavörðustígur 8, Reykjavík GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 OPIÐ HÚS Í DAG MIÐBRAUT 16 - SELTJARNARNESI Björt og afar rúmgóð 97 fm (109 fm samkv. teikningu) íbúð á efri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Í íbúðinni eru tvö rúmgóð svefn- herbergi, tvær samliggjandi stofur og baðherbergi með flísum. Suð- ursvalir úr hjónaherbergi. Eldhús með eldri innréttingu. Parket á herbergi og stofum. Sérbílastæði. Verð 13,0 millj. Áhv. 3,0 millj. Brunabótamat 13,7 millj. 9252. Ver- ið velkomin frá kl. 13-15. Opið hús Álfhólsvegur 89, Kópavogi Sérlega falleg og mikið endurnýjuð 102 fm sérhæð á miðhæð í tvíbýli. Sérþvottahús og geymsla í kjallara. 40 fm góður bílskúr. Nýlegt eldhús, gler o.fl. Glæsilegt útsýni. Eignin getur losnað fljótlega. Friðbjörg sýnir íbúðina í dag frá kl. 14—17. Verið velkomin. Fastei i gnasalan KJÖRBÝLI  564 1400 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.