Íslendingur


Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.06.1968, Blaðsíða 1
r „Islendingur11 og nýju bluðið • Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, hafa Sjálfstæð- ismcnn í fjórum kjördæmum, Vestfjarða, Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands, saineinazt um átgáfu öflugs strjálbýlisblaðs, sem mun hefja gongu sína á Akureyri seinna í sumar. Er hér í rauninni um að ræða sameiningu nokkurra af blöð- um Sjáifstæðismanna á svæð- inu til aukinnar þjónustu við blaðalesendur og aukinna áhrifa f málefnum þessara kjördæma inn á við og út á við. • Stofnfundur útgáfufé- lagsins er nú í undirbúningi. Söfnun stofnfélaga hcfur gengið mjög vel fram að þessu, en enn er eftir að hafa samband við allmarga. Eru því þcir, sem enn hefur ekki náðzt til, en vilja ganga til samstarfs um þetta merka ný- mæli í íslenzkri blaðaútgáfu, vinsamlega beðnir að hafa samband við ritstjóra „tslend- ings“ eða einhvem af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins t þessum f jórum kjördæmum. • Þar sem nú fara í hönd sumarleyfi hjá Akureyrar- blöðunum, kemur „tslending- ur“ ekki út fyrr en að lokn- um stofnfundi nýja blaðsins, sem verður f næsta mánuði, þá í eitt skipti, en sfðan mun nýja blaðið taka við. eru nýir staurar við eina af götum Akreyrar. Sandblástur og málmhúðun sf. á Akureyri: Framleiðir götu- Ijósastaura fyrir Reykjavikurborg Fyrirtækið Sandblástur og málmhúðun sf. á Akureyri hóf nýlega frantleiðslu á 360 götu- ljósastaurum fyrir Reykjavíkur- borg. en samið var við það eftir útboð. Er samningsupphæðin um X.5 millj. kr. Þetta er stærsta verkefnið í þessari framleiðslu- grein fyrirtækisins til þessa, en það tók upp smíði götuljósa- staura í fyrra. Auk Reykjavíkur- borgar skipta nú þegar við fyr- irtækið Akureyrarbær, Húsa- víkurbær, Siglufjarðarbær og Sauðárkróksbær. — Sandblástur og málmhiiðun sf vinnur nú að því, að fullkomna tæki sin til þessarar framleiðslu, skv. ströngustu kröfum. Um tíma voru götuljósastaur- ar fluttir inn tilbúnir, en SM framleiðir nú mest af þvf magni, sem sett er upp f ár. Sandblástur og málmhúðun sf. er 9 ára gamalt fyrirtæki. Til skamms tíma var starfsemi þess einkum bundin við vélsmiðjurn- ar á Akureyri, en verkefni þeirra hafa minnkað verulega undanfarin misseri. Var þvl brugðið á það ráð, að leita nýrra verkefna. Er staurasmíðin það stærsta, sem tekið hefur verið upp, en einnig er mikið um handriðasmíði. Nú vinna 5 menn við fyrir- tæk' 5 að staðaldri, að plötu- smíði, sandblástri og málmhúð- un. Forstjöri er Jóhann Guð- mundsson. Óvenju miklar ungfiskveiðar togara og togbáta fyrir Norðurlandi í vetur: Er hætta á ofveiði nýrra og sterkra stofna? — myndi draga stóran spón úr aski framtíðar útgerðar Norðlendinga I vetur var meiri veiði hjá togurum úti fyrir Norðurlandi en um langt skeið undanfarið og sókn á þessi mið jókst að sama skapi. Þá hafa nokkrir togbátar Norðlendinga fcngið mikinn afla ÍBA - ÍBV í KVÖLD KL. 20.30 Leikur Akureyringa og Vestmannaeyinga í I. deild tsl.ni. f knattspymu, sem frestað var á sunnudaginn, hefur verið ákveðmn í kyöhl kl. 20.30 og á hann að sjálf- sögðu að fara fram á íþrótta- vellinum á Akureyri. Vonandi tekst Vestmanna- iyingum að komast norður. frá áramötum, meiri en á undan- förnum árum. Við þetta hefur togbátum fjölgað á miðunum og nú sfðast eru komnir þangað nokkrir bátar frá Suður- og Suð- Vesturlandi. Uppistaðan f öllum þcssum veiðum hefur verið smár fiskur og skv. athugunum, sem gerðar voru á „Hafþóri" í janúar í vetur fyrir öllu Norðurlandi, er líklp.gt að hér sé á ferðinni að'langmestu Ieyti 4 ára fiskur, sem á eftir Önnur 4 ár, til að ná kynþroska. Menn hafa verið að velta því fyrir sér, hvort ekki, væri full- niikið bráðlæti f þessum veiðum, og því hafði blaðið samband við Jón Jónsson fiskifræðing, for- stjóra Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins. Jón kvað það líklegast af rann- sóknum ,,Hafþórs“ f vetur og fregnum af veiðum togbátanna sfðustu mánuði, að nú væru á ferðinni nýir og sterkir árgang- ar fyrir Norðurlandi. 1 rannsókn- um ,,Hafþórs“ hefði mest#komið fram af 4 ára fiski, eða allt að 80%. Það væri því ástæða til að leyfa sér nokkra bjartsýni um vaxandi fiskigengd við Norður- land á næstu árum, ef þessir ungu árgangar yrðu ekki murk- aöir niður, en fiskur á þessum slóðum yrði ekki kynþroska fyrr en um 8 ára. Þá sagði Jón Jónsson, að sjálf- sagt væri að nýta þennan fisk innan skynsamlegra takmarka og væri því ekkert athugavert við veiðar togbátanna á meðan fjöldi þeirra væri hæfilegur og ef þeir héklu sig innan löglegra tak- markana, sem ekki væri ástæða til að efast um. Hins vegar væri órieitanlega mikil hætta á því, að togararnir settu strik í reikning- inn, og þá einkum erlendir tog- arar, sem hefðu verið f flotum á þessum miðum f vetur þangað til hafísinn lokaði og kæmu vafalítiö aftur. Gegndarlaus sókn togara á þessi mið myndi vafa- laust draga stóran spón úr aski útgerðarinnar á Norðurlandi í næstu framtíð. Nánari fregna er að vænta af fiskigöngunum fyrir Norðurlandi nú á næstunni, þar sem ,.Haf- þór“ er að fara í nýjan leiðang- ur á þessi mið. GLÆSILEG HÉR- AÐSMÓT í SUMAR Sjálfstæðisflokkurinn heldur að venju mörg héraðsmót viðs- vegar um landið í sumar. Að þcssu sinni verður þeim þann veg liáttað, að forystumenn flokksins og fulltrúar ungra Sjálfstæð- ismanna flytja ávörp, leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson skcmmta og Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar skemmtir og leikur fyrir dansi. Héraðsmótin á Norðurlandi hafa verið ákveðin, sem hér segir: 1 Miðgarði í Skagafirði 13. júlí, Viðihlíð í V.-Hún. 14. júlí, Siglufirði 26. júlí, Blönduósi 27. júlí, Ölafsfirði 2. ágúst, Skjólbrekku i Mývatnssveit 3. ágúst, Raufarhöfn 4. ágúst.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.