Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 26. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Geysist um
á mótorfák
Vissi alltaf að ég myndi fara út í
mótorhjólin segir Birna María | 24
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Aygo: stærri en sýnist Minni sala í Evrópu Frakkar bæta
sig Næsta vélsleðaárið Nýr Megane II Alfa 159 kominn
Íþróttir | Er bestur þegar ég spila vel segir Ólafur Viggó ánægður
Ráðstefna um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi föstudaginn 27. janúar
á Hótel Nordica. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.sa.is
HAMAS-hreyfingin, flokkur ísl-
amskra harðlínumanna, vann stórsig-
ur í kosningunum meðal Palestínu-
manna í fyrradag og hefur mikinn
meirihluta á þingi. Er tíðindunum
tekið sem pólitískum jarðskjálfta en
úrslitin valda ekki aðeins mikilli
óvissu meðal Palestínumanna, heldur
setja þau allar friðarhorfur í Mið-
Austurlöndum í uppnám.
Niðurstaðan í kosningunum var sú,
að Hamas fékk kjörna 76 menn af 132
á þingi en Fatah-hreyfingin 43. Ahm-
ed Qurei, forsætisráðherra palest-
ínsku heimastjórnarinnar, og ríkis-
stjórn hans sögðu af sér í gær en
Mahmoud Abbas forseti og leiðtogi
Fatah-hreyfingarinnar ætlaði að fela
Hamas að mynda nýja stjórn. Kvaðst
hann mundu krefjast þess, að teknar
yrðu upp viðræður við Ísraela. Saeb
Erekat, helsti samningamaður fráfar-
andi stjórnar, sagði í gær, að Fatah
hefði ekki hug á að vera í stjórn með
Hamas, sem stefnir að því að tortíma
Ísraelsríki og ber ábyrgð á flestum
hryðjuverkum í Ísrael á síðustu árum.
Ísraelsstjórn í vanda
Fyrir Ísraela er niðurstaðan mikið
áfall og viðbúið, að hún geti ráðið
miklu um kosningarnar í Ísrael í
marslok. Ehud Olmert forsætisráð-
herra hefur ítrekað sagt, að ekki verði
rætt við Hamas, en vandinn, sem við
honum blasir, er, að bregðist hann
ekki af hörku við tíðindunum mun það
verða vatn á myllu Benjamins Net-
anyahus og harðlínumannanna í Lik-
udflokknum.
Mushir al-Masri, frammámaður í
Hamas, sagði í gær, að viðurkenning
á Ísrael væri ekki á döfinni.
Hamas til valda í Palestínu
Dagar óvissu og ótta
í Mið-Austurlöndum
Reuters
Ismail Haniyeh, helsti leiðtogi
Hamas-hreyfingarinnar, innan um
fagnandi fólk á Gaza.
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Sigurvegarinn
Kjósendur refsuðu Fatah fyrir spillinguna 16
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla fékk sannkallaða óskabyrjun
með kröftugum sigri á Serbum/Svartfellingum, 36:31, í upphafsleik sínum
á Evrópumeistaramótinu í Sviss í gær. Leikmenn Íslands höfðu svo sannar-
lega ástæðu til að gleðjast að leikslokum. Í kvöld mæta þeir Dönum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kröftugt upphaf á EM
LÖGREGLAN í Reykjavík fletti of-
an af einni umfangsmestu skipu-
lögðu kannabisræktun sem um getur
þegar upp komst um ræktun sem átt
hefur sér stað um nokkurt skeið í
iðnaðarhúsi í miðbæ Reykjavíkur.
Almenn deild lögreglunnar komst
upphaflega á snoðir um ræktunina
og voru lögreglumenn sendir að
kanna málið nánar. Við þá rannsókn
kom í ljós að í iðnaðarhúsnæðinu
voru vel stálpaðar kannabisplöntur í
hundraðatali. Þegar í ljós kom
hversu umfangsmikið málið reyndist
vera var fíkniefnadeild lögreglunnar
fengin til aðstoðar ásamt tækni-
rannsóknarmönnum. Vegna málsins
voru karl og kona um tvítugt hand-
tekin og í kjölfarið var einnig farið í
húsleitir. Fannst þá til viðbótar
verulegt magn fíkniefna. Ekki er
hægt að greina frá efni og magni
hvað það snertir. Fólksins bíða yf-
irheyrslur í dag en ekki er ljóst hvort
farið verður fram á úrskurð héraðs-
dóms um gæsluvarðhald í þágu
rannsóknarinnar.
Lögreglan tók kannabisplönt-
urnar í sína vörslu og rannsóknar-
manna bíður að mæla þær og vigta.
Umfangsmikil
kannabisrækt
í miðbænum
Morgunblaðið/Júlíus
Hinn handtekni var færður í fanga-
geymslu og bíður skýrslutöku.
Washington, Brussel. AP, AFP. | Tals-
menn vestrænna ríkja lýstu í gær
áhyggjum sínum af sigri Hamas-
hreyfingarinnar í Palestínu og lögðu
áherslu á, að ekki yrði rætt við vænt-
anlega stjórn hennar nema hún hafn-
aði ofbeldi og þeirri stefnu að afmá
Ísraelsríki.
George W. Bush, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í gær á fréttamannafundi,
að hann vildi trúa því, að friðurinn
væri ekki úti í Mið-Austurlöndum,
vegna þess, að hann væri það, sem
fólkið vildi. Ísraelar gætu þó ekki rætt
við þá, sem vildu þá feiga. „Við mun-
um ekki ræða við þá, sem boða of-
beldi,“ sagði Bush og skoraði á Ham-
as að gjörbreyta stefnu sinni.
Ráðamenn í öðrum Evrópuríkjum,
Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, á
Norðurlöndum og víðar, skoruðu í
gær á leiðtoga Hamas-hreyfingarinn-
ar að breyta stefnu sinni og afvopnast
og í yfirlýsingu frá Evrópusamband-
inu sagði, að það væri reiðubúið að
halda áfram stuðningi við efnahags-
lega uppbyggingu í Palestínu að því
tilskildu, að næsta stjórn vildi ræða
við Ísraela um frið.
Viðbrögð Rússa við sigri Hamas
voru dálítið óljós en það voru þau ekki
í Íran og meðal íslamskra harðlínu-
manna í arabaríkjunum. Þar var hon-
um lýst sem miklum sigri í baráttunni
gegn Ísrael.
Stjórnvöld í arabaríkjunum sögðu
heldur fátt um sigur Hamas í kosn-
ingunum en þau virðast óttast, að
hann geti ýtt undir íslamska harðlínu-
menn annars staðar.
„Munum ekki ræða við
þá sem boða ofbeldi“
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti
á fréttamannafundinum í gær.
HAGNAÐUR Kaupþings banka og
Straums-Burðaráss fjárfestingar-
banka nam samtals um 76 millj-
örðum króna á síðasta ári og munu
bankarnir greiða ríflega 16 millj-
arða króna í skatta. Hagnaður
Kaupþings banka var 49,3 milljarð-
ar árið 2005 og hagnaður Straums-
Burðaráss 26,7 milljarðar.
Þetta er mesti hagnaður í sögu
Kaupþings banka, og reyndar
mesti hagnaður sem íslenskt fyr-
irtæki hefur skilað á einu ári.
Kaupþing banki greiðir samtals
liðlega 11 milljarða króna í skatta
vegna rekstrarársins 2005. Þar af
eru skattar og tryggingagjald hér
á landi á bilinu 6,5 til 7 milljarðar.
Um 27 milljarða hagnaður
Hagnaður Straums-Burðaráss
fjárfestingarbanka hf. á árinu 2005
nam um 26,7 milljörðum króna eft-
ir skatta, en var um 6,7 milljarðar
árið 2004.
Stjórn bankans mun leggja til á
aðalfundi að hluthöfum verði
greiddir um 6,7 milljarðar króna í
arð vegna ársins 2005 sem svarar
til 25% af hagnaði og nemur 0,65
kr. á hvern hlut. Hluti arðgreiðsl-
unnar verður í skráðum hlutabréf-
um.
Straumur-Burðarás greiðir tæp-
lega 5,5 milljarða króna í skatta
vegna ársins 2005 samanborið við
um 1,3 milljarða á síðasta ári. | 14
Greiða 16
milljarða
í skatta
KB banki og
Straumur með 76
milljarða hagnað