Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
f eitthvað eitt um-
fram annað ein-
kenndi þessar kosn-
ingar var það að
miðjumenn ? eða
þessir hefðbundnu frjálslyndu og
skynsömu kratar ? gátu kosið
alla flokkana, nema einna helst
vinstri-græna. Ef einhverjum
hefði dottið í hug að stofna slíkan
flokk (og ef það væri yfirleitt
hægt) hefði hann gjörsigrað í
kosningunum og getað sest einn
að völdum. Í stjórnarandstöðu
hefðu þá verið vinstri-grænir og
frjálshyggjuarmur Sjálfstæð-
isflokksins. Og pólitískar línur
væru skýrar og einfaldar.
Miðað við umræður síðustu
mánuði virðist hið pólitíska svið
því hafa
skroppið sam-
an hér á landi
eins og víða
annars staðar
í hinum vest-
ræna heimi.
Það virðist ríkja nokkuð víðtækt
samþykki um að allir eigi að hafa
jöfn tækifæri til þess að geta
spjarað sig á opnum markaði, að
allir hafi jafnan aðgang að
menntakerfi og heilbrigðiskerfi
án tillits til efnahags og að vel sé
búið að þeim sem ekki eru færir
um að spjara sig. Minni hópar
boða aukna ríkisforsjá annars
vegar og ákveðnari stefnu í átt að
hinum frjálsa markaði hins veg-
ar. 
Það virðist sem þetta sé eins
konar niðurstaða af tuttugustu
öldinni sem kennd hefur verið við
öfgar, hugmyndafræðileg nið-
urstaða sem fáir virðast vefengja.
Að minnsta kosti varð ekki vart
við mikla umræðu um hug-
myndafræðilegar undirstöður ís-
lenskra stjórnmála í kosninga-
baráttunni. Á endanum var ekki
kosið um lífssýn heldur tvö eða
þrjú svokölluð kosningamál eða
málefni eins og þau eru líka
nefnd. Það var fyrst og fremst
kosið um skattastefnu og kvóta-
kerfið. En það var ekki kosið um
hvort það ætti að lækka skatta á
almenning heldur hversu mikið
og hvernig. Og það var heldur
ekki kosið um hvort það ætti að
breyta kvótakerfinu heldur
hvernig. 
Það virðist því sem hinn stóri
meirihluti landsmanna sem til-
heyrir hinni skynsömu miðju í ís-
lenskri pólitík ætti að geta verið
nokkuð ánægður með nið-
urstöður kosninganna því að ljóst
má vera að það verður mynduð
öflug miðjustjórn sem leggja mun
áherslu á að engum verði ýtt út á
jaðarinn í þessu samfélagi. 
Eða hvað?
Eru íslensk stjórnmál svona í
raun og veru?
Er engum grundvallarspurn-
ingum ósvarað í íslenskum
stjórnmálum?
Eru þau tómt miðjumoð eins
og margir virðast hafa á tilfinn-
ingunni?
Eða var það bara kosningabar-
áttan sem snerist um eitthvað
annað en grundvallarmál?
Nú skal enginn segja að kvóta-
málið sé ekki grundvallarmál en
hugmyndafræðilegum deilum um
það er lokið fyrir nokkru og nú er
aðeins rætt um aðferðafræðina
sem á að nota við að laga það.
Skattamál eru líka grundvallar-
mál en þar var líka deilt um út-
færslu.
En hvað með önnur mál?
Hvað með umhverfismál? 
Hvað með Evrópumál? 
Hvað með utanríkismál yfir-
leitt, til dæmis stuðning Íslands
við stríðsrekstur í Írak? 
Hvað með jafnréttismál?
Jú, þessi mál eiga þrennt sam-
eiginlegt. Ekkert þeirra var á
dagskrá í hinni eiginlegu kosn-
ingabaráttu en öll hafa þau verið
mjög umdeild í íslensku sam-
félagi og öll þarfnast þau auk-
innar umræðu hið fyrsta sem
mun verða flókin og viðkvæm og
að endingu kalla á skýra pólitíska
afstöðu. 
Raunar mætti hér einnig nefna
heilbrigðismál og menntamál sem
undarlega lítið voru rædd í að-
draganda kosninga þrátt fyrir að
þar sé augljóslega við talsverðan
vanda að stríða. 
Auðvitað er fjölmargt í íslensk-
um stjórnmálum sem enn á eftir
að útkljá. Auðvitað eru mismun-
andi viðhorf uppi í íslenskum
stjórnmálum. Auðvitað hafa ís-
lenskir stjórnmálamenn mismun-
andi lífssýn, mismunandi hug-
myndafræði ? auðvitað eru þeir
ekki meira og minna búnir að
koma sér niður á einhverja alls-
herjarlausn, altæka hugmynd um
það hvernig þetta samfélag á að
vera. Það bar bara ekkert sér-
staklega mikið á því í þessari
kosningabaráttu. 
Og kannski vildu stjórn-
málaflokkarnir og frambjóðendur
þeirra ekki endilega þurfa að tak-
ast á um slíka hluti í kosninga-
baráttunni sjálfri vegna þess að
of mikið var í húfi. 
Kannski voru fjölmiðlar ekki
nægilega duglegir við að krefja
frambjóðendur um svör við erf-
iðum spurningum. Kannski eru
fjölmiðlar ? og þá einkum ljós-
vakamiðlar ? ekki góður vett-
vangur fyrir lýðræðislega og hug-
myndafræðilega umræðu. Í þeim
gefst lítill tími fyrir vangaveltur,
þar gildir fyrst og fremst að
koma vel út burtséð frá því hvaða
skilaboð er verið að flytja. 
Hugsanlega er kosningabar-
áttan ekki rétti tíminn fyrir slíkar
umræður. Hugsanlega eru
stjórnmálamenn ekki réttu
mennirnir til að ræða um þessi
grundvallarmál. Markmið í póli-
tískum umræðum virðast jú oft
vera að komast ekki að nið-
urstöðu ? þátttakendur stefna
orðum sínum iðulega hver gegn
öðrum án þess að hugsa um rök-
legan framgang. 
Þessi kosningabarátta var satt
að segja fremur daufleg og hún
var fremur innihaldsrýr. Til
merkis um það voru ógurlega
langar umræður um kosninga-
baráttuna sjálfa og auglýsingar
flokkanna á algerri ögurstundu í
sjónvarpsþætti kvöldið fyrir
kosningadag. Þessar umræður
tóku hátt í fimmtung þess tíma
sem frambjóðendur höfðu í þætt-
inum. Hefði ekki verið nær að
verja tímanum í eitthvað sem
kjósendur hefðu ekki getað sagt
sér sjálfir?
Altæk
miðja?
Markmið í pólitískum umræðum virð-
ast jú oft vera að komast ekki að nið-
urstöðu ? þátttakendur stefna orðum
sínum iðulega hver gegn öðrum án þess
að hugsa um röklegan framgang. 
VIÐHORF
Eftir Þröst 
Helgason
throstur@mbl.is
?
Haukur Clausen
fæddist í Reykja-
vík 8. nóvember
1928. Hann andaðist
á Landspítalanum í
Reykjavík 1. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Sesselja Þorsteins-
dóttir Clausen, f. 28.
desember 1904, d. 6.
desember 1995, og
Arreboe Clausen,
kaupmaður og síðar
bifreiðarstjóri í
Reykjavík, f. 5. nóv-
ember 1892, d. 8. des-
ember 1956. Foreldrar Sesselju
voru hjónin Arnheiður Magnús-
dóttir og Þorsteinn Jónsson, bóndi í
Eyvindartungu og í Úthlíð í Bisk-
upstungnahreppi í Árnessýslu.
Arnheiður var dóttir Arnheiðar
Böðvarsdóttur og Magnúsar Magn-
ússonar hreppstjóra, sem bjuggu
um skeið í Úthlíð og síðar á Laug-
arvatni, og Þorsteinn var sonur
Kristínar Árnadóttur og Jóns Coll-
ins Þorsteinssonar, bónda í Úthlíð.
Foreldrar Arreboes voru Holger
Peter Clausen, kaupsýslumaður í
Liverpool, Kaupmannahöfn og í
Haukur Arreboe tölvufræðingur, f.
9. október 1959.
Haukur varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1948 og cand.
odont. frá Háskóla Íslands 1952.
Hann stundaði framhaldsnám í
tannlækningum við University of
Minnesota í Minneapolis í Banda-
ríkjunum 1952?1953. Er heim var
komið stofnaði hann sína eigin
tannlæknastofu, sem hann rak til
júlí 1994, er hann lét af störfum.
Haukur lagði stund á málaralist og
hélt tvær málverkasýningar á Kjar-
valsstöðum, 1981 og 1987. Haukur
gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir tannlækna, var meðal
annars formaður stjórnar Tann-
læknafélags Íslands 1974?1976 og í
samninganefnd félagsins við
Tryggingastofnun ríkisins 1974?
1986. Hann var gerður að heiðurs-
félaga Tannlæknafélags Íslands ár-
ið 1999. Haukur tók virkan þátt í
frjálsum íþróttum á árunum 1946?
1951 og keppti á Ólympíuleikunum
í London 1948 og á Evrópumeist-
aramóti í Brussel 1950. Hann varð
Norðurlandameistari í 200 m
hlaupi 1947 og átti bezta tíma (21,3
sek.) í Evrópu í 200 m hlaupi 1950,
sem var Norðurlandamet í 7 ár og
Íslandsmet í 27 ár, auk þess sem
hann setti fjölda annarra Íslands-
meta í frjálsum íþróttum.
Útför Hauks verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Melbourne í Ástralíu,
síðar kaupmaður og
alþingismaður í Ólafs-
vík, á Búðum, í Stykk-
ishólmi og Reykjavík,
og seinni kona hans,
Guðrún Þorkelsdóttir
Clausen. Haukur átti
einn albróður, Örn,
sem var tvíburabróðir
hans, og Alfreð Clau-
sen, hálfbróður sam-
feðra, f. 1918 og látinn
fyrir allmörgum árum.
Eftirlifandi kona
Hauks er Elín Hrefna
Thorarensen, f. 17.
febrúar 1944, og gengu þau í hjú-
skap 11. marz 1967. Foreldrar Elín-
ar voru Ragnheiður Hannesdóttir
Hafstein, f. 4. janúar 1903, d. 22.
ágúst 1981, og Stefán Oddsson
Thorarensen, apótekari í Lauga-
vegs Apóteki í Reykjavík, f. 31. júlí
1891, d. 31. október 1975. Dætur
þeirra eru Ragnheiður Elín, f. 16.
maí 1968, og Þórunn Erna, leik-
kona, f. 12. september 1975. Börn
Hauks af fyrri hjónaböndum eru
Örn Friðrik sölufulltrúi, f. 13. júlí
1951, Anna Marie tannfræðingur í
Kanada, f. 25. nóvember 1954, og
Haukur Clausen, mágur minn,
andaðist á 75. aldursári 1. maí sl. eftir
löng og ströng veikindi síðastliðin
fjögur og hálft ár. Andlegri reisn hélt
hann til hinzta dags, þótt líkamlega
væri hann farinn að heilsu.
Það er erfitt að skrifa um Hauk án
þess að Örn, bróðir hans, komi einnig
við sögu, svo nátengdir voru þeir. Ef
nafn annars var nefnt, fylgdi nafn
hins venjulega á eftir. Það tók mig
nokkuð langan tíma að venjast því, að
þegar Örn sagði ?við?, þá átti hann
ekki við sig og mig, konu sína, heldur
sig og bróður sinn. Hann talar í raun
alltaf um sig í fleirtölu. Lýsandi dæmi
um þetta er atvik, sem gerðist fyrir
mörgum árum, er eldri dóttir mín var
4?5 ára gömul. Þá vorum við einu
sinni sem oftar staddar í hádeginu hjá
systur minni, og voru háfleygar sam-
ræður í gangi við borðið. Einhver
sagði þá: ?Eitt er þó víst. Maðurinn
fæðist nú einu sinni einn og deyr
einn.? Eftir drykklanga stund sagði
sú stutta: ?En, sumir fæðast tveir.?
Og þannig var það. Eins ólíkir og Örn
og Haukur voru að skapferli voru þeir
sem einn maður.
Haukur og tvíburabróðir hans,
Örn, fæddust í Kirkjuhvoli í Reykja-
vík, synir hjónanna Sesselju Þor-
steinsdóttur Clausen og Arreboe
Clausen. Þeir voru bráðgerir og segir
sagan, að þeim hafi verið gefið salt-
kjöt og baunir að borða þriggja vikna
gömlum. Sagan segir einnig, að þeir
hafi velt barnavagninum, þegar þeir
voru átta mánaða gamlir, og skriðið
út í Templarasund, þar sem þeim var
bjargað úr bráðri hættu af hjálpsöm-
um vegfaranda. Þeir voru ungir, er
þeir byrjuðu að æfa fótbolta, og sögðu
foreldrar þeirra, að oft hefðu það ver-
ið 10 tíma hálfleikir. Haukur var
miklu blíðari en Örn en jafnframt lat-
ari. Haukur gat frá upphafi sjarmer-
að allar konur, og þá einnig móður
sína. Hún trúði því statt og stöðugt,
að hann kynni ekki að bursta skó og
gæti ekki gert hitt og þetta, sem lenti
þá á Erni, sem ekki er sporlatur mað-
ur, og var það ekki heldur sem barn.
Það lenti því stundum í rimmu milli
bræðranna, en Haukur var alltaf
fljótari að hlaupa en Örn, sem náði
honum aldrei fyrr en á kvöldin, en þá
var líka allt fallið í ljúfa löð, og aldrei
fóru þeir ósáttir að sofa. Um 15 ára
aldur byrjuðu þeir að stunda frjálsar
íþróttir og höfðu afburða hæfileika á
því sviði og gerðu garðinn frægan
bæði hér á landi og erlendis. Þeir
hættu keppni í frjálsum íþróttum 22
ára gamlir.
Að loknu tannlæknanámi frá Há-
skóla Íslands 1952 stundaði Haukur
framhaldsnám við University of
Minnesota í Minneapolis í Bandaríkj-
unum, og hóf störf sem tannlæknir í
Reykjavík 1953. Tannlæknastofu rak
hann síðan allt til 1994.
Haukur var skemmtilegur maður,
sem gaman var að umgangast. Það er
ekki algengt, að fólk hlakki til að fara
til tannlæknis. En það var ekki laust
við, að svo væri, þegar farið var í stól-
inn hjá Hauka. Fyrir utan að spila fal-
lega músík, sem hann söng gjarnan
með hástöfum, Vínarmúsík, Okla-
homa og Show Boat, þá notaði hann
tækifærið, er hann hafði fyllt munn-
inn á sjúklingnum, svo að hann gat
ekki komið hljóði frá sér. Þá byrjaði
hann að prédika, og það er rétt að
taka fram, að hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Ég fékk oft að heyra það
óþvegið frá honum, ef hann var ekki
sammála mér í því, sem ég var að
gera, og ég gat auðvitað enga björg
mér veitt, múlbundin í stólnum.
Ekki er unnt að minnast Hauks, án
þess að geta um tómstundastarf hans,
sem var málaralist. Haukur byrjaði
snemma að mála undir handarjaðri
föður síns. Það var sjálfur Jóhannes
Sveinsson Kjarval, sem gaf honum
fyrsta vatnslitakassann eftir að hafa
fylgzt með honum sem ungum dreng
við að mála. Haukur málaði fyrst og
fremst landslags- og kyrralífsmyndir
og náði ótrúlegri leikni í meðferð
vatnslita og krítarlita. Hann var af-
kastamikill málari og stundirnar, sem
hann sat við málaratrönurnar, voru
honum hugleiknar.
Samband Hauks og Arnar við móð-
ur sína var mjög sérstakt. Hún var
reyndar sérstök kona. Hún var ekki
allra og sagði meiningu sína hispurs-
laust og dró ekkert undan. Hún tók
alltaf málstað lítilmagnans og þoldi
ekki flærð og óhreinlyndi. Samband
hennar og sona hennar var einstakt.
Það leið aldrei sá dagur, að þeir
kæmu ekki til hennar, og hringdu oft
á dag. Þeir fóru alltaf í hádegismat til
hennar á laugardögum og hún fór
með þeim í ferðalög innanlands sem
utan. Engin veizla var haldin á heim-
ilum þeirra, án þess að hún væri þar.
Hún lifði fyrir syni sína, gagnrýndi þá
aldrei fyrir neitt, sem þeir gerðu,
heldur elskaði þá skilyrðislaust og
alla þá, sem þeim voru kærir. Ég
held, að ég hafi aldrei þekkt fallegra
samband milli mæðgina en milli Sess-
elju, tengdamóður minnar, og sona
hennar.
Ég sagði fyrr, að Haukur hefði ver-
ið skemmtilegur maður. Þegar hann
kom inn í herbergi, þá lýstist það upp.
Hann var þeirri gáfu gæddur að
kunna að segja frá, svo að allir
hlustuðu. Hann sagði frá á þann hátt,
að allir heilluðust og vildu heyra
meira. Í gleðskap var hann hrókur
alls fagnaðar. Hann var vanur að
syngja með sinni fallegu röddu sín
uppáhaldslög, sem voru mörg og góð.
Enn í dag finnst mér mikið vanta í
gleðskapinn, að Haukur skuli ekki
standa við píanóið að syngja: ?Wien,
Wien, nur du allein?.
Ég sagði fyrr, að Haukur hefði ver-
ið blíður maður. Hann var það, en
hann var fastur á sínum skoðunum,
og sjálfstæðisstefnan var honum í
blóð borin. Hann hafði ákaflega
sterkar skoðanir á mönnum og mál-
efnum og hélt þeim fram hvar og hve-
nær sem var. Hann lét víða gott af sér
leiða, þótt það kæmi hvergi fram, og
ekkert aumt mátti hann sjá. Ég vil
nefna sem dæmi, að fyrir rúmum 30
árum var ég með hund á mínu heimili,
sem Hauki var kannski ekkert of vel
við, enda fór hann oft inn í hans garð
og skildi eftir sig sinn úrgang. Um
það bil 10 árum eftir að ég eignaðist
hundinn varð hann fyrir bíl að kvöldi
til og dó. Það var mikil sorg á mínu
heimili. Haukur hafði ekki verið hrif-
inn af því, að ég væri með hund, og
hafði margoft látið þá skoðun í ljós.
En hver var fyrsti maður, sem kom til
mín morguninn eftir að hundurinn
dó? Auðvitað Haukur, sem kom með
stóran blómvönd og tár í augum.
Við Haukur höfum búið hlið við hlið
frá árinu 1967. Þá var hann nýgiftur
Ellí, sem hefur verið hans stoð og
stytta síðan. Börnin okkar hafa verið
næstum eins og systkini. Ég held, að
þeir bræður hafi alltaf litið á börnin
hvor annars sem sín eigin og eitt er
víst, að börnin mín hafa alltaf litið á
Hauk eins og annan pabba. Haukur
kom gjarnan yfir til okkar í morgun-
kaffi, áður en hann fór í vinnuna, hér
áður fyrr. Ég er þekkt fyrir annað en
að vera skrafhreifin á morgnana, en
Haukur lét það ekki á sig fá, og kom
inn syngjandi á hverjum morgni,
kannski ekki við mikla gleði af minni
hálfu, en í endurminningunni var
hann góður gestur. Og það er einmitt
það, sem hann var.
Aldrei hefur borið skugga á 36 ára
sambúð tvíburanna Hauks og Arnar
hér í Arnarnesinu. Það má að miklu
leyti þakka konu Hauks, henni Ellí.
Hún hefur staðið við hlið manns síns
sem klettur. Það var örugglega ekki
auðvelt fyrir hana, kornunga konu, er
hún giftist Hauki, sem hafði verið út
og suður í margvíslegum skilningi.
En Ellí kunni á sinn mann. Þeirra
hjónaband hefur verið farsælt, enda
er hún gædd sömu kímnigáfu og
Haukur. Ellí, og dætur þeirra, Ragn-
heiður og Þórunn, hafa ekki vikið frá
Hauki undanfarin ár, eftir að hann
veiktist, og verið hans stoð og stytta.
Það er erfitt að kveðja mann, sem
hefur verið stór hluti af lífi manns í
meira en 40 ár. Minningarnar sækja
á, en upp úr stendur, að lífið hefði ver-
ið svo miklu tómlegra án hans.
Ég þakka samfylgdina og allar
góðu minningarnar.
Guðrún Erlendsdóttir.
?Oh, What a Beautiful Morning,
Oh, What a Beautiful Day ?? Hvern
einasta sólbjartan morgun, frá fyrstu
HAUKUR 
CLAUSEN 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56