Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 3 Eftir Padraig Mara padraig@hi.is Þ egar nýjar hörmungar dynja yfir er gripið til gömlu tuggunnar „við lifum á tímum ofbeldis“. Órói í Mið- austurlöndum, stríð í Afríku og ógn „hryðjuverka“. En hvaða tími er ekki tími ofbeldis? Saga mannkyns er blóði drifin frá uppruna okkar til nútímans. Við lok tuttugustu aldar og upphaf nýrrar þúsaldar hefur skelfilegt ofbeldi látið á sér kræla þar sem þess var síst von, meðal barna í skólum hvítrar millistéttar Norður-Ameríku. Undanfarna hálfa öld má segja að bandarísk og kanadísk ungmenni hafi verið þau dekruðustu í heiminum. Þau þekkja hvorki borg- arastríð, þjóðarmorð, vopnaðar uppreisnir né raun- verulega fátækt. Við stöndum því í ráðþrota spurn: Hvers vegna eru vel haldin börn velsældarinnar að drepa skólafélaga sína? Því við lifum á tímum of- beldis? Nei, því að ofbeldið lifir í okkur. Það varð mikil aukning á fjölda skotárása í skól- um á tíunda áratugnum og í upphafi 21. aldar í Norður-Ameríku (ekki bara í Bandaríkjunum, fjöldi slíkra atburða er t.d. sláandi í Montréal). Í leit að skýringu hafa margir bent á tónlistana sem þessir ungu drápsmenn hlustuðu á. Undantekningalaust hafa þeir hlustað á þunglyndislegt og árásargjarnt rokk. Litið er til þessa sem hluta af skýringunni á drápsæði þeirra. Þetta er líklega frekar ódýr skýr- ing. Þættir eins og einelti, eiturlyf, skortur á sjálf- stjórn, vont uppeldi, verri skólun og einfaldlega ým- is geðheilbrigðisvandamál hljóta í ýmsum samsetningum og tilbrigðum að koma til álita sem skýringar. Engu að síður er sannleikskjarni í tón- listarkenningunni, ekki að tónlistin hafi verið kveikja ofbeldisins, heldur vegna þess að hún náði ekki að afstýra því. Manngerðin sem fremur fjöldamorð í skólum, reiði utangarðsunglingurinn, er að verulegu leyti erkitýpa ameríska unglingsins, með fyrirlitning- arglott James Dean á vör og réttláta hneykslun og reiði Holden Caulfield í sálinni: uppreisn án mál- staðar. Hvenær og hvers vegna varð andhetjan svona hræðilega ofbeldisfull? Ég vil halda því fram að það tengist yfirtöku markaðarins á tónlist óánægðra ungmenna; óvinveitt yfirtaka rokksins. Vandræðakrakkar fyrir vandræðakrakka Á „gullöld“ ameríska pönksins, u.þ.b. frá 1981-1987 átti hvaða illa lyktandi olíuborni berserkur sem er sjálfkrafa samfélag og rödd. Frá Union City í New Jersey til Bakersfield í Kaliforníu, frá Miami í Flór- ída til Manitoba spratt upp risastórt og flókið net, rekið af vandræðakrökkum fyrir vandræðakrakka. Það voru tónleikar í alls kyns samkomuhúsum og fé- lagsheimilum hvar sem hægt var að koma þeim við. Væri maður pönkari í smábæ í Idaho og erfitt reyndist að manna hljómsveit var víst að Black Flag, Bad Brains eða Dead Kennedys myndu koma við fyrr eða síðar og bjarga lífi manns. Á þessum árum fóru krakkabönd í margra mánaða túra, fengu fæði og húsnæði á leiðinni hjá öðrum böndum og spiluðu í alls kyns holum gegn vægu gjaldi, svona bara til að eiga fyrir bensíni. Þær mögnuðu tilfinningar sem dökk og ofbeldisfull tónlist þessa tímabils vakti, kveiktu eld; en sú menning og sjálfsvirðing sem myndaðist í kringum hana olli því að þetta varð skapandi en ekki eyðandi eldur. Viðfangsefnin í textum pönkaranna eru vissulega óþægileg. Ofsareiði, ofsóknaræði, einangrun og ör- vænting eru ríkjandi þemu. Textarnir opinberuðu sálarlíf hljómsveitarmeðlima og áheyranda því á þessum tíma voru mörk spilara og áheyranda ógreinileg. Í þessu andrúmslofti samkenndar og samsöngs myndaðist eins konar geðhreinsun hóps- ins, útrás og hreinsun neikvæðra tilfinninga. Með tímanum þroskuðust margar hljómsveitanna og vildu spila þróaðri tónlist, aðrar brunnu út og með- limir þeirra fóru að gera eitthvað annað. Þannig hnignaði þessu neti og eftir stóðu einangraðar senur í kringum stórborgirnar þar sem hreyfingin átti rætur sínar. Uppreisnargirninni pakkað inn Snemma á tíunda áratugnum slógu pönkhljóm- sveitir á borð við Nirvana og Sonic Youth í gegn. Þær fengu samninga hjá útgáfurisunum og fengu spilun á stórum útvarpsstöðvum og MTV. Plötufyr- irtækin sáu að unga kynslóðin varð að fá eitthvað annað en sítt-að-aftan rokk, líkt og þegar breyta varð til eftir leikvangarokk áttunda áratugarins. Í þetta skiptið var reiðin og uppreisnargirnin pökkuð fallega inn, seld í heppilegum umbúðum og send í bæi vandræðaunglinganna í stórum skömmtum, í stað óreglulegra uppákoma víðs vegar í litlum klúbbum. Að þessu sinni var angist þeirra leikhús sem þau þurftu ekki að taka þátt í. Í kjölfarið fylgdu hópur hljómsveita sem voru hannaðar til að höfða til vandræðaunglinga án þess að bjóða þeim þá tilfinningu að endurlausn væri möguleg. Þessar hljómsveitir notuðu formúlur pönksins, ofbeldi þess og viðfangsefni, án þess að tengjast eða mynda samfélag. Það gaf reiðum ung- lingum samtímans ástæðu til að finnast þau vera einangruð og ekki hluti eins eða neins. Þessi grófa og kaldlynda markaðssetning kom skýrt fram í Wo- odstock þessarar kynslóðar, árið 1999, þar sem reið- in yfir því að þurfa að greiða dýru verði það sem var í raun sköpun aðdáendanna braust út í allskyns of- beldisverkum og íkveikjum. Dugar þetta til að breyta venjulegum sextán ára unglingi í morðingja? Að sjálfsögðu ekki. En það sem þetta sýnir er tilhneiging sem er allt of ríkjandi: firring og skortur á tengslum. Firring frá heiminum gegnum internet og tölvuleiki, firring frá tilfinn- ingum sínum vegna eilífra lyfjauppáskrifta, og skortur á tengslum við félaga og fjölskyldu. Skóla- morðingjarnir einkennast allir af yfirþyrmandi ein- angrun, tilfinningar þeirra hafa fengið að krauma og verða dekkri og ógeðslegri og byggjast upp meðan að fantasíur þeirra verða stöðugt viðbjóðslegri. Án jarðtengingar og flóttaleiðar urðu þeir morðingjar inn í sér löngu áður en þeir hleyptu af skoti. Það sem pönkið ekki einungis bauð, heldur krafðist, af læri- sveinum sínum (lærisveinar er hiklaust rétta orðið) var tenging við sjálfan sig, við hugsanir sínar og um- hverfi. Reiðin var eldsneytið og hávaðinn og vægt ofbeldi voru kveikjurnar en í öllum tilfellum var nið- urstaðan losun og geðhreinsun. Margir morðingj- anna ungu hefðu eflaust orðið það hvort sem er, en þeir hefðu haft pönkið sem valkost. Án vafa mundu einhverjir þeirra hafa gengið til liðs við þennan hóp utangarðsunglinga, hóp hinna klikkuðu, ljótu og vondu sem hefði gert þeim betur kleift að komast yf- ir skelfilegt eyðiland unglingsáranna. Þýðing: Ármann Halldórsson. Glæpir Hvað er það sem breytir venjulegum sextán ára unglingi í morðingja? Geðhreinsun og gróðafíkn » “I have a prediction, it lives in my brain It’s with me every day, it drives me insane I feel it in my heart, that if I had a gun I feel it in my heart, I’d wanna kill some, I feel it in my heart, the end will come … “ My War, Black Flag. STYR hefur staðið um Sigurð Gylfa Magn- ússon og skrif hans á sviði sagnfræðinnar. Þetta má vera þeim ljóst sem fylgst hafa með umræðunni í hugvísindum undanfarin ár en nýjasta bók Sigurðar, Sögustríð, gef- ur til kynna að ókyrrðin sé nær því að vera stríð, og að „stríðið“ sé að mati höfundar velkomið framlag til annars kyrrstæðrar umræðu. „Það beinlínis hlaut að koma til uppgjörs milli eldri og yngri kynslóða sagnfræðinga,“ segir Sigurður á einum stað og vísar þannig til skoðanaskipta, sem áttu sér stað í kringum árþúsundamótin. Ekki eru það aðeins rannsóknir Sigurðar sem hafa valdið umróti heldur einnig gagn- rýnin skrif hans um fræðigreinina eins og hún er iðkuð hér á landi. Í því sambandi er óhætt að segja að nýja bókin sé óvægið inn- slag í áframhaldandi „fagrýni“ höfundar þar sem henni, eins og nafnið gefur til kynna, má lýsa sem árás. Í þessu ljósi má skoða nýja bók Sigurðar sem tvennt í senn: uppgjör við eigin aka- demíska feril fram til þessa og nýja „yf- irlýsingu“ um nauðsyn gagngerrar endur- nýjunar á sviði íslenskra hugvísinda, einkum eins og þau hafa þróast innan sagn- fræðiskorar Háskóla Íslands. Þannig velk- ist ég ekki í vafa um að bók þessi eigi eftir að vera umtöluð og reynast jafnvel aflvaki kraftmikilla deilna. Sá þáttur bókarinnar sem vafalaust vek- ur mesta athygli er umfjöllun höfundar um eigin reynslu í fræðasamfélaginu. Umgjörð Sögustríðs er nefnilega nokkuð óvenjuleg. Þannig endurprentar höfundur hér grein- ar, sem hann hefur áður birt á öðrum vett- vangi en leitast við að skapa þessum skrif- um sínum samhengi með afar ítarlegum sjálfsævisögulegum „þáttum“ sem mynda stóran hluta verksins. Ég leyfi mér að full- yrða að skrif á borð við þau sem Sigurður reiðir hér fram með sínum ævisögulegu og persónulegu áherslum eru afar sjaldgæf í hugvísindasamfélaginu (nema vísað sé aft- ur til annarra skrifa Sigurðar) en auk þess að lýsa reynsluheimi Sigurðar eru kaflar þessir í senn umfjöllun um fræðigreinarn- ar sem eru endurbirtar, tilurð þeirra og viðtökur, og hugleiðingar um „stöðu þekk- ingarinnar“ eins og Sigurður orðar það gjarnan, í íslenskri sagnfræði. Þessi skrif eru á köflum áhugaverð en ljóst er jafn- framt að mörgum mun þykja stórlega að sér vegið þar sem Sigurður beinir sjónum að ákveðnum hópi fræðimanna sem aftur og aftur er gagnrýndur. Hin sjálfsævisögu- legu efnistök og hið hiklausa og áberandi „ég“ sem jafnan miðlar frásögninni, sýnir skýrt að fjarlægðin er ekki mikil og að hér er persónulegri „sögusýn“ ef svo má að orði komast, haldið á lofti og er þannig eins konar „performatísk“ birtingarmynd þeirrar aðferðafræði sem Sigurður aðhyll- ist í sagnfræðinni en það er einsagan og nýting á persónulegum heimildum. Höfundur fjallar á opinskáan hátt um eigið líf eins og það snertir þau fræði sem hann hefur tileinkað sér og lýsir oft með mikilli nákvæmni hvernig líf tileinkað hug- vísindum án kjölfestunnar, sem fylgir há- skólastöðu getur gengið fyrir sig. Hérna birtist með öðrum orðum ansi fróðleg sýn á hugvísindamann, sem hefur snúið aftur til Íslands eftir doktorsnám erlendis en verð- ur fyrir vonbrigðum með ýmsa þætti ís- lensks fræðasamfélags. Hvað fræðasam- félagið varðar er Sögustríð reyndar öðrum þræði ítarleg og oft áhugaverð heimild um tilurð ReykjavíkurAkademíunnar en sú stofnun skiptir Sigurð miklu máli, ekki síst sem eins konar andsvar við meintum stirð- leika Háskóla Íslands á sumum sviðum. Sú staðreynd að ReykjavíkurAkademían hef- ur á árunum síðan hún var stofnuð fest sig í sessi sem mikilvæg menningar- og fræði- stofnun hlýtur að gera þennan þátt í skrif- um Sigurðar athyglisverðan, frá sagn- fræðilegu sjónarmiði (JL-húsið sem hið póst-strúktúralíska Unuhús?). En hvers vegna stríð? Lesandi bókar- innar mun reyndar ekki velkjast í vafa um hvers eðlis andóf Sigurðar er. Að hans mati hafa sumir í stétt sagnfræðinga harðneitað að horfast í augu við þá gagngeru endur- skoðun á forsendum hugvísindaiðkunar sem átt hefur sér stað á liðnum áratugum og er gjarnan kennd við hið póstmódern- íska ástand. Hann nefnir mýmörg dæmi um hvernig hin íslenska „sögustofnun“ – með þessari nafngift á Sigurður við nokkra prófessora í sagnfræðiskor Háskóla Ís- lands og Kennaraháskólanum en ég verð að taka fram að mér finnst ýmislegt við þessa hugtakanotkun dálítið einkennilegt – hefur spyrnt við fótunum þegar að nýjum straumum og stefnum í fræðunum kemur. Ekki verður því mótmælt að margt sem Sigurður tínir til sýnir fram á vandræða- lega gamaldags viðhorf og þannig hittir Sigurður naglann á höfuðið hvað eftir ann- að þegar hann gerir grein fyrir fornfáleg- um hugmyndum ýmissa sagnfræðinga um kvennamenningu og kynjafræði, svo dæmi af afmörkuðu sviði sé nefnt. Hins vegar má spyrja hvort Sigurður einfaldi ekki að nokkru leyti þá fjölbreytni sem þrífst inn- an sagnfræðinnar og í ljósi einarðrar and- stöðu hans gegn hverjum þeim viðhorfum sem ekki samrýmast eigin hugmyndum um póstmóderníska „upplausn“ hvarflar sú hugsun stundum að lesanda að höfund- ur hafi e.t.v. gleymt mikilvægri kennisetn- ingu allra góðra póstmódernista en hún er sú að það sé enginn einn sannleikur. Eitt af því sem hefur fylgt hinni póst- módernísku byltingu í sagnfræði er áhersl- an á það hvernig eðli og formgerð frásagn- arinnar mótar miðlun sögunnar og hér eru brautryðjandaverk bandaríska sagnfræð- ingsins Hayden White mikilvæg (en til hans vísar Sigurður oftar en einu sinni). Í ritgerð sem út kom í bókarformi fyrir fá- einum árum hefur White enn fremur bent á að eitt sem fylgi aðlögun sagnfræðilegs „sannleika“ að frásagnarforminu sé nauð- syn þess að höfundur velji sér frásagnar- grein eða stíl og oftast sé það gert eftir fyr- irfram gefnum kostum á borð við gamanleikinn, harmleikinn, spennusöguna o.s.frv. Ég held að ýmislegt sé til í þessu og mætti því til stuðnings benda á hryllings- formið sem ramma sem sagnfræðingar geta kosið sér þegar helförinni er lýst, spennuformið fyrir lýsingar á mikilvægum orrustum, rómönsuna fyrir ævisögu Kennedys forseta, harmleikinn fyrir sögu Sovétríkjanna o.s.frv. Í þessu ljósi er at- hyglisvert að velta fyrir sér hvaða frásagn- argrein Sigurður Gylfi velur sjálfsævi- sögulegri frásögn sinni hér. Mér sýnist hann skrifa sig inn í að sumu leyti meló- dramatíska formgerð þroskasögunnar, Bildungsromansins. Eins og sumir kannski vita ganga slíkar sögur yfirleitt út á ferð hetjunnar frá sakleysi til aukins þroska, frá einangrun til samlögunar við ríkjandi gildi, ferðalagið er gjarnan úr sveit í borg og á þroskabrautinni verður hetjan að yfirstíga ýmiss konar erfiðleika og etja kappi við fjandsamleg öfl. Sigurður lýsir heimkomu sinni úr námi þannig að hann hafi verið fullur bjartsýni en síðan hafi komið í ljós að heimurinn var ekki eins og hann hélt. Að vísu ferðast Sigurður í þessu tilviki úr borg í „sveit“ (frá stöndugri bandarískri borg til Reykjavíkur) en þroskinn lætur ekki á sér standa. Höfund- ur lýsir ýmsum uppljómunum um eðli sagnfræðiskorar HÍ og endurfæðingum sjálfs sín til nýrra aðferða í sagnfræðinni. Sigurður snýr þó ýmsu sem viðkemur þessari grein á hvolf, einkum með því að hafna með öllu að samlagast ríkjandi hefð- um, eins og hetja þroskasögunnar gerir jafnan, heldur stendur hann fastur á sínu og ætlar sér þess í stað að breyta umhverf- inu. Bókin sem hér er til umfjöllunar er tví- mælalaust skref í þá átt af hálfu Sigurðar, enda má lesa hana sem eins konar áskorun, sem er þá kannski einkum beint gegn þeim sem að mati höfundar hafa ekki brugðist nógsamlega við fyrri skrifum hans. Höf- undur heldur aðferðalegum sjónarmiðum sínum fram af mikilli festu og þótt fjöl- margt í bókinni sé umdeilanlegt, þegar far- ið er ofan í saumana (til dæmis áðurnefnt sögustofnunarhugtak), vekur hún lesanda til umhugsunar um kosti og galla íslensks fræðasamfélags. Einsaga eða þroskasaga? BÆKUR Sögustríð Eftir Sigurð Gylfa Magnússon Reykjavík: Miðstöð einsögurannsókna og ReykjavíkurAkademían, 2007, 527 bls. Björn Þór Vilhjálmsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.