Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2011 Ljósmynd/Bjarni Nygaard Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikið tjón varð í ofsaveðri sem gekk yfir Færeyjar í fyrrakvöld og fyrri- nótt. Þök rifnuðu af húsum, skip og bátar losnuðu frá bryggju og bíl- skúrar og hjallar fuku. Fréttamaður færeyska blaðsins Socialurin sagði að tryggingafélög hefðu fengið um þúsund tilkynning- ar um eignatjón í óveðrinu, einkum tjón á íbúðarhúsum og bílum, en einnig á bátum, útihúsum og hjöll- um. Í nokkrum tilvikum var eigna- tjónið mikið. Lögreglunni bárust alls 245 tjóna- tilkynningar í Færeyjum, að sögn Socialurin. „Þök rifnuðu af, rúður brotnuðu og margir bátar losnuðu frá bryggju. Margar byggingar eyðilögðust,“ sagði Rani Wardun, lögregluvarð- stjóri í Þórshöfn. Hann bætti við að þetta væri mesta óveður í færeyska höfuðstaðnum í 23 ár. „Fárviðri var hér árið 1988. Þetta er mesta óveðrið hérna síðan þá.“ Þrjú skip losnuðu frá bryggju í Skálafirði og þau rak á land. Erfið- lega gekk að festa þau í fjörunni vegna roks. „Eins og vígvöllur“ Socialurin sagði að þak sambýlis fyrir aldraða í Þvereyri í Suðurey hefði fokið af í heilu lagi. Haft er eftir slökkviliðsstjóra staðarins, Oddi Dimon, að slökkviliðið hafi fengið til- Að sögn Socialurin olli óveðrið einnig talsverðu tjóni á skógræktar- svæðum. Til að mynda hefðu 100 tré eyðilagst í einum skóganna og 75 í öðrum. Lægðin stefndi að strönd Norður- Noregs í gær. Norska veðurstofan varaði við óveðri í gærkvöldi og fram eftir degi í dag. Hætta var á storm- flóðum þar sem stórstreymt var þeg- ar lægðin nálgaðist. björgunarmenn slösuðust í Suðurey þegar þeir negldu plötur á húsþak í fárviðrinu. Mennirnir urðu fyrir þak- plötu en slösuðust ekki alvarlega, að sögn Socialurin. Danska veðurstofan sagði að vind- hraðinn hefði verið allt að 55 m/s. Ölduhæðin var allt að 22 metrar sunnan við Færeyjar þegar veður- hamurinn var mestur, að sögn fær- eyska sjónvarpsins. enginn skyldi hafa farist í óveðrinu. „Þetta er eins og vígvöllur,“ hafði fréttavefurinn eftir einum íbúa Þver- eyrar. Hermt er að kirkjuturn í Skúfey hefði skemmst og fiskeldisfyrirtækið Bakkafrost hafi misst þrjár eldis- kvíar. Rafmagnslaust var á eyjunum þegar óveðrið var í hámarki. Mikil hætta stafaði af járnplötum sem rifnuðu af húsþökum. Fjórir kynningu um að þak sambýlisins væri að losna og heimilisfólkið hefði verið flutt á brott með sjúkrabílum. „Um leið og við höfðum flutt síðasta fólkið út sáum við að þakið fauk af í heilu lagi,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Socialurin sagði að húsið hefði skemmst svo mikið að það yrði að öll- um líkindum rifið. Fréttavefur Dimmalætting sagði að það gengi kraftaverki næst að Þök fuku og skip rak á land  Um þúsund tilkynningar um tjón af völdum mesta ofsaveðurs í Færeyjum í rúm 20 ár  Talið ganga kraftaverki næst að enginn skyldi hafa farist í fárviðrinu  Óveðurslægðin herjar á Noreg Hurð skall nærri hælum Þak Eldrasambýlis við Sílá, sambýlis fyrir aldraða í Þvereyri, fauk af skömmu eftir að sjúkrabílar fluttu heimilisfólkið á brott. Ný bók um hjónabandið eftur Nicky og Sila Lee, höfunda hjónanámskeiðs sem kennt er víða um heim. Fjallað er um grunnstoðir farsæls hjónabands: Tjáskipti, kærleika í verki, lausn deilna, mátt fyrirgefningar, samband við foreldra og tengdaforeldra og gott kynlíf. Góð gjöf handa þeim sem þér þykir vænt um. Verð: 3.290 kr. Hún og hann Hamingjuríkt hjónaband Konan með opna faðminn Lífshlaup og starf Immu á Hernum Hér er á ferðinni lifandi frásaga um merka konu sem hafði áhrif á fjölda fólks á ævi sinni. Ritað hefur Sigríður Hrönn Sigurðardóttir. „Lifandi“ „Persónuleg“ „Hvetjandi“ „Hrífandi“ „Það munar um svona fólk í hverju samfélagi... Býsna góð bók og á erindi við samtímann.“ (SBS/Mbl) Verð: 4.990 kr. Þessar bækur fást hjá okkur og í öllum helstu bókaverslunum. Tilvaldar jólagjafir! Bókaútgáfan Salt ehf. Sími: 533 4900 www.saltforlag.is BASARINN NYTJAMARKAÐURKRISTNIBOÐSSAMBANDSINSAusturveri, Háaleitisbraut 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.