Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 Rætt við Þórarin Þórarinsson í tilefni af útkomu lokabindis bókaflokksins „Sókn og sigrar“ Það var draumur minn í æsku að verða sagnfræðingur, en at- vikin höguðu því svo, að þetta gat ekki ræst. Þessi löngun mín kann að hafa fengið nokkra útrás í greinum þeim, sem ég hefi skrifað um erlend málefni í meira en hálfa öld. Hún mun líka hafa átt þátt í því, að á árinu 1965 féllst ég á að skrifa sögu Framsóknarflokksins í tilefni af 50 ára afmæli hans. Ég vann þetta sem hjáverk, jafnframt því að vera ritstjóri og alþingismaður. Verkið reyndist stórum umfangsmeira en ég hafði gert mér grein fyrir. Þegar útgáfa sögunnar átti að hefjast, hafði ég aðeins lokið við fyrstu tuttugu árin af 50 ára sögu flokksins, en það var samt svo langt að rétt þótti að gefa það út sem fyrsta bindi og kæmi það út fyrir afmæli flokksins í desember 1966. Jafnframt var ákveðið, að ég héldi áfram og framhaldið kæmi í öðru bindi. Þetta dróst hins vegar vegna ýmissa nýrra anna til viðbótar áðurnefndum störfum. Ég gat t.d. ekki notað sumarleyfin til að skrifa söguna eins og 1965 og 1966, því að seta á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, undirbúningsnefnd hafréttar- ráðstefnunnar og hafréttarráð- stefnan sjálf komu til sögunnar og notaði ég sumarleyfistímann til að sækja þessa fundi. Ég gat því ekki hafist handa að ráði um framhald sögunnar fyrr en ég lét af ritstjórn Tímans fyrir aldurs sakir 1984. Framhaldið varð tvö bindi í stað eins. Þó tel ég mig hafa sleppt fjölmörgu, sem ætti heima í sögu eins og þessari. Ég er feginn að hafa loks lokið þessu verki, sem mér hefurfund- ist góð dægradvöl að fást við og fullnægt gömlum æskudraumum mínum. Áhuga minn fyrir sögu og söguritun get ég sennilega rakið til Ólafsvíkur. Ég er fæddur þar 19. september 1914. Faðir minn hafði drukknað, ásamt skips- höfn sinni, sjö mánuðum áður en ég fæddist, en hann var þá nýgiftur, tæplega þrítugur að aldri. Hann lét ekki eftir sig miklar eignir, en furðulega gott bókasafn, en bókasöfnun var áhugamál margra ungra manna í Ólafsvík á þessum tíma. í þessu bókasafni voru allar ís- lendingasögurnar, sem Sigurður Kristjánsson hafði gefið út, ljóð- mæli Jónasar Hallgrímssonar og Matthíasar Jochumssonar, rit- safn Gests Pálssonar, fyrstu skáldsögur Jóns Trausta og sitthvað fleira. Sumar þessara bóka marglas ég eftir að ég varð orðinn læs. Þetta tel ég hafa verið góða undirstöðu menntun- ar minnar, ef þannig mætti orða það. Frá Ólafsvík fluttist ég með móður minni inn í Fróðárhrepp, er hún giftist aftur manni, sem gekk mér í föðurstað. Ég fór ungur að lesa Lögréttu og Tímann, sem ég fékk lánuð, og kom því svo til vegar að fóstri minn keypti þriðja blaðið, sem var Vörður. Þessi blaðalestur varð til þess, að 10 ára gamall taldi ég mig tilheyra Framsókn- arflokknum, en eiginlega var lítið rætt um pólitík í sveit minni. Flestir eða allir kusu Halldór Steinsson, þingmann íhaldsflokksins, vegna vinsælda hans sem héraðslæknis. Það var líka metnaður Ólsara og Fróð- hreppinga á þessum tíma, að þeir réðu því hver skipaði sæti þingmannsins en ekki Hólmarar eins og verið hafði lengstum áður. Fyrir þingkosningarnar 1927 reyndi ég að vinna fyrir Hannes Jónsson dýralækni í Stykkis- hólmi, sem var í framboði fyrir Framsóknarflokkinn móti Hall- dóri. Það bar ekki meiri árangur en þann að fóstri minn kaus Hannes, en móðir mín var ófáanleg til að snúa baki við Halldóri, m.a. vegna þess, að hún taldi hann hafa bjargað lífi mínu, þegar ég var á fyrsta ári. Það var vorið 1927, sem ég fór fyrst til Reykjavíkur til þess að fá gleraugu við nærsýni. Við mamma dvöldum þar á vegum Jóhanns Hjörleifssonar verk- stjóra og þingskrifara og fékk ég að fara með honum í Alþingis- húsið og hlusta þar á umræður í efri deild. Ég sat í svonefndri suðurstofu og var þar tíður gestur. Þingmenn munu hafa lítið tekið eftir mér, heldur talið mig einhvern furðufugl. Einn þingmanna mun þó hafa tekið eftir mér. Hann spurði Jóhann síðar að því, hvaða drengur þetta hefði verið. Rúmum mán- uði síðar skýrði Sigurvin Einars- son mömmu frá því, að hann væri með sendingu til mín. Þetta voru tveir árgangar af þingtíð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.