Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 17.12.1992, Blaðsíða 14
14 VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. desember 1992 Máttur ímyndunaraflsins Alfreð Flóki fæddur í Reykjavík 1938, dáinn 1987. Flóki stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1954-1957 og Kon- unglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1958-1962. Flóki hélt fjölmargar einkasýn- ingar hér á landi og einnig sýndi hann í Kaupmannahöfn, New York, Esbjerg og Næstved, auk þess sem hann tók þátt í samsýn- ingum í Rostock, Kaupmanna- höfn, Stokkhólmi og Chicago. Þá myndskreytti hann bækur auk þess sem teikningar hans hafa komið út á bók 1963 og 1986. Ævintýrabókin um Alfreð Flóka eftir Nínu Björk Arnadóttur kom út í þessum mánuði. Verk: Einkatími. 1982. Túss á pappír, 31x21 sm. Alfreð Flóki var einfari í íslenskri myndlist sem lét stefnur og strauma í samtímanum sem vind um eyru þjóta. Hann var hins vegar maður ímyndunaraflsins umfram aðra ís- lenska listamenn og ímyndunaraflið var honum tæki til þess að skapa skáldskap og yftr- vinna óttann. Hann var ekki dæmigerður súrrealisti, þótt mynd- list hans hafi löngum verið sett í þá skúffu. Hann var í raun nítj- ándu aldar rómantík- er, særingamaður sem notaði ímyndunaraflið til þess að lýsa upp leyndustu og dimm- ustu afkima sálarlífs- ins og særa fram skuggaverur þess. En myndir hans eru ekki bara hrollvekjur, þær eru líka hollar fyrir sálarlífið vegna þess að þær koma okkur til að hlæja að skelfing- unni og yfirvinna hana. Flóki var öðrum mönnum meðvitaðri um það, að lífið er brennimerkt dauðan- um. í myndum hans tengist erótíkin dauð- anum órjúfanlegum böndum. Líf hans og list voru stöðug hólm- ganga við dauðann, og vopn hans í þeirri baráttu voru tak- markalaust ímyndun- arafl og tússpenni með húmorinn í lagi. Flóki var rómantísk hetja sem storkaði dauðanum í stöðugri vissu um að sá síðar- nefndi myndi hafa endanlegan sigur, og það var í þessu návígi sem hann fann uppsprettuna fyrir skáldskap sinn og líf. Eins og fram kemur í afar per- sónulegri minningabók Nínu Bjark- ar Amadóttur um Flóka, þá var per- sónan Alfreð Flóki þeirrar gerðar að hún lét engan ósnortinn sem kynnt- ist honum náið. En vinátta hans var krefjandi og reyndist mörgum vin- um hans jafn óbærilega sár og hún var gefandi. Bókin sem nú er komin út gefur góða mynd af persónunni Alfreð Flóka, en enn vantar okkur vandaða stórbók með sem flestum teikningum hans á einum stað. Þar er þarft verk að vinna, sem ekki má dragast of lengi, því list Flóka bætir vissulega nýrri vídd við sögu ís- lenskrar myndlistar. Olafur Gíslason Þorsteinn frá Hamri Sæfarinn sofandi Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út ljóðabókina Sæfarann sofandi eftir Þorstein frá Hamri og hefur hún verið tilnefnd til Islensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Þar birtist eftirfarandi ljóð: Mér er í mun - Mér er í mun að setja heiminn saman Það lukkast aðeins stund og stund Eg raða upp í augna minna ljós mörgu sem ég minnist mörgu sem bezt ég hugði samið og sagt Byggi svo brýr og himna Strengi vel þær brýr set stjömur á þá himna kveiki líf á þeim stjömum: verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu Stend um hríð hljóður við vegbrúnina minningasafnari grunsmiður skelfinga vonasonur Og á sem snöggvast fáa að Vertu með tíl vinnings Við þökkum þeim konum um land allt sem þegar hafa borgað heimsenda miða í happdrætti okkar og ntinnum hinar á góðan málstað og glæsilega vinninga. Hver keyptur miði eflir sókn og vöm gegn krabbameini! Dregið 24. desember. Krabbameinsfélagiö

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.