Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 93 . TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kjúklingur úr ýmsum áttum Uppáhaldsuppskriftirnar sem eru ekki of flóknar | Daglegt líf Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Nýr Passat  Suzuki Jimny Nýr Alfa Romeo Spider  Bestu sumardekkin  Aflmesti pallbíll á Íslandi Íþróttir | ÍR vann KA sannfær- andi  Flestir veðja á AC Milan Tafir á US Masters  HK fann fjölina H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 3 7 4 Breytum hugmyndum í veruleika Augljós kostur við bílakaup Bagdad. AFP. | Jalal Talabani sór í gær embættiseið sem forseti Íraks og er hann fyrsti Kúrdinn til að taka við embætti þjóðhöfðingja í araba- ríki. Fyrsta verk hans var að útnefna sjía-múslímann Ibrahim al-Jaafari, leiðtoga Dawa-flokksins og einn frammámanna kosningabandalags sjía-múslíma, sem forsætisráðherra. Al-Jaafari, sem nú tekur við valda- mesta embættinu í Írak, hefur mán- uð til að skipa ráðherra í ríkisstjórn en meginverkefni hennar verður að skrifa nýja stjórnarskrá fyrir Írak. Talabani, sem er 71 árs, hét að græða sárin sem spennan í sam- skiptum þjóðarbrota og margra ára- tuga einræðisstjórn hefði valdið. Setti hann á oddinn baráttuna gegn hryðjuverkum í Írak og rétti út sáttahönd til súnní-múslíma í Írak, en flestir uppreisnarmanna eru sagðir koma úr þeirra röðum. Viðr- aði hann meðal annars hugmyndir um, að uppreisnarmönnum yrðu gefnar upp sakir. Talabani forseti Íraks Jalal Talabani ávarpar íraska þing- ið að lokinni embættistöku. Reuters ÚTFÖR Jóhannesar Páls páfa II verður gerð frá Péturskirkjunni í Róm í dag og hefst athöfnin klukkan tíu að staðartíma en átta að íslenskum tíma. Áætlað er, að hún muni standa í þrjár klukkustundir og þegar í gær voru margir þeirra fjögurra milljóna gesta, sem komnir eru til Rómar, farnir að koma sér fyrir þar sem líklegt var, að sæist til sjálfrar athafnarinnar. Auk alls fjöldans, sem mun að mestu fylgjast með athöfninni á stórum sjón- varpsskjám, eru nú í Róm um 200 þjóð- arleiðtogar og aðrir frammámenn og ör- yggisgæslan er gífurleg. Meira en 10.000 her- og lögreglumenn gæta þess, að ekkert fari úrskeiðis og þeim til aðstoðar eru um 28.000 borgarstarfsmenn og sjálfboða- liðar. Flugskeytum til að granda flug- vélum hefur verið komið fyrir en umferð einkaflugvéla yfir borginni hefur verið bönnuð. Athöfnin í dag hefst með því, að lík páfa verður sett í kistu og þegar beðið hefur verið fyrir sálu hans, verður kistunni lok- að. Að því búnu verður kistan flutt út á tröppurnar fyrir kirkjudyrunum en þar fer sjálf útfararathöfnin fram. Að henni lokinni verður kista páfa sett í sinkkistu og hún í aðra kistu úr eik. Verður páfi síðan jarðsettur í hvelfingu undir kirkjugólfinu. Péturstorginu var lokað fyrir almenn- ingi í gær en allt um kring var fólk að koma sér fyrir með svefnpoka og teppi og ætlaði að hafast við úti alla nóttina. „Hann var Jesús okkar tíma,“ sagði nunna frá Nígeríu. „Hann lifði einföldu lífi, auðmjúkur, maður friðar og ástar.“/14 Reuters Jóhannes Páll páfi II verður jarðsunginn úti fyrir dyrum Péturskirkjunnar og mun athöfnin taka þrjár klukkustundir. Útför páfa verður í dag SAMEIGINLEG tillögugerð full- trúa allra flokka í fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra er söguleg sáttargjörð sögðu þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Karl Axelsson, hrl. og formaður nefndarinnar, er niður- stöður nefndarinnar voru kynntar í gær. „Það hefur náðst pólitísk sátt um að tryggja aukna fjölbreytni og fjöl- ræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ sagði Þorgerður Katrín. 25% hámark á eignarhald Kemst nefndin að þeirri niður- stöðu að fjölmiðlamarkaðurinn ein- kennist af samþjöppun og fákeppni reglum frá gildistöku væntanlegra laga. Fram kom í máli Karls Axelsson- ar í gær að ef tillögurnar yrðu að lögum myndu þær hafa áhrif á öll helstu og stærstu fjölmiðlafyrirtæki hér á landi. Menntamálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp á haust- þingi, sem muni byggjast eingöngu á tillögum nefndarinnar. Fjölmiðlanefndin telur ekki rétt að banna eignatengsl milli dagblaða og ljósvakamiðla en leggur m.a. til að settar verði reglur, sem tryggi gegnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. Svonefndar efnisveitur fái aðgang að dreifiveitum og dreifiveitur fái flutn- ingsrétt á því efni sem þær kjósa. á öllum sviðum hefðbundinnar fjöl- miðlunar. Leggur hún fram tillögur í sjö liðum „um nauðsynleg viðbrögð vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í íslensku fjölmiðlaumhverfi …“ eins og segir í skýrslunni. Er m.a. lagt til að settar verði reglur um að enginn einn aðili eða tengdir aðilar geti átt meira en 25% í fjölmiðli, sem hefur náð tiltekinni útbreiðslu. Er þar miðað við að þriðjungur af mann- fjölda notfæri sér miðilinn að jafnaði á degi hverjum, og/eða að markaðs- hlutdeild fjölmiðilsins fari yfir þriðj- ung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjöl- miðlamarkaði um sig. Tveggja ára aðlögun Nefndin leggur til að fjölmiðlar fái tveggja ára aðlögunartíma að nýjum Fjölmiðlanefndin skilar samhljóða tillögum um aðgerðir á fjölmiðlamarkaði „Pólitísk sátt“  Menntamálaráðherra segir nýtt frumvarp lagt fram í haust  Takmarkanir á eignarhaldi ná til stærstu og helstu fjölmiðla Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  11/Miðopna VERÐI tillögur fjölmiðlanefnd- arinnar að lögum er ljóst að tak- markanir á eignarhaldi munu hafa áhrif á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, að mati Hall- gríms Geirssonar, fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Stærsti einstaki hluthafinn í Árvakri á 30,3% hlut í félaginu, en auk þess eiga aðrir hluthafar sem tengjast fjölskylduböndum samtals 28,9%. Lagt er til í skýrslunni að há- markseignarhlutur hvers eig- anda, eða skyldra eigenda, í stórum fjölmiðlum verði 25%. Meiri áhrif á aðra fjölmiðla Gunnar Smári Egilsson, fram- kvæmdastjóri 365 prent- og ljós- vakamiðla, segir að verði tillög- urnar að lögum muni það hafa mun meiri áhrif á aðra fjölmiðla en á 365 prent- og ljósvakamiðla. Stærsti hluthafinn að Og fjar- skiptum, eiganda 365 miðlanna, sé Baugur, sem eigi rétt undir 25% í fyrirtækinu. Baugur á þó einnig hlut í Norðurljósum, sem eiga hlut í Og fjarskiptum. Segir Gunnar að Baugur þurfi hugsanlega að minnka sinn hlut í þessum fé- lögum þegar fram líða stundir. Tillögurnar munu ekki hafa áhrif á Skjá 1, verði þær að lögum, að mati Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, sem á 65,5% í Skjá 1. Hann segir Skjá 1 ekki hafa þá útbreiðslu sem nefnd sé. Bókun um RÚV Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og Magn- ús Þór Hafsteinsson lögðu fram bókun með skýrslu fjölmiðla- nefndarinnar, þar sem þau gagn- rýna stjórnarfrumvarp um RÚV og segja m.a.: „Með þessari skýru og afdráttarlausu bókun, sem lýt- ur að því að ásættanleg niðurstaða náist um framtíðarskipan Rík- isútvarpsins, skrifum við undir þessa skýrslu.“ Misjöfn áhrif Morgunblaðið/Golli „Túlkun hans var svo fádæma glæsileg að sjaldan hefur annað eins heyrst á tónleikum hérlendis,“ segir Jón- as Sen tónlistargagnrýnandi í umsögn í blaðinu í dag um leik fiðlu- og víóluleikarans Maxims Vengerovs á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í gærkvöldi. „Vald hans yfir hljóðfærinu var algert.“/23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.