Austurland


Austurland - 09.05.1996, Blaðsíða 1

Austurland - 09.05.1996, Blaðsíða 1
Trévangur fær sorphirðuna MIÐ-AUSTURLAND samlags Mið-Austurlands hefur ákveðið að ganga til samninga %'ið Trévang hf. á Reyðarfirði um sorphirðu á samlagssvæðinu. Trévangur sendi inn þrjú tilboð í verkið en dró síðan tvö fráviks- tilboð sín til baka. Alls bárust í verkið átta tilboð frá fimm að- ilum bæði innan og utan fjórð- ungsins. Aætlað er að sorphirðan á samlagssvæðinu kosti um 5.300 kr. á ibúa á svæðinu og er þá tekið tillit til tekna Sorpsamlags- ins. Enn er ekki ákveðið hvenær Trévangur tekur til við sorphirð- una en hugur stjómarmanna stendur til að ganga frá öllum lausum endum áður en Trévang- ur tekur við verkinu. Akvörðun ýmissa sveitarfélaga um stað- setningu gámavalla hefúr tafið nokkuð fyrir framkvæmd en þau mál eru nú á lokastigi. Nokkuð víða er erfitt að finna gámavöllun- um stað þar sem ákveðnar kröfur em gerðar um staðsetningu þeirra s.s. um fjarlægð frá íbúðabyggð, matvælaframleiðslu ofl. Peningaleg staða batnar um 71 milljón króna Framleiðsla verðlaunuð NESKAUPSTAÐUR Frystihús Síld- arvinnslunnar hf. fékk á föstu- daginn enn einn viðurkeimingar- skjöldinn fyrir gæðaframleiðslu. Viðurkenningin kemur frá Cold- water í Bandaríkjunum og af- henti Jón Friðjónsson hana. Hann sagði við það tækifæri að það væri mikill fengur fyrir þá ytra að hafa á boðstólunum þá gæðaframleiðslu sem kæmi frá þessu frystihúsi. Það væri ómet- anlegt í sölustarfinu, sérstaklega í flakalínunni. Hann sagði við starfsfólk frystihússins að það væri einstakt hvernig því hefði tekist að halda þessum gæðum, sem leiddi til þess að þeim hjá Coldwater tækist enn að halda hærra verði en öðrum. sérstak- lega á þorski og ýsu. Frystihús SVN er að þessu sinni eina húsið á Austfjörðum sem fékk þessa viðkurkenningu. Jóna fngimarsdóttir tók viö viðurkenningunni fyrir liönd starfsfólks frystihúss SVN og þakkaði heiðurinn og sagði jafn- fi'amt að þessi viðurkenning sýndi að hér væri hörkuduglegt starfs- fólk. Að athöfninni lokinni var starfsfólki og gestum boðið til veislu. Júna Ingimarsdóttir og Jón Friðjónsson. Ljósm. Eg NESKAUPSTAÐUR staða bæjarsjóðs Neskaupstaðar batnaði um 71 milljón króna á síðasta ári og er nú í fyrsta skipti jákvæð sem nemur 37 millj. kr. og Neskaupstaður því einn örfárra kaupstaða á landinu með jákvæða peningalega stöðu. Þetta kom fram á fúndi bæjarstjómar i gær við síðari umræðu um árs- reikninga bæjarsjóðs og undir- fyrirtækja. Mestu skiptir í þessu sam- bandi hækkandi gengi á hluta- bréfum í Síldarvinnslunni hf.. Hlutabréfin em skráð á genginu 3.9 sem var gengið á verðbréfa- þingi um s.l. áramót. Samkvæmt því nemur hlutabréfaeign bæjar- og hafnarsjóðs í Síldarvinnslunni hf. um 137 milljónum króna. Sölugengi hlutabréfa i SVN er nú um 6 þannig ef hlutabréfa- eign bæjarins væri færð upp á því gengi þá næmi hún hátt í 211 milljónum króna og hlutafjár- eign hafnarsjóðs færð á sama hátt næmi 26 milljónum króna. Af öðmm þáttum í reikning- um bæjarsjóðs má nefna að skatttekjur námu rúmlega 195 milljónum á síðasta ári og vógu útsvarstekjur þar hæst. Rúmlega 4 milljónir vantaði upp á að íjárhagsáætlun stæðist. Rekstur var almennt innan áætlunar en einstaka liðir fóm þó fram úr áætlun s.s. hreinlætis- og umhverfismál. Fjárfestingar námu alls um 67 milljónum króna og var bygging íþróttahúss stærsti einstaki íjárfestingarliðurinn. Mikill afli fyrstu 3 mánuði ársins AUSTFIRÐIR Fyrstu þrjá mánuði þessa árs bámst á land á aust- firskum höfnum samtals 343.322 lestir samanborið við 226.468 lestir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Fiskifélags íslands. Mestu munar að sjálfsögðu um stórauk- inn loðnuafla. Af þeim rúmlega 700 þúsund tonnum af loðnu sem veiddist á síðustu vertíð bár- ust rúmlega 316 þúsund lestir til Austfjarðahafna, sem er rúmlega 100 þúsund lestum meiri en á sama tíma á síðasta ári. Loðnuaflinn í mars í ár var hins vegar tæplega 10.000 lestum minni en á sama tíma i fyrra. Eskiljörður er aflahæsta höfn- in í mars og jafnframt frá ára- mótum, þar hafa borist á land 72.992 lestir frá áramótum. Seyðisfjörður fylgir fast á eftir með 72.419 lestir og þvi næst Neskaupstaður með 64.114 lestir. Afli togara í mars samanbor- inn við aflann í mars á síðasta ári er rúmlega 300 lestum minni en afli smábáta jókst um 100%. Mest aukning hjá þeim var í þorski og steinbít, þorskaflinn tvöfaldaðist og steinbítsaflinn þrefaldaðist. 1 samantekt Fiskifélagsins um afla og aflaverðmæti allra báta og skipa 1995 sem birt verður um miójan maí kemur fram að Börkur NK og Hólmaborg SU eru í þriðja og fjórða sæti yfir mest aflaverðmæti loðnuskipa 1995 og Jón Kjartansson í átt- unda sæti. Fimmtán vinnsluskip voru með aflaverðmæti yfir 400 milljónir á síðasta ári, þar er Blængur NK einn austfirska skipa með tæplega 2.100 tonn að verðmæti tæplega 409 milljónir króna. Af ísfisktogurum er Gull- ver SU í fjórða sæti með 2.984 lestir, aflaverðmæti rúmlega 257 milljónir króna. Sími 4771306 - Fax 477 1903

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.