Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 1
ÆVINTÝRAÞRÁIN TOGAÐI ÞÁ TIL GRÆNLANDS VILL FRIÐ Á JÖRÐU OG HOLLT NAMMI AFSÖKUNAR- BEIÐNIN KLÚÐRAÐIST FINNUR.IS OG VIÐSKIPTI KLÚÐUR ÁRSINS 36HÆTTULEGT STARF 10 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Geta slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins (SHS) til að takast á við stóráföll skerðist ef skilið verður á milli slökkvistarfs og sjúkraflutn- inga. Þetta segir Jón Viðar Matt- híasson, slökkviliðsstjóri höfuð- borgarsvæðisins, en slökkviliðið hefur hingað til annast sjúkra- flutninga samhliða slökkviliðsstörf- um og samnýtt mannafla sinn til þess. Samningur ríkisins við SHS um sjúkraflutninga rennur út nú um áramót og samingaviðræður hafa engu skilað enn sem komið er. Að sögn Jóns Viðars tekur stjórn SHS líklega fyrir nýtt tilboð rík- isins í næstu viku en hann bendir á að hingað til hafi um 300 milljónir króna á ári borið á milli samnings- aðila. Einingar unnið vel saman Jón Viðar óttast hugsanleg áhrif þess ef skilið verði á milli starf- seminnar þannig að slökkviliðið sjái ekki lengur um sjúkraflutn- ingana ef samningar takast ekki. „Þetta er ógurlega sveiflukennd starfsemi og þess vegna er sam- reksturinn á sjúkraflutningum og slökkviliðsstarfi mikilvægur. Þú tekur þá úr slökkviarminum yfir í sjúkraflutninga þegar álagið er þar og svo öfugt. Aðskilnaður skaðar báða armana,“ segir Jón Viðar. MViðbragð verður lakara »6 Aðskilnaður skaðar  Björgunargeta sögð skerðast sé skilið á milli sjúkraflutninga og slökkvistarfs  Stjórn SHS tekur fyrir nýtt tilboð ríkisins um sjúkraflutninga í næstu viku Sjúkraflutningar » Skv. lögum er slökkviliðs- starf á ábyrgð sveitarfélaga en sjúkraflutningar hafa heyrt undir ríkið frá árinu 1991. » Síðan þá hefur SHS séð um sjúkraflutninga á höfuðborg- arsvæðinu samkvæmt samn- ingi við ríkið. Um 100 nemendur úr listdansdeild Skautafélags Reykjavíkur stigu kraft- mikil skautaspor á spegilsléttum og gljáfægðum ís í gærkvöldi þegar sett var upp Snædrottningin, sem af mörgum er talið fegursta sköpunarverk ævintýraskáldsins H.C. Andersens. Þar segir frá Snædrottningunni, sem tekur dreng nokkurn til fanga í íshöll sína, en miskunnar sig síðan yfir hann. Dansararnir voru á ýmsum aldri, frá fimm ára og fram yfir tvítugt, og meðal þeirra eru nemendur úr meistaraflokki sem hafa keppt á stór- mótum víða erlendis. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævintýri á hálum ís Egill Ólafsson egol@mbl.is Hjón með börn drógu úr útgjöldum heimilisins að meðaltali um tæplega 1,9 milljónir á ári á árunum 2008 til 2010. Þetta er samdráttur upp á 22,4%. Einstæðir foreldrar, sem eru með minni heildartekjur en hjón, drógu úr útgjöldum sínum um tæplega 1,5 milljónir eða um 26,9%. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna. Rannsóknin er lögð til grundvall- ar við útreikning á verðbólgu. Áður voru gerðar breytingar á þriggja ára fresti, en Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hag- stofunnar, segir að svo miklar breytingar hafi orðið á útgjöldum heimilanna eftir hrun að ákveðið hafi verið að gera árlega breytingar á neyslugrunni Hagstofunnar. Frá 2008 til síðustu áramóta drógu heimilin í landinu saman út- gjöld um 17%. Mestur er sam- dráttur í útgjöldum vegna kaupa á húsgögnum, heimilisbúnaði o.þ.h., eða 45%. Útgjöld til ferða og flutn- inga drógust saman um tæpan þriðjung og til tómstunda og menn- ingar um 28%. Heimilin verja nú hærra hlutfalli útgjaldanna í mat og húsnæði en áður. Síðustu ár hefur meðalstærð heimila stöðugt minnkað, en þessi þróun hefur snúist við eftir hrun. Meðalheimilið hefur stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41. Um 25% heimila eru í leiguhúsnæði. »16 Drógu úr útgjöldum um 1,9 milljónir kr. á ári  Fjórðungur heimila leigir húsnæði  Fleiri búa nú á hverju heimili Útgjöld eftir árum og bakgrunnsþáttum 2008–2010 Upphæðir eru í þúsundum króna og á verðlagi ársins 2010 2008 2010 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Allir hópar Einhleypir Hjón/samb. án barna Hjón/samb. m. börn Einstæðir foreldrar Önnur heimilisg. 5. 89 9 4 .9 0 5 3. 38 1 2. 90 2 6. 56 4 5. 4 0 4 8. 35 0 6. 4 78 5. 30 4 3. 88 0 7. 58 5 6. 4 99 -16,9% -14,2% -17,7% -22,4% -26,9% -14,3%Breyting 2008-2010  Þar sem neyðarvistun á með- ferðarstöðinni Stuðlum er oft mjög umsetin er á stundum látið á það reyna að vista ungmenni, sem á þurfa að halda, á unglingaheimilinu í Hraunbergi í Reykjavík. Með því er börnum og unglingum með ólík- an vanda blandað saman og getur það valdið erfiðleikum. Forstöðumaður Hraunbergs, sem er skammtímaheimili fyrir ung- linga, segir staðreyndina þá, að töluvert hafi verið um erfið tilvik undanfarið, þar sem álagið á kerf- inu hefur verið slíkt að taka hefur þurft á móti ungmennum sem ættu frekar heima í neyðarvist á Stuðl- um. »4 Blanda börnum með ólíkan vanda saman  Á milli tutt- ugu og þrjátíu manns munu taka á móti nýju ári fjarri mannabyggðum með ferðafélag- inu Útivist um þessi áramót. Um er að ræða tveggja nátta áramótaferð í Þórsmörk en þó svo sótt sé í friðsældina er hvorki flug- eldar né kampavín skilið eftir í þéttbýlinu. »8 Flugeldum skotið upp í óbyggðunum Áramót í Þórsmörk.  Í fyrsta sinn frá árinu 2002 er bók eftir annan höfund en Arn- ald Indriðason efst á sölulista í árslok. Mest selda bók ársins er Brakið, skáld- saga Yrsu Sig- urðardóttur. Í öðru sæti varð Einvígið eftir Arnald og Gamlinginn sem skreið út um gluggann eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonas- son er í þriðja sæti. Listinn nær þó aðeins til 24. desember. »33 Arnaldur lét sætið eftir langa setu Yrsa Sigurðardóttir  Stofnað 1913  305. tölublað  99. árgangur  F I M M T U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.