Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 37
* Að prjóna hæl TIL eru margar aðferðir við að prjóna hæl á sokk. Hér eru tvær þær algengustu, fleyghæll og bandhæll. Prjónið prufu til að átta ykkur á aðferðinni. Sem dæmi eru hér fitjaðar upp 48 lykkjur og skift niður á fjóra sokkaprjóna, 12lykkjur á hvern. Fleyghæll: Þegar komið er að hælnum, eru fyrstu og siðustu 12 lykkjurnar i umferðinni prjónaðar saman yfir á einn prjón og þessar 24 lykkjur prjónaðar áfram, ca 6 sentimetra. Þá er haldið þannig áfram: 14 sl, 2sl saman, 1 sl, snúa, 6 sn, 2 sn saman, 1 sn, snúa, 7sl, 2sl saman, 1 sl, snúa, 8sn, 2sn saman, 1 sn, snúa, 9 sl, 2 sn saman, 1 sl, snúa, 10 sn, 2 sn saman, 1 sn, snúa, 11 sl, 2 sl saman, 1 sl, snúa, 12 sn, 2 sn saman, 1 sn, snúa, 13 sl, 2 sl saman, snúa, 13 sn, 2 sn saman og þá eru eftir 141ykkjur. Setjið þessar 14 1 á tvo prjóna, 7 á hvorn og byrjið frá vinstri hlið. 1. uinf: 1 pr.: 7 sl, prjónið 12 lykkjur upp meðfram vinstri hliðhælsins. 2. og 3 p: slétt prjón. 4. p: Prjónið 12 lykkjur upp úr hægri hliðhælsins, 7 sl. Næsta umf: 1. p: 16 sl, 2 sl saman, 1 sl. 2. og 3 p: slétt. 4. p: 1 sl, 2 sl saman, 16 sl. Prjóniö eina umf án úrtöku. Næsta umf: 1. p: 15 sl, 2 sl saman, 1 sl 2. og 3. p: slétt. 4. p: 1 sl, 2 sl saman, 15 sl. Haldið þannig áfram úrtökum i annarri hvorri umf, að einni lykkju færra verði á 1. og 4. prjóni 1 hvert sinn, þar til aftur eru 48 lykkjur á prjónunum og þá er haldið áfram að tánni. Bandhæll: Byrjið eins og á fleyghælnum með þvi að prjóna 6 sm áfram með 24 1, en þá er haldið þannig áfram: 17 sl, 2 sl saman, snúa x takiðeina 1 fram af, 10 sn, 2 sn saman, snúa, 1 fram af, 10 sl, 2 sl saman, snúa x Endurtakið frá x til x stöðugt þar til ein 1 er eftir á vinstri prj, áður en snúiðer, prjónið þessa 1 snúna og þá eru 141 á. Haldið svo áfram frá þeim stað 1 uppskriftinni á fleyg- hælnum, þar sem stendur: Setjið þessar 14 1 á tvo. Piparávextir |eru vítamínríkir j ÞAÐ er mikið af A- og C-vitaminum i piparávöxtum, einkum þeim rauðu. Þeir eru góðir i ótal rétti. Ferskir eru pipar- ávextirnir bestir, en þeir fást lika i dósum og krukkum og eru ekki dýrir. Athugandi er, að ekki sé of mikið edik i leginum á þeim. Milljónabuff:Dálitið sérstakur réttur úr kjöti, lauk, sveppum og piparávöxtum. Allt saman vel brúnað og siðan soðið með dós af tómötum og kryddi eftir smekk. Fylltir piparávextir: Geri eins konar milljónabuff úr brúnuðu kjöti og hrísgrjónum, bragðbættu með lauk og kryddi. Gjarnan má setja hrisgrjón saman við. Setjið farsið i hálfa piparávexti, sem tekið hefur verið innan úr. Setjið smjörklipu ofan á og bakið, þar til ávextirnir eru meyrir. Hrærð egg: Byrjið á þvi að láta gróft saxaðan piparávöxt krauma saman við saxaðan lauk og sundurskorna sveppi, þar til það er meyrt. Þá er eggjahrærunni hellt saman við og látin stifna. Grænt salat verður hollara, ef settir eru litlir teningar af piparávexti út i það. Ostur og piparávextireiga vel saman. Hægt er að fylla ávöxtinn með mjukum osti, setja i kæliskáp og skera siðan i sneiðar. Þá er gott að hræra saxaðan piparávöxt út i smurost og gjarnan má setja smjör saman við. Þetta er ágætis álegg. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.