Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 11.11.1976, Blaðsíða 19
Leistar með frönskum hæl Lesasandi bað Heimilistimann að birta góða uppskrift af hælúr- töku. Við verðum hér með við þeim tilmælum og látum tána og sjálfan leistann fylgja með. Leistar-með frönskum hæli og stjörnuúrtöku. Efni: Gróftullargarn. Sokkaprjónar nr. 4. Fitjió upp 48 lykkjur. Prjónið i hring 2 sl. 2 br. um 12 cm. Prjóniö um 6 cm meö sléttu prjóni. Hællinn: Franskur hæll. Prjóniö af fyrsta prjóni yfir á fjóröa prjón. A hælprjóni eru jafnmargar lykkj- ur og á báðum ristarprjónum. Byrjum umferö á miðjum hæli. Prjóniö hælprjóninn fram og aftur, sl. á réttu — br. á röngu. Takið fyrstu lykkju alltaf óprjónaða, aftan i brugöna en framan i slétta, þannig að hnútar myndist i brún- ina. Prjónið þar til að 11 hnútar eru á þeim jaöri, sem endaö er á. Setjið merki meö mislitu garni á miöjan hæl. Endið á sléttum prjóni. Hælúrtaka Byrjið úrtökuna á brugönum prjóni. Prjónið 3 lykkjur fram fyrir miöjan hæl, bregöiö 2 lykkjur saman. Prjóniö eina lykkju á eftir. Snúiö viö.Takiö fyrstu lykkju upp óprj. sl., prjóniö 2 lykkjur framfyrir miöjan hæl. Takiö 1 lykkju óprjón., prjónið 1 lykkju, steypiö óprj. lykkju yfir. Píjónið 1 á eftir. Snúiö viö. Takið fyrstu lykkju óprj. br. Prjónið þar til 1 lykkja er eftir viö vikiö, bregöið sam- an lykkjurnar sitt hvoru megin viö vikið. Prjónið 1 lykkju á eftir. Snúið við. 1 lykkja óprj. sl. Prjóniö unz 1 lykkja er eftir við vikið, takið hana upp óprjón., prjóniö 1 lykkju á eftir, steypiö yfir. Prjóniö 1 lykkju á eftir. Takiö þannig úr, unz komiö er út á enda prjóns. Úrtakan endar á slétt- um prjóni. Lykkjuupptaka á hælum Byrjið á þeim jaöri, sem úrtakan endaöi á, niðri við ristarprjóninn. Snúiö röngunni aö ykkur. Takið alla 11 hnútana upp á prjóninn. Prjóniö þessar 11 lykkjur yfir á hælprjón. Prjónið ristarprjónana. Takiö upp hnútana á hinum jaðrinum og prjón- ið helming hællykknanna yfir á sama prjón. Úrtaka aukalykkna Takið úr i næstu umferö. Prjóniö 2 lykkjur saman á enda 1. prjóns. Takið einnig úr á byrjun 4. prjóns með þvi að taka 1 óprj., prjóna 1, steypa yfir. Takiö þannig úr i annarri hvorri umferð, unz upphaflegur lykkjufjöldi er á hælprjónun- um. Prjónið fram fyrir litlutá. Stjörnuúrtaka 1. umf.: 2 lykkjur saman, prjónið 5 lykkj- ur, endurtakiö það alla umf. Prjónið 5 umf. án úrtöku. 7. umf.: 2 lykkjur saman, prjónið 4 lykkj- ur, endurtakið það alla umf. Prjónið 4 umf. á eftir. 12. umf.: 2 lykkjur saman, prjóniö 3 lykkjur, o.s.frv. Prjónið 3 umf. á eftir. 16.: Umf. 2 lykkjur saman, prjónið 2 lykkjur, o.s.frv. Prjónið 2 umf. á eftir. 19.: mf. 21ykkjursaman, prjóniö 1 lykkju, o.s.frv. Prjóniö 1 umf á eftir. 21.: umf. Takið 2 lykkjur saman umf. á enda. Klippiö frá, dragiö endann gegnum lykkjurnar og gangið frá tánni. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.